Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Sorphreinsunin, pípugerðin, borgarstjórinn og Verslunarráðið eftír GuðmundJ. Guðmundsson Stundum deila menn um þjón- ustu Reykjavíkurborgar á hinum ýmsu sviðum. Eitt held ég þó að menn hafí ekki deilt ýkja mikið um síðustu 15-20 árin og það er að sorphreinsun í borginni er til stakrar fyrirmyndar. Maður rekur fljótt í það augun í borgum erlend- is hvað Reykjavík stendur þeim framar á þessu sviði. Nýlega tilkynnti borgarstjórinn í Reykjavík á fundi í Verslunarráð- inu (!) að til stæði að einkavæða og bjóða út sorphreinsun Reykja- víkurborgar, til dæmis í Breið- holti, og selja jafnframt Pípugerð Reykjavíkur. Nú hefur Reykjavíkurborg í ald- arfjórðung boðið út fjölmörg verk- efni. Frá hendi Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar hafa ekki ver- ið gerðar athugasemdir þar um. Bæði hefur borgin byggst hratt og í sumum tilfellum hafa verktak- ar verið betur tækjum búnir en borgin sjálf til_ að sinna ákveðnum verkþáttum. Ég hygg að enginn þessara verktaka beri Dagsbrún það á brýn að félagið hafí verið erfitt í samstarfi eða reynt að spilla fyrir þeim í starfi. Bónus Árið 1970 gekkst núverandi borgarverkfræðingur, Þórður Þor- bjarnarson, fyrir því að tekið var upp kaupauka- eða bónuskerfí í sorphreinsun borgarinnar. Skipað- ir voru þrír menn frá borginni og þrír frá starfsmönnum til að und- irbúa kaupaukakerfið og skipu- leggja það. Þórður Þorbjarnarson leiddi það verk sjálfur. Rök hans voru þau að erfitt væri að fá menn í þessi störf á þeim launum sem þá voru greidd fyrir sorphreinsun og að hægt myndi vera að reka fyrirtækið á mun hagkvæmari hátt en gert hafði verið fram til þessa. Samningar tókust um bón- usgreiðslur. Þá voru íbúar Reykjavíkur rösk- lega 81 þúsund. Starfsmenn í sorphreinsuninni voru 106. Sorp- hreinsunarbílar voru 18. Sorp- tunnur, sem þá voru gamlar olíu- tunnur, voru 29 þúsund og hreins- að var hálfsmánaðarlega. Næstu misserin eftir gerð bónussamninganna stóð sam- starfsnefnd starfsmanna og borg- arinnar fyrir veigamiklum skipu- lagsbreytingum í sorphreinsun- inni. Margar tillögur um breytt fyrirkomulag bárust frá starfs- mönnunum sjálfum. Allar götur síðan hefur þessi samstarfsnefnd unnið reglulega. Tekið hefur verið tillit til nýrra tækja, t.d. stærri og fullkomnari bíla; þess að nú eru sorpílátin plasttunnur á hjólum; stóraukins sorpmagns og svo framvegis. Öll þessi vinnubrögð samstarfsnefndarinnar hafa verið til stakrar fyrirmyndar. Áður en bónussamningurinn var gerður fóru fram tímamælingar og þær fara reyndar enn fram af og til. Vikulega, ársfjórðungslega og árlega er farið yfir skipulag sorphreinsunarinnar til að kanna hvort nokkuð hafí farið úrskeiðis og hvar þurfi helst úrbóta við. Ný borg í dag eru sorpbílarnir í Reykja- vík tólf. Starfsmenn í sorphreins- uninni eru 73. íbúar í Reykjavík eru nú alveg um 100 þúsund og sorptunnur um 46 þúsund. Þá eru ótaldir allir þeir stóru gámar sem einstök stórfyrirtæki og stofnanir hafa á sínum vegum og eru hirtir af einkafyrirtækjum. Þetta segir þó ekki nema hluta sögunnar því um 1970 var Grandahverfíð ekki tfl, ekki efri hverfi Breiðholts, ekki Ásahverfið (áður Selás), ekki Grafarvogur eða Artúnshverfið og ekki Leitahverfið í hinum nýja miðbæ. Fossvogs- hverfið var ekki til nema að hluta. Gatnakerfið var þá um 250 kíló- metrar á lengd en er nú talið vera um 330 kílómetrar. En það sem merkilega er: eftir að kaupauka- kerfið komst á var smám saman farið að hreinsa borgina vikulega í stað hálfsmánaðarlega áður. Við það hefur verið staðið allar götur síðan — utan einu sinni, að mig minnir. Það mun hafa verið á sér- lega snjóþungum vetri — 1976 eða þar um bil — að svo mikill tími fór í að moka niður að tunnunum að ekki tókst að hreinsa eina vikuna. 