Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 23 Þýska brugghúsið Bavaria hefur opnað bjórkrá í Pétursborg og víðar í Rússlandi. Viðskipti Þýskalands og fyrrum Sovétríkja: Þak á ríkisábyrgðir vegna útfhitnings Þýsk fyrirtæki taka forystuna í kapphlaupinu um nýja markaði ÞÝSKA ríkisstjórnin samþykkti í gær fimm miUjarða marka (180 milh'arða ÍSK) þak á ríkisábyrgðir vegna útflutnings á þessu ári til fyrrum lýðvelda Sovétríkjanna, samkvæmt frétt Keuíers-frétta- stofunnar. Þjóðverjar hafa hingað til veitt Austur-Evrópubúum mestan fjárhagsstuðning vestrænna ríkja. Jafnframt hafa þýsk fyrirtæki tekið forystuna í viðskiptum við fyrrum kommúnista- ríki Evrópu. Á síðasta ári námu ríkisábyrgðir í Þýskalandi vegna útflutnings til Sovétríkjanna 9,7 milljörðum marka. Þessi fyrirgreiðsla kom fyrst og fremst fyrirtækjum í aust- urhluta Þýskalands til góða. Auk þess að setja þak á ríkisábyrgðir setur þýska stjórnin nú þau skil- yrði fyrir lánum að þau stuðli að starfsemi í Sovétríkjunum fyrrver- andi sem afli gjaldeyris og að þýska fyrirtækið sem við láninu tekur sé að verulegu leyti háð rússaviðskipt- unum. Samkvæmt þýska vikuritinu Der Spiegel er hætt við að þýsku ríkisábyrgðirnar verði skjótt upp- urnar því umsóknir liggja nú þegar fyrir um 70 milljarða marka ábyrgðir á þessu ári. Þjóðverjar veita ekki einungis miklu opinberu fé í verkefni sem koma Austur-Evrópubúum til góða; hægt og bítandi hafa þeir tekið forystuna í viðskiptum vestrænna ríkja við Austur-Evrópuríki og fyrr- um lýðveldi Sovétríkjanna, eins og segir í nýlegri umfjöllun í dagblað- inu International Herald Tribune. Það hefur gerst þrátt fyrir að erfið- leika hafi orðið vart í efnahagslífinu heima fyrir og þær byrðar sem sameining Þýskalands hefur lagt Þjóðverjum á herðar. Kaupsýslu- menn og hagfræðingar segja að á þessu ári kunni að draga úr vexti viðskipta Þjóðverja austur á bóginn og meirihluti þýskra fyrirtækja hefur nú vaðið fyrir neðan sig hvað fjárfestingar í Austur- og Mið-Evr- ópu varðar. Önnur vestræn ríki hneigjast til að efna til viðskipta við aðila í fyrr- verandi kommúnistaríkjum með skammtímasjónarmið að leiðarljósi en Þjóðverjar koma sér á hinn bóg- inn fyrir í því augnamiði að vera þar til frambúðar. „Þýskaland er orðið helsti viðskiptavinur nærri allra þessara ríkja eftir að við- skiptakerfi austurblokkarinnar hrundi," segir Bernd Kitterer, sér- fræðingur þýska verslunarráðsins í málefnum Austur-Evrópu. „Á kaupstefnum hafa Þjóðverjar yfir- leitt stærstu básana," segir Will van der Hofft hjá Austur-Evrópu- deild hollenska verslunarráðsins. Þjóðverjar áttu hlut að þriðjungi viðskipta milli Austur- og Vestur- Evrópu á fyrra helmingi ársins 1991 og fjórðungi til fimmtungi fjárfestinga samkvæmt tölum frá efnahagsmálaskrifstofu ^ Samein- uðu þjóðanna í Evrópu. Á sumum svæðum, eins og í Tékkóslóvakíu, má rekja helming erlendra fjárfest- inga til Þýskalands. Hvað Sovétrík- in sálugu varðar voru 10-15% utan- ríkisviðskipta við Þýskaland og 11% erlendra fjárfestinga komu þaðan. Líkur eru á að eitthvað dragi úr vexti þessara viðskipta. Þýsk fyrirtæki bíða þess nú að regla komist á gjaldmiðla og viðskipti í hinum nýfrjálsu ríkjum. Sérfræð- ingar benda þó á að til lengri tíma litið sé Austur-Evrópumarkaðurinn svo freistandi að Þjóðverjar hljóti að halda áfram að öðlast þar fót- festu. Launakostnaður þar er til dæmis margfalt minni en í Þýska- landi þar sem launin eru nú þegar með þeim hæstu í heimi og stefna upp á við. I Tékkóslóvakíu t.d. þarf ekki að greiða velmenntuðu starfsfólki nema tíunda hluta þess sem borga þyrfti í Þýskalandi. Tilkynning um útgáfu markaðsverðbréfa Bankabréf Landsbankans 1. flokkur 1992 Kr. 500.000.000,- Krónur fimm hundruð milljónir 00/100 Útgáfudagur: 22. janúar 1992 Grunnvísitala: 3196 Gjalddagi: 22. janúar 1997 Einingar bréfa: kr. 100.000, 500.000,1.000.000 og 5.000.000. 2. flokkur 1992 Kr. 300.000.000,- Krónur þrjú hundruð milljónir 00/100 Útgáfudagur: 22. janúar 1992 Grunnvísitala: 3196 Gjalddagi: 22. janúar 1999 Einingar bréfa: kr. 100.000,1.000.000 og 5.000.000. Verðtrygging og ávöxtun: Ofangreind bréf eru verötryggö miöaö við hækkun lánskjaravísitölu. Ársávöxtun, umfram verðtryggingu, er 8,3% á útgáfudegi. Söluaðilar: Umsjón með útgáfu: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og afgreiðslur Landsbanka íslands um allt land. Útboðslýsing liggur frammi hjá söluaðilum. Landsbréf hf. 1 LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, simi 91-679200, fax 91-676598. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands. SKOUTSALA Skóverslun Þórðar Laugavegi 41, sími 13570. Borgarnesi Brákarbraut 3, sími 93-71904. Kirkjustræti 8, sími 14181. Uthlutun er hafín í Laxá í Kjos Eftirtaldar stangir eru lausar. 11. júní -14. júní, 4 stangir 17. júní-20. júní, 2stangir 20. júní - 23. júní, 5 stangir 23. júní - 26. júní, 4 stangir 26. júní - 29. júní, 2 stangir fýrir sumarið 1992 26. juni - 29. juni, 2 stangir 31. agust - 12.júlí -15.júlí, 2stangir fluga eingöngu i m m dfc * m i 8.ágÚSt-10.ágÚSt, 2stangir Stangveiðifélagið LAX-Á 13. ágúst-16. ágúst, 3stangir Sími: 91-446 04 19.ágúst-22.ágúst, 6stangir Fax:9i-4583T 28.ágúst-31.ágúst, 4stangir Bíll: ^85"2 75 31 ^v^ 31.ágúst- 3.sept., Bstangir ATH.lLaxá.Kjósbjóðas?^ I eingöngu þaulkunnugir leiðsögumenn ^ ^ ^ ^ + ^ ^ ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.