Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Viðræður um evrópskt efnahagssvæði: Reynt verður til þrautar - segir forsætisráðherra YFIRLÝSINGAR Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um horfur í viðræðum um evrópskt efnahagssvæði, EES, voru ræddar utan dag- skrár í gær. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ekki bjartsýnir. En á meðan viðræðurnar um EES eru óútkljáðar er ekki tímabært að fara út í tvíhliða viðræður. Páll Pétursson (F-Nv) formaður þingflokks Framsóknarmanna fór fram á þessa umræðu. Málshefjandi minnti á það að tvívegis hefðu menn heyrt það að jákvæð niðurstaða væri fengin en annað komið á dag- inn. Nú hefði forsætisráðherra sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 21. þessa mánuðar að á því léki enginn vafi að það væri afskaplega þungt fyrir fæti í þessum viðræðum og svo orðrétt: „Ef við horfum á málið í dag er það ekki bara tvísýnt heldur er það flest sem bendir til þess að við séum þar komnir í afskaplega þrönga stöðu.“ Fréttmaðurinn hefði spurt hvort það mætti teljast krafta- verk ef tækist að semja úr þessu. Forsætisráðherrann hefði svarað: „Já, það væri að mínu viti krafta- verk, ef það gengi fram og ástæð- urnar eru kannski margar." Páll innti forsætisráðherra eftir því hvort þessi ummæli væru mat ríkisstjómarinar á stöðu málsins, og hvað hún hyggðist þá gera. Páll vonaði sterklega að ekki stæði til að sækja um aðild að Evrópuband- alaginu, EB, og hvort ekki væri kominn tími til að hyggja að undir- þúningi fyrir tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði þessi ummæli að vera sitt mat ';,sem hann hyggði að ekki væri ágreiningur um í ríkisstjóminni. Framkvæmdastjóm EB hefði 15,—16. desember gefíð til kynna að reynt yrði að vinna með þeim hætti, í þágu EFTA-ríkjanna að sú dómsumsögn sem Evrópudómstóll- inn hefði gefíð, myndi ekki koma í veg fyrir að samningar gengju fram. Forsætisráðherra þótti sem að yfírlýsingar framkvæmdastjómar- innar hefðu ekki gengið eftir. Þær hugmyndir sem helst væm á kreiki gengju í þá átt að auka vægi Evr- /jpudómstólsins eða draga úr vægi EES-dómstólsins. Þessar hugmynd- ir væm til þess fallnar að skapa okkur mjög mikla erfiðleika. Við sæjum engin tákn um pólitíska lausn í farvatninu. Ráðherra benti þegar sólarmerki bentu til að mörg eða flest aðild- arríki EFTA sæktu um inngöngu. Hugsanlega gætu þau ríki fellt sig við þá niðurstöðu sem úrskurður EB-dómstólsins leiddi til, nema helst við og Norðmenn. Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) vakti athygli á frétt í sænska blað- inu Dagens Nyheter þar sem væri greint frá fundi forystumanna jafn- aðarmanna á Norðurlöndum, „krataforingjanna". í fréttinni væri m.a. greint frá því að þátttakendur hafí verið einhuga um mikivægi Evrópubandalagsins og vægi eða gildi (vikten) þess að lönd þeirra stefndu að aðlild. Þingmenn stjórnarandstöðu fögn- uðu því að forsætisráðherra væri svartsýnn fremur en að afstaðan mótaðist af óraunsærri bjartsýni. Þeir hvöttu til þess að hugað væri að tvíhliða viðræðum við EB og við- skiptasamningum. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab-Rn) taldi ljóst að fyrir því væri þing- meirihluti að hefja undirbúning tví- hliða viðræðna. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) formaður utanríkismála- nefndar benti á að aðild að EB væri ekki á stefnuskrá neins flokks. Eyjólfí Konráði var það ekkert sérs- takt harmsefni þótt samningar um evrópskt efnahagssvæði tefðust. Ræðumaður lagði áherslu á að hing- að til hefði hallað á okkur í viðskipt- um við EB. Ættum við að gæta okkar réttar og hvika hvergi. For- maður utanríkismálanefndar sagð- ist myndu beita sér fyrir því að utan- ríkismálanefnd kæmi saman. