Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Úrskurður ríkisskattanefndar í máli Félags vatnsvirkja hf: Kærandi njóti skattfrelsis af útgáfu jöfnunarhlutabréfa Bókfært eigið fé íslenskra aðalverktaka nam 3.7 milljörðum króna í árslok árið 1989. Stofnfé Samein- aðra verktaka í íslenskum aðalverktökum var hins vegar 170 þúsund krónur að nafnverði, en það er sú fjárhæð sem ríkisskattstjóri miðaði við í mati sínu. í GÆR var greint frá því hér í Morgunblaðinu að ríkisskatta- nefnd hefði úrskurðað Sameinuð- um verktökum í hag, í kærumáli sem Félag vatnsvirkja hf. kærði til nefndarinnar. Félag vatns- virkja er 7% eignaraðili að Sam- einuðum verktökum. Morgunblað- ið birtir hér í heild úrskurð Ríkis- skattanefndar í ofangreindu máli: „Kærð er endurákvörðun opin- berra gjalda gjaldárið 1991. I Að undangengnum bréfaskiptum milli skattstjóra og kæranda endur- ákvarðaði skattstjóri þann 21. októb- er 1991 álögð opinber gjöld kæranda gjaldárið 1991. Byggði skattstjóri á því, að kærandi hefði fengið úthlutað jöfnunarhlutabréfum á árinu 1990 vegna hlutafjáreignar í Sameinuðum verktökum hf. umfram þá fjárhæð sem það félag hefði haft heimild til að gefa út á því ári sem jöfnunar- hlutabréf án þess að úthlutnin teldist til arðs sem skattskyldar tekjur, sbr. 9. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- skatt og eignarskatt. í bréfi skatt- stjóra, dags. 27. ágúst 1991, til kæranda koma nánar svofelldar for- sendur fyrir endurákvörðuninni: „Álit ríkisskattstjóra dags. 21. september 1990 varðar heimild Sam- einaðra verktaka hf., kennitala 550269-3419, til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árinu 1990. Samkvæmt þessu áliti er heimild félagsins til útgáfu jöfnunarbréfa kr. 103.315.073. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum voru gefin út jöfnunarhluta- bréf í Sameinuðum verktökum á ár- inu 1990 kr. 105.483.225. Af þessu er því ljóst, að félagið hefur gefíð út jöfnunarhlutabréf á árinu 1990 kr. 2.168.152 umfram heimildir þær er fram koma í 9. gr. laga nr. 75/1981. Líta ber svo á að þessi fjár- hæð kr. 2.168.152 eigi að koma til skattskyldra tekna hjá hluthöfum félagsins á árinu 1990. Heildarhlutafé Sameinaðra verk- taka hf. nam í árslok 1990 kr. 310.000.000. Samkvæmt ársreikn- ingi yðar fyrir árið 1990 ætti yðar hluti í hlutafé Sameinaðra verktaka hf. 31'.12.’90 að vera kr. 21.700.000 eða 7% af heildarhlutafé. 7% af kr. 2.168.152 éðá kr. 151.771 ættu því að koma til skattskyldra tekna á skattframtali yðar gjaídárið 1991. Ekki er að sjá að þessi ijárhæð sé færð meðal skattskyldra tekna yðar á árinu 1990 þ.e. í skattframtali 1991.“ Umboðsmaður kæranda kærði endurákvörðunina til skattstjóra með bréfi, dags. 22. október 1991. Var hækkun tekjuskattstofnsins mót- mælt og krafíst niðurfellingar með þeirri röksemd, að heimild Samein- aðra verktaka hf. til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa væri víðtækari en skatt- stjóri hefði miðað við og því væri ekki um skaltskyldar tekjur að ræða. í kærunni vísar umboðscagðurinn til rökstuðnings í bréfumn stnum til skattstjóra dags. 26. september og 28. ágúst 1991. í síðamefnda bréfinu rekur umboðsmaðurínn elfi Is mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 og. ákv. 1. ml. 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í sömu lögum. Síðan segir í bréfínu: „Samkvæmt þessum ákvæðum er Ijóst að miða eigi heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa við verðmæti raunverulega hreinnar eignar félags í árslok 1978 með tilteknum fram- reikningi frá þeim tíma, en ágrein- ingur hefur verið um meðferð á eign- arhluta Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverktökum sf. Ríkis- skattstjóri hefur miðað við nafnverð stofnfjáreignar í íslenskum aðalverk- tökum sf., en litið fram hjá hlutdeild Sameinaðra verktaka hf. í raunveru- legu verðmæti hreinnar eignar þess félags. Eignarhlutur Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverk- tökum sf. er aðaleign félagsins og skiptir því sköpum um hina reiknuðu heimild til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa.