Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Flugslysið í Frakklandi: Tæknibilun ekki talin hafa valdið slysinu París. Reuter. FRÖNSK flugmálayfirvöld sögðu í gær að eftir fyrstu skoðun benti ekkert til að bilun í tæknibúnaði hefði valdið því að Airbus A320 þota franska Air Inter-flugtfelagsins fórst skammt frá Strassborg á mánudagskvöld. 87 létust manns er þotan skall á fjallshlíð í 820 metra hæð. „Athugun á flugritum þotunnar hefur ekki leitt neitt í ljós sem bend- ir til að tækjabúnaður um borð hafi bilað," sagði Pierre-Henri Gourgeon, forstöðumaður frönsku flugmála- stjórnarinnar, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði því enga ástæðu fyrir hendi til að kyrrsetja aðrar þotur af sömu gerð til að kanna írland: Neitar vitn- eskju um símahleranir Dyflinni. Reuter. CHARLES Haughey, forsætis- ráðherra írlands, neitaði í gær harðlega þeim ásökunum fyrrum dómsmálaráðherra síns, að hann hefði vitað, að símar tveggja blað- amanna væru hleraðir. Kvaðst Haughey ekki ætla að segja af sér vegna þessa máls. Það var Sean Doherty, fyrrum dómsmálaráðherra og náinn sam- starfsmaður Haugheys á þeim tíma, sem skýrði frá hlerununum, en hann sagði, að með þeim hefði átt að reyna að finna charles Bn*,"V hver læki fréttum af ríkisstjórnarfundum í viðkomandi blaðamenn. Sagðist Doherty hafa látið Haughey fá útskrift af sam- tölum blaðamannanna. Haughey segist ekkert hafa vitað um hleranirnar og heldur því fram, að ásakanirnar séu hluti af sam- særi Dohertys og fleiri andstæðinga sinna innan Fianna Fail, stjórnar- flokksins, um að bola sér burt úr embætti. Desmond O'Malley, for- maður framfarasinnaðra demó- krata, smáflokks, sem stendur að stjórninni ásamt Fianna Fail, ræddi í gær við samflokksmenn sína um ástandið, sem hann sagði „alvar- legt", en ef flokkur hans hættir í stjórn verður að efna til fimmtu þingkosninganna í írlandi á tíu árum. tæknibúnað. Eftir að hafa hlustað á upptökur á samræðum í flugstjórnarklefanum telja frönsk flugmálayfirvöld ekki heldur ástæðu til að ætla að veður hafi átt þátt í að valda slysinu. Um mínútu áður en hún átti að lenda var Airbus-þotan 700 metrum undir eðlilegri flughæð en upptökur úr flugstjórnarklefanum benda til að flugstjórinn Christian Hequet, sem hafði mikla flugreynslu að baki, hafi ekki orðið þess var. „Vélin hvorki hrapaði né steyptist til jarð- ar. Hún lækkaði flugið of hratt," sagði Gourgeon á blaðamannafund- inum. Framleiðandi vélarinnar, Airbus Industríe, sem er samsteypa í eigu Frakka, Þjóðverja, Breta og Spán- vetja, vildi í gær ekki tjá sig um fyrstu niðurstöður flugmálayfir- valda. Airbus A320 er ein tæknilega fullkomnasta farþegaþota sem til er og hefur hún verið kölluð „tölvan fljúgandi" af franska dagblaðinu Le Figa.ro. Var þotan sem fórst á mánu- dag þriðja vélin af þessari gerð sem ferst eftir að A320 vélarnar voru fyrst teknar í notkun fyrir fjórum árum. Bæði fyrri slysin voru rakin til mannlegra mistaka. Vopnin kvödd í Níkaragúa hafa náðst samningar um, að Kontra-skæruliðar, sem margir höfðu vopnast á nýjan leik, og fyrrum hermenn Sandinista- stjórnarinnar leggi niður vopnaburðinn. Eru þeir hér að kasta rifflun- um saman í eina kös og er vonandi, að þessi stríðstól verði engum að meini framar. Alsír: Forystu- maður FIS handtekinn Algeirsborg. Reuter. Abdelkader Hachani, forystu- maður flokks alsírskra heittrúar- manna (FIS), var í gær handtek- inn, sakaður um að hafa hvatt hermenn til að gerast liðhlaupar. Hafði alsírska fréttastofan APS þetta eftir „áreiðanlegum heim- ildum" í gær. Hachani sem hefur verið í for- ystu fyrir FIS frá því í júní á síð- asta ári spáði fyrir handtöku sinni í viðtali sem birtist