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði þessa samn- Hádegisverðarfundur íÁrsal Hótels Sögu miðvikudaginn 29. janúar 1992 kl. 12:00: NÝR GATT-SAMNINGUR Uruguay-viðræðumar um GATT og þýðing þeirra fyrir íslenska milliríkjaverslun. Fyrirlesari: Sveinn Á. Björnsson, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrirfram ísíma 678910. Fundargjald er kr. 2.000,- (hádegisverður innifalinn). Stuttar þingfréttir inga vera í hinni mestu tvísýnu, það stæði uppá EB að standa við þann samning sem það hefði gert. Ut- anríkisráðherrar Norðurlanda hefðu spurt hinn danska kollega sinn hvemig bæri að túlka samnings- styrfni framkvæmdastjórnar EB varðandi lausn á dómstólsmálinu. M.a. hvort bæri að skilja það sem svo að áhugi EB hefði minnkað á því að standa við samningsskuld- bindingar og hvort þau lönd eða aðilar sem vildu fjölga í bandalaginu hefðu orðið ofan á. Danski utanrík- isráðherrann hefði talið slíka túlkun ólíklega því þau lönd sem andstæð- ust væru EES-samkomulaginu, væru jafnframt þau hin sömu sem væru hvað mótföllnust íjölgun aðild- arlanda. Utanríkisráðherra tók fram að hann hefði gert grein fyrir afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar á leiðtog- afundi jafnaðarmanna; ríkisstjórnin hefði engin áform um að sækja um aðild að EB. Hins vegar hefði hann ekki verið á nefndum blaðamanna- fundi og vissi ekki hvað þar hefði verið sagt af annarra hálfu. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók undir það með utanríkisráðherra að það væri ekki á dagskrá að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Forsætisráðherra benti á að jákvæð niðurstaða í viðræðunum um hið evrópska efnahagssvæði yrði að fást fljótlega, innan tveggja vikna eða svo. Ef viðræðurnar gengju upp væri mikið löggjafarstarf óunnið. En varðandi hugsanlegar tvíhliða viðræður áréttaði forsætisráðherra að á meðan viðræður um evrópskt efnahagssvæði væru óútkljáðar myndi ekki verða breytt um stefnu. „Bandormur" Atkvæðagreiðslu eftir aðra um- ræðu um frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum var framhaldið í gær. Breytingartillögur meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar voru samþykktar. Breytingartillögur stjórnarandstæðinga voru felldar. Þriðja umræða um frumvarpið hófst um kvöldmatarleytið hófst í gær og var að því stefnt að ljúka henni svo unnt væri að lögfesta frumvarpið samdægurs eða í nótt. Frumvarpið um ráðstafanir í rík- isfjármálum á árinu 1992 er hinn svonefndi „bandormur". í frumvarp- inu eru ákvæði um ýmsan nið- urskurð og skerðingar og einnig heimildir til að fresta framkvæmd nokkurra lagaákvæða, t.d. varðandi skólamáltíðir. Atkvæðagreiðsla eftir aðra um- ræðu á svo viðamiklu frumvarpi er tímfrekt og flókið mál. Atkvæði voru stundum greidd um tilteknar máls- greinar í einstökum tillögum. Einnig voru stundum greidd atkvæði um breytingartillögur við breytingartil- lögur. Þriðja umræða hófst nokkru fyrir kvöldmat í gær og var framhaldið kl. 20.30. Stjórnarandstæðingar ít- rekuðu gagnrýni sína á þetta frum- varp. