Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 21 gr. kemur fram að söluhagnaður af eignarhlutum í sameignarfélögum ákvarðast sem mismunur á söluverði og kaupverði. Kaupverð eignarhluta í hendi seljenda ákveðst sem hlutur hans í eigin fé félagsins í byrjun þess árs sem salan fer fram. I síð- asta málslið 2. mgr. 18. gr. kemur fram skilgreining á eigin fé sameign- arfélags en hann er þessi: „Til eigin fjár í þessu sambandi telst skatt- skyld hrein eign félagsins að með- töldu stofnfé en að undanskildum 65% af fjárfestingarsjóði, sbr. 11. tl. 31. gr." (55% af varasjóði, sjá lög nr. 40/1978.) Af framangreindu er Ijóst að í núgildandi skattalögum er lagt mat á eignarhluta með ákveðnum hætti. Þess er því krafist, sé á annað borð verið að leggja mat á eignarhluta í sameignarfélagi, að það verði gert á sama hátt og fyrir er mælt í 18. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. III.: 1) „Samkvæmt áliti ríkis- skattstjóra, dags. 29. janúar 1982, er heimild Sameinaðra verktaka hf. til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1979 kr. 18.567.010. Samkvæmt áliti ríkisskattstjóra, dags. 21. sept- ember 1990, kemur fram að heimild félagsins til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa á árinu 1990 sé kr. 103.315.073 og hefur þá verið tekið tillit til framreiknings á heimild frá 1979 í samræmi við hækkun á vísi- tölu jöfnunarhlutabréfa. svo og til lækkunar á hlutafé. 2) Ekki verður hér lagt mat á réttmæti útreiknings umboðsmanns kæranda í kæru hans til ríkisskatta- nefndar, sbr. og bréf umboðsmanns- ins til stjórnar Sameinaðra verktaka hf., dags. 18. janúar 1991, en þar kemur fram að að hans áliti sé heim- ild félagsins til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa á árinu 1979 kr. 40.906.783 og hefur þá verið lagt matá hreina eign sameignarfélagsins íslenskra aðalverktaka. Sé hins vegar gengið út frá framangreindri fjárhæð (kr. 40.906.783) skal á það bent að þeg- ar þessi fjárhæð hefur verið fram- reiknuð í samræmi við hækkun á vísitölu jöfnunarhlutabréfa og tekið tillit til áður útgefinna jöfnunarhluta- bréfa þá virðist heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1991 ekki vera kr. 849.088.661 eins og fram kemur hjá umboðsmanni kæranda heldur á þessi fjárhæð samkvæmt útreikningum ríkisskattstjóra að vera kr. 808.278.887." IV Með bréfi ríkisskattanefndar, dags. 6. desember 1991, var kær- anda sent ljósrit af kröfugerð ríkis- skattstjóra og honum gefínn kostur á að tjá sig um þau atriði í henni er hann teldi ástæðu til. Svar barst í bréfi umboðsmanns hans dags. þann sama dag svohljóðandi: „Um aðalkröfu ríkisskattstjóra: Ágreiningsefnið í máli þessu snýst fyrst og fremst um heimild Samein- aðra verktaka hf. (SV) til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1990, en Félag Vatnsvirkja hf. fékk jöfnunar- hlutabréf frá því félagi á árinu, ssem skattstjóri telur skattskyld að hluta samkvæmt 9. gr. laga nr. 75/1981. í greinargerð ríkisskattstjóra segir svo í 1. lið: „Veit úrlausnarefnið að því hvað átt er við með raunverulegu eigin fé í því sambandi. Hefur í aðalatriðum verið litið svo á af ríkisskattstjóra að átt sé við skattskylda hreina eign félagsins, þó með því verulega frá- viki og lagt hefur verið mat á varan- lega rekstrarfjármuni." Ríkisskattstjóri hefur sett sér ákveðnar viðmiðunarreglur í þessu sambandi, en ekki verður séð af 9. gr. skattalaganna að það sé hlutverk hans að setja bindandi reglur um það með hvaða hætti reikna skuli raun,- verulegt verðmæti hreinnar eignar. Hlutverk hans samkvæmt nefndri lagagrein er aðeins að ákveða hvern- ig reikna skal hina almennu verð- hækkun sem um er rætt í greininni og hefur hann birt árlega sérstaka vísitölu í því skyni. Þá er rangt sem fram kemur í greinargerðinni að rík- isskattstjóri hafi litið svo á að átt sé við skattskylda hreina eign félags að öðru