“ Þá segir ennfremur í nefndu bréfí, að Sameinaðir verktakar hf. hafi lát- ið kanna heimild til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa á árinu 1991 á grundvelli umræddra lagaákvæða. Samkvæmt þeirri könnun, er unnin hafí verið af umboðsmanní kæranda, hafí heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa hjá Sameinuðum verktökum hf. á árinu 1990 numið 840.976.832 kr. Gagn um athugun þessa, dags. 18. janúar 1991, liggur, fyrir í málinu. Skattstjóri kvað upp úrskurð í máli þessu þann 29. október 1991 og hafnaði kröfum kæranda þar sem ekkert nýtt hefði komið fram í kær- unni sem ekki hefði legið fyrir við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar. II Umboðsmaður kæranda hefur skotið úrskurði skattstjóra til ríkis- skattanefndar með bréfí, dags. 30. október 1991. ítrekaðar eru áður gerðar kröfur um niðurfellingu hinn- ar umdeildu hækkunar tekjuskatts- stofns vegna útgáfu jöfnunarhluta- bréfa í Sameinuðum verktökum hf. og kröfur um viðurkenningu á heim- ild þess félags til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa í samræmi við framlagða útreikninga umboðsmanns kæranda. í kærunni til ríkisskattanefndar rek- ur umboðsmaðurinn málavexti. Leggur hann síðan áherslu á eftirfar- andi: „* Samkvæmt 9, gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt með áorðnum breytingum er útgáfa jöfnunarhlutabréfa sem byggð er á raunverulegu verðmæti hreinnar eignar félags ekki tekju- skattsskyld hjá viðtakanda. * Við mat á heimild Sameinaðra verktaka hf. til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa hefur ríkisskattstjóri ekki tekið tillit til raunverulegs verðmætis hreinnar eignar þess félags, en skatt- stjóri byggir í máliþessu á mati ríkis- skattstjóra. Megin eign Sameinaðra verktaka hf. er eignarhlutur í ís- lenskum aðalverktÖ.kym sf., en ríkis- skattstjóri tekiír „ráunverulegt verð- mæti“ eignaiþlutatis-sykra til nafn- verðs á upph'ál^u stðfnfé. Það telj- um við vera í andstöðu við tilvitnað lagaákvæðjl ^ðkfært elgið fé gam- kvæmt efnáhagsreikmngLÍklenSkra aðalverktaka sf. nam 3.704.008.446 kr. í árslok 1989 og áttu Sameihaöir verktakar helming Relmifig''féÍag.s- ins. Stofnfé Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverktökum sf. var hins vegar 170.000 kr. að nafnverði, en það er sú fjárhæð sem ríkisskatt- stjóri miðar við í mati sínu eins og áður segir. Varðandi raunveruiegt verðmæti heinnar eignar Sameinaðra verktaka hf. og heimild þess félags til útgáfu jöfnunarhlutabréfa vísast til útreikn- inga í áður tilvitnuðu bréfi okkar til félagsins, dags. 18. janúar 1991, sem fylgir bréfí okkar til skattstjóra, dags. 28. ágúst sl.“ III Með bréfí, dags. 2. desember 1991, hefur ríkisskattstjóri f.h. hönd gjaldkrefjanda lagt fram svohljóð- andi kröfugerð í máli þessu: „Kröfur: I. Aðalkrafa: Gerð er krafa um stað- festingu á úrskurði skattstjóra með vísan til forsendna hans. Til viðbótar þykir rétt að ítreka atriði sem varða eftirfarandi þætti málsins: 1) Túlkun á raunverðmæti hreinnar eignar hlutafélags samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða í lögum nr. 40/1978 (sbr. 9. gr. laga nr. 75/1981). 2) Reglur skattlaga og framkvæmd- areglur ríkisskattstjóra sem not- aðar hafa verið við mat á heimild- um til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, sbr. og ákvæði 3. tl. C-liðar 14. gr. reglugerðar nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignarskatt. 