Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 37 ... Hvaða Trotskíj? — AleksandrKansvarar eftir Pál Lúðvík Einarsson MENN læra að ritskoða sjálfir, vega og og meta, gera málamiðlanir. Þú segir við sjálfan þig að betra sé að fara varlega í eitthvert mál. Þá getur þú í það minnsta komið öðru óbrengl- uðu á framfæri.” Prófessor Aleks- andr Kan var helsti sérfræðingur Sovétríkjanna í sögu Norðurlanda á árunum 1960-86. Fyrir tilstilli forsæt- isráðherra Noregs og Svíþjóðar fékk hann og fjölskylda hans leyfi til að flytjast úr landi árið 1987. Prófessor- inn sótti sagnfræðiþing á íslandi um miðjan ágústmánuð í þann mund sem valdaránstilraunin var gerð í Moskvu. Morgunblaðið leit- aði álits hans á þeim atburðum en blaðamaður notaði einnig tækifær- ið tilað spjalla um sagnfræði í alræðisríkinu. Aleksandr Kan Aleksandr Kan er fæddur í Moskvu árið 1925. „Það má segja að ég sé af menntafólki, inteleg- ensíunni. Faðir minn var sögukennari við her- skóla í Moskvu. Eftir herþjónustu innritaðist ég í Moskvuháskóla og lauk prófi 1949. Frami Kan var nokkuð jafn uppá við og hann varð yfirmaður þeirrar deildar sovésku vísindaakade- míunnar við Moskvuháskóla sem sinnir sögu Norðurlanda. Hann varð félagi í kommúnistaflokknum árið 1966. „Ég gekk frekar seint í flokk- inn. Aðild að flokknum skipti tölu- verðu máli. Maður varð að vera í flokknum til að fá ferðaleyfi til út- landa. — Flokksaðild hafði líka áhrif á í hvaða skjalasöfn manni var leyft að hnýsast. — En það voru líka hugsjónaástæður. Þetta var fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu, enn var hægt að trúa því að það væri hægt gefa kommúnismanum mannesku- legt yfirbragð og-þróa hann í átt að lýðræði.” — En hvenær sagðirðu skilið flokkinn og kérfið? „Það gerðist ekki í einni svipan. Ég var lengi að gera það upp við mig að fara úr landi. Það voru sam- tvinnaðar persónulegar og pólitísk- ar ástæður fyrir því að yfirgefa Sovétríkin. Þetta var tólf ára bar- átta. Eldri sonur minn flutti úr landi árið 1973. Eftir það voru mínar utanlandsferðir takmarkaðar við Norðurlönd og mér fannst það vera mismunun miðað við kolleganna. Og síðast en ekki síst stríðið í Afg- anistan, ég vildi alls ekki að yngri drengurinn minn tæki þátt í þeim vígaferlum. En það var margt sem hélt í mann. Manni fannst maður vera svíkja vinnuna, kollegana. Og eftir að ófriður hófst í Afganistan þrengdist um möguleika, það var vonlítið að sækja um og fórnar- kostnaðurinn hár. Það voru í sjálfu sér ekki pólitísk mótmæli að ganga úr flokknum. 1984 sótti ég um að flytjast úr landi og það fyrsta sem gerist er brott- rekstur úr flokknum. Ég vildi verða fyrri til áður en mér yrði sparkað. Ursögnin kom flokksskrifstofunni að óvart; kerfið gerði ekki ráð fyrir því að menn segðu sig úr fiokknum. Það var ekki til neitt eyðublað fyrir úrsögn. En félagaskráin og stat- istíkin varð að vera í lagi. Að lokum vaf fyllt út eyðublað sem er ætlað til að afskrá látna flokksfélaga.” — Þú trúir ekki á kommúnis- mann, hvar ertu þá í pólitíkinni? „Ég er sósíalisti í þeirri merkingu að ég til að góður sósíalismi sé betri en kapítalismi — en góður sósíalismi hefur sýnt sig vera full- komlega óframkvæmanlegan a.m.k. í nánustu framtíð. Ég vona að Sovétríkin nái að þróast til lýð- ræðis og blandaðs hagkerfis eftir sósíal-demókratískum leiðum.” Norrænn undirlægjuháttur - Þú varst sérfræðingur við vís- indaakademíuna í 26 ár. Tilheyrðir þeim hópi sem skráði „opinbera sögu” sem er