leyti en því er varðar varan- lega rekstrarfjármuni. Um það vitna fjölmörg álit sem ríkisskattstjóri hef- ur látið frá sér fara um þetta efni. Þar á meðal var sérstök niðurfærsla vörubirgða, sem var um skeið allt að 30%, ekki reiknuð til lækkunar á hreinni eign og hlutabréfaeign í öðr- um félögum hefur verið reiknuð á „raunverði" eins og reyndar drepið er Jítillega á í greinargerðinni. í greinargerðinni segir svo: „Ætla má að tilgangur sá sem hafður var í huga við samningu þessa lagaákvæðis er hér greinir hafi verið sá að miða bæri forsendur útreikn- inga við almennar venjur um reikn- ingsskil." Þessari röksemdarfærslu er mót- mælt enda fær hún ekki staðist. Það skal reyndar tekið fram að nokkuð er breytileg hvernig eignarhlutar í öðrum félögum hafa verið eignfærðir í reikningsskilum á undanförnum árum, en þegar eignarhluturinn er orðinn af þeirri stærð sem hér um ræðir er það viðurkennd aðferð að færa hann á verði sem svarar til eign- arhlutdeildar í bokf ærðu eigin fé við- komandi félags. Það er hins vegar heldur ekki viðmiðun við mat á raun- verulegu verðmæti hreinnar eignar samkvæmt 9. gr. eða bráðabirgða- ákvæði II. Með raunverulegu verð- mæti er heldur ekki átt við skatt- skylda eign því þá hefði það verið beinlínis tekið fram. Það getur ekki átt að skipta máli hvort hlutafélag á eignarhlut í öðru hlutafélagi eða sameignarfélagi þeg- ar meta skal raunverulegt verðmæti hreinnar eignar. Verður ekki séð að niðurlag í 2. kafla greinargerðarinn- ar um aðalkröfuna geti skipt máli í þessu sambandi. Það er munur að formi til á hlutafélagi og sameignar- félagi, en það breytir engu um að- ferðir eða möguleika til að meta raunverulegt verðmæti hreinnar eignar slíkra félaga. Sérstakar reglur gilda um eignarskattskyldu slíkra eignarhluta, hlutabréf eru eignar- skattskyld á nafnverði og stofnfé einnig á nafnverði, en það breytir engu um raunverulegt verðmæti eig- in fjár eins og áður segir. Um mótrök við aðalkröfu ríkis- skattstjóra vísast að öðru leyti til kæru okkar til ríkisskattanefndar og greinargerðar okkar sem lögð hefur verið fram í málinu. Megineign Sam- einaðra verktaka hf. er eignarhlutur í íslenskum aðalverktökum sf. og verður raunverulegt verðmæti hreinnar eignar SV ekki metið án þess að tekið sé tillit til þessarar eign- ar. Nafnverð stofnfjárins, sem SV eiga í íslenskum aðalverktökum sf., er 170 þús. kr., en bókfært eigið fé í árslok 1989 nam 3.704.008 þús. kr. Um varakröfu ríkisskattstjóra: í varakröfunni er gerð krafa um að eignarhluti SV í ÍA verði metinn eftir 18. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, en þar er fjallað um með hvaða hætti reikna skuli út sölu- hagnað af eignarhlutum í sameignar- félögum. Þessari kröfu er mótmælt þar sem hún á ekki við í þessu sam- bandi. Hér er ekki verið að reikna út skattskyldan söluhagnað, enda hefur engin sala farið fram. Ef ætlun ríkisskattstjóra hefur verið að jafna ákvæðum þessarar greinar við ákvæði 17. gr. laganna þar sem fjall- að er um útreikning á söluhagnaði hlutabréfa, þar á meðal heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þá er hér um gjörólík ákvæði að ræða. í 18. gr. er ekkert fjallað um heimild til útreiknings á raunverulegu verðmæti hreinnar eignar í árslok 1978 eins og gert er við mat á heimild hlutafé- laga til útgáfu jöfnunarhlutabréfa og þar með við útreikning á sölu- hagnaði hlutabréfa. Akvæðin um söluhagnað eru byggð á allt öðrum grunni en ákvæðin í 9. gr. og bráða- birgðaákvæði II, þar sem meta skal raunverulegt verðmæti hreinnar eignar félags og eiga þau því ekki við í þessu sambandi. í niðurlagi greinargerðar ríkis- skattstjóra er ekki lagt mat á rétt- mæti útreiknings okkar á heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa, en sagt að framreikningnr okkar á metnu eigin fé sé of hár um 40.809.774 kr. (849.088.661 - 808.278.887). Við höfum sent