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var frumvarpið enn til umræðu. Þinghlé Stefnt hefur verið að því að Al- þingi afgreiddi um miðja þessa viku þau frumvörp sem nauðsynleg eru til þess af forsendur samþykktra íjárlaga fái staðist og síðan yrði gert hlé á störfum þingsins til 4. febrúar. Á dagskrá 72. fundar Alþingis í gærkvöldi voru þrjú mál til þriðju og síðustu umræðu: Frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992, Frumvarp til lánsfjárlaga á árinu 1992 og Frumvarp um fram- kvæmdasjóð Islands. Á ellefta tím- anum í gærkvöldi var afgreiðsla þessara þingmála enn í óvissu. Tíu þingmenn voru á mælendaskrá í yfirstandandi umræðu um ráðstaf- animar í ríkisfjármálum. 3. umræða um framvarp til lánsfjárlaga var ekki enn hafín. Og stjórnarandstöð- unni fannst ýmsum spurningum ósvarað um málefni Framkvæmda- sjóðs íslands. Skiptar skoðanir um aðild Eystra- saltsríkjanna að Norðurlandaráði AFSTAÐA ríkisstjórnarinnar til aðildar Eystasaltsríkjanna að Norður- landaráði var rædd utan dagskrár í gær. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er því persónulega fylgjandi en ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu. Stjórnarandstæðingum þykir nauðsynlegt að utan- ríkisráðherra geri skýrari greinarmun á sinni afstöðu og afstöðu ríkis- stjórnarinnar. Málshefjandi, Halidór Ásgríms- son (F-Al), sem á sæti í forsætis- nefnd Norðurlandaráðs, sagði að nú færi fram mikil umræða um Norður- landaráð og endurskipulagningu þess m.t.t. breytra aðstæðna bæði inn á við og út á við. Málshefjandi lagði áherslu á að allir væru einhuga í því að styðja og efla samskipti við Eyst- rasaltsríkin en það væri samdóma álit þeirra sem störfuðu innan Norð- urlandaráðs og fjölluðu um tengslin við Eystrasaltslöndin að ekki væri rétt að bjóða þessum ríkjum aðild að Norðurlandaráði. Þetta hefði jafn- framt verið skoðun talsmanna ríkis- stjórna Norðurlandanna — nema ís- lands. Ræðumaður benti á það að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hefði svarað spurningu frétta- manna hvort hann væri fylgjandi aðild Litháens að Norðurlandaráði með einföldu jái. Talaði utanríkisráð- herrann hér fyrir hönd ríkisstjórnar- innar? Hver væri hennar afstaða? Jón Baldvin Hannibalssson ut- anríkisráðherra lagði áherslu á að til þess hefði ekkert tilefni gefíst fyrir ríkisstjórnina að taka afstöðu til aðildaramsókna Eystrasaltsríkj- anna fyrr en forsetar Litháen og Lettlands hefðu sent erindi til Norð- urlandaráðs, þar sem þeir óskuðu eftir því að afstaða yrði tekin til slík- ar umsóknar. Utanríkisráðherra kvaðst hvergi hafa lýst neinu yfir fyrir hönd ís- lensku ríkisstjórnarinnar. Hann hefði verið spurður af fréttamanni og hann svarað því játandi. Það hefði komið skýrt fram að þar lýsti hann sinni persónulegu afstöðu. Það væru skipt- ar skoðanir um þetta mál. Það hefði verið rætt á utanríkisráðherrafundi Norðurlanda. Utanríkisráðherra Dannmerkur hefði sagt að persónu- lega væri hann fylgjandi þessu. Geir H. Haarde (S-Rv) sem á sæti í forsætisnefnd Norðurlanda- ráðs, sagði engan vafa leika á því að allar ríkisstjórnir Norðurlanda vildu styðja við bakið á hinum ný- fíjálsu Eystrasaltsríkjum. En Geir var þeirrar skoðunar að tal um aðild Eystrasaltsríkjanna að Norðurlanda- ráði væri ótímabært. Hann benti á að samstarf Norðurlandaþjóðanna byggði á sameiginlegum grunni, menningar, sögu og tungu. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) taldi samstarf við þessar þjóðir væn- legt. Aðstaða og hagsmunir þessara þjóða og Norðurlandaþjóðanna væru um sumt eða margt lík. Sýning á Gravograph leturgraívél - bæði handvirk og tölvustýrð á hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. janúar kl. 10.00 til 17.00. Allir, sem hafa áhuga, eru velkomnir. GroYogrciph dk a/s Industrisvinget 9 • Postboks 1210 • Tune • DK-4000 Roskilde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.