3) Á hvern hátt standa beri að út- reikningum til að meta heimildir Sameinaðra verktaka hf. til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. f þessu sambandi skal þá eftirfar- andi tekið fram: Um 1. Túlkun á raunverðmæti hreinn- ar eignar hlutafélags samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða í lögum nr. 40/1978 (sbr. 9. gr. laga nr. 75/1981.) Mál þetta snýst að verulegu leyti um það hvernig beri að framkvæma þá reglu ákvæðis til bráðabirgða II með lögum um tekjuskatt og eigna- skatt nr. 40/1978 (svo og 9. gr. laga nr. 75/1981) sem kveða á um að útgáfa jöfnunarhlutabréfa skuli byggð á raunverulegu verðmæti hreinnar eignar félagsins í árslok 1978. Veit úrlausnarefnið að því hvað átt er við með raunverulegu eigin fé í því sambandi. Hefur í aðal- atriðum verið litið svo á af ríkisskatt- stjóra að átt sé við skattskylda hreina eign félagsins, þó með því verulega fráviki að lagt hefur verið mat á varanlega rekstrarfjármuni. Vísast til meðfylgjandi „minnispunkta" frá II. mars 1979, sem eru viðmiðunar- reglur ríkisskattstjóra við álitsgerð um „raunverðmæti“ eigna — mann- virkja og lausaijár í lok 1978. Minnis- punktar þessir hafa verið lagðir til grundvallar umræddum útreikning- um og hafa þeir verið sendir m.a. skattstjórum og ýmsum löggiltum endurskoðendum. í þessum minnis- punktum koma fram margföldun- arstuðlar til framreiknings á eignum miðað við árslok 1978. Eignarhalds- tími reiknast 'h ár á því ári þegar „heildarfyrningarverð" myndast síð- an 7/1 ár þaðan í frá til ársloka 1978. Hér er sem sagt verið að endurmeta þessar eignir með þessum hætti og með margföldunarstuðlunum er tekið tillit til breytinga á byggingavísitölu og einnig er tekið tillit til fyrninga. í minnispunktum ríkisskattstjóra vegna útgáfu jöfnunarhlutabréfa, dags. 15. október 1980, kemur m.a. fram að í stað þess að nota fram- reiknað verð fasteigna megi nota brunabótamat og í stað þess að nota framreiknað verðmæti skipa megi nota vátryggingarverð þeirra. Taka ber tillit til þess er fram kemur í lögum að til hreinnar eignar hlutafélaga í þessu sambandi teljist ekki varasjóður (sbr. 12. tl. 31. gr. laga nr. 40/1978) og að taka beri tillit til opinberra gjalda sem tengd eru tekjuárinu (1978). Aldrei hefur komið til álita að meta aðrar eignir hlutafélagsins, svo sem vörubirgðir eða viðskiptavild, til markaðsverð. Ætla má að tilgangur sá sem hafður var í huga við samn- ingu þessa lagaákvæðis er hér grein- ir hafi verið sá að miða bæri forsend- ur útreikninga við almennar vepjur um reikningsskil. Rétt þykir að líta til þess hvemig eignfærslu á eignarhluta í sameign- arfélagi hefur almennt verið háttað í reiknings- og skattskilum hér á landi á þeim tíma þegar ákvæðið var lögfest, þ.e. í árslok 1978 og allt til dagsins í dag. Framkvæmdin hefur verið þessi: Til eignar í efnahagsreikningi hef- ur verið talið nafnskráð upphaflegt stofnfé. Þetta stofnfé hefur ekki ver- ið framreiknað miðað við verðlags- breytingar. Viðbótarframlög eigenda í sameignarfélagi hafa ekki a.m.k. í skattskilum verið eignfærð. Um 2. Reglur skattalaga og fram- kvæmdareglur ríkisskattstjóra sem notaðar hafa verið við mat á heimildum til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, sbr. og ákvæði 3. tl. C-liðar 14. gr. reglugerðar nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignar- skatt. í kærumáli því sem hér er til umfjöllunar hjá ríkisskattanefnd er ágreiningsefni hvort og hvernig taka eigi tillit til eignarhlutar sem hlutafé- lag á í sameignarfélagi. í álitsgerðum ríkisskattstjóra á undanfömum árum varðandi heimildir til útgáfu jöfnun- arhlutabréfa hefur, þegar verið er að ákvarða raunverðmæti hreinnar eignar hlutafélags, aldrei verið tekið tillit til slíks eignarhluta hlutafélags í sameignarfélagi á annan hátt en þann að miðað hefur verið við eign- færslu