Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Lennart Nilsson, Svíþjóð: Sæðisfruman þrengir sér inn í eggið. Nútíminn í myndum Myndlist Bragi Ásgeirsson Hin árlega sýning „World Press Photo“ í Listasafni ASÍ, er nú á sinni seinni viku, en henni lýkur sunnudaginn 27. janúar. Get ég þessa strax í upphafi vegpia þess að fæstir ættu að láta þessa stórmerku sýningu fram hjá sér fara, sem segir okkur almælt sem fámælt tíðindi frá öllum heimshornum. Þetta eru að sjálfsögðu fyrst og fremst fréttaljósmyndir og óhjákvæmilega hefur sá er flett- ir dagblöðum séð sitthvað af þessum myndum, en af og til hlýtur hann að verða hissa á fjöl- breytni mannlífsins og sumt kemur honum gersamlega á óvart. Eftir þessari sýningu að dæma mætti ætla að heimurinn standi á heljarþröm og hið eina sem fréttnæmt teljist sé stríð, hörm- ungar og óáran. Gleðin og lífs- fögnuðurinn fær óverulegt rými eins og hér sé um aukaatriði í lífinu að ræða og ekki nógu spennandi — en svo munu menn fyrr en varir, ef svo heldur fram, hrökkva við og uppgötva að þessi atriði eru orðin heimsfrétt dags- ins svo fátíð sem þau þá teljast. Vonandi verður aldrei svo, en gleðin er einnig til innan um hörmungarnar, svona eins og menn rekast á eyrarrósif í óbyggðum. Menn komast fljótlega að því við skoðun sýningarinnar, að það er grimmdin, ágirndin og græðg- in sem á sök á erfiðleikum þeim, sem heimurinn hefur ratað í á undanförnum árum. Og þessir eiginleikar, sem maður trúir að séu einungis í miklum minnihluta mannkynsins virðast yfirsterkari lífsbjargarhvötinni í öllum þorra manna. í stað þess að rækta mannlífíð í heild sinni, og rót- festa það, þá er hugsað um yfir- bygginguna og því meir sem það er gert, því meiri verður koll- steypan í fyllingu tímans. Víst er það svo, að sjálfseyðingar- hvötin er einn af eiginleikum mannsins til að nýtt líf fái að þróast, svo sem við sjáum einnig í sjálfri náttúrunni sem endurnýj- ar sig í hverri árstíð, en hér hef- ur þessi eðlilega og heilbrigða hvöt eins og verið lostin álögum tortimandi eyðileggingar, sem enginn sér endi á. Það er líkast sem að öllum illum púkum myrkra miðalda hafi verið sleppt lausum til að hijá þessa átta- villtu og veglausu kynslóð neysluhyggju og velmegunar. Alverst er að þetta bitnar mest á þeim sem vanmáttar eru, og hér verða bömin verst úti og sjáum við glögg dæmi um það á myndum á sýningunni. Stað- reyndirnar tala og þær segja okkur, að á hveiju ári deyja 13 milljónir barna innan fimm ára aldurs, — 150 milljón böm undir fímm ára aldri eru vannærð, — 100 milljón börn á skólaaldri komast aldrei í skóla og 60 millj- ón af þeim era stúlkur. Önnur 100 milljón börn ná aldrei að ljúka skólagöngu e.t.v. vegna þess að vinnuafl þeirra er notað í þágu iðnaðarins, eða jafnvel að þau eru send út á orastuvöll- inn. A maður svo að trúa því að við lifum á tuttugustu öldinni — öld framfara og ofgnóttar, er matvæli era urðuð svo að telur milljónir tonna til þess að halda uppi verðlaginu í löndum velmeg- unar? Ekki langar mig til að préd- ika, en eram við ekki jafn sek og þeir sem lokuðu augunum fyrir útrýmingarbúðum nazista og öllum hliðstæðum og til- gangslausum fjöldamorðum? Það er hvorki bölmóður né svartsýni að þora að horfast í augu við raunveraleikann, heldur er svo komið eina vonin, eina björgunin. Við megum ekki gleyma því hve undur lífsins er mikið og hve náttúran hefur mikið fyrir því að kveikja hvert mannslíf. Hvorki meira né minna en 50 milljónir sæðisfruma hefja kapp- hlaupið — 100-150 lifa af og sigurvegarinn, sem fijóvgar egg konunnar, er aðeins einn. Þannig hefur verið