35% meiri hraði Sorphreinsun er mjög erfið vinna. Áætlað er að starfsmenn gangi að jafnaði 25-30 kílómetra á dag. Það þýðir ekkert fyrir menn, sem komnir eru yfir fimmtugt, að byrja á þessu starfi. Fáir menn geta stundað þessa vinnu komnir yfir sextugt. Sem dæmi um vinnu- hraðann má nefna að í einni mæl- ingunni kom í ljós að menn unnu almennt á 35% meiri hraða en eðlilegt þykir að setja sem viðmið- unarmark. Á þessu hafa báðir aðilar grætt, þó Reykjavíkurborg enn meira en verkamennirnir. Kaup hefur hækkað (bónus) og sorphreinsun í höfuðborginni hefur orðið ódýr- ari þrátt fyrir að íbúum hafi fjölg- að um nærri 20 þúsund og borgin sé nú á miklu stærra svæði en hún var 1970. Eins er það einstakt að samstarfsnefnd á vinnumarkaði skuli hafa starfað í 21 ár og ævin- lega tekist að leysa ágreiningsefni sín með innbyrðis samkomulagi. Síðast var fækkað um sjö starfsmenn seint á árinu 1991 og þá jafnframt fækkað um einn bíl. Eg dreg mjög í efa að í nokkru borgarfyrirtæki sé jafn vel unnið og samstarf jafn gott og í „ösk- unni", eins og Sorphreinsun Reykjavíkurborgar heitir í daglegu máli. Nú má vera að borgarstjórinn í Reykjavík verði fyrir einhverjum þrýstingi frá Verslunarráðinu um að einkavæða sorphreinsunina í Guðmundur J. Guðmundsson „Ekki kann ég að leið- beina borgarstjóra al- mennt um rekstur borgarinnar en eitt vil ég segja honum í fullri vinsemd: Það er rétt að ræða um breytingar við sína eigin starfsmenn áður en hiaupið er á fund í Verslunarráði íslands. Það eru mannasiðir á íslandi. Ég held að Markús Örn Antonsson kunni þá siði og því bið ég hann al- varlega að athuga sinn gang." borginni. Hitt er annað mál að hann verður örugglega ekki fyrir þrýstingi frá íbúum Reykjavíkur- borgar því þeir fagna sínum sorp- hreinsunarmönnum sem koma reglulega qg veita fyrsta flokks þjónustu. Ég þekki fjölda fólks sem dáist að vinnubrögðum sorp- hreinsunarmannanna og lofar góða þjónustu þeirra. Pípugerðin býður betur Á þessum fræga fundi Verslun- arráðsins, sem ég vék að í upp- hafi, boðaði borgarstjórinn einnig að Pípugerð Reykjavíkur yrði seld eða starfsemi hennar breytt. Til fjölda ára var þessi pípugerð í óhæfum húsakynnum og starfs- fólkið bjó við erfiða og slæma vinnuaðstöðu. Fyrir fjórum árum var veruleg bót gerð þarna á með endurbættum húsakosti, vélakosti að hluta, ásamt því að afkasta- hvetjandi kaupaukakerfi var kom- ið á hjá starfsmönnum. Þar vinna nú fjórtán manns. Nú í dag standa mál þannig að steypt rör og pípur eru stærsti hluti framleiðslu fyrirtækisins. Ef fyrirtæki í borginni býður borgar- sjóði betri kjör en Pípugerð Reykjavíkur, þá er því tilboði hikstalaust tekið. Borgarfyrirtæk- ið býður einfaldlega yfirleitt mun lægra verð og er með betri vöru. Undantekningin er þó sú, að því best ég veit, að gangstéttarhellur sem borgin notar eru að stórum hluta keyptar frá einkafyrirtækj- um. Hleðslu- og kantsteina fram- leiða ýmsir aðilar auk Pípugerðar Reykjavíkur enda er eftirspurnin þar í mun meiri en það fyrirtæki eitt gæti annað, sem sést m.a. á því að meginþorri