Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 2
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Morgunblaðið/Sverrir Herra Ólafur Skúlason biskup íslands kemur hér með poka fulla af fatnaði til slysavarnafélagsins fyrir Kúrda. Fatasöfnun fyrir Kúrda gengur framar vonum: Fyrsti farmurinn fer væntanlega út í kvöld FYRSTA sending skyndisöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar og Slysavarnafélags Islands á fötum fyrir Kúrda fer að öllum líkindum til Kaupmannahafnar í kvöld. Hjálparstofnun dðnsku kirkjunnar sér um að koma fötunum til Kúrdanna. Áætlað er að 6-8 40 feta gámar verði sendir héðan. Að sögn Þóris Gunnarsson- ar, deildarstjóra Slysavarnafélags íslands, hafa viðbrögð lands- manna verið með ólíkindum góð og mikið af góðum fötum hefur safnast. Þórir segir að nú þegar sé kom- ið óhemju mikið magn og enn eigi afrakstur söfnunarinnar úti á landi eftir að koma. Hann segir að fyrirtæki hafi morg hver að- stoðað við geymslu fatnaðarins í vöruskemmum og þess háttar. „Við höfum enn ekki getað metið það hversu mikið þetta er í heild- ina en við höfum heyrt af mjög miklu magni utan að landi. Nú vantar okkur bara fleiri hendur til að aðstoða við að pakka þessu. Ástandið hjá Kúrdum hefur greinilega komið við landann því þetta er miklu meira en við áttum von á í upphafi," segir Þórir. Hann segir að mestur hluti fatnaðarins sé mjög góður og að mikið sé af peysum, vettlingum, treflum, sokkum og þess háttar. Jóhannes Tómasson, blaðafull- trúi Hjálparstofnunar kirkjunnar, giskar á að samtals fari 6-8 gám- ar. „Það má reikna með að söfn- unin bara hér á höfuðborgarsvæð- inu fylli um 4-5 gáma og búist er við svipuðu magni utan að landi," segir Jóhannes. Hann segir að fötin fari héðan til Kaupmannahafnar þar sem hjálparstofnun dönsku kirkjunnar taki við þeim og komí þeim á áfangastað. „Þeir eru með starfs- menn á staðnum og þeir sjá um flutninginn alla leið. Við teljum það eins tryggt og ef við sæjum um það sjálfir. Hugsanlegt er að önnur dönsk herflugvél fari með um tíu tonn af fótum á sunnudag. Auk þess hefur Samskip boðið ókeypis flutning til Kaupmanna- hafnar og væntalega fer einnig sending með þeim í næstu viku," segir Jóhannes Tómasson. Þeir sem vilja hjálpa til við pökkun fatnaðarins geta mætt í Gróubúð hvenær sem er eftir klukkan 10 í dag. Fólk er beðið um að vera vel búið. FVamkvæmdas^jórn Verkamannasambandsins: Ríkisstjórnin verð- ur að breyta tillög- um sínum verulega Framhald samningaviðræðna rætt í dag FRAMKVÆMDASTJORN^ Verkamannasambands íslands gerir samtökum vinnuveitenda grein fyrir því í dag hvaða hátt hún vill hafa á framhaldi samningaviðræðna í kjölfar þeirra sérkjaraviðræðna sem fram fóru í síðustu viku. Fram- kvæmdastg'órnin fundaði í gær um þessi mál og mun hitta vinnu- veitendur á fundi hjá ríkissátta- semjara klukkan lð i dag. Áður verður forsetum Alþýðusam- bands íslands gerð grein fyrir niðurstöðu framkvæmdastjórn- arinnar. í ályktun sem framkvæmda- stjórnin samþykkti á fundi sínum eru ítrekaðar fyrri samþykktir og samþykktir þings sambandsins í haust er leið um forsendur þess að samningar geti tekist og að ekki verði raskað þeim efnahags- lega stöðugleika sem síðustu kjara- samningar sköpuðu. Til þess að svo geti orðið verði ríkisstjórnin „að breyta í veigamiklum atriðum til- lögum sínum um niðurskurð á vel- ferðarkerfi okkar, sem beinast öðru fremur að því að leggja álög- ur á og auka skattbyrði elli- og örorkulíufeyrisþega, barnafólks og sjúkra," eins og segir í ályktuninni. Ennfremur segir: „Verkalýðs- hreyfingin getur ekki unað því að gengið sé með slíkum hætti á lífs- kjör fólks, sem bitna með mestum þunga á þeim sem búa við lökust kjör, á sama tíma og engir tilburð- ir eru hafðir uppi til að afla tekna af fjármagni, ríkissjóður greiðir niður sölu fyrirtækja á hlutafé og stendur þannig með óbeinum hætti undir skattfrjálsum arðgreiðslum. Verkalýðshreyfingin mun ekki taka því að vandi í ríkisfjármálum verði leystur með aukinni skatt- gjaldatöku á almennt launafólk án þess að leitað sé tekna af því fjár- magni sem millifært hefur verið frá launafólki og atvinnulífi með óheyrilegum raunvöxtum og gegn- um skattakerfi sem mismunar þeim sem hafa tekjur af fjármagni á kostnað þeirra sem afla tekna með vinnu." ------------» » ?