Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 25 ar Sameinaðra verktaka hf: mest má verða undirbúningi að nýj- um lögum um skattlagningu fjár- magns- og eignatekna. Sem betur fer hefur tekist um það samstaða og sú ákvörðun verið innsigluð í stjórnarsáttmála og Hvítbók, og frumvarpið mun væntanlega koma fram á þessu þingi," sagði Jón Bald- vin. Þegar utanríkisráðherra var spurður hvort hann teldi koma til greina að setja ætti sérstök lög um ráðstófun hagnaðar þessa fyrirtækis í ljósi einkaréttar þess, sagðist hann hafa skoðað það, bæði sem fjármála- ráðherra og utanríkisráðherra. „Niðurstaða lögfróðra mánna var ævinlega sú hin sama: Að mismunun sem fólst í öllum gerðum slíks laga- frumvarps hefði ekki staðist ákvæði stjórnarskrár," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Olafur Ragnar Grímsson: Dreg í efa að þetta sé lögform- lega rétt „MÉR finnst þetta fullkomlega óeðlilegt. Ég dreg í efa að það sé lögformlega rétt. Það er alla- vega siðlaust," sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar leitað var álits hans á greiðslum Sam- einaðra verktaka til hluthafanna. „Ég hef ekki trú á því að lagabókstaf- urinn sé þannig að menn geti á einum og sama fundinum fírað upp og fírað svo aftur niður verðgildi hlutabréf- anna til þess að geta tekið út 900 milljónir skattfrjálst," sagði Ölafur Ragnar. „Fyrir okkur sem höfum hér á Alþingi staðið í baráttu gegn því að lagðar séu á sjúlinga, ör- yrkja, ellilífeyrisþega og barnafjöl- skyldur þær byrðar sem stjórnar- frumvörpin fela í sér, er sérkenni- legt að sama dag og greidd eru atk- æði um „bandorminn" komi tilkynn- ing um að tiltölulega lítill hópur manna hafi tekið út 900 milljónir skattfrjálst, út á aðstöðu sem hið opinbera hefur skaffað þeim. Þetta er hærri upphæð en það sem ríkis- stjórnin er að berjast við að taka með skerðingunni í grunnskólunum og hjá ellilífeyrisþegum og öryrkj- um. Ég hef í tvö til þrjú ár lagt á það ríka áherslu að hér þyrfti að koma skattlagning á fjármagns- og eigna- tekjur í samræmi við það sem er í nágrannalöndum okkar og að endurskoiða þyrfti hlutafélagalögin en því miður hafa verið öfl í þessu þjóðfélagi sem hafa komið í veg fyrir að slík breyting hafi verið sam- þykkt. Maður skilur kannski nú með þessu dæmi hvaða hagsmunir eru í húfi. Sameinaðir verktakar eru eitt af óskabörnum fjölskyldnanna fjórt- án, yfir 90% af eignaraðildinni er í höndum aðila sem gengið hafa und- ir þessu heiti og þeir sem stjórna fyrirtækinu eru erkifurstar fjöl- skylduveldisins," sagði Ólafur Ragn- ar._ Ólafur Ragnar var fjármálaráð- herra þegar eigendur Sameinaðra verktaka ákváðu í fyrra skiptið að lækka hlutafé félagsins og greiða sér mismuninn. í ljósi ummæla hans um ákvörðun fyrirtækisins nú var hann spurður af hverju hann hefði ekki beitt sér fyrir breytingum þeg- ar hann var fjármálaráðherra: „Eg beitti mér af mikilli hörku fyrir því að hér yrði tekin upp skattlagning fjármagnstekna. Menn muna kannski eftir því að þegar ég hóf þann málflutning veturinn 1988-89 fékk ég gerningahríð frá Sjálfstæð- isflokknum og Morgunblaðinu. Stofnuð voru sérstök samtök spari- fjáreigenda sem héldu fjöldafundi mér til höfuðs. Ég lét hins vegar vinna áfram að málinu. Frumvarp og aðrar tillögur um það efni voru fullbúnar haustið 1990. Þáverandi stjórnarflokkar vildu, þar á meðal Alþýðuflokkurinn, vildu ekki fara í þá skattlagningu fyrir kosningar og núverandi stjórnarflokkar hafa ekki viljað beita sér fyrir henni. Gallinn við skattlagningu fjár- magns- og eignatekna hér á landi er að hún er ekki samræmd. Göt eru löggjöfinni sem gera mönnum kleift að taka skattfrjálsar tekjur út úr hlutafélögum í gegnum verð- bréfaeign, meðal annars hlutabréf. Ég vildi stoppa í þau göt," sagði