á stofnfé eins og það er skráð í efnahagsreikningum. Rétt er þó að taka það fram að þegar hlutafélag á eignarhluta í öðru ) hlutafélagi eða hlutafélögum, þá hef- ur í álitsgerðum ríkisskattstjóra ver- ið miðað við nafnverð hlutabréfanna ( nema aðrar upplýsingar liggi fyrir um raungildi þeirra. Þannig hefur myndast sú verklagsregla að ef hlut- afélag á í öðru hlutafélagi, og síðar- nefnda félagið hefur leitað álits ríkis- skattstjóra á hvaða heimildir það hafi til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þá hefur verið tekið tillit til þess við matið. Ljóst er að reginmunur er á þess- um tveimur félagsformum, þ.e. í sameignarfélagi og hlutafélagi. í þessu sambandi má nefna þrjú atr- iði: í fyrsta lagi er það að ábyrgð eigenda í sameignarfélagi er ótak- mörkuð í skuldbindingum félagsins. Eignarhluti í hlutafélagi þar tak; markast ábyrgðin við hlutaféð. í 1 öðru lagi er það úttektin. Úttekt úr sameignarfélagi er yfirleitt ekki skattskyld en öðruvísi _ háttar um | greiðslur úr hlutafélagi. í þriðja lagi er skattskyldu eignarhluta í sam- eignarfélagi öðruvísi háttað en skatt- | skyldu eignarhluta í hlutafélagi. Um 3. Á hvern hátt standa beri að útreikningum til að meta heimild- ir Sameinaðra verktaka hf. til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa. Með bréfí til ríkisskattstjóra, dags. 5. júní 1990, var óskað eftir áliti hans varðandi útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. I svarbréfí ríkisskattstjóra, dags. 21. september 1990, segir m.a. svo: í bréfinu er óskað eftir áliti ríkis- skattstjóra um heimild Sameinaðra verktaka hf. til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa á árinu 1990. Jafnframt er óskað eftir því að ríkisskattstjóri endurskoði ákvörðun sína frá 29. janúar 1982 um heimild félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1979 þannig að tekið verði tillit til 50% eignarhlutar hlutafélagsins í sameignarfélaginu íslenskum aðal- verktökum. í bréfínu er réttilega bent á það að í áliti ríkisskattstjóra frá 29. janúar 1982 hafí ekki farið fram endurmat á eignarhluta félags- ins í íslenskum aðalverktökum sf. að öðru leyti en því að miðað var við eignfært stofnfé, gkr. 17.000.000, eins og það var í efna- hagsreikningi félagsins 31. desember 1978. Ríkisskattstjóri hefur tekið fyrir beiðni félagsins um endurskoðun á álitinu frá 29. febrúar 1982. Ekki verður fallist á að breyta fyrri ákvörðun varðandi þetta efni. Álit ríkisskattstjóra frá 29. janúar 1982 varðandi heimild félagsins til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1979, 1.856.701.000 g.kr., stendur því óbreytt." Eins og sést af framangreindu hafa forsvarsmenn félagsins engar athugasemdir gert við álit ríkisskatt- stjóra frá árinu 1982. Það er ekki fyrr en rúmlega 8 árum síðar sem beðið er um endurskðun á mati á margumræddum eignarhluta. Ljóst má þó vera að þeim hafi verið full- kunnugt um hvemig mati á þessum eignarhluta hafí verið háttað í áliti ríkisskattstjóra frá árinu 1982. Niðurstaða varðandi aðalkröfu Niðurstaða af framangreindu er því sú að sé litið til forsögu og til- gang umrædds lagaákvæðis og til þeirra framkvæmdareglna og venju varðandi eignfærslu á eignarhluta í sameignarfélagi þá ber að gera þá aðalkröfu í máli þessu að úrskurður skattstjóra sé staðfestur. II. Varakrafa ríkisskattstjóra: „Eftirfarandi varakrafa er gerð í máli þessu fallist ríkisskattanefnd á það sjónarmið að leggja eigi mat á eignarhluta Sameinaðra verktaka hf. í Islenskum aðalverktöum sf.: Krafíst er þess í þessu sambandi að lagt verði mat á eignarhluta í sameignar- félaginu með sama hætti og gert er þegar eignarhluti í sameignarfélagi er seldur, sbr. 18. gr. laga um tekju- skatt og eignarskatt. í nefndri 18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.