í spænska dag- blaðinu El Mundo í gær. „Ég veit að ég á það á hættu á næstu dögum að verða handtekinn og ég er reiðu- búinn," segir Hachani m.a. í viðtal- inu. Virðist sem stjórnvöld reyni nú af auknum krafti að berja starf- semi FIS á bak aftur en í síðustu viku var kosningum í Alsír frestað eftir að ljóst þótti að flokkurinn myndi fara með sigur af hólmi. Stjórnvöld lögðu í gær einnig bann við stjórnmálastarfsemi í moskum en þar hefur starfsemi FIS verið hvað mest. Ástæðan fyrir banninu var sögð vera tilraun til að hvetja til aukinnar trúariðkunar. Útvarpið í Algeirsborg tilkynnti síðar um daginn frá banni við að safnast saman fyrir utan moskur sama í hvaða tilgangi það væri. ísrael: Tugir Palestínumanna hand- teknir á hernumdu svæðunum Túnisborg, Jerusalem. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn réðust í fyrrinótt inn á mörg heimili á hern- umdu svæðunum og handtóku tugi manna, sem grunaðir eru um að hafa ráðist á ísraelska landnema. ísraelssljórn skýrði frá því í fyrra- dag, að hún hefði fjölgað hermönnum sínum á hernumdu svæðunum um fimmtung til að sefa reiði landnemanna og áður hafði Yitzhak Shamir forsætisráðherra sagt að ekkert gæti komið í veg fyrir frek- ara landnám Israela þar. ísraelskir hermenn handtóku nokkra tugi Palestínumanna í fyrri- nótt þegar þeir ruddust inn á heim- ili á hernumdu svæðunum. Er haft eftir vitnum, að þeir hafi brotið hurð- ir og húsbúnað í leit sinni að þeim, sem ráðist hafa á ísraelska landnema á hernumdu svæðunum að undanf- örnu. Er litið á þessar aðgerðir sem tilraun til að sefa reiði gyðinga á hernumdu svæðunum en þeir hafa gagnrýnt stjórnina fyrir að hafa ekki veitt þeim næga vernd og kraf- ist þess að Moshe Arens varnarmála- ráðherra segi af sér. Þeir eru einnig andvígir þeirri stefnu Shamirs að bjóða Palestínumönnum á hernumdu svæðunum takmarkaða sjálfstjórn og óttast að slíkt kunni að leiða til þess að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Shamir sagði er hann heimsótti þorp á Vesturbakka Jórdanar um síðustu helgi, að ísraelar myndu hvergi hvika frá áformum um frek- ara landnám á hernumdu svæðunum þrátt fyrir andstöðu Bandaríkja- stjórnar. „Ekkert afl í heiminum getur komið í veg fyrir frekara landnám," sagði hann. Ahmed Abderrahman, talsmaður Frelsissamtaka Palestínumanna Kvikmyndaframleiðendur í Bandaríkjunum: Deilt um rétt á leyndarmálum KGB Los Angeles, London. The Daily Telegraph. TVEIR aðsópsmiklir bandarískir kvikmyndaframleiðendur deila nú hart sín á milli um það hvor þeirra eigi rétt á að nýta ýmis leyniskjöl sovésku leyniþjónustunnar KGB til grundvallar kvik- myndahandritum. TeHa bæði fyrirtækin sig hafa gert samninga við KGB um einkarétt á skjölum er tengjast helstu njósnamálum kalda stríðsins s.s. Kúbúdeilunni og hneykslinu í kringum breska njósnarann Kim Philby. Um er að ræða kvikmyndafram- leiðendurna Robert Halmi og Mar- vin Davis. Halmi var nýlega í sviðs- ljósinu fyrir að greiða um fimm hundruð milljónir króna fyrir rétt- inn til að kvikmynda söguna „Scar- lett" og Davis þekkja flestir sem fyrrum eigenda kvikmyndafyrir- tækisins 20th Century Fox. Fyrir rúmum mánuði skýrði Robert Halmi frá því að hann hefði undirritað samning við KGB um einkaréttinn á framleiðslu sjón- varpsþátta fyrir sjónvarpsstöðina CBS. Fyrsti þátturinn hefur verið boðaður með haustinu og segir Halmi þættina eiga eftir að fá Bandaríkjamenn til að „gapa af undrun". Þetta væri allt gott og blessað ef Marvin Davis hefði ekki lýst því yfir nú í vikunni að fyrirtæki hans, Davis Entertainment Television, hefði einnig gert samning sem fæli í sér „einkarétt" á nýtingu KGB-skjala. Er ætlunin að fyrsta sjónvarpsmyndin, sem