Ólafur Ragnar. Steingrímur Hermannsson tals- maður Framsóknarflokksins í efna- hagsmálum er erlendis og Halldór Ásgrímsson varaformaður flokksins sagðistekki hafa kynnt sér þetta mál nægilega til þess að geta tjáð sig um það. fýrir stóran bíl. Vegakaskó er sögð nýjung sem henti þeim sem aka aðallega á þjóðvegum landsins. Hún bætir tjón vegna veltu, bruna, foks, hruns og hraps. Iðgjaldið er óháð bónusi og eigináhætta 48.800 kr. Iðgjald Vegakaskó er 8.688 kr. fyr- ir lítinn bíl, 11.256 kr. fyrir meðal- bíl og 12.195 kr. fyrir stóran bíl. Ráðgert er að iðgjöld af trygging- um vélhjóla og leigubifreiða hækki en iðgjöld af tryggingum dráttar- véla lækki. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Útgáfa j öfnunar- hlutabréfa er verð- trygging hlutafjár í KJÖLFAR þess að hluthafafundur Sameinaðra verktaka ákvað síðastliðinn miðvikudag að auka hlutafé félagsins um 900 milljón- ir og færa niður aftur um leið með því að greiða hluthöfum þess- ar 900 milUónir út, vakna ýmsar spurningar um lagalegar hliðar þessa máls. Svo og um það hvort hér sé verið að fara einhverjar krókaleiðir, til þess að komast hjá skattheimtu. Hér á eftir verður reynt að varpa h'ósi á þær hliðar. Raunverulegt verðmæti hreinn- ar eignar, var lykilorðið í rök- stuðningi Félags vatnsvirkja, er þeir kærðu til Ríkisskattanefndar endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum félagsins í haust. Líkast til hefur þetta lykil- orð, sem er bein tilvitnun í níundu grein laga um tekjuskatt og eign- askatt einnig ráðið úrslitum í því að úrskurður Ríkisskattanefndar var kærandanum í hag. Flestir virðast þeirrar skoðunar að ákvörðun hluthafafundar Sam- einaðra verktaka á mánudaginn var að hækka hlutafé um 900 milljónir og færa það strax niður aftur með því að greiða hluthöfun- um út í hönd þennan tæpa millj- arð hafi verið fyllilega lögleg, en að sama skapi virðast jafn margir telja hana hafa verið siðlausa. Meginreglan, samkvæmt níundu grein laga um tekjuskatt og eignaskatt, er sú að arðgreiðsl- ur og önnur afhending verðmæta úr hlutafélögum til hluthafa er skattskyld hjá hluthöfunum. Þó geta hluthafarnir dregið frá þeim arði sem þeir fá ákveðna fjárhæð, vegna ákvæðisins um skattfrelsi arðsins, upp að ákveðnu marki. Það sem gerir það að verkum að sú leið sem hluthafafundur Sam- einaðra verktaka ákvað að fara sl. mánudag, er fær án þess að til skattgreiðslna hluthafanna komi, er heimild til þess að verð- tryggja hlutaféð með útgáfu jöfn- unarhlutabréfa. Þau jöfnunar- hlutabréf sem hluthafar fá í hend- ur eru þannig ekki skattskyld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði sem uppfylla þarf eru tvö. Annað að það félag sem úthlutar jöfnunarhlutabréfum, þarf að eiga eigið fé, sem útgáf- unni nemur, en hitt að útgáfa jöfnunarhlutabréfa má ekki fara fram úr ákveðnu marki. Til við- miðunar í því sambandi er fram- reikningur á eigin fé félaga frá árinu 1979, eftir vísitölu jöfnunar- hlutabréfa. Því má ekki gefa út jöfnunarhlutabréf umfram eigið fé eins og það var í árslok 1978, þegar það hefur verið framreikn- að með vísitölu jöfnunarhluta- bréfa til þess árs sem útgáfan fer fram á, sem er í tilviki Samein- aðra verktaka 1992. Hér er því um einskonar verðtryggingu að ræða á nafnvirði hlutafjárins. Fari útgáfa jöfnunarhlutabréfa fram úr þessu, þá er það sem umfram er skattskylt. Það er einmitt þetta atriði sem gerði það að verkum að kæra barst til Ríkisskattanefndar, þar sem ríkisskattstjóri hafði þann 21. október 1991 endurákvarðað opinber gjöld kæranda, sem í þessu tilviki var Félag vatnsvirkja hf. sem er 7% eignaraðili að Sam- einuðum verktökum. (Sjá úrskurð Ríkisskattanefndar sem birtur er í heijd á bls. 21-22.) „Utgáfa bréfanna skal byggð á raunverulegu