Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.11.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1991 samskiptum sínum við starfsfólk, minnkun sjúkdómseinkenna, bættr- ar starfsgetu, fullnægingu lág- marksþarfa, og gæðum umönnun- ar. í öðru lagi má líta á gæði út frá sjónarhorni þeirra, sem veita þjónustuna svo sem lækna og hjúkr- unarfræðinga. Fagfólk skilgreinir gæði þjónustu að miklu leyti út frá tæknilegum og vísindalegum for- sendum, með áherslum á nauðsyn þess að hafa frelsi til að breyta samkvæmt þörfum skjólstæðinga. Að lokum má líta á skilgreiningu þeirra sem fjármagna þjónustuna og reka heilbrigðisstofnanir. Sá hópur hefui hagkvæmni reksturs- ins, sem aðalgæðaviðmiðun og stefnir að því að hámarka nýtingu á auðlindum og að auka framleiðni einstakra þátta. Fagmennska = gæðatrygging? Margir kunna að spyija hvort fagmennska sú, sem einkennir störf í heilbrigðisgeiranum sé ekki nægj- anleg trygging á gæðum þjónustun- ar. Er menntun heilbrigðisstarfs- fóiks og helgun þess til starfsins ekki nægur grundvöllur góðrar heil- brigðisþjónustu? Ferill sjúklinga í leit að heilbrigði er því miður ekki svo einfaldur, og það eru margir, sem leggja hönd á plóginn þegar veitt er grundvallarheilbrigðisþjón- usta. Ef við lítum á einfalt dæmi t.d. innlögn vegna botlangaupp- skurðar, er árangur meðferðar háð- ur störfum a.m.k. 15 til 20 starfs- manna. Þar má m.a. benda á grein- ingu og meðferðarfyrirmæli læknis, umönnun hjúkrunarfræðinga, upp- lýsingasöfnun hjúkrunarritara o.fl,, þátt sjúkraliða í undirbúningi fyrir uppskurð, vinnu röntgen- og meina- tækna, samvinnu svæfinga- og skurðlækna, aðgerðir ræstingar- fólks til að lágmarka sýkingar- hættu, og svo má lengi telja. Ekki má gleyma öllum öðrum mannleg- um og veraldlegum auðlindum sem eiga óbeinan þátt í meðferðarferl- inu. Hver faggrein vinnur störf sín samkvæmt ákveðnum ferlum, og stefnir að því að mæta lágmarks- stöðlum, að sinna kröfum neytenda (sjúklings og annarra starfshópa) og að því að lágmarka frávik í öllum aðgerðum. Þó svo hver faggrein vinni samkvæmt hæstu gæðastöðl- um, þá er árangur meðferðar ekki meðaltal af gæðastigi allra þessara starfsferla, heldur margfeldi þeirra. Þannig eru stiglækkandi líkindi á fullkomlega árangursríkri meðferð þegar allir þættir þjónustunnar eru teknir saman. Gæðaþjónusta - skilgreining Margar tilraunir hafa verið gerð- ar til að skilgreina gæðahugtakið í gegnum tíðina. Sem dæmi má nefna eftirfarandi skilgreiningar: fullkom- in vara eða þjónusta, að'veita rétta þjónustu með réttum hætti, yfir- burða eiginleikar, engir gallar (Zero defects), og „ ... ég þekki gæðin þegar ég sé þau”. Ákveðnar fag- greinar skilgreina hugtakið út frá sínum ramma, t.d. verkfræðingar, markaðsfræðingar, og heimspek- ingar, en allar þessar skilgreiningar eiga það sameiginlegt að gæði þjón- ustu eru endanlegur dómur neyt- enda þjónustunnar, hvort þá sem neytandinn er sjúklingurinn, sam- starfsmenn, stofnunin, greiðandinn eða þjóðfélagið í heild. Að gera framfarir að reglu Hvernig getum við mætt þessum nýju áherslum og aðlagað heilbrigð- isþjónustu landsmanna að breyttum forsendum? Lykillinn er að vera stanslaust á varðbergi, skilgreina kröfur allra neytendahópa og stefna stöðugt að því að mæta þeim, mæla árangur með vísindalegum hætti, og setja markmið um hvern- ig megi gera betur. Með öðrum orðum: að gera framfarir að reglu. Ráðstefna Bandalags háskóla- manna um gæðamat í mennta- og heilbrigðiskerfinu á föstudag mun eflaust varpa skýrari ljósi á þessa umfjöllun. Höfundur er meö mastersgráðu í heilbrigdisstefnumótun og stjórmm og stnrfnr sem fræöslustjóri Ríkisspítaia. Guðrún Högnadóttir erfiðra með að svara. Gífurleg