Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 16
4 16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Hraðnámstækni í tungumálanámi Síðustu innritunardagar. Stöðupróf á laugardaginn 25. janúar. Málaskólinn Mímir, Ánanaustum 15, sími 10004. DIC C *M\m BINDIN I tráMúiaiundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. ,Múlalundur SÍMI:62 84 50 HRAÐIESTRARNAMSKEID * Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? •k Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? •k Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú jétandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið, sem laust er á, hefst miðvikudaginn 5. febrúar. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN Hádegistilboð (kl. 11.30—14) (10% af steikum og kjúklingabitum) ^VEITINGASTOFA- Sprengisandi (Gildir til febrúarfokaj Mikilvægi peningamála fer vaxandi á Islandi eftír Tómas Hansson í klassískri hagfræði var lögð megináhersla á mikilvægi peninga eða peningamagns í hagkerfinu. Hlutverk peninga var þá álitið ein- göngu viðskiptalegs eðlis. Þessi áhersla dofnaði verulega með bylt- ingu í hagfræði á miðri þessari öld, sem rekja má til Keynes. Þá komu til nýjar hugmyndir um pen- inga og hlutverk þeirra, sem rýrði verulega mikilvægi peningamagns fyrir framgang hagkerfisins. I kjölfarið var lögð aukin áhersla á stjórn ríkisfjármála í hagstjórn. Á síðustu tveimur áratugum hefur þessi þróun snúist að vissu leyti við. Aftur hefur stjórn peninga- mála fengið athygli og fáum hag- fræðingum blandast hiigur um mikilvægi peningamagns í hag- kerfinu. Flestir af helstu seðla- bönkum heimsins hafa tekið upp peningastefnu og skilgreint pen- ingastærðir sem stefnan tekur mið af. Til dæmis fylgja seðlabankar Bandaríkjanna, Þýskálands og Japans allir ákveðinni peninga- stefnu sem miðast af því að stjórna vexti peninga og að hafa áhrif á vexti með stöðugt verðlag að markmiði. íslendinga skortir stefnu í peningamálum Eins og greinarheitið ber með sér er ýmislegt sem knýr á um breytt viðhorf íslendinga til hag- stjórnar. Stjórn peningamála á íslandi hefur hingað til einkennst af hömlulausum gengisfellingum, peningaprentun og agaleysi. Þetta má rekja til ósjálfstæðis Seðla- bankans, en hann hefur framfylgt mótstöðulítið vilja stjórnmála- manna. Þetta hefur gengið í skjóli hefts efnahagslífs. Ymislegt veld- ur því að nú er mjög mikilvægt að viðhorfsbreyting eigi sér stað. Þessir þættir eru meðal annarra: 1) Frjáls gjaldeyrisverslun. 2) Aukið frelsi í fjármagnsflutn- ingum. 3) Þróaður fjármagnsmarkaður. 4) Aukið vægi væntinga. 5) Aukinn áhug á varanlegum gengisstöðugleika. Við höft á fjármagnsflutningum er mögulegt að gefa stjórn pen- ingamála töluvert svigrúm, sem gæti falist í því að gengisstefna og stefna í vaxtamálum séu ekki í takt. Við frelsi í fjármagnsflutn- ingum og gjaldeyrisverslun verður svigrúmið hins vegar lítið. Stjórn peningamála í heild verður að taka mið af því markmiði sem stefnt er að undantekningalaust. Þannig er ekki unnt að láta vexti lönd og leið ef ætlunin er að halda gengi stöðugu. Jafnframt er ekki mðgu- legt að skrá gengi óháð þeirri stefnu sem er í vaxtamálum. Þannig hefur stjórn peningamála, þ.e. bæði gengis og vaxta, ein- göngu færi á að uppfylla eitt markmið við frjálsa gjaldeyris- verslun og fjármagnsflutninga. Þetta er vert að skoða með hlið- Tómas Hansson „í fyrsta lagi þarf að eiga sér stað viðhorfs- breyting gagnvart gildi peningamála í íslenska hagkerfinu. í öðru lagi þarf að veita Seðla- banka íslands aukið svigrúm til sjálfstæðra athafna, sérstaklega til þess að hafa áhrif á þróun peningastærða og vaxta." sjón af lögum um Seðlabanka ís- lands (frá 1986) og af þeirri þróun sem á sér stað í gjaldeyrismálum og í opnun landsins gagnvart fj'ár- magni. í lögum um Seðlabankann eru almenn markmið bankans tvö. Síðan er sérstök grein um gengis- málin og eru markmiðin þar þrjú. Þetta er í raun markleysa, enda ekki mögulegt fyrir Seðlabankann að uppfylla öll þessi markmið og við þá þróun sem átt hefur sér stað er