mun fjalla um Kúbudeiluna út frá sjónarhorni Sovétmanna, verði frumsýnd í jan- úar að ári. Heldur Davis því fram að þó þær sögur sem Halmi hafi undir höndum komi frá Moskvu séu þær ekki frá KGB. Stendur nú staðhæfing gegn staðhæfingu. Kenneth Locker, einn aðalstjórnenda fyrirtækis Halmi, sem talar reiprennandi rússnesku og hefur farið 75 ferðir til Moskvu, segist hafa staðið í samningavið- ræðum við KGB síðustu sex mánuði og fái hann fyrstu gögnin afhent í Los Angeles eftir tvær vikur af fyrrum KGB-njósnara. „Við erum alveg örugglega með réttindin," segir Locker. Merril Karpf, sem gegnir svipaðri stððu hjá Davis og Locker hjá Halmi, segist hins vegar hafa tryggt sínu fyrirtæki öll réttindi til að nýta leyniskjölin í samningum við An- drei Oligov, yfirmann almanna- tengsla hjá KGB. Talið er að ef til vill megi rekja deiluna til þess að frá og með síð- ustu áramótum er KGB ekki til lengur í sinni upprunalegu mynd. Hafa tvær stofnanir tekið við því hlutverki sem KGB gegndi á sínum tíma. Stjórnendur kvikmyndafram- leiðslufyrirtækjanna eiga þessa stundina í viðræðum við lögfræð- inga sína til að reyna að fínna lausn á málinu. En menn hafa ekki bara áhuga á leyndarmálum Sovétríkjanna til að kvikmynda þau. Útgáfufyrir- tækið Chadwick-Healey í Cam- bridge í Bretlandi hefur undirritað samning um að fá að taka myndir á örfilmur af skjalasafni sovéska kommúnistaflokksins. Verður örf- ilmunum dreift til bókasafna um allan heim. Um er að ræða milljónir leyni- skjala, bóka, bréfa og ljósmynda sem ná allt aftur til októberbylting- arinnar árið 1917. Ekki verða þó öll leyndarmál síðustu ára dregin fram í dagsljósið. Það verkefni að taka myndir af skjölunum á örfilm- ur verður í höndum Rússa og má gera ráð fyrir því að ýmsum við- kvæmum málum verði sleppt. Það breytir hins vegar ekki að þessi gögn eru hin merkustu og eru tal- in eiga eftir að veita mönnum al- veg nýja innsýn í sögu tuttugustu aldarinnar. (PLO), sagði í gær að stjórn ísraels hygðist boða til þingkosninga í vor því hún vildi fá tylliástæðu til að hætta þátttöku í friðarviðræðunum við araba. „Hún vill vinna tíma og komast hjá því að ræða mikilvæg málefni," sagði hann. Rússnesk stjórnvöld leggja nú fast að arabaríkjum að sniðganga ekki fjölþjóðlegar viðræður um mál- efni Miðausturlanda sem eiga að fara fram í Moskvu í næstu viku, að því er stjórnarerindrekar og emb- ættismenn PLO í Túnisborg sögðu í gær. Sýrlendingar og Líbanir hafa sagt að þeir ætli að hunsa viðræðurnar til að mótmæla „þvergirðingshætti" ísraela í friðarumleitunum til þessa. Bandarísk og rússnesk stjórnvöld standa fyrir viðræðunum í Moskvu og stjórnarerindrekar segja að rúss- nesku stjórninni sé mjög í mun að arabaríkin taki öll þátt í viðræðun- um. Hún vilji koma í veg fyrir að stefna hennar í utanríkismálum bíði hnekki vegna þessa máls. Kinversk stjórnvöld tilkynntu í gær, að þau ætluðu að taka þátt í friðarviðræð- unum í Moskvu. Er þetta árangur af ferð Davids Levys, utanríkisráð- herra ísraels, til Kína en hann kom þangað í gær og er búist við, að ríki taki upp stjórnmálasamband innan skamms. Stjórnarerindrekar sögðu að ar- abaríkin væru að ræða hvort þau ættu að efna til fundar á vegum Arababandalagsins í Marokkó í lok vikunnar til að móta sameiginlega afstöðu fyrir Moskvu-viðræðurnar. ----------» » »--------- ¦ MANILA - William Draper, forstöðumaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), sagði á mánudag að 20 milljónir manna kynnu að deyja af völdum alnæmis fyrir aldamót. Draper sagði að útbreiðsla alnæmis í Asíu væri orðin mikið áhyggjuefni og gæti haft alvarlegar afleiðingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.