Morgunblaðið - 23.01.1992, Page 30

Morgunblaðið - 23.01.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 Framhaldsskóli, íþróttir og heilsa eftirJanus Guðlaugsson Miðvikudaginn 15. janúar sl. heyrðist þessi hádegisfrétt í ríkis- útvarpinu: „Hlaup og skokk um nágrennið verður eina leikfimin sem nemendur Menntaskólans í Hamrahlíð eiga kost á eftir næstu önn. Til að spara hafa yfírvöld skólans sagt upp samningi um leigu á íþróttasal. Menntaskólinn í Hamrahlíð hefur aldrei haft eigin aðstöðu til leikfimikennslu og síð- ustu fimm árin hefur skólinn haft íþróttahús Vals á leigu átta mán- uði á ári. Sverrir Einarsson kon- rektor segir að það hafi verið kjör- inn spamaður að segja upp samn- ingunum enda hafí húsaleigan verið há, 500.000 á mánuði. Á þann veg sparist 4 milljónir króna á ári. Bókleg líkamsræktarkennsla flyst þá í eigið húsnæði mennta- skólans, leikfimikennslan verður þá gönguferðir og skokk um ná- grennið. Ekki stendur til að reyna að fá leigt annað og ódýrara hús- næði að sögn Sverris.“ Það einkennilegt að jafn dug- miklir menn og starfa í framhalds- skólum landsins skuli láta hafa slíkt eftir sér. Réttast er að minna á áramótaræðu okkar ágæta for- seta frú Vigdísar Finnbogadóttur, en þar segir m.a.: „í rás aldanna hefur íslensk þjóð tekist á við margs konar þrengingar og sigrast á þeim. Við eigum þolgæði og festu liðinna kynslóða það að þakka að nú á dögum eru fáar þjóðir jafn auðug- ar og við. Því er það undrunarefni að hinir tímabundnu örðugleikar sem við eigum nú við að etja skuli uppvekja slíkan bölmóð sem raun ber vitni, — jafnvel á ólíklegustu stöðum. Bölmóður leiðir af sér doða, doði færir af sér framtaks- leysi. Bölmóður er háskalegur sál- arheill bama og unglinga sem heyra meira en okkur grunar og trúa öllu sem sagt er. Kvíða þeirra er ekki eins auðvelt að uppræta og til hans að sá.“ Kennum komandi kynslóðum að horfa lengra fram í tímann þegar við ræðum um sparnað. Það er erfitt að meta íþróttir að verð- leikum á líðandi stund. Ef litið er á málið í samhengi er ljóst að markvisst íþróttanám í framhalds- skóla kemur fram í margföldum sparnaði heilbrigðiskerfisins síðar meir. í þessu sambandi má minna Janus Guðlaugsson „Eigi námið, þekking á líkama og líkamsrækt að hafa eitthvert gildi þarf að tengja það hag- nýtri reynslu með áherslu á verklega þátt- inn.“ á athyglisverðar niðurstöður í rannsóknum dr. Þórólfs Þórlinds- sonar þar sem greint er frá já- kvæðum þáttum íþróttaiðkunar á böm og unglinga. Það er sorgleg staðreynd að Menntaskólinn við Hamrahlíð skuli ekki hafa eigin íþróttaað- stöðu. í upphafi skal endinn skoða. Er nokkru öðru um að kenna en slakri fyrirhyggju, þ.e. að taka skólann í notkun án þess að að- staða til að stunda lögbundnar greinar væri fyrir hendi? Það er undarlegt að enn séu skólar settir á stofn án þess að nægilega vel sé að þeim búið með markmið náms í huga. Á þetta jafnt við um framhaldsskóla sem grannskóla. Menntaskólinn við Hamrahlíð er ekki eini skólinn sem hefur ekki aðgengilega íþróttaaðstöðu, því skólar höfuðborgarinnar virðist vera hér í forystuhlutverki. Mennt- askólinn í Hamrahlíð hefur átt við þennan vanda að stríða þrátt fyrir „skóflustungur“ að íþróttahúsi og er það von mín að fljótlega verði þar tekið til hendinni áður en ein- býlishús rísa á skólalóðinni. Lausn málsins er ekki sú sem kemur fram í áðurnefndu viðtali. Öllum þeim sem sinna skólamál- um í landinu hlýtur að þykja það mjög miður að óhjákvæmilegt ATVINNUAUGL ÝSINGAR Verkamenn Viljum ráða nokkra vana byggingaverkamenn til starfa. Upplýsingar í síma 622700. ÍSTAK Heilsustofnunin N.L.F.Í. Hveragerði Hjúkrunarfræðingar Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðinga nú þegar. Um er að ræða vaktavinnu á stofnun, sem er í örri framþróun. Heilsustofnunin stendur í fögru umhverfi, með ótal möguleik- um til útivistar, í 40 km fjarlægð frá höfuð- borginni. Boðið er upp á náttúrufæði og húsnæði er á staðnum. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-30300 eða 98-30322 kl. 8-16 þriðju- daga-föstudaga. ÝMISLEGT Frá stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands íslands Kennarasamband Islands óskar að taka góða sumarbústaði á leigu á sumri komanda. Sumarbústaðir víðs vegar um land koma til greina en sérstaklega vantar okkur bústaði á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Upplýsingar veitir formaður stjórnar Orlofs- sjóðs, Sigríður Jóhannesdóttir. Viðtalstími á skrifstofu K.í. á mánudögum frá kl. 14.30 til 17.00, heimasími 92-12349. Tilboð, gjarnan með mynd af sumarhúsinu, sendist til stjórnar Orlofssjóðs K.Í., Grettis- götu 89, 105 Reykjavík fyrir 10. febrúar. Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands íslands. HÚSNÆÐI íBOÐI' Skrifstofuaðstaða Lögfræðiskrifstofa í Reykjavík hefurtil útleigu 1-2 herbergi með aðgangi að tækjum, þ.á m. símkerfi, myndsendi, tölvukerfi og Ijósritunarvél. Ennfremur kemur samnýting starfsfólks til greina. Hentar vel lögfræðing- um, endurskoðendum, verkfræðingum, arki- tektum, félagasamtökum o.fl. Lysthafendur vinsamlegast skili upplýsingum um nafn og starfsheiti til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „Lög -1992“ fyrir 1. febrúar nk. Sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum Samkvæmt lögum nr. 53/1987 um skipulag á fólksflutningum með langferðabifreiðum falla úr gildi hinn 1. mars 1992 öll sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum. Ný sérleyfi til fólksflutninga með langferðabif- reiðum verða veitt frá 1. mars 1992 og skulu umsóknir um sérleyfi sendar til skipulags- nefndar fólksflutninga, Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík, eigi síðar en 10. febrúar 1992. í sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. Þá leið eða leiðir, sem sótt er um sérleyfi á og fyrirhugaðar ferðaáætlanir. 2. Skrásetningarnúmer, árgerð og sætatölu þeirra bifreiða, sem nota á til sérleyfis- ferða. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að gera kröfur til sérleyfishafa um ferðaáætlanir, ennfremur til að hlutast til um samræmda viðkomu- og afgreiðslustaði þar sem leiðir tengjast. Reykjavík, 22. janúar 1992. Samgönguráðuneytið. Faxtæki - tilboð Slysavarnafélag íslands óskar eftir tilboðum í 120 myndsenda, telefaxtæki. Tækin þurfa að vera einföld, en geta tekið á móti sending- um með sjálfvirkum hætti. Aðeins viður- kennd gæðatæki koma til greina. Tilboð þurfa að berast skrifstofu Slysavarna- félagsins, Grandagarði 14, fyrir 10. febrúar næstkomandi. Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Slysavarnafélag íslands. Veiðifélag Eystri-Rangár óskar eftir tilboðum í leigu veiðiréttar Eystri- Rangár frá ósi við Þverá að og með Mó- bakka. Samningstímabil til 1 árs eða fleiri ára. Tilboð sendist fyrir 1. febrúar nk. til Einars Lúðvíkssonar, Norðurgarði 1,860 Hvolsvelli, símar 98-78602 og 91-17677. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN F É I. A G S S T A R F Bæjarmálafundur Sjálfstæðisfélag Mosfellsbæjar boðar til opins fundar um bæjarmálefni í Hlégarði í kvöld, fimmtudaginn 23. janúar 1992, kl. 20.00. Kynnt verður fjárhagsáætlun fyrir árið 1992 og rætt almennt um bæjarmálefnin. Framsögumenn verða Þengill Oddsson og Páll Guðjónsson. St.St.59921237 VII I.O.O.F. 11 = 17301238Vz = HELGAFELL 59921237 VI 2 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld k. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 5 = 1731238V2 = NK-Sk. Hjálpræðisherinn Samkoma í kvöld kl. 20.30. Majór Liv Krötö talar. Verið velkomin. SÍtmhjólp Samkoma veröur í kapellunni í Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30. Umsjón: Stefán Baldvinsson. Samhjálp. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin f kvöld, fimmtu- dagskvöldið 23. janúar. Byrjum að spila kl. 20.30 (stundvíslega). Verið öll velkomin og fjölmennið. YT=77 KFUM V AD KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vepi. Horft til framtfðar. NY-UNG annast fundinn. Kaffi eftir fund. Allir velkomnir. Skipholti 50b, 2. hæð. Samkoma f kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.