ekki mögulegt að gera greinarmun á almennum mark- miðum bankans og gengisstefn- unnar. Á síðustu árum hefur íslenskt hagkerfi gengið í gegnum mjög mikilvæga þróun í kjölfar vaxta- frelsis. Þetta er tilkoma fj'ár- magnsmarkaðar og uppbygging sparnaðar. Sú staðreynd að á ís- landi er nú virkur fjármagnsmark- aður, krefst töluverðrar viðhorfs- breytingar þeirra sem með hag- stjórn fara. Nú geta óábyrgar yfir- lýsingar, veikar undirstöður efna- hagslífs og ósamkvæm hagstjórn haft veruleg áhrif á efnahagslífíð og valdið mun meiri viðbrögðum þess en áður. Þekkt er frá útlönd- um að einstakar aðgerðir í hag- stjórn geta verið fyrirfram dauða- Skrifstofutœkninám nám sem nýtist • Verð aðeins kr. 5000 á mánuði (afborgunarverö til tveggja ára) dæmdar vegna skorts á trúverðug- leika. Á markaðnum er nú starf- andi fjöldi atvinnumanna sem hafa það eina hlutverk að gæta hags- muna umbjóðenda sinna og vænt: ingar þeirra um aðgerðir í efna- hagsmálum geta haft mjög harðar og áhrifamiklar afleiðingar, jafn- vel fjárflótta úr landi. Af þessu leiðir að stjórn peningamála verður að fá aukna festu og trúverðug- leika, ef ekki eiga að verða miklar sviptingar í efnahagslífinu. Þróunin í gengismálum Evrópu hefur valdið því að kröfur um að- lögun íslenskrar gengisskráningar að evrópumyntunum hefur orðið háværari, enda Evrópumarkaður langmikilvægastur fyrir íslend- inga. Þetta þýðir tvennt: í fyrst lagi breyting á viðmiðun gengis- skráningar, svonefndri körfu. Þetta er í raun ekki mikil breyt- ing, enda vega myntir annarra en Evrópuríkja lítið. Til dæmis vegur dollar aðeins um 18%. í öðru lagi þýðir þetta varanlegan gengisstöð- ugleika. Þetta atriði felur hins vegar í sér meginbreytingu. Hing- að til hefur gengisstöðugleiki aðal- lega falist í stöðugri skráningu gengis. Þessi stefna hefur lítið mið tekið af raunverulegum efna- hagsforsendum og því aðeins gengið við gott árferði og hag- stæðar ytri aðstæður. Slík stefna verður aldrei trúverðug. Það sem felst í varanlegum gengisstöðug- leika er að stefna Seðlabanka í peningamálum mótist eingöngu af þessari stefnu og því markmiði sem stefnt er að með stöðugu gengi. Gengið þarf jafnframt að taka meira mið af markaðsaðstæð- um og því þyrfti að færa gengis- skráninguna til viðskiptabank- anna, þó eðlilegt sé að á gengis- skráningu yrðu einhver bönd til að byrja með. Seðlabankinn þyrfti síðan að beita almennum aðgerð- um í peningamálum til að tryggja gengisstöðugleikann. Margir sem um hagstjórn hafa fjallað hafa lagt áherslu á mikil- vægi og jákvæðan árangur af hag- stjórn fyrri ára, sem fólst í gengis- fellingum og verðbólguhvetjandi aðgerðum þegar illa áraði. Þetta er að þeirra sögn nauðsynlegt vegna sérstöðu íslenska hagkerfis- ins og erfiðra sveiflna í afkomu. Það að þessi hagstjórn hafi borið árangur og bæði minnkað sveiflur og komið í veg fyrir atvinnuleysi er hér mjög dregið í efa, en ekki verður um það fjallað hér enda efni í aðra grein. Hins vegar er það mjög varasamt að lita svo á að vegna fyrri reynslu sé það rétt að halda slíkri stefnu áfram. Jafn- vel þótt sú stefna hafi skilað ár- angri, sem er eins og áður er sagt sterklega dregið í efa, þá hafa allar forsendur breyst þannig að telja má útilokað að stunda áfram sömu hagstjórn. Þetta er í fyrsta lagi vegna afnáms hafta og þeirra afleiðinga sem það hefur í för með sér svo sem áður var minnst á. í öðru lagi vegna nauðsynjar þess að ná varanlegum stöðugleika. í þriðja lagi vegna aukins áhuga og vilja manna að fá hingað erlenda aðila til að fjárfesta. Og í fjórða lagi vegna nauðsynjar á að auka fjölbreytni 5 íslensku atvinnulífi. Hvað þarf að gera? Fyrir rúmum 10 árum tóku margar leiðandi þjóðir upp ákveðna stefnu í peningamálum, eftir að viðhorfsbreyting átti sér stað gagnvart peningum og hlut- verki þeirra. Einnig hefur aukið samstarf á sviði peningamála og aukin alþjóðleg samkeppni valdið því að margar minni þjóðir hafa fylgt í kjölfarið. Ekki er vafi á því að íslendingar neyðast einnig til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.