ríkisskattstjóra vinnu- skjöl varðandi útreikningana, en höf- um ekki fengið skýringar á þessum mun. Með vísun til þess sem hér hefur verið rakið eru kröfur í kæru1 okkar til nefndarinnar hér með ítrek- aðar fyrir hönd félagsins." Svo sem fram er komið snýst deila aðila máls þessa um það, hvaða skiln- ing leggja beri í það ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- skatt og eignarskatt, sem setur út- gáfu jöfnunarhlutabréfa án þess að hún teljist til skattskyids arðs af hlutabréfum það skilyrði, að hún sé „byggð á raunverulegu verðmæti hreinnar eignar félagsins í lok þess árs sem næst er á undan útgáfuári, að teknu tilliti til opinberra gjalda sem tengd eru því ári." Er ágrein- ingsefnið, hvort í því sambandi skuli endurmeta eignarhuta Sameinaðra verktaka hf. í íslenskum aðalverk- tökum sf. Þrátt fyrir framangreint orðalag er ekki ótvírætt, hvernig meta skuli raunverulegt verðmæti hreinnar eignar í þessu sambandi. Þegar horft er til framkvæmdar þessa ákvæðis er Ijóst, að í reynd hefur verið vikið frá skattmati eigna. Fallast má á þá túlkun á ákvæðinu, því að ef miða hefði átt við skatt- mat, hefði löggjafinn vafalítið orðað ákvæðið öðruvísi. Þá þykja sjónarmið þau, er framkoma í athugasemdum við 7. gr. frv. til laga um tekjuskatt og eignarskatt, er varð að 1. nr. 70/1962, um tekjuskatt og eignar- skatt, styðja þessa niðurstöðu. Það þykir eiga að leiða til þess, að fallist verði á þá kröfu kæranda að endur- meta beri eignarhluta Sameinaðra verktaka hf. í nefndu sameignarfé- lagi við notkun heimildar til skatt- frjálsrar útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þó að það hafi ekki verið gert áður. Kemur þá til skoðunar hvaða mörk ákvæði 5. ml. 1, mgr. 9 gr. nefndra laga, með síðari breytingum, og ákvæði til bráðabirgða II með lögum nr. 75/1981, setji fjárhæð skatt- frjálsrar útgáfu jöfnunarhlutabréfa og hvort Sameinaðir verktakar hf. hafi farið út fyrir þau mörk. Er eftir- farandi tekið fram í síðargreinda ákvæðinu: „Úthlutun jöfnunarhlutabréfa, sem byggð er á raunverulegu verð- mæti hreinnar eignar félags í árslok 1978 að teknu tilliti til opinberra gjalda sem tengd eru því ári, er ávallt heimil án þess að hún teljist til arðs, sbr. 9. gr. Til hreinnar eignar félags í þessu sambandi telst þó ekki vara- sjóður sem myndaður hefur verið samkvæmt eldri skattalögum, sbr. einnig 12. tl. 1. mgr. 31. gr. Skatt- frelsi slíkrar úthlutunar er því skil- yrði bundið að hún hafi ekki í för með sér breytta eignarhlutdeild hlut- aðeigenda eða hluthafa í hlutafélagi. Um úthlutun jöfnunarhlutabréfa, sem byggð er á breytingu hreinnar eignar eftir árslok 1978, fer eftir ákyæðum 9. gr." I greinargerð með frumvarpi því, sem varð að þeim lögum, segir svo um þetta ákvæði: „Hér er hliðstæð heimild til útgáfu jöfnunarhlutabréfa og veitt var með lögum nr. 68/1971, sbr. lög nr. 7/1972. Úthutunin skal byggð á raunverulegri hreinni eign félags í árslok 1978, óháð vísitölu liðinna ára, en úthlutun eftir það verður bæði bundin hreinni eign og vísitölu eins og í gildandi Iögum." Með vísan til ofangreindra laga- ákvæða og nefndrar greinargerðar verður að telja að þau mörk, sem lýst er í greinargerðinni, gildi um skattfrelsi úthlutunar jöfnunarhluta- bréfa. Samkvæmt framtalsgögnum Sameinaðra verktaka hf. og ís- lenskra aðalverktaka sf. gjaldárið 1979, sem liggja frammi í málinu, þykir mega telja að eignarhluti Sam- einaðra verktaka hf. í því sameignar- félagi hafi í árslok 1978 numið þeirri fjárhæð, metinn samkvæmt þeirri reglu sem áður er sagt frá, að Sam- einuðum verktökum hf. hafi á árinu 1990 verið heimilt að gefa út þau jöfnunarhlutabréf, sem um getur í máli þessu, með þeim afleiðingum, að hluthafar í Sameinuðum verktök- um hf., þ. á m. kærandi, njóti skatt- frelsis af þeirri útgáfu við ákvörðun opinberra gjalda gjaldárið 1991. Er því fallist á kröfu kæranda í máli þessu, en aðalkröfu og varakröfu rík- isskattstjóra hafnað. Úrskurðaorð: Fallist er á kröfu kæranda. Urskurð þennan kváðu upp Gunn- ar Jóhannsson, Gylfi Knudsen og Ólafur H. Ólafsson. Gjaldstofnar og áður álögð opinber gjöld breytast sem hér segir: Vegna: Félags vatns virkja hf. Gjaldár Var Verdur Hism. Telgusk.st. 1991 10.001.93)9.850.160151.771 Tekjuskatt. 