Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Morgunblaðið/Svem'r Guðmundur L. Friðfinnsson tekur við Davíðspennanum úr hendi Vilhjálms Hjálmarssonar. Guðmundur á Egilsá hlaut Davíðspennann Guðmundur L. Friðfinnsson rithöfundur á Egilsá hlaut Davíð- spennann fyrir bók sína Þjóðlíf og þjóðhætti sem kom út á síð- asta ári. Davíðspenninn er viður- kenning Félags íslenskra rithöf- unda og var afhentur í annað sinn sl. þriðjudag, 21. janúar á afmælisdegi Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sem penninn er kenndur við. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrver- andi ráðherra afhenti Guðmundi L. Friðfinnssyni Davíðspennann og 100 þúsund krónur í peningum. Við það tækifæri sagði Guðmundur að ekki væri laust við að sá 86 ára gamli bóndi, sem þar stæði, kenndi nokkurrar feimni að veita viðtöku Gjaldþrot Pólarlax hf.: Lýstar kröf- ur rúmar 114milljónir SKIPTAMEÐFERÐ á þrotabúi fiskeldisfyrirtækisins Pólarlax hf. í Straumsvík í Hafnarfirði er lokið án þess að nokkuð hafi fengist greitt af lýstum kröfum. Tilkynning um skiptameðferðina birtist í Lögbirtingablaðinu 22. jan- úar. Þar segir að henni hafi lokið 20. desember 1991 án þess að nokk- uð fengist greitt upp í lýstar kröfur sem samtals nema 114.688.758 auk vaxta og kostnaðar eftir upphafs- dag skipta. Búið var tekið til gjaldþrota- skipta með úrskurði skiptaréttar Hafnarfjarðar 20. janúar 1989. kjörgrip sem bundinn væri nafni Davíðs Stefánssonar. Ekki vegna þess að hann væri bóndi, heldur vegna þess að Davíð hefði verið svo ástsælt skáld að mælt var að hrein- ar meyjar svæfu með ljóð hans undir koddahornunu. „En án þess að í því felist nokkur kvörtun hafa ekki borist spurnir af því að kvenna- blömi þessa lands hafi kúrt með bókarkorn Egilsárbónda undir kodda," sagði Guðmundur. Hann bætti við, að hugur Davíðs Stefánssonar hefði alla tíð verið mjög bundinn við átthagana hvar sem hann fór. Þannig væri hverjum manni hollt að minnast uppruna síns, tengslanna við fortíð, borg og landsbyggð. Nauðsynlegt væri að hafa þéttbýliskjarna, en ekki síður blómlegar byggðir með gróandi at- vinnulíf til sjávar og sveita. „Það er allar stundir ósk mín að við sundrumst aldrei né klofnum í tvær þjóðir en berum gæfu til að vera ein samstillt þjóð í einu landi," sagði Guðmundur. Við sama tækifæri afhenti Örlyg- ur Hálfdánarson Guðmundi merki bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs, sem gaf bókina út. Þjóðlíf og þjóðhættir er æviminn- ingaþættir Guðmundar L. Friðfinn- sonar þar sem fjallað er um atvinnu- hætti og mannlíf á uppeldisárum hans í Skagafirði. í formála segir Guðmundur að upphaflegur til- gangur bókarinnar hafí verið að minnast nokkurra samferðar- manna, vina og æskufélaga, sem allir væru gengnir bakvið kvöldroð- ann. Jafnframt hafi svo hlotið að fara að brugðið yrði upp nokkrum svipmyndum af þeim aldarhætti sem gekk um garða þegar höfundur var að vaxa úr grasi. Tölvuendurmemtun fyrir konur Grunnatriði, ritvinnsla og tölvubókhald fyrir konur sem vilja breyta til. 12 vikna námskeið, mætt 3 klst í viku • Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. <j Leipbeinandi: Kristín Þormar, kerfisfræðingur TVÍ _ *9 Tölvu- og verkfræðiþjónustan ^ Verkfræöistota Halldórs Kristjánssonar fjr <3rensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (Q Vil frekar semia tónlist en stunda lögfíæðistörf - segir Finnur Torfí Stefánsson SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands frumflytur verkið IBjóm- sveitarverk II, eftir Finn Torfa Stefánsson tónskáld í kvöld, fimmtudag, kl. 20 í Háskóla- bíói. Þetta er frumflutningur verksins en Sinfóníuhljóm- sveitin hefur ekki áður flutt verk eftir Finn Torfa. Stjórn- andi er Finninn Osmo Vanska. Finnur Torfí er bæði lögfræð- ingur og stjórnmálafræðingur að mennt. Eftir að hafa starfað sem slíkur um nokkurra ára skeið, sem og að hafa tekið virkan þátt í stjórnmálum, en hann sat um tíma á Alþingi, hóf hann nám í tónfræðum í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan BA prófí árið 1986. Arið 1989 lauk hann MA prófí frá Kaliforníuháskólan- um í Los Angeles og því næst fór hann í framhaldsnám til San Diego og fluttist aftur heim árið 1990. „Það var mikið átak að læra allt sem læra þurfti í tón- smíðum en til þess að sinna þessu af alyöru þarf mikið nám og þjálf- un. Ég lærði á píanó sem strákur og á skólaárum mínum spilaði ég bæði rokk og popp meðal ann- ars með hljómsveitinni Óðmönn- um þannig að tónlistinn átti allt- af mikil ítök í mér," segir Finnur Torfi. Ásamt því að semja tónlist kennir hann