Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 29 Baráttufundur opinberra starfsmanna: Sparnaður sjúkra- húsa og skóla greidd- ur út skattfrjáls - segir Ogmundur Jónasson um greiðslu til hluthafa Sameinaðra verktaka FJÖLMENNT var á baráttufundi opinberra starfsmanna á Norður- landi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær og kom fólk víða að. Ræðumenn, þeir Páll Halldórsson, formaður BHMR, Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands og Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB nefndu öll 900 milljóna króna greiðslu Sameinaðra verktaka til hluthafa sem ekki kemur til skattgreiðslu og sögðu að þetta dæmi sýndi svart á hvítu að til væri fé í þjóðfélag- inu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmennt var á baráttufundi opinberra starfsmanna sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í gær og kom fólk víða að af Norðurlandi til fundarins. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, er í ræðustól. „Eigendur Sameinaðra verktaka sem starfað hafa í skjóli ríkisvalds- ins úthlutuðu sjálfum sér litlum 900 milljónum og gerðu það á svo hag- anlegan hátt að þeir þurfa ekki að borga skatt af þeim. Hvað eru 900 milljónir? Örlítill samanburður ætti Bæjarstjórn: Skiptar skoðanir um lengri opnunartíma leiktækjasala ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefur lýst eindreginni andstöðu sinni við fyrirhugaðar breyting- ar á opnunartíma knattborðs- stofa á Akureyri, en bæjarráð samþykkti skömmu fyrir jól að gera breytingar á lögreglusam- þykkt fyrir Akureyrarbæ þess efnis að heimilt væri að opna slíkar stofur kl. 12 á hádegi í stað kl. 15. Málinu var visað til frekari umræðu í bæjarráði. Nokkrar umræður urðu um þetta mál á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar og sagði Sigrún Sveinbjöms- dóttir (G) formaður félagasmála- ráðs að full ástæða væri til að skoða það nánar á vettvangi þeirra Hitaveita Akureyrar: Meira sxeitt niður af skuld- um veitunnar í ár en áður Vaxtagreiðslur á árinu 35 milljónum lægri en í fyrra MUN MEIRA verður greitt niður af skuldum Hitaveitu Akureyrar á þessu ári en áður, en gert er ráð fyrir að takist að greiða niður á bilinu 70-75 milh'ónir króna af skuldum veitunnar. Þær nema Foreldrafélög grunnskólanna: Mótmæla niðurskurði FULLTRÚARÁÐ foreldrafé- laganna í grunnskólum á Akur- eyri hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega að fjárveitingar ríkissjóðs til grunnskóla í landinu hafa verið lækkaðar frá síðasta ári. í ályktuninni segir að fulltrúar- áðið krefjist þess að ákvæði ný- settra laga um einsetinn skóla, hámarksfjölda nemenda í bekkjardeild og skólamáltíðir komi til framkvæmda, eins og gert er ráð fyrir í lðgunum. Skor- ar fulltrúaráðið á foreldra um land allt að rísa upp og mótmæla þess- um niðurskurði. samtals ríflega þremur milHörð- um króna, en samkvæmt áætlun sem fyrir liggur er miðað við að búið verði að greiða þær á 12-16 árum. Áætlanir veitunnar fyrir þetta ár gera ráð fyrir að rekstur og framkvæmdir verði í svipuðu horfi og verið hefur þrátt fyrir að nær helmingi meira verði greitt af skuldum hennar en á síðasta ári, Tekjur af rekstri Hitaveitu Akur- eyrar á þessu ári eru áætlaðar um 444 milljónir króna, en það eru nokk- uð meiri tekjur en var á árinu 1991 er þær voru 428 miUjónir. Á árinu er reiknað með jántökum upp á 321 milljón króna. Áætlað er að afborg- anir af erlendum lánum verði um 387 milljónir króna og um 5 milljón- ir af innlendum lánum. Unnt verður á árinu að greiða niður skuldir veit- unnar um 70 til 75 milljónir króna, sem er umtalsvert meira en á síð- asta ári er tæplega 40 milljónir voru greiddar niður af skuldum. Vextir af lánum sem greiða þarf á árinu eru um 190 milljónir króna og hafa lækkað frá fyrra ári er þeir voru 225 milVjónir króna. Franz Árnason veitustjóri sagði að staða Hitaveitunnar væri viðun- andi um þessar mundir og vissulega ánægjulegt að hægt yrði að borga meira af skuldum en áður. Rekstur og framkvæmdir á vegum veitunnar yrðu í svipuðu horfi og verið hefði þó aukið svigrúm hefði skapast til að greiða meira niður af skuldunum. Lækkandi vextir og stöðugt gengi réðu þar mestu um og væru veit- unni afar mikilvæg. Vegna orkuöflunar, jarðhitarann- sókna og borana er áætlað að verja 14 milljónum króna á árinu og 13 milljónir fara til varaaflsstöðva. Þá fara 20 milljónir króna í skrifstofu- og lagerbyggingu á Rangárvöllum, en þar mun öll starfsemi Hita- og Vatnsveitu Akureyrar vera í fram- tíðinni og er reiknað með að hús- næðið verði tilbúið í mars næstkom- andi. Til nýframkvæmda í