nú yfirlýst fölsun, hver var þinn hlutur? „Ég stjórnaði skandinavísku deildinni og skrifaði ekki um sov- éska sögu. Ég þurfti því ekki að taka þátt í verstu sögufölsununum. Til allar hamingju sagði Lenín lítið um Norðurlönd. Maður hafði til þess að gera mikið frelsi til að rann- saka og skrifa. Flokkurinn gaf ekki mjög sterka forskrift eða gerði ná- kvæmar kröfur um hvernig norræn saga skyldi vera. Það voru þó þrjár meginforsendur: í fyrsta lagi: Við- urkenna skyldi félagslega ávinn- inga á Norðurlöndum. í öðru lagi: Um leið skyldi gagnrýna undir- lægjuhátt sósíaldemókrata gagn- vart einokunarkapitalisma. í þriðja lagi: Gagnrýna skyldi þjónustulund og undirlægjuhátt borgarlegra afla gagnvart Bandaríkjunum. Ég skrifaði báðar þær kennslubækur sem eru til um Norð- urlandasögu fyrir framhaldsskóla. — Og ég héld að það þurfi ekki að stroka mikið út.” — Hvað segir um ísland? „ísland og Einnland eru nokkuð vánrækt. íslensku get ég ekki lesið. í bókinni er aðallega sagt frá sögu- öldinni og þar studdist ég aðallega við skrif Einars Olgeirssonar.” — En hefur þú í þínum rannsókn- um rekist á eitthvað áhugavert um íslenska samtímasögu, t.d. sam- band íslenskra kommúnista við Sov- étríkin? „íslenskir kommúnistar voru þeir fyrstu til að yfirgefa Kommitern og breyta nafni flokksins. (Samein- ingaflokkur Alþýðu — Sósíaiista- flokkurinn. Innsk. blm.) Að mínu mati voru þeir til þess að gera sjálf- stæðir. Eiginlega má segja að þeir hafi verið brautryðjendur á leið Evrópukomúnismans; í því að losa hægt og_ rólega um tengslin við Moskvu. I samanburði við félagana á hinum Norðurlöndunum voru þeir miklu sjálfstæðari.” Undir rós — En hvað sagðir þú um — t.d. Vetrarstríðið 1939-40. Réðust Finnar á Sovétríkin eins og eitt sinn var haldið fram? „Ég reyndi að taka ekki afstöðu til þess hver réðst á hvern. — En doktorsritgerð mín var um utanrík- isstefnu Norðurlanda í seinni heim- styijöld. En ég var varkár, sagði í innganginum að Finnland væri utan við rannsóknarsviðið. Auðvitað komst ég ekki hjá því að minnast á Vetrarstríðið þegar fjallað var um utanríksstefnu Svíþjóðar. Ég sagði að Finnar hefðu með einsýnni og harðri samningsafstöðu á vissan hátt leitt til þess að Sovétríkin fóru í stríð. En það kom annað fram — og af því er ég stoltur — ég sagði líka frá því að Finnar hefðu reynt með sænskri milligöngu fyrstu daga stríðsins að koma á sámningavið- ræðum en Sovétríkin hafí hafnað því, þau viðurkenndu ekki lengur ríkisstjórn Finnlands. Þetta var vís- bending til lesandands, að Sovétrík- in hefðu haft áhuga á stríði. Ég held að ég hafi ekki logið en það vantaði ýmis atriði í söguna. Það mátti t.a.m. alls ekki segja frá griðasáttmálanum milli Hitlers og Stalíns, þótt ég vissi um hann auð- vitað.” Línan gefin — Þú segir að þér hafi verið hlíft við verstu „sögufölsunum” en þú hlýtur að hafa fylgst með því hvað kollegarnir voru að fást við — eða ekki fást við? „Já, ég hafði alltaf áhuga á rúss- neskri sögu. Og þar var falsað. Það var stigsmunur á þessu; milli undir- greina, mönnum leyfðist meira þeg- ar þeir skrifuðu hagsögu heldur en stjórnmálasögu. Og menn höfðu meira sjálfstæði þegar þeir skrifuðu um miðaldirnar heldur en nútím- ann. Því nær sem dró samtímanum því varkárari varð sagnfræðing- urinn að vera. Þetta er flóknara mál heldur en margir halda hér fyrir vestan. Með- al fræðimanna voru alvarlegar, heiðarlegar rannsóknir stundaðar en fölsunin var verst í almennum sögubókum.” — En hvernig