m.a. f Tónlistarskó- lanum í Reykjavík. Hann hefur helgað líf sitt tónlistinni en segist samt hafa haft gaman að því að hafa tekið þátt í stjórnmálum og stundað lögfræðistörf. „Heimur Morgunblaðið/KGA Finnur Torfi Stefánsson fyrir framan Listamiðstöðina Straum, þar sem hann vinnur nú að tónsmíðum. tónlistarinnar gefur^ mér hins vegar miklu meira. Ég vil miklu frekar semja tónlist jafnvel þó að ég fái ekkert fyrir það, heldur en að stunda stjórnmál eða lög- fræðistörf. Tónsmíðar eru gef- andi og veita önnur lifsgæði en venjuleg störf." Finnur segir mikinn kraft vera í tónlistarlífi hér á landi, sem byggist m.a. á áhuga tónlistar- manna og áheyrenda auk þess sem ýmis fyrirtæki hafa stutt tónleikahald með fjárframlögum. „íslenskir tónlistarmenn eru yfír- leitt jákvæðir og áhugasamir um að flytja ný verk og þurfa oft að leggja mjög mikla vinnu í það og fá ekki mikið fyrir. Tónlistar- líf er mjög blómlegt og gott hér og mikið að gerast," segir Finnur. Hann segir Hljómsveitarverk II hafa verið verkefni sitt til meistaraprófs, en þetta er frum- flutningur verksins. „Það er skrifað fyrir töluvert stóra hljóm- sveit og er frekar stutt en sam- þjappað að formi. Það er í einum þætti, sem skiptist í ýmsa kafla, og ég hef lagt mikið upp úr því að hagnýta litadýrð sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þó að maður kunni helstu fræðigreinarnar þá er það fyrst og fremst við að heyra verkið, sem hægt er að heyra þvort tekist hefur vel eða ekki. Ég er mjög ánægður með stjórnandann og hann hefur gott vald á verkinu og ég geri mér vonir um að þetta takist vel," segir Finnur Torfí Stefánsson að lokum. Afmæliskveðja: Jón K. Hafstein tannlæknir Opið bréf til afa míns Hvernig á að skrifa um mann sem maður hefur þekkt alla ævi? Á maður að lýsa kynnum sínum af honum, lífsstarfi hans eða því hvernig áhrif hann hefur haft á umhverfí sitt? Myndi frásögn sú, sem ungur maður skrifar um afa sinn, vera trúverðug og honum til sóma? Hvað sem öllum vangaveltum líður um svona pistla, langar mig til að kasta afmæliskveðju á hann nafna minn og afa, Jón Kristinn Hafstein, sem á 75 ára afmæli í dag. ALA Yfir2000 m2af flísum. Hreinlætis-og blöndunartæki með 40% afslætti. Utsalan stendur yfir dagana 20. janúar -1. febrúar. 10%aföðrum vörum rUCOCARIJ Raðgreiðslur ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR Knarrarvogi 4 104 Reykjavík - Sími 686755 Kæri afi! Nú á þessum tímamót- um vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar óska þér hjartanlega til hamingju með afmælið. Ég veit að þetta er óvenjuleg afmæliskveðja en ég get ekki setið á strák mínum vegna þess að mér hefur ávallt fundist þú vera óvenjulegur maður að mörgu leyti. Þá meina ég auðvitað óvenjulegur í jákvæðri merkingu. Það eru ekki ýkja margir sem lifa lífí sem snýst að mestu um það að hjálpa öðrum, lífí sem varðveit- ir, skapar og bætir önnur líf, lífi sem aðrir gætu tekið sér til fyrir- myndar. Eg hef lengi reynt að finna þá töfraformúlu sem þú bruggaðir til þess að öðlast ham- ingjusamt líf og ég held að ég hafí nú fundið hana. Vonandi reið- ist þú mér ekki þótt ég leki henni í fjölmiðla því í raun væri það mannréttindabrot að lúra á henni. Enda væri það í hróplegri mótsögn við eðli þitt og innri mann ef fleiri fengju ekki að njóta hennar. Að mínu mati er formúlan þessi: Maður verður að hafa kjark og kristna trú til að sigja hamingju- samur í gegnum lífíð. Maður bítur á jaxlinn í harðæri en þakkar góð- ærið. Gjafmildi lengir lífið og hjálp- semi við þá, sem hjálpar eru þurfí, gefur minningunum meira gildi en góð bók. Með hjálpsemi eignast maður vini og með gjafmildinni náungakærleik. Hlýja stækkar hjartað og með formúlunni geym- ast margar góðar blöndurnar á réttum stað. Húmor er ómissandi og ekki vantar hann þar sem þú ert Ég mun í mínu lífi reyna að til- einka mér þessa góðu formúlu þína sem samanstendur af kjarki, trú, gjafmildi, hjálpsemi, hjartahlýju og húmor, en ég veit að hlutföllin verða því miður aldrei þau sömu. í pólitík hefur þú ávallt verið traustur og átt drjúgan þátt í að móta skoðanir mínar þar að lút- andi. Og þó svo starf þitt hafi að mestu farið í það að kafa upp í annarra manna kjafta hefur þú ávallt verið til staðar þegar til þín hefur verið leitað. Þannig varst þú bróður þínum styrkur en hann stýrði landi og lýð og lýðræðið várðir þú á Austurvelli 30. mars 1949. Afi minn, þessi orð verða ekki fleiri á opinberum vettvangi en ég óska þér áframhaldandi góðrar heilsu og hamingju. Jón Kristinn Snæhólm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.