verktaka á höf- uðborgarsvæðinu kaupir sín rör og pípur þar. Það er enginn að tala um að borgin sé að einskorða sín við- skipti við Pípugerð Reykjavíkur — en staðreyndin er sú að fyrirtækið hefur tryggt lágt verð á þessum vörutegundum og er samt rekið með hagnaði. Er nema eðlilegt að Verslunarráðið vilji losna við slík- an aðila af markaðinum? „Ég er ekki í Verslunarráðinu" Þegar starfsmenn sorp- hreinsunar og pípugerðar heyrðu af þessari miklu ræðu borgarstjóra í Verslunarráðinu spurðu þeir yfir- menn sína hvort þeir hefðu heyrt rétt, hvort virkilega ætti að fara að leggja þessi fyrirtæki niður. Svörin voru flest á einn veg. Ég veit það ekki, ég er ekki í Verslun- arráðinu. Nú vil ég upplýsa Markús Örn Antonsson borgarstjóra um að samskipti Dagsbrúnar og Reykja- víkurborgar hafa um árabil verið mjög góð — raunar svo góð að til fyrirmyndar má teljast. Hefur þá einu gilt hver hefur verið borgar- stjóri en þó er ástæða til að taka fram að forveri Markúsar var ekki sístur í þeim efnum. Vonandi verð- ur framhald á þessu góða sam- starfi. Og nú vil ég spyrja borgar- stjóra: Hvers vegna tiltekur hann sérstaklega að til standi að bjóða út sorphreinsun í Breiðholtshverf- um? Þar er íbúðabyggð í borginni hvað þéttust og þar af leiðandi sorpmagnið hvað mest — en við útreikning kaupauka sorphreins- unarmanna er tekið tillit til sorp- magns. Hvers vegna ekki að bjóða út sorphreinsun í gamla bænum, frá Skúlagötu að Bergþórugötu, frá Rauðarárstíg að Klapparstíg? Það svæði er öllu verra yfirferðar og víða verri aðstaða til sorp- hreinsunar. Það hljómar því undariega þeg- ar sumir verktakar segjast geta hreinsað þéttustu byggðirnar á lægra verði en borgin gerir í dag. Ástæðan er sú að þeir taka meðal- tal borgarinnar í heild og yfirfæra að á þéttustu byggðina án þess að taka tillit til erfiðari svæða. Og ég spyr líka: Hvers vegna á að leggja niður Pípugerð Reykja- víkur fyrst hún selur ódýrustu vöruna en skilar samt hagnaði? Er kannski réttað verið sé að losna við óheppilegan samkeppnisaðila í þágu Verslunarráðsins? Mannasiðir Enn spyr ég borgarstjóra, sem ég þekki persónulega af góðri umgengni: Hvernig stendur á að þessi áform eru fyrst tilkynnt í Verslunarráðinu — áður en nokkur af stjórnendum eða starfsmönnum umræddra fyrirtækja fá af þeim að heyra, og ekki einu sinni 21 árs gömul samstarfsnefnd? Þurfa sorphreinsunarmenn, pípugerðarmenn og samstarfs- nefndarmenn að sækja fundi í Verslunarráðinu á næstunni til að heyra um framtíð sína, stöðu og hagi? Hvað um þá menn sem bún- ir eru að vinna í 30 ár í sorphreins- un, og eru þar af leiðandi orðnir mjög einhæfir til vinnu? Ég er alls ekki að fullyrða að í starfsemi Reykjavíkurborgar séu ekki einhverjir þættir sem ástæða væri til að einkavæða og bjóða út. En þessi tvö fyrirtæki, sem borgarstjórinn talaði um fyrir Verslunarráðinu, eru vafalaust einhver óheppilegustu dæmi ssem hægt væri að nefna. Þetta mál hefur nefnilega ekkert verið skoð- að eða athugað — nema kannski hjá Verslunarráðinu. Ekki kann ég að leiðbeina borg- arstjóra almennt um rekstur borg- arinnar en eitt vil ég segja honum í fullri vinsemd: Það er rétt að ræða um breytingar við sína eigin starfsmenn áður en hlaupið er á fund í Verslunarráði íslands. Það eru mannasiðir á íslandi. Ég held að Markús Örn Antonsson kunni þá siði og því bið ég hann alvar- lega að athuga sinn gang. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.