framþróun í læknavísindum, ný tækni og nýjar aðferðir kreijast aukinnar menntunar og endur- menntunar faghópa. Almenningur gerir á sama tíma auknar kröfur um framleiðni og hagkvæmni í rekstri opinberra stofnana, og þar er heilbrigðisþjónustan ekki undan- skilin. Ekki má gleyma nýjum sjúk- dómum og nýjum sjúklingahópum, sem krefjast þess að við séum stans- laust á varðbergi og finnum nýjar leiðir. Hvað er gæða þjónusta? Líta má á einkenni gæðaþjónustu út frá þremur sjónarhornum. í fyrsta lagi skilgreinir sjúklingurinn gæði heilbrigðisþjónustu út frá breytum, svo sem framkomu og UPPÞVOTTAVÉL Model 7822 12 manna matarstell, 3 þvotta- kerfi, hæð 85 cm - breldd 60 cm - dýpt 60 cm. Verð kr. 56.772.- stgr. DUNILIN servíettun er svo mjuk utl þú finnur ekki muninn Gæðastjórnun í heil- bríg-ðisþj ónustu HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 DUNILIN servíettur fást í fjölbreyttu litaúrvali í nwstu verslun. DUNILIN servíettan frá Duni sameinar kosti pappírs- tauservíettu. DUNILIN servíettan er mják og sterk c þaðer auðvelt að setja hana í brot. DUNILIN servíettan er til prýöi á veisluboróinu og kemst nœr því að vera tau servietta en nokkur önnur pappírsservíetta. ÞVOTTAVÉI Model 9535, - 4.1 kg. Tveir vinduhraðar, 500 og 1000 snúningar á mlnútu 20 þvottakerfi, t.d. sparkerfi —■ hraökerfi — ullarkerfi o.s.frv. Tromla úr ryðfríu stáli. Heitt og kalt vatn. Hæð 85 cm - breidd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm. Verð kr. 65.313.- stgr. °g tryggjum öllum landsmönnum aðgang að bestu þjónustu sem völ er á hveiju sinni eins og íslensk heilbrigðislög kveða á um. Gæðakreppa? Þó hafa neikvæð einkenni þjón- ustunnar varla farið framhjá ágæt- um lesendum Morgunblaðsins síð- astliðin ár. Það .eru að miklu leyti fjölmiðlar, sem hafa tekið við hlut- verki réttarkerfisins hvað varðar meðferð einstakra mála, þar sem sjúklingar telja sig hafa farið var- hluta af kostum hins íslenska vel- ferðarkerfis. Einnig hefur borið mikið á umfjöllun um gífurleg út- gjöld til heilbrigðismála, þær eru margar og stórar sneiðarnar af ís- lensku fjárlagakökunni sem fara á disk heilbrigðisgeirans. Að sama skapi hafa atvinnuauglýsingadálk- ar blaðsins verið yfirfullir af auglýs- ingum eftir starfskrafti, sem undir- strikar það ójafnvægi, sem ríkt hefur á atvinnumarkaði heilbrigðis- starfsfólks. „Hvernig getum við mætt þessum nýju áherslum og aðlagað heilbrigðisþjónustu landsmanna að breytt- um forsendum? Lykill- inn er að vera stans- laust á varðbergi, skil- greina kröfur allra neytendahópa og stefna stöðugt að því að mæta þeim, mæla árangur með vísinda- legum hætti, og setja markmið um hvernig megi gera betur. Með öðrum orðum: að gera framfarir að reglu.” Forsendur umræðu - breyttar áherslur Hveijar eru ástæður þessarar neikvæðu umræðu? Það fer ekki milli mála að mikil vakning hefur átt sér stað í öllum neytendahópum hvað varðar gæði framleiðslu og þjónustu. Heilbrigðisþjónusta landsmanna hefur ekki sloppið við gagnrýnisraddir þær, sem móta orðið stefnu rekstursins allt frá hönnun þjónustunar til markaðs- setningar hennar. Þessi aukna með- vitund skjólstæðinga endurspeglast í nýjum kröfum, sem stofnanir eiga oft erfitt með að skilgreina, og enn HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550 eftir Guðrúnu Högnadóttur Fyrirsögn þessarar greinar kann að virðast mörgum lesendum mót- sagnakennd, þar sem umræða um íslensk heilbrigðismál einkennist e.t.v. fyrst og fremst af áhérslum á jákvæð einkenni þjónustunnar. Við erum meðal langlífustu þjóða heims, með mjög iága tíðni ung- barnadauða, með hátt hlutfall af sjúkrarúmum og fagfólki á íbúa, [^Hkjtprovnt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.