Alþýðublaðið - 08.11.1920, Page 4

Alþýðublaðið - 08.11.1920, Page 4
4 ALÞYÐUBLAÐXÐ fer héðan um miðja vikuna austur og norður kringum land. Vörur afhendist í dsg (máuudag) og á morgun. — Skipið kemur við í Hafnarfirði. l^égai? anéLinno Amerisk /andnemasaga. (Framh.) þegar haun tók eftir nýjum spor- um í leirnum, og réði hann af þeim, að reiðmaður, sem kom neðan frá ánni sem þau stefndu að, hefði farið framhjá, meðan þau voru inni í skóginum. Þetta atvsk virtist sanna það, að ekkert þyríti að óttast af rauðskinnum. En það sem ergði Roland var það, að hafa látið svo gott tæki- færi ganga úr greipum sér, til þsss að fá fregnir af samferða- fóíkinu og fuilvissu um það, hvort það hefði sezt að við ána. Þar eð degi var tekið að halla, lét hann hestana fara liðugt; en ait f einu heyrðust fimm eða sex skot kveða við að haki ferðafólks- ins, og óp og óhljóð fyigdu á eftir. Stuttu síðar kom maður þeysandi, og var sýniiega viti sfnu fjær af ótta og skelfingu, þótt hann væri vopnaður bæði með byssu, hníf og exi. Svo var að sjá, sem hann væri að flýja óvinina, sem eitu hann, og hann horfði svo hvast á veginn fram undan sér, að hann tók e-kki eftir fólkinu, sem undrandi hafði rium- ið staðar fyrir framan hann, fyr en Roland kallaði til hans. »Hvað viljið þið mér?“ æpti manntetrið, og bjóst til varnar. „Æ, ert það þú Forresfer her- foringi; hefi heyrt þín getið. Var farinn að halda, að ekki væru aðrir en rauðskinnar í skóginum. Teíjið ekki með óþarfa spurning- um, herforingi, því heill herskari er af þessum fjöndum á hælum mér, eg hefi skotið einn, svo sannariega sem eg heiti Pardon Færdig. Þeir eltu mig og vörðu mér veginn. Það var fjandans klípa, og eg var að missa lífið og höfuðleðrið. Ea svo sigtaði eg, skaut, sá fremsti datt og stóð ekki upp aftur". „I Guðs bænum maður", sagði Roland, sem var eins hissa á málæði mannsins og ótta hans. „Eru rauðskinnar að baki okkar?" „Fimm fyrir utan þann dauða. Kom stökkvandi út úr runna og réðist á mig, Hvað eg varð hræddur I Skotið reið alveg óvart úr byssu mismi og tætti kloflanga asnan í tætlur. í sriátri snéri eg við og þeir eltu mig; ef við bíð- um fjórðung stundar, er eg viss um, að þeir rnunu ráðast á mig eins og drísildjöfflar og öskrandi Ijón. En hvert eigum við að flýja? Við erum gengin í gildruna, fimm rauðskinnar og einn dauður á bakvið okkur, og heil! her fyrir framan okkur — við vaðið úgir og grúir af rauðskinnum!" „Hvað þá?“ hrópaði Roland, „hefurðu riðið vaðið? Hefurðu þá ekki séð landnemana?" „Jú, eg mætti þeim miðja vegu milli Jacksonsvígis og árinnar, og þeir sógðu, að enginn rauðskinni væri í nánd. Og það fyrsta sem eg svo sé í kjirrinu meðfram ánni, er heil hersing af þessum fjandans ófögnuði! Eti eg var góðan spöl á undan. Alt í einu stekkur svínið upp, og firr.m aðr- ir á eftir honum, og þá misti eg þolinmæðina, og eg —" Starfsstúlkur vantar í vetrarvist að Víf- ilsstöðum og hreingern- ingastúlkur um stuttan tíma. Uppl. hjá yfirhjúkr- unarkonunni. Sími 101. Stúlka, sem kann að sauma jakka og yfirfrakka; og stúlka sem vill sauma alt sem fyrir kemur og gera við föt og tau, geta fengið atvinnu hjá O. Rydelsborg, Laugaveg 6 og Laufásveg 25. Yiðgerðaverkstæði, Þeir sem eiga ógreidd gjöld til félagsins, fallinn í gjalddaga i. október, eru vinsamlegast beðnir að greiða þau sem fyrst. — Gjöldum er veitt móttaka á afgr. Alþbl. alla viika daga og hjá gjaldkera félagsins Sigurði Þor- kelss^. Hildibrandshúsi eftir 7 síðd. Ullarfatnaöur svo sem: Peysur, íslenskar og færeyiskar. — Sjósokkar, ensk ir. — Doppur, ísl. og ensksr. — Bnxur. — Treflar. — Vetling- ar. — Flókajakkar, enskir, er beztur og ódýraslur eftir gæðum frá Sigurj. Péturssyni. HafnarstræLi 18. rafstöðiu sé ekki fengin enn þá og yður ef íil vill finnist ekkert liggi á að láta leggja rafleiðslur um hús yðar, þá má búast við kapphíaupi um innlagningar um það bil sem strauraur kemur til bæjarins, — einmitt af því hve ntargir biða til síðasta dags. — Til þess að lenda ekki í því kapphlaupi, þá er hyggilegt að panta innlagningu í hús yðar strax í dag. Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð. H.f. Rafmf. Hiti & Ljós, Voaarstræti 8. — S í m i 830. Verzíunin Hlfí á Hverfisgötu 56 A selur meðal annars: Ur aluminiunr. Matskeiðar á 0,70, theskeiðar á 0,40 og gaffla á 0,70. Borðhnffa, vasahnifa og starfs- hnífa frá 0,75—3,00. Vasaspegia, strákústa (ekta), háiltústa, glasa- hreinsara 0,50, fatabursta og naglabursta. Kerti, stór og smá, saumavéiaolíu, diska, djúpa og grunna og hinar þektu ódýru emailleruðu fötur; og svo eru örfá stykki eítir af góðu og v'ónd- uðu bakfóskunum, fyrir skóia- börnin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.