1991 4.500.869 4.432.572 68.297 F.h. ríkisskattanefndar, Gunnar Jóhannsson. Sameinaðir verktakar hf: Hagnaður gekk til aukningar eigin fjár Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Sam- einuðum verktökum hf.: „Stefnt hefur verið að því í langan tíma að breyta Sameinuðum verktök- um hf. í almenningshlutafélag, og á síðastliðnu ári voru gerðar sam- þykktir um að breyta bæði Samein- uðum verktökum og íslenskum aðal- verktökum sf. í almenningshlutafé- lög, ekki seinna en á þessu ári. Var forráðamönnum Sameinaðra verktaka ljóst, að áður yrði að vera hægt að minnka eigið fé félagsins sem myndast hafði á löngum tíma, en félagið hafði ekki gefið út jöfnun- arhlutabréf til jafns við verðbólgu í mörg ár, en kosið heldur að auka hreina eign féjagsins með hagnaði af rekstri, sem félagið hafði greitt opinber gjöld af á hverjum tíma. Eigið fé félagsins er fyrst og fremst eign þess í íslenskum aðal- verktökum sf., eignarhluti þess í fasteigninni Höfðabakka 9, og ekki síður í afrakstri af annarri starfsemi félagsins í gegnum árin, en félagið er nú á fimmtugsaldri. Þess vegna var óskað eftir úr- skurði hjá þar til bærum yfirvöldum, hver mætti vera lækkun hlutafjár með útgreiðslu til eigenda, án þes að sá hluti eiginfjárins, sem greiddur væri út, skattlegðist aftur hjá hlut- höfum. Sú upphæð sem þannig mátti greiða samkvæmt úrskurði yfírvalda nam 900 milljónum króna." Frábært 12 vikna námskeið fyrir börn og unglinga 10-16 ára! Sæti laus á laugardögum og sunnudögum! Hringið strax og leitið nánari upplýsinga. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16 • stofnuð 1. mars 1986 (£) & *° qF S I M A L I N A N FR A ©M\ UPPSELT KX-T 2386 BE Verð kr. 12.332 stgr. Simi meö sfmsvara — Ljós i takkaborði — Útfarandi skila- boö upp I Vz min. — Hver móttekin skilaboð geta veriö upp i 2V2 mín. — Lesa má inn eigin minnisatriði — Gefur til kynna að 15 skilaboð hafa verið lesin inn — Hægt að ákveða hvort slmsvarinn svari á 3 eða 5 hringingu — Tónval/púlsval — 15 minni, þar af 3 númer fyrir hraðval — Endurhringing — Hægt að geyma viðmælanda — Stillanleg hringing — Hljóðstillir fyrir hátalara — Veggfesting. KX-T 2365 E Verð kr. 10.849 stgr. Skjásími, sem sýnir klukku, simanúmer sem val- iö er, tlmaiengd simtals — Handfrjáls notkun — 28 beinvalsminni — Endurhringir sjálfkrafa 4 sinnum — Hægt að setja símanúmer (skamm- tfma endurvalsminni — Hægt að geyma við- mælanda — Tónval — Stillanleg hringing — Hægt að setja sfmanúmer I minni á meðan j talað er — Veggfesting. KX-T 2322 E KX-T 2342 E Veið frá kr. 5.680 stgr. KX-T 2342 E handfrjáls notkun — KX-T 2322 E hálf- handfrjáls notkun — 26 númera minni, þar af 6 númer fyrir beinval — Endurhringing — Hægt er að setja sfðast valda númer f geymslu til endur- hringingar, einnig er hægt að setja simanúmer i skammtlma minni á meðan talað er — Tónval/ púlsval — Hljóðstillir fyrir hátalara — 3 stilling- ar fyrir hringingu — Veggfesting. PANAFAXUF121 Verðkr. 64.562,- stgr. Telefaxtæki með 10 númera skammvals- minni — Allt frá stuttum orðsendingum til Ijósmynda — Sendir A4 sfðu á aðeins 17 sekúndum — í fyrirtækið — Á heimilið. FARSIMI Veró frá kr. 96.775 stgr. Panasonic farsíminn er léttur og meðfærilegur, vegur aðeins 4,9 kg. og er þá rafhlaðan meötalin. Hægt er að flytja tækið með sér, hvenær og hvert sem er, en einnig eru ótal möguleikar á að hafa simtækið fast f bllnum, bátnum eða sumarbú- staðnum. HEKLA LAUGAVEGI 174 S. 695500/695550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.