Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 31 Að hvorum lífsstílnum stuðlar framhaldsskólinn? skuli nú talið að skerða fjárveit- ingu til skólanna á næsta skóla- ári. Ef slíkar ráðstafanir verða óumflýjanlegar ber að varast ákvarðanir sem sérstaklega leggj- ast á einn þátt skólastarfsins frek- ar en annan. Vert er að minnast þess að þeir sem hafa haft með niðurskurð eða breytingar á skóla- kerfinu að gera á undanfömum 10-15 ámm (bæði í grunn- og framhaldsskólum) hafa haft til- hneigingu til að skera fyrst af stundum til íþrótta skólanna. Þeg- ar spurt er hvers vegna, verður fátt um fagleg svör. Við skulum víkja að almennri íþróttakennslu í framhaldsskólum. Meginmarkmið hennar er að leit- ast við að fá nemendur til að stunda íþróttir, líkamsrækt og heilsuvemd og gera þá ábyrga og betur í stakk búna til að sjá um sína líkamsuppbyggingu sjálfír að námi loknu. í nýrri stefnumótun um íþrótta- iðkun í framhaldsskólum höfum við íþróttakennarar ekki kastað til hendinni heldur unnið markvisst að þróun kennslunnar svo hún megi verða hveijum og einum framhaldsskólanema faramesti inn í komandi tíma. Um þetta em skólameistarar framhaldsskóla vel upplýstir. Þeir vita einnig að vel hefur til tekist. íslenskt þjóðfélag er á leið inn í tíma þróunar og tækni þar sem líkamleg áreynsla er meir og meir að víkja fyrir sjálf- virkni og hagræðingu. Lífsstíll þjóðarinnar ýtir nú undir hreyfíng- arleysi hjá börnum og unglingum. Frístundum er í auknum mæli eytt fyrir framan sjónvarp og tölv- ur og líkamleg áreynsla er í lág- marki. Fæðuval er oft einhæft og lélegt meðal bama og fullorðinna. Slíkt stuðlar að enn frekari hreyfí- tregðu. Afleiðingamar em óhjá- kvæmilega veikbyggt blóðrásar- og stoðkerfí, léleg samhæfíng og stirðleiki. Hjá börnum og ungling- um birtist þetta aðallega í lélegum líkamsburði, lífskrafturinn dvín. Hvað þarf til að viðhalda lífí mannvemnnar vita fáir betur en góðir líffræðingar. Eigi námið, þekking á líkama og líkamsrækt að hafa eitthvert gildi þarf að tengja það hagnýtri reynslu með áherslu á verklega þáttinn. Heilsu- gæsla okkar hefur aðallega miðast við að lækna sjúkdóma en ekki að koma í veg fyrir þá, en sem betur fer er þetta að breytast. Skólamir em einn mikilvægasti hlekkurinn í fyrirbyggjandi heilsu- gæslu þjóðarinnar. Eigum við ekki að líta á það sem hvatningu í starfí og vinna út frá þeirri forsendu? Með því að skerða íþróttir í skólum er um leið verið að grafa undan helstu stoðum heilbrigðiskerfísins. Kínverskt spakmæli frá Kuan- tzu sem uppi var um 600 f.Kr. segir: „Ef mönnum er gefínn físk- ur, þá fá þeir mat þann daginn. Sé þeim kennt að veiða, þá hafa þeir mat ævina á enda.“ Okkar dýrmætasta eign er heilsan. Þegar hana brestur er fátt eftir. Höfundur er (þróttakennari og starfar sem námstjóri ííþróttum við menntamálaráðuneytið. VINNUVERND Hléæfingar Nútímatækni hefur haft í för Minnka má um leið hættuna á Þorgeir Óskarsson með sér ýmis einhæf störf sem reyna oft óhóflega mikið á vissa líkamshluta. Veldur þetta auk- inni hættu á vöðvabólgu, slitsjúkdómum, blóðrásartrufl- unum og vinnu- leiða. í mörgum fyrirtækjum, þó einkum í físk- iðnaði, hefur verið komið á fót hléæfingum til að minnka þessa hættu. Flestir kann- ast við þessa hugmynd frá Japan en þar hafa hléæfingar verið stundaðar um árabil í fyrirtækj- um. Kínveijar eiga þó líklega sterkustu hefðina í þessum efn- um og eru þar til reglugerðir sem kveða á um að vissar starfsstétt- ir skuli framkvæma heilsubæt- andi æfingar í vinnutímanum. Vestrænum þjóðum þótti þetta spaugilegt til að byrja með en nú þykja hléæfingar víða sjálf- sagður þáttur í vestrænum fyrir- tækjum. Markmið hléæfinga A. Minni vöðvaþreyta. Þegar vöðvi spennist þrýstir hann á þær æðar sem í honum liggja og stöðva að miklu leyti blóðflæðið um þær. Um leið stöðvast flutningur á næringar og úrgangsefnum til og fá vöð- vanum og við förum að finna fyrir þreytu. Þreytan lýsir sér í almennri eða staðbundinni vanl- íðan, minnkuðum krafti og minnkaðri færni, sem leiðir svo aftur af sér slysahættu. Sí- spenntir vöðvar eiga erfiðast með að sinna kröfunni um aukið blóðflæði en það ástand vöðva má oft fínna hjá