virkaði þetta, ekki settust sagnfræðingar niður og ákváðu svona fyrir sig „opinbera útgáfu” sannleikans? „Nei. Auðvitað ekki. Það finnast ýmis meðöl til að stýra því hvernig menn skrifa. Á Stalínstímanum gátu jafnvel óviðeigandi athuga- semdir við kaffíborðið verið hættu- legar heilsu og frelsi. En það er hægt að beita öðrum meðölum. Sérstaklega þegar ríkið er eini vinnuveitandinn. Starfsframi verð- ur hægari en vænta má. Bókin þín kemst ekki á prent hjá forlaginu, greinin þín er endursend. Menn læra að ritskoða sjálfir, vega og meta, gera málmiðlanir. Þú segir við sjálfan þig að það er betra að fara varlega í eitthvert mál, þá getir þú kannski í það minnsta kom- ið öðru óbrengluðu á framfæri.” — En hvernig kom ríkið eða flokkurinn því á framfæri hvernig sögu hann vildi fá; „gaf línuna”? „Það hefur verið breytilegt í ár- anna rás. Stalín var mikill áhuga- maður um sagnfræði, vissi hvað hann vildi og gaf mjög ákveðna forskrift. Sérstaklega um sögu flokksins — og allir vissu um dá- læti Stalins á vissum keisurum s.s. ívari grimma. Á Khrústsjov- og Brezhnevtímanum var flokkurinn ekki jafn afskiptasamur en það voru traustir kommúnistar í lykil- stöðum í háskólanum og þeir gáfu tóninn með greinarskrifum og fyrir- lestrum og einstaka sinnum gripu þeir beint inn í. Sérstaklega fylgd- ust þeir með efni ætlaðu almenn- ingi og til kennslu. Bein opinber ritskoðun var einnig fyrir hendi en hún hafði fyrst og fremst áhuga á því að engin ríkis>*^ leyndarmál lækju út. Og í sagn- fræðinni eru þau ekki svo mörg. En ritskoðunin strikaði einnig út ákveðin nöfn. Ég varð" fyrir því að afskipti Bukharins af norskum verkalýðsmálum voru þurrkuð út úr minni bók. Ekki mátti nefna þann mann í jákvæðu samhengi. Á Stalínstímann var bæði falsað með orðum og þögn. Á Khrústsjov- og Brezhnevtímanum var það mest þagnarlýgin. Maður kaus það helst að þegja. Eða afgreiða málið með staðlaðri setningu. „Þegar sam- yrkjubúskap var komið á var í viss- um tilfellum gengið of langt og hið sósíalistíska grundvallaratriði ekki virt um að menn bindist samtökuna^T af fijálsum vilja.” Hér er átt við að bændur voru þvingaðir til að ganga í samyrkjubú, samhliða voru bændur fluttir nauðungarflutning- um og matvæli gerð upptæk. Afleið- ingin varð uppskerubrestur og hungursneyð sem kostaði milljónir lífíð. Rannsóknir og viðfangsefni voru valin með hliðsjón af línunni. Menn hylltust að því að velja sértæk verk- efni, t.d. landbúnaðarframleiðslu á 18. öld. — En það fóru líka fram mjög líflegar og frjóar umræður um fræðilegar spurningar sagn- fræðinnar. Lénskerfíð, söguleg lög- mál eða ferli, hlutverk einstaklinga. En þessi umræða var takmörkuó' við fræðimennina.” — Hvernig eru viðhorfin í so- véskri sagnfræði í dag, það hlýtur að vera mikil endurskoðun í gangi? „Nú er hægt að fínna flest mögu- leg sjónarmið til sögunnar. Fjölm- iðlar í Sovétríkjunum eru nú mjög andkommúnískir í skrifum um sög- uleg efni. Það má segja að þeir hafí tekið frumkvæðið af sagnfræð- ingum sem eru enn bundnir af ára- tuga innrætingu og fyrri skrifum. Nú hefur flokkurinn ekkert að segja um söguskoðunina. Sagnfræðing- um er nú fijálst að endurskoða sög- una, segja Satt frá því sem máli skiptir. Eg bíð spenntur eftir nýrri kennslubók um stjórnmálasögu Rússlands. Það er sagt að október- byltingin verði tekin til gagnrýninn- ar endurskoðunar. En það er ekki lengur til einn réttur og opinber sannleikur.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.