Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 19
18 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 C 19 * HVER DAGUR ER TILRAUN eftir Kristínu Marju Baldursdóttur ' Myndir þessa manns fara oft ekki úr huga mér og skæðastur er hann þegar hann myndar mann- skepnuna,” sagði maður nokkur um Ijósmyndir Ragnars Axelssonar. Sennilega segja þessi orð meira en langur lestur um list og tækni, því Ijósmynd mó vera mögnuð ef ekki er hægt að losna við hana úr huga sér. Ragnar Axelsson, eða RAX, hefur verið Ijósmynd- ari Morgunblaðsins í meira en óratug, hóf störf hjó blaðinu með nómi sem unglingur, og nú þegar von er ó fyrstu bókinni með Ijósmyndum hans spyrja menn einfaldlega hvers vegna hún hafi ekki komið út fyrr. Ljósmyndir Ragnars, einkum af fólki og lífi þess, hafa ekki einungis vakið athygli hérlendis, heldur hafa þær birst í mörgum helstu blöðum og tímaritum heims, eins og Life, Time, National Geographic, Stern og Le Figaro. Bókin sem nú kemur út með myndum hans ber heitið „Reykjavík”, og þar er mannlífið, nóttúran, húsin og allt þetta smóa sem gerir þessa litlu borg svo skrýtna og skemmtilega, Ijósmyndað fró þessu sjónarhorni sem enginn sér nema RAX. Hagall gefur bókina út og voru myndirnar teknar ó síðasta óri ó öllum tímum sólarhrings. „Skemmtilegast þótti mér þegar ég fékk að leika mér aðeins með myndefn- ið,” segir Ragnar. „Það var viss óskorun að taka myndir af Reykjavík því ég þekki borgina kannski of vel.” Grótt malbikið fær regnbogans liti í Ijósmyndum Ragnars og landslag verður eins og mólverk, en hann segist þó sjólfur vera ó útivelli þegar um litmyndir er að ræða. „Hver dagur er tilraun. Maður hugsar annað hvort í svarthvítu eða lit, ég hugsa í svarthvítu og því varð ég að aka um Reykjavík ó röngunni.” Fyrstu órin tók Ragnar mikið af landslagsmyndum en fór svo honum að þykja það meira spennandi að mynda mannlífið. „Það reynir vissulega meira ó mann að Ijósmynda fólk, því menn bregðast við ó misjafnan hótt. Utlendingar treysta mér oftast, Græn- lenskir veiðimenn leyfðu mér til dæmis að mynda sig sofandi, en við íslendinga er oft erfiðara að eiga. Stundum verð ég að dekstra þó. En ég reyni ætíð að vera glaðlegur þegar ég fer ó fund manna og ég ber fulla virðingu fyrir öllu og öllum sem ég mynda. Mesta viðurkenning sem ég hlýt er að heyra í fólki sem er ónægt með myndirnar mínar. Yfirleitt er ég aldrei alveg ónægður með það sem ég geri, kannski eitt augnablik, svo er það horfið, enda er það svolítil heppni að taka’ góða mynd.” Margar fréttamyndir sem Ragnar hefur tekið, hafa fyrir einhverja „heppni” orðið ógleymanlegar og segja sumir að bestu myndirnar taki hann undir miklu ólagi. Þegar hann er spurður hvenær það sé erfiðast að vera fréttaljósmyndari nefnir hann sem dæmi, að þótt honum þyki gaman og spennandi að fljúga geti aðstæður oft verið erfiðar í kolvitlausu veðri. „Flugmaðurinn vill jú líka koma lifandi heim." Ragnar hefur tekið myndir af fólki og lífi þess ó Grænlandi, í Færeyjum, og Indónesíu, en segist núna hafa mestan óhuga ó að mynda fólk í byggðum ís- lands. „Lífsstíll fólks í þessum löndum er að breyt- ast, eins og til dæmis veiðimannasamfélagið ó Græn- landi, jafnvel smölun ó íslandi er ekki eins afger- andi þóttur í lífi fólks og óður. Þetta líf vil ég skró í myndum.” Metsölublaó á hverjum degi! Komdu og sjáðu okkar verð á glæsilegum leðurtöskum frá Ítalíu Vorum að taka upp stretc-flauel í kjóla. Frábært útval af efnum í hátíðarfatnað, ásamt skrauttölum og leggingum. Gallery Sora, Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði, sími 651660. Opið mán. — föstud. kl. 9—18, laugard. 14. des. kl. 10—18, laugard. 21. des. kl. 10 Nýjar töskur Frábært verð Gjöf sem gleður Snyrtitöskur Lyklaveski Seðlaveski Snyrtiveski Samkvæmistöskur j ! I i .i \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.