Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Hæstiréttur: Nauðgunardómar þyngd- ir um sex og níu mánuði HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóma sakadóms Reykjavíkur yfir tveimur 27 ára mönnum í nýlegum nauðgunarmálum. Jónas Jónas- son, sem í sakadómi hafði verið dæmdur til 18 mánaða fangelsisvist- ar fyrir að nauðga 18 ára gamalli stúlku á heimili sínu í Breiðholti, var í Hæstarétti dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar. Ákvæði saka- dóms um 500 þúsund króna miskabætur voru staðfest. Gauti Ólafs- son, sem í sakadómi var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að nauðga 33 ára gamalli konu á hóteli í Reykjavík, var í Hæstarétti dæmdur til 2 ára fangelsisvistar. Ákvæði sakadóms um 300 þúsund króna miska- bætur voru staðfest. Dómar sakadóms í báðum málunum voru kveðn- ir upp í nóvember en niðurstaða Hæstaréttar í þeim báðum liggur nú fyrir. Fyrrnefnda málið átti sér stað milli jóla og nýárs 1990 á heimili mannsins í fjölbýlishúsi í Breið- holti. Fólkið hafði hist í fyrsta skipti á veitingastað þetta kvöld og mað- urinn hafði fengið stúlkuna með sér heim til að sækja áfengi áður en þau færu í samkvæmi. Móðir mannsins og gestur hennar voru I íbúðinni þegar nauðgunin var fram- VEÐUR in. Eins og í sakadómi var fram- burður þeirra um að þau hefðu ekki orðið vör átaka talinn misvís- andi og ómarktækur, og einnig framburður mannsins, sem neitaði sakargiftum en varð margsaga um atburði. Frásögn stúlkunnar og þeirra sem hún ræddi við strax eft- ir atburðin var lögð til grundvallar við sakfellinguna. Fyrir Hæstarétt voru lögð gögn um að atburðurinn hefði haft afar miklar afleiðingar á andlega heilsu stúlkunnar. Síðarnefnda málið átti sér stað í júlí síðastliðnum á City Hóteli í Reykjavík, þar sem fólkið, sem kynnst hafði á veitingastað þetta kvöld, hafði leigt sér herbergi. Þeg- ar konan vildi ekki þýðast manninn sló hann hana í öngvit þannig að tvær tennur brotnuðu og kom fram vilja sínum við hana. Maðurinn kom á lögreglustöð og játaði á sig verkn- aðinn í sama mund og konan lagði þar fram kæru. Hæstaréttardómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunnar M. Guð- mundsson, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein dæmdu bæði málin. ÍDAG kl. 12. ' HeimtkfcveOurstofaislands (Syggt á vsourspá kl. 16.15 f gær) VEDURHORFUR I DAG, 23. JANUAR YFIRLIT: Yfir vestanverðu Grænlandshafi er lítil lægð að eyðast.en urn 1000 km suðsuðvestur í hafi er 960 mb lægð á hraðri ieiö norðnorðaustur f stefnu á vestanvert ísland. SPÁ: Á morgun verður lægö á norðausturletð yfir landið vestan- vert Þá verður frost að degi norðaustan, hvassviðri eða stormur- með sfyddu á Vestfjörðum og vtð Breíðafjörðinn, en stormur eða rok á Suöausturiartdi. Rigning vt'ða um )and en síst þó á IMorður- landf. Undir kvöld Verður vindur vestlægari og víðast kaldur vind- ur. Hiti 1-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austán og suðaustanátt, Rigning eða slyítdá einhvern hluta dagsins víðast hvar, eínkum þó um iandlð austanvert. Hiti 1-6 stig; HORFUR Á LAUÖARDAQ:Norðvestan og vestanátt, nokkuð hvöss noraustanfands. Snjófcoma eða él um landið norðanvert, en sunnan og suðaustanfands léttir til. Vægt frost vfða urrt land. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnír: 990600. Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * # Snjókoma * # # •JQ' Hitastig: 10 gráður á Celsíus \J Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ' , ' Súld OO Mistur ¦¦ j- Skafrenningur f^ Þrumuveður 9 WA ^Bt % \ VE0UR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gæi ' að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 1 téttskýjað Reykjavik 0 snjóél Bergen 4 hálfskýjað Helsinki 1 alskýjað Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Narssarssuaq vantar Nuuk vantar 006 +4 alskýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöm 7 skýjað Algarve 13 heíðskirt Amsterdam +3 heiðskírt Barcelona 4 stitd Berffn ?8 þokumoða Chioago 12 Þokumóoa Feneyjar 0 snjókoma Frankfurt +2 heiðskírt Glasgow 2 mistur Hamborg +3 beiðskfrt Uontlon 3 léttskýjað LosAngeles 9 heiðskírt Lúxemborg +3 léttskýjað Madríd 6 heiöslrfrt Malaga tl mtstur Mallorca 11 skýjað Montreal vantar NewYork vantar Ortando vantar Parfs vantar Madeira vantar Róm 9 skýjað Vín *2 mistur Washington vantar Winnipeg +8 þokumóða Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Guðbjörg Guðmannsdóttir með kartöflurnar sínar. Kartöflur teknar upp á Þórshöfn í janúar Þórshöfn. EITTHVAÐ er bogið við veðurfarið hér á Fróni þegar hægt er að fara út í kartöflugarð í miðjum janúar og taka þar upp dýrindis kartöflur og það á jarðhitalausu svæði. Þetta gerði Guðbjörg Guðmannsdóttir, hótelstýra á Hótel Jórvík. Hún hafði í haust skilið eftir grös í garðinum og datt í hug að gera nú gestina undrandi. Ekki urðu hótelgestir fyrir von- brigðum því inn kom Guðbjörg með fullt fat af stórum og góðum kartöflum sem þeir feng^u með steikinni. Guðbjörg segist ekki muna eftir öðru eins þau ár sem hún hefur búið hér að vetri til. - L.S. Kanaríeyjar: Misjöfn þjónusta víð Veraldarfarþega „Á þessu hóteli höfum við ekki orðið fyrir neinum frekari óþægind- um, en þar sem harðast var gengið að fólki hefur því jafnvel verið meinað um afgreiðslu á börum og hótelherbergin ekki verið þrif- in," sagði Hafdís Stefánsdóttir, einn farþega ferðaskrifstofunnar Veraldar á Kanaríeyjum, í samtali við Morgunblaðið í gær. Farþegar Veraldar, sem fóru til Kanaríeyja með leiguflugi 2. jan- úar, koma heim í kvöld. Hafdís sagði, að svo virtist sem hún og aðrir veraldarfarþegar, sem gistu á Hótel Coala, muni sleppa við öll vandræði í kjölfar gjaldþrots ferða- skrifstofunnar. „Mér skilst að á hótelinu Green Oasis, þar sem farið var fram á að fólk greiddi 20 þús- und peseta fyrir hóteldvölina, hafi aðeins tveir greitt," sagði hún. „Þar er viðmót starfsmanna afar leiðin- legt og einn gestur þar sagði mér að íslendingarnir fengju ekki af- greiðslu á börum hótelsins og hótel- herbergin væru ekki þrifin. Sumir hafa haft á orði að þeir væru tilbún- ir til að borga það sem upp væri sett til að losna við svona leiðindi í fríinu sínu, en eins og ég sagði hafa fáir greitt. Á þessu hóteli gerð- um við mönnum grein fyrir að við myndum ekkert borga til viðbótar, en höfum samt fengið jafn góða þjónustu og aðrir gestir. Það er allt gott sem endar vel," sagði Hafdís Stefánsdóttir. Einar Oddur Kristjánsson: VSI hefur gert út- tekt á bankakerfinu EINAR Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands ís- lands, segir að sambandið Ital'i gert úttekt á kostnaði við íslenska fjármálakerfið og niðurstöður þessarar úttektar verði birtar í næsta fréttabréfi VSÍ, sem sé væntanlegt í næstu viku. Þar komi meðal annars fram að íslenska bankakerfið sé miklu dýrara en í samkeppni- slöndum okkar. Einar Oddur sagði ennfremur að miklar vonir hefðu verið bundnar við fyrirætlanir um hagræðingu og sparnað í bankakerfínu fyrir tveim- ur árum, en því miður hefðu þeir orðið fyrir miklum vonbrigðum með efndirnar. „Auðvitað þykjast þeir vera að ná árangri en við höfum engin teikn séð um það ennþá. Þvert á móti virðist vera á síðustu misser- um að bankarnir hafi talið sig þurfa á meiri peningum að halda. Sannar-: lega er það óskandi að árangur í þessum efnum fari að sjást. Atvinn- ulífið á allra hagsmuna að gæta að bönkunum takist þetta og ef við getum orðið að liði við að bæta starfsaðstöðu þeirra þá erumn við reiðubúnir," sagði Einar Oddur enn- fremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.