sagt, að það sé hók- us-pókus, sem er mesta undur lífsins. Svo fullkomið er þetta lífs- ferli, að sainkvæmt alveg nýrri uppgötvun þá fijóvgar sæðisfra- man ekki eggið strax, heldur er í eins konar biðstöðu á meðan eggið losar sig við helminginn af krómósómum sínum og þá fyrst er það tilbúið að taka á móti hinum 23 samsetningum af genum sem sæðisframan inni- heldur, og er samsetning sem ekki á sér hliðstæðu. Um leið og þetta allt er að ske myndast eins konar varnarveggur sem gerir það að verkum að engin önnur sæðisfruma nær að þrengja sér að egginu. Ferlið hefur verið myndað og er sýnt á kvikmynd í Vísindasafninu í París. Á sýningunni sést á mynd er sæðisframan þrengir sér inn í eggið og ég lagði út af þessu vegna þess að tilurð mannsins er eitt af undram veraldar og með það ber að fara vel. Þetta er einungis eitt dæmi, en undur veraldar eru mörg og hveijum skyldi hafa dottið það í hug að manni með einn fót og eina hendi skyldi takast að stökkva 176 sm í hástökki. Er það ekki tákn um þann viljastyrk sem veröldin þarf svo mjög á að halda á hinum síðustu og verstu tímum svo dæmi sé tekið af meiri hluta myndanna á sýningunni? Sake Elzinga, Hollandi: Hástökk á einum fæti og með eina hendi. Samið um Fjölbrauta- skóla Vest- urlands MENNTAMÁLARÁÐHERRA og fulltrúar 33 sveitarfélaga á Vest- urlandi munu undirrita nýjan samning um Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi föstu- daginn 24. janúar. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi var stofnaður árið 1987 með samningi sveitarfélaga á Vest- urlandi og menntamálaráðuneytis- ins. Með nýjum lögum um fram- haldsskóla breyttust forsendur þess samnings og liggur nú nýr samn- ingur fyrir. I samningnum er stað- fest að Fjölbrautaskóli Vesturlands er svæðisskóli. Hann þjónar íbúum alls Vesturlands og rekur fram- haldsskóladeildir þar sem eftirspurn er næg og aðstæður aðrar leyfa. Nú starfar skólinn í Borgarnesi, í Olafsvík og Stykkishólmi og á Akranesi þar sem móðurskólinn er. Sveitarfélögin munu eignast full- trúa í 15 manna fulltrúaráði sem verður tengiliður skólans við ein- stök byggðarlög. Nemendur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á vorönn 1992 eru rúmlega 700 þar af eru um 630 á Akranesi og 100 í fram- haldsdeildum annars staðar á Vest- urlandi. Undirritun samningsins fer fram í nýjum sal skólans sem tekinn verður í notkun þennan sama dag. Salurinn er í nýrri þjónustubygg- ingu, sem verið hefur í smíðum frá árinu 1989. Byggingin verður nýr miðdepill skólans. Hún er alls um 1.800 fermetrar og mun auk salar- ins hýsa mötuneyti skólans, aðal- inngang, félagsrými fyrir nemend- ur, vinnuaðstöðu kennara og skrif- stofur skólans. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki að mestu leyti síðar á þessu ári. Boðar bygg- ingin þáttaskil í aðstöðu nemenda og kennara svo hún mun verða með því allra besta sem gerist á ís- landi. Fullkomið mötuneyti með ijölbreyttu framboði matvæla verð- ur opið öllum nemendum skólans og rými til vinnu og félagsstarfa mun batna til muna. Að fram- kvæmdunum standa ríkissjóður og þau sveitarfélög sem aðild eiga að skólanum. Athöfnin hefst kl. 14 á föstudag- inn. SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjörður: Torgið hf„ Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3. Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31. Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13 Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C C/> 3 ^ °| o* o* 3 <Q |8 3 O* g3 3S: oí Q Q' 3 £ Q.S =5=0 Q^ 3 CL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.