verðmæti hreinn- ar eignar félagsins í lok þess árs sem næst er á undan útgáfuári," segir í 9. grein skattalaganna. Það er á þessari málsgrein sem kærandinn, Félag vatnsvirkja hf. byggði kæru sína, en samkvæmt upplýsingum mínum þá hefur rík- isskattstjóri á undanförnum árum haldið því fram að meta beri stofnfé í öðrum félögum á nafn- verði, en Sameinaðir verktakar hafa sagt að meta megi það upp miðað við innra virði í Aðalverk- tökum. Ríkisskattstjóri mun hafa metið málið á ofangreindan hátt árið 1982, en þá sagði í svari ríkis- skattstjóra að ekki mætti meta stofnfé upp miðað við innra virði. Sameinaðir verktakar fóru á sínum tíma fram á álit ríkisskatt- stjóra um það hver heimild félags- ins væri til útgáfu jöfnunarhluta- bréfa, en í kjölfar þess álits kom upp ágreiningur um það hvernig meta skyldi „raunverulegt verð- mæti hreinnar eignar". Ágrein- ingurinn snerist um það hvernig mpta skyldi eignarhlut félagsins í íslenskum aðalverktökum. Vildi ríkisskattstjóri miða eingöngu við nafnverð upphaflegs stofnfjár, án þess að það væri nokkuð fram- reiknað og án tillits til þess hvert væri raunverulegt verðmæti eign- arinnar á bak við nafnverðið. Sameinaðir verktakar áttu stofnfé í Islenskum aðalverktökum miðað við árslok 1978 170 þúsund krón- ur, en ljóst er að á bak við 32% eignarhlut í íslenskum aðalverk- tökum eru fleiri hundruð milljónir króna, að ekki sé meira sagt. Samkvæmt málflutningi kær- anda, var því farið fram á það við ríkisskattanefnd að hún úr- skurðaði að meta bæri raunveru- legt verðmæti þessarar eignar og að heimildin til útgáfu jöfnunar- hlutabréfa miðaðist við það mat. Ríkisskattanefnd úrskurðaði svo í málinu á síðasta degi nýlið- ins árs, þar sem fallist var á skiln- ing félagsins í þessum efnum. Það var á þessum úrskurði sem hluthafafundur Sameinaðra verk- taka byggði ákvörðun sína síðast- liðinn mánudag, að gefa út jöfn- unarhlutabréf upp á 900 milljónir króna, og greiða þau um leið út til hluthafa og lækka þar með hlutaféð aftur um 900 milljónir króna. Þessar greiðslur til hlut- hafa eru ekki skattskyldar, ekki frekar en ef hluthafi hefði selt hlutabréf sín eftir þessa útgáfu, á nafnverði. Þarna er því um það að ræða, að hluthafamir ákveða að borga sér út af eigin fé félags- ins, sem hefur myndast á löngum tíma, af hagnaði af rekstri ís- lenskra aðalverktaka. Nafnverð þess hlutafjár sem eftir er í Sameinuðum verktökum er nú 310 milljónir króna. Ef eig- ið fé félagsins er hærra en það, og það eigið fé kæmi til útborgun- ar til hluthafa, þá yrði það sem hluthafarnir fengju umfram nafn- verðið skattskylt. Sama máli gegnir um það ef hluthafarnir seldu hlutabréf sín á hærra verði en nafnverði, þá yrði sá hluti and- virðisins sem væri umfram nafn- verð, skattskylt sem söluhagnað- ur. Ef Ríkisskattanefnd hefði á hinn bóginn úrskurðað í málinu í samræmi við álit ríkisskattstjóra, þá hefði hluthafafundur Samein- aðra verktaka að líkindum ekki ákveðið að fara þá leið sem ákveð- in var, því þá hefði hún þýtt það að fjórar krónur af hverjum tíu sem greiddar hefðu verið út, hefði ratað rakleiðis í ríkiskassann, eða um 360 milljónir króna. Ríkisskattstjóri hefur mögu- leika á því að skjóta þessu máli til dómstólanna, en ekkert liggur fyrir um hvort það verður gert. Raunar er talið fremur ólíklegt að það verði gert, en embætti rík- isskattstjóra vildi í gær ekki úti- loka það. Var greint frá því að skammt væri um liðið frá því að úrskurðurinn barst ríkisskatt- stjóra og hann yrði nú skoðaður vandlega. Eins og kemur fram í samtali við Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, annars staðar í blaðinu, er ekki útilokað að fjár- málaráðuneytið höfði mál af þessu tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.