Gilja- hverfi II fara 8 milljónir króna og til ýmissa fjárfestinga og fram- kvæmda fara 12 milljónir króna. Hvað Vatnsveitu Akureyrar varð- ar er gert ráð fyrir að tekjur hennar verði 97,5 milljónir króna, en engar skuldir hvíla á veitunni. Um 35 millj- ónir króna fara í rekstur og viðhald. Nokkrar framkvæmdir verða á veg- um veitunnar á árinu, en m.a. er gert ráð fyrir að endurnýjun stofnlagna kosti um 12 milljónir króna, um 3,3 milljónir fari í jarð- fræðiúttekt í Hlíðarfjalli og korta- gerð af virkjunarsvæðum, um 10 milh'ónir vegna húsbyggingar og 13-14 milljónir vegna annarra fram- kvæmda eða fjárfestinga. sem með vernd barna og unglinga og tómstundir þessa sama hóps hefðu að gera. Sigfríður Þorsteinsdóttir (B) sagði að órói hefði skapast í skól- um vegna þess hve snemma að deginum leiktækjasalir opnuðu, hefðu unglingar jafnvel efnt til keppni í þessum tækjum á skól- atíma. Engin afsökun væri að full- orðnir þyrftu að spila billjard í hádeginu. Þá gagnrýndi hún bæinn fyrir að hafa ekki tekið leyfisgjald af þessum stofum svo sem heimilt væri og sagði alvarlegt ef Akur- eyrarbær færi ekki eftir sínum eig- in samþykktum þar að lútandi. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) sagðist tilbúin að endurskoða af- stöðu sína til þessa máls í ljósi mótmæla sem borist hefðu, en hún hefði átt þátt í samþykkt bæjar- ráðs um lengri opnunartíma leik- tækjasala. Björn Jósef Arnviðar- son (D) kvaðst hins vegar ekki hafa skipt um skoðun á málinu, í sínum huga væri það sjónarmið efst að slaka ætti á boðum og bönnum ýmis konar þannig að fólk hefði svigrúm til að velja og hafna. íþrótta- og tómstundaráð hefur skorað á bæjarstjórn að fella til- lögu bæjarráðs um fyrrnefnda breytingu á lögreglusamþykktinni, enda ljóst að lengdur opnunartími gangi þvert á vilja skólastjórnenda og foreldrafélaga í bænum. að lýsa því. Það sem ríkið ætlar að spara sér í launagreiðslum er 1.500 milljónir þannig að hér er um veru- legan hluta þeirrar upphæðar að ræða sem þessir menn eru þarn^ að leika sér að. Og þó ekki væri ætlast til annars en þeir borguðu skatta af þessu eins og okkur hinum er gert, þá er það ljóst að þeir skatt- ar myndu skapa álíka tekjur og rík- ið ætlar sér að spara bæði í grunn- skólum og í framhaldsskólum," sagði Páll Halldórsson. Svanhildur Kaaber nefndi þetta mál einnig í sinni framsögu. „Er furða þó við spyrjum, af hverju er ekki gengið að fjármagninu þar sem það er. Hún sagði að gerð væri su krafa að þeim sem minna mættu sín, væru sjúkir eða lasburða eða búnir að skila sínu vinnuframlagi eða ekki byrjaðir á því, væri hlíft. „Við gerum ekki síður þá kröfu að þeir sem raka saman fé með því móti sem greint er frá í víðlesnasta blaði þjóðarinnar í dag, greiði sinn skerf ekki síður en við," sagði Svan- hildur. Nefndi hún að skatttekjur af þessum 900 milljónum færu nærri því að jafna út niðurskurð til annaðhvort mennta- eða heilbrigð- ismála. Ögmundur Jónasson sagði að ráðstafanir ríkissjórnarinnar leiddu til þess að þeim sem veikir væru eða byggju við ómegð væri gert ao"" greiða meira úr eigin vasa, en á sama tíma þyrftu þeir að borga minna sem fitnuðu á fjármagni og arði. „Þetta er mergurinn málsins," sagði Ögmundur. „Og I gærmorgun var sparnaðurinn á sjúkrahúsunum og öldrunardeildunum og skólunum greiddur út, skattfrjáls, 900 milljón- ir króna voru greiddar til hluthafa í Sameinuðum verktökum skatt- frjálsir peningar sem bætast á millj- arða á milljarða ofan sem sömu menn hafa fengið skattfrjálst í svo- kallaðar fjármagnstekjur á undan- förnum árum. Þessu segjast þeir ekki geta breytt, þeir segjast ekki geta komið á fjármagnsskatti; þrátt fyrir allar sjóðavélarnar og kommis- arana segjast þeir ekki hafa tækni- lega þekkingu eða formlega mögu- leika á að ná arði af þessum pening- um til ríkisins, en hins vegar hefur hugmyndaflugið verði ótakmarkað þar sem barnafólkið, öryrkjarnir, gamla fólkið og láglaunafólkið er annars vegar," sagði Ögmundur. Iþróttamaður Þórs valinn ÍÞROTTAMAÐUR Þórs árið 1991 verður útnefndur í hófi í Hamri annað kvöld, föstu- dagskvöld kl. 20. Tíu íþróttamenn félagsins hlutu tilnefningu í kjörinu, knatt- spyrnumennirnir Friðrik Frið- riksson, Júlíus Tryggvason og Nói Björnsson, handknattleiks- mennimir Geir Kristinn Aðal- steinsson, Jóhann Samúelsson og Rúnar Sigtryggsson, skíða- mennirnir Haukur Eiríksson og Rögnvaldur Ingþórsson og körfuknattleiksmennirnir Björn Sveinsson og Konráð Óskarsson. Val bestu íþróttamanna í ein- stökum greinum fer einnig fram í hófinu. (Úr fréttatilkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.