------------ Rússasíldin: Mál skýrast á morgun BJÖRN Tryggvason, aðstoðar- seðlabankastjóri, Ólafur Egilsson, sendiherra íslands og Einar Bene- diktsson, framkvæmdas^jóri Síld- arútvegsnefndar áttu í gær fund með fulltrúum Utanríkisvið- skiptabanka Rússlands um bankaviðskipti vegna saltsíldar- kaupa Rússa. Að sögn dr. Jóhann- esar Nordal seðlabankastjóra varð engin niðurstaða af fundin- um, en reiknað er með því að nýr fundur verði á morgun. Jóhannes sagði að væntanlega myndi afstaða rússneska bankans til málsins skýrast. Jafnframt er búist við að sömu aðilar hitti fulltrúa rússneska innflutningsfyrirtækisins Rosvneshtorg að máli. SAS-flugfélagið: Stórlækkuð fargjöld á milli Evrópu og Norðurlandanna Skýrist í næstu viku hvort nýju fargjöldin verða boðin hér á landi SAS-flugfélagið kynnti í Stokkhólmi í gær nýtt fargjald, sem felur í sér lækkun fargjalda á nokkrum flugleiðum félagsins milli Norð- urlandanna og Evrópu um 25-30%. Ber nýja fargjaldið nafnið „Jackpot" og er háð því að einnig sé keypt hótelgisting. Þá voru boðaðar lækkanir á ððrum fargjöldum innan Evrópu og til fjarlæg- ari áfangastaða síðar k þessu ári. í næstu viku skýrist hvort þessi fargjöld verða boðin á íslandi en til þess þarf leyfi samgönguráðu- neytisins. til samgönguráðuneytisins. Myndi það væntanlega skýrast í næstu viku hvort fargjöldin yrðu seld hér á landi. „Namibíumaðurinn": Ríkissjóður kostar fæði og gistingu RÍKISSJÓÐUR ber kostnað af uppihaldi manns með nam- ibískt vegabréf, sem úrskurð- aður hefur verið í farbann þar til dómur gengur í Hæstarétti um meint fjársvik hans. Maðurinn býr á gistihúsi í bænum og matast meðal annars í mötuneyti lögreglustöðvarinn- ar við Hverfisgötu, en þar er honum gert skylt að láta vita af sér hjá útlendingaeftirliti dag- lega. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu var maðurinn í sakadómi Reykjavíkur dæmdur til 6 mánaða fangelsisvistar fyr- ir ýmiss konar svik gagnvart hóteli, heildsölufyrirtæki og greiðslukortafyrirtæki. Helm- ingur refsingarinnar var skil- orðsbundinn til 3 ára í saka- dómi. Hæstiréttur fjallar um mál mannsins í lok þessa mánaðar. Ms. Hekla: Að sögn Bryndísar Torfadóttur, deildarstjóra ferðaskrifstofudeild- ar SAS á íslandi, er um að ræða verulega lækkað fargjald sem bundið er því að einnig sé keypt hótelgisting í viðkomandi borg. Hefst sala á þessum fargjöldum 3. febrúar og stendur eitthvað fram eftir vori. Hún sagði SAS hafa gert sér- samninga við eitt hótel í hverri þeirri borg sem þessi fargjöld eru seld til og fái farþegar þar 50% afslátt af gistingu. Reykjavík er meðal þeirra borga sem SAS býð- ur þessi fargjöld til frá Evrópu og er Hótel Saga það hótel sem sam- ið hefur verið við í því sambandi. Bryndís sagði þetta vera þátt í þeirri viðleitni SAS að reyna að fj'ölga þeim erlendu ferðamönnum sem félagið flytur til íslands. Einn- ig væri verið að reyna að sækja utan hins hefðbundna markaðar ferðamanna sem hingað kemur og reyna að höfða meira til t.d. við- skiptamanna. „Norðurhluti Skandinavíu er að verða með eftir- sóttustu ferðamannastöðunum í Evrópu," sagði Bryndís. Þegar hún var spurð hvort ís- lendingum myndu standa þessi lágu fargjöld til boða sagði hún það ekki ljóst ennþá því sækja þyrfti um leyfí fyrir allar lækkanir Sainiiingaviðræður stöðvast vegna skemmda á skipinu STJÓRNENDUR Samskipa hf. hafa ákveðið að ganga ekki að samning- um við ríkið um þurrleigu á ms. Heklu að sinni vegna botnskemmda á skipinu sem komið hafa í h'ós. Ómar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samskipa, segir að viðræður geti aftur hafist þegar Ríkisskip hafa ákveðið um viðgerð á skipinu. Áætlaður kostnaður vegna viðgerða á botnskemmdum ms. Heklu er fimm til tíu milh'ónir og telur Jóhannes Óli Garðarsson hjá Slippstöðinni á Akureyri að taki tvær til þrjár vikur að h'úka henni. Samskip taka við ms. Esju 29. janúar og hefur það þegar strandferðir fyrir félagið til Austfjarða. Stjórnendur Ríkisskipa hafa ekki tekið ákvörðun um hvort nú þegar verði ráðist í viðgerðir á Heklu en áformað er að ljúka bráðabirgðavið- gerð á skipinu í dag eða á morgun og hefur skipið þá heimild til að hefja strandsiglingar á ný um tiltek- inn tíma. Tæring í botni skipsins er rakin til titrings í skrúfu en ekki hefur verið ákveðið hvort strax verð- ur ráðist í að skipta um hana. „Við teljum að ekki sé ráðlegt að ganga að þurrleigu eða kaupum á Heklu, sem er orðin nokkuð lúin og teljum að ýmislegt þurfi að gera við skipið áður en við getum rætt áfram á þeim grunni," sagði Ómar. Aðspurður sagði Ómar að Sam- skip hefðu ekki keypt höfundarrétt á nafni ms. Esju og því yrði skipinu gefíð nýtt nafn þegar það verður afhent félaginu í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.