Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.12.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1991 C '27 " Rúðu-údi . . Sápugerdin FRIGG •J»/(<£ cMt á. Ueútu ÞEGAR SÁLIN FERÁKKEIK Mmningar Sigurveigar Gudniunds- dóttur Kcnnara í Hafnarfírði £ SEXAFIO Á LISTA DV 3. DES. YHR SÖLUHÆSTU BÆKURNAR nd8dóttut | Guömu 'Æ'ia—iíi Mál IMI og menning FORLAGIÐ Tryggöu þér eintak af fyrstu prentun. Pöntunarsími 67 77 44. LÁSKJAP Gvifi Gröndal Kristján Eldjárn "TÆVISAGA'------ "’ySlfe' i Nýr frábær FIX Rúbu-ú&i á allt gler. Þú svalar lestrarþörf dagsins y ' jíóum Moggans! 0 r 011116 er ónefndur, en það eru kynningar og hugleiðingar Gísla um lögin og tilurð þeirra í fylgiriti plötunnar. Er það hin skemmtilegasta lesning og færir mann nær tónlistinni og höfundi hennar. Ég hef átt góðar stundir við að hlusta á þessa plötu. Þetta er ein af þessum plötum sem gott er að hafa við höndina þegar maður vill slappa af og láta sér líða vel. Gísli Helgason: Heimur handa þér I ljúfum og göfgandi tónum Hijómplötur Sveinn Guðjónsson Gísli Helgason er um margt óvenjulegur tónlistarmaður. í fyrsta lagi leikur hann á hljóðfæri sem til þessa hefur ekki verið hampað mik- ið í heimi léttari tegundar tónlistar, en hann er eini maðurinn hér á landi, sem ég veit um, sem hefur náð slíku valdi á hljóðfærinu að það hefur þótt gjaldgengt við flutning djasstónlistar. En Gísli spilar fleira en djass- á blokkflautuna og það undirstrikar annan þátt í sérstöðu hans, fjölhæfnina. í þriðja lagi sem- ur hann öðruvísi tónlist en gerist og gengur. Allir þessir þættir tvinn- ast saman á nýju plötunni hans, „Heimur handa þér”, og auk þess fara þar saman góður flutningur, frábærar útsetningar og vönduð vinnubrögð við frágang og hljóð- blöndun. Fyrir bragðið verður plat- an áhugaverð fyrir alla þá sem á annað borð láta sig varða vandaða tónlist. Hitt er svo auðvitað annað mál hvernig hljómgrunn svona tónlist fær meðal almennings og víst er að þetta er ekki sú tegund tónlistar sem unglingar almennt hlusta á sér til dægrastyttingar. Til þess er hún kannski of mikið á ljúfu nótunum. Vonandi eiga þó einhveijir þeirra eftir að leggja við hlustir því það verður enginn verri maður af því að hlusta á tónlist Gísla Helgason- ar. Ég er nefnilega þeirrar skoðun- ar að tónlist sem þessi sé bæði göfgandi og mannbætandi - hún virkar að minnsta kosti þannig á mig. Ég sé ekki ástæðu til að rökstyðja það nánar, menn verða sjálfir að hlusta, vega og meta. Á plötunni eru fjórtán lög, þar af tíu eftir Gísla sjálfan, og sitt hvert eftir Oddgeir Kristjánsson, Þóri Baldursson, Jóhann Helgason og Lionel Richie. Lögin eru flest útsett fyrir blokkflautu í sólóhlut- verki, en tvö þeirra eru sungin: „Ég er að leita þín”, lag Gísla við ljóð Ásgeirs Ingvarssonar, sungið af Eyjólfi Kristjánssyni, og „Heimur handa þér”, lag Gísla við ljóð Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar, sung- ið af Önnu Pálínu Árnadóttur. Báð- ir skila söngvararnir sínu með ágætum, og þó einkum Anna Pál- ína, enda lagið einkar hugljúft. Það lag sem grípur mig þó hvað mest er „Síðasta sumarið”, sem Gísli til- einkar minningu Guðmundar heit- ins Ingólfssonar píanóleikara. Gísli flutti þetta lag á minningartónleik- um um Guðmund á Hótel Sögu ekki alls fyrir löngu og fórst það vel úr hendi og ekki er síður ánægjulegt að hlusta á það á þess- ari plötu í stórskemmtilegri útsetn- ingu Þóris Baldurssonar, en hann á veg og vanda af útsetningum flestra laganna á plötunni. Þórir á auk þess dijúgan þátt í hljóðfæra- Jeik, svo og upptökustjórn og hljóð- blöndun og skilar þar góðu verki sem full ástæða er til að geta sér- staklega. Auk fyrrgreindra flytjenda koma við sögu Ásgeir Óskarsson, Herdís Hallvarðsdóttir, Sinikka Langeland, Friðrik Karlsson, Árni Scheving, Eggert Pálsson, Rúnar Geörgsson, Ilan Adler og Helgi E. Kristjánsson. Af þeim á Ásgeir stærstan hlut og stendur vel fyrir sínu að vanda og eins fannst mér ánægjulegt að heyra í saxófóni Rúnars Georgsson- ar í laginu „Ég veit þú kemur” eft- ir Oddgeir Kristjánsson. Enn einn kostur við þessa plötu MITSUBISHI / \ SJÓNVARPSTÆKI 25" Mono - m/textavarpi (ísl. stafir), fjarstýring. SÉRTILBOÐ: BIAUC myndlampi 59.950.- Vönduð verslun gegn stgr. V/SA* Munalán HtMei Afbongunapskilmálan fákafeni 11 - sími 688005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.