fólki sem vinn- ur einhæfa störf. Má þar nefna nákvæmnisvinnu sem krefst samhæfingar hugar, handa og sjónar, t.d. þegar unnið er við snyrtingu á físki, vélritun, rafs- uðu, pijónaskap eða hárgreiðslu svo eitthvað sé nefnt. Aðalhreyf- ingin á sér þá stað í höndum, en herðar og háls eru eins og sett í skrúfstykki með síspennt- um háls- og herðavöðvum til að auka stöðugleika og nákvæmni handa. Með vissum æfíngum má slaka á spennunni í fyrrnefndum vöðrum svo blóðið nái að næra þá. Þannig má minnka eða seinka þreytu í þessum vöðvum. vöðvabólgu og slitsjúkdómum, því þreytan er undanfari þeirra sjúkdóma. B. Eðlilegur teygjanleiki vöðva og hreyfanleiki liða. í einhæfum störfum, einkum þar sem mikið er um bundnar hreyfingar, eins og lýst er að ofan, er helst hætta á að vöðvar og liðbönd stífni og styttist. Hreyfiferill liða minnkar þá, og þegar maður hreyfir sig kippir fyrr í þessa vefi en eðlilegt er, við verðum m.ö.o. stirðari og meiri hætta verður á tognun. Reyndar er það þannig, að fá störf krefjast þess að maður noti hreyfiferilinn að einhverju marki. Flestum er því nauðsyn að gera teygjuæfingar reglu- lega. Margar einfaldar æfingar sem beint er að þeim svæðum sem helst eru í hættu henta vel til að gera í vinnutímanum. Sem dæmi mætti nefna æfinguna að halla höfði til hliðar til þess að teygja á herðavöðvum og hliðart virkni biáæðapumpunnar. Það er helst í ganglimum sem við verðum að hugsa um að halda svokallaðri blá- æðapumpu sí- virkri. Blóðið er drifið áfram í átt til hjart- ans með sam- drætti fót- leggjavöðva t.d. þegar við göngum. Ef við sitjum lengi eða stöndum í sömu sporum kemst blóðið í fótleggjum takmarkað áfram, aukinn þrýstingur myndast í æðunum og hætta verður á myndun æða- hnúta og bjúgs. Ganga, létt skokk á staðnum og ökklakrepp- ur og -réttur koma því að góðum notum við að koma bláæðapump- unni í gang. D. Minnkun streitu og bætt- ur starfsandi. Hléæfingar auka fjölbreytn- ina í vinnunni og minnka þannig leiða, þær veita slökun þegar gert er hlé á afkastahvetjandi (bónus), streituvaldandi vinnu og eru líklegar til þess að auka samkennd meðal starfsfólks og þannig bæta félags- og starf- sandann. Einnig minna þær á æskilegar vinnustellingar og umhugsun um líkamann. Uppbygging hléæfinga Hléæfingar innihalda oftast súrefniskræfar blóðstreymis- aukandi æfingar eins og göngu eða skokk á staðnum, ferilsæf- ingar sem innihalda stórar hreyfingar í liðum, teygjuæfing- ar, slakandi æfingar og önduna- ræfíngar. Fer það eftir starsem- inni í fyrirtækinu á hvers konar æfingar áhersla er lögð. Jafnvel þótt ekki sé kostur á því að taka þátt í sérstöku hléæf- ingaprógrammi væri hægt að læra vissar æfingar til þess að nota í starfi bæði heima og að heiman. Tímalengd hléæfinga er oftast 4 til 6 mínútur og eru æfingarn- ar þá framkvæmdar tvisvar sinn- um á vinnudeginum. Þau hléæf- ingaprógrömm sem komið hefur verið á fót í fyrirtækjum hér á landi eru oftast spiluð af hljóð- snældum þar sem æfingunum er lýst og tónlist leikin með. Það er vert að taka fram að hléæfingar eru fáar og taka stuttan tíma. Þær auka því hvorki styrk né þol að neinu marki og koma því ekki í stað líkamsþjálfunar sem allir ættu að standa að minnsta kosti tvi- svar til þrisvar sinnum í viku. Árangur af hléæfingum Á vegum héraðslæknisemb- ættisins á Norðurlandi eystra gerðu Magnús H. Ólafsson sjúkraþjálfari og Ólafur H. Óddsson héraðslæknir könnun á áhrifum hléæfínga á 315 konur í 9 frystihúsum. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að flest- ar konurnar sögðust hafa gagn af æfíngunum, að þær hefðu minni vöðvaverki og að æfíng- arnar hefðu jákvæð áhrif á starf- sandann. í ljós kom einnig að fjarvera vegna veikinda minnk- aði hjá þriðjungi kvennanna. Hléæfingar eru þvi bæði hagur starfsfólks og atvinnurekanda. Höfundur er sjúkraþjáifari. Við bjóðum allar helstu tryggingar á hagstæðu verði! Segðu upp tryggingunni þinni með mánaðar fyrirvara og notaðu tímann til að bera saman iðgjöld trygginga- félaganna! Við erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21. Sími 629011. Grænt númer 99 6290. Skandia Island w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.