Alþýðublaðið - 08.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.11.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBL ái>IÐ blaðsiaa er í Alþýðuhúsinu við lagólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Auglýsingum sé skilað þangað *ða i Gutenberg í síðasta iagi kl. XO árdegis, þann dag, sem þær tiga að koma i blaðið. Askriftargjald ein Iscr. á mánuði. Augiýsingaverð kr. 1,50 ctn. sindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. fin Ceesar! jVSorituri te salntsnt! Eftir Brynj. Bjarnason. Hann ritar í „III. Tidende* eða bl&ð af lfku tagi maðurinn sem eg hefi þessi orð eftir; hann á við aýja tfmann. Hann er náttúrlega aíturhaldsseggur eins og geta má nærri, einn hinna deyjandi. En þessi orð eru hreinasta perla og hafa ómetanlegt gildi án þess að tnanninn gruni það. Hann er of heimskur til þess að geta verið hræsnari, hann opnar hjarta sitt og um Ieið opnar hann hjarta allra bræðra sinna in spiritu. — Ave Cæsar, morituri te salutunt! Hann stynur þungan af sundur- krömdu hjarta á Ieiðinni til grafar. Bara að hann yrði ekki of lengi að deyja, að þjáningarnar yrðu ekki of langvinnar. Vesiingurinn! Þegar Karl Marx flutti kenning- ar sínar, var þróun auðvaldsins í fuilum gangi Auðurinn safnaðist i færri og færri hendur, og Karl Marx hélt því fram, að borgara- stéttin hlyti að falla á sínu eigin bragði, þjóðræðinu. Að því hlyti að koma að nokkrir auðvaidshöfð ingjar réðu lögum og lofum og undirokuðu fólkið, Jíkt og átti sér stað um aðalinn í Frakklandi fyr- ir stjórnarbyltinguna mikiu. Karl Masx hugsaði sér að so- •cialismanum yrði komið á þannig, að öreigarnir tækju sér alræði. Og það var fjarri honum að halda því fram, að verkamennirnir yrðu endilega að vera í meirihluta er þeir gripu tii þeirra ráða, eins og séð verður á afstöðu hans gagn vart kommúnunni frönsku. En hann sagði fyrir hrun auðvaidsins, þar sem að því hlyti að koma að meirihlutinn yrði því andvígur. Nú er nokkuð öðruvísi ástatt. í stríðinu sáu auðvaidshöfðingjarn- ir sitt óvænna, og með löggjöf sinni hafa þeir stöðvað þróunina. Þeir hafa kunnað sér hóf og gætt þess að fjöldi þeirra manna sem eiga við gersamlega óþolandi kjör að búa, yrði ekki meiri en svo, að hættulaust væri ræningjaféiög- um þeirra, ríkjunum. — Og það sem verra er — þeir hafa iátist vera að vinna fyrir málstað verka- mannanna, og fengið foringja þeirra í lið með sér. Og hinn hungraða er ekki að saka, þó að hann láti ginnast af agninu. Setjum nú svo, að það sé aðeins lítill minnihluti, sem á við sult og seyru að búa og er rændur öllum skilyrðum til menningar. Grátur hungraðra barnanna blandast glasa glaumnum frá efstu hæðunum. Er þá rétt að horfa til jarðar og segja: „Verði guðs vilji" ? Er rétt að beygja sig undir vilja meirihlutans þegar vilji hans er vitfirring? Nei, svara kommúnistamir. Hér er um að ræða kenningar kommúnistanna — þeirra eiau sem tala máli hinna undirokuðu — eina pólitiska flokks- ins, sem berst fyrir socialismann. í rauninni ráða nokkrir auðvaids höfðingjar lögum og lofum. Smá- borgaralýðurinn er rændur öilum skilyrðum til æðri menningar, engu síður en verkamennirnir. Og þó er meirihlutinn auðvaldinu tryggur. Hvað veldur? Kapitalistarnir nota mestan part af fé sínu til að tryggja sér völdin. Þeirra eru blöðin og bókmentirnar, kirkjan og skólarn- ir, og þessar stofnanir nota þeir í þjónustu Iyga sinna. Ýmsar smá- vægilegar endurbætur eru notaðar sem agn — og það er auðvddaræ að skilja en kenningar okkar so- cialista um nýtt þjóðféiag og nýj- ar aðferðir um stjórnarfar. Menn óttast byltinguna og eigi að á- stæðulausu — því að sáningin er vor og uppskeran næstu kynslóð- ar. — Fólkið er illa mentsð og hugsunarhátturinn skólaður af rán- dýrsstarfsemi þeirri sem á sér stað í núverandi þjóðfélsgi. Einn and- stæðingur sagði við mig í hrein- skilni: „Alþýðumentun er bara tif bölvunar, ekki til annars en að koma bolsivisma inu hjá fólkinu." Þjóðræði það sem nú á sér stað er ekki annað en orðið tómt. —- Hér ræðir þó um virkilegt borg- aralegt þjóðræði — ekki um stór- bændastjórn eins og á ísiandi. — Til þess að kom i veg fyrir þetta, til þess að skapa virkilegt þjóð- ræði, þar sem réttlæti og jöfnuð- ur ríkir, hefir alþýðan í Rússlandi gert byltingu með vopnum og tekið sér alræði. Eina ráðið tií þess að koma í veg fyrir glötun menningárinnar er að alþýðan i öllum Iöndum fylgi dæmi hennar Víða hafa verkamennirnir veriö afvegaleiddir af foringjum sínum. Þessir foringjar hafa elcki skilið eða viljað skilja rás viðburðanna- — að alræði öreiganna er nauð- synlegt, og að ekki getur verið að ræða um þjóðræði þar sem auðvaldið situr að völdum. Það er svo hætí við liðhlaupum í þjóð- félagi auðvaldsins þar sem eigin- hagsmunir skipa öndvegi og eru takmark allrar starfsemi. En stjarna þessara manna er óðum að lækka. Verkamennirnir hafa látið sér ski!j- ast að þeim er í lófa lagið að taka vöidin, ef þeir eru sáttir og sam- taka. Borgarastéltin lifir á vinnu verkamannanna. Þeir þurfa ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.