Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 32
- 32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 Þorvarður Aki Ei- ríksson - Minning Fæddur 22. febrúar 1931 Dáinn 14. janúar 1992 Þorvarður Áki er látinn aðeins rúmlega sextugur að aldri, eftir rúmlega þriggja ára baráttu við banvænan sjúkdóm sem nú hefur hrósað sigri. Það er erfitt fyrir eftir- Iifandi vini og vandamenn að beygja sig fyrir slíkri staðreynd. Kynni okkar byrjuðu í Gagnfræð- ð askóla Akureyrar haustið 1945, en þá hófum við nám þar í 1. bekk ásamt stórum hóp æskufólks. Allt frá fyrsta degi var Þorvarður Áki sjálfkjörinn foringi þessa hóps, þar fór saman glæsimenska, háttvísi og einstök ljúfmennska hans. Frá þrem vetrum í skólanum er margs að minnast. Náinn kunnings- skapur var milli okkar einkum síð- asta veturinn, og var ég þá heima- gangur á heimili hans. Foreldrar Þorvarðar Áka, María og Eiríkur, voru sérstakar gæðamanneskjur og til þeirra var gott að koma. A þessum árum var Þorvarður Áki Iiðtækur í íþróttum og æfði 2j allmargar íþróttagreinar með félagi sínu KA. Hugur Þorvarðar Áka stóð ekki til Iangskólanáms þótt hann hefði góða námshæfileika, en hann afréð að fara til náms í sælgætisgerð til Danmerkur og hóf síðan störf í iðn sinni á Akureyri, og síðar í Reykja- vík. Hann kvæntist 11. júní 1954 Margréti Sigríði Einarsdóttur, fædd 11. ágúst 1930, píanóleikara, dóttur Einars Þorsteinssonar, skrifstofu- stjóra hjá Olís, og Halldóru Hall- . dórsdóttur. Börn þeirra eru: Dóra Guðrún, fædd 28. desember 1954, húsmóðir í New York, gift Grétari Má Sigurðssyni fastafulltrúa SÞ og eiga þau tvær dætur; Einar Örn, fæddur 12. ágúst 1957, landsliðs- maður í handknattleik, sambýlis- kona Arnrún Kristinsdóttir og eiga þau tvö börn; María, fædd 5. mars 1962, nemi í Þýskalandi, sambýlis- maður hennar er Héðinn Gilsson; og Eiríkur Kjartan, fæddur 7. okt- óber 1968, nemi. Foreldrar Þorvarðar Aka voru Eiríkur Kristjánsson, kaupmaður og iðnrekandi á Akureyri, fæddur 25. ágúst 1893, dáinn 5. apríl 1965, og kona hans, María Þorvarðardótt- ir, fædd 17. maí 1893, dáin 21. "•* júní 1967. Þorvarður Áki var yngstur fjög- urra bræðra, elstur þeirra var Kristján, fæddur 7. september 1921, lögfræðingur, nú látinn, þá kemur Sigurður Haukur, fæddur 14. desember 1922, skrifstofumað- ur, þá Örn fæddur 28. janúar 1926, siglingafræðingur, en yngst er hálf- systir samfeðra, Erna, fædd 31. mars 1947. Eftir skólagöngu á Akureyri skildu leiðir okkar. En þrátt fyrir fjarlægðina vissum við alltaf hvor af ððrum, og kunningsskapur var fyrir hendi til hinsta dags. Það er svo vorið 1988 sem stór hópur bekkjarsystkina kom saman í Reykjavík. Þar var ákveðið að fjöl- menna í fjörutíu ára útskritaraf- mæli GA á Akureyri það vor og færa skólanum gjöf af því tilefni. Það var ánægjuleg stund þegar hópurinn hittist aftur, sum eftir fjörutíu ára aðskilnað. Þorvarður Áki var aðalhvatamaður að því að þetta var gert. Ferðin var farin og með góðri þátttöku sunnan- og norðanmanna á Akureyri heppnaðist allt vel, kær- komin samfundur bekkjarfélaga til endurnýjunar fyrri kynna og góðar ¦ i móttökur skólastjóra og kennara á Akureyri. Það er svo síðar það sum- ar sem sjúkdómurinn uppgötvaðist sem nú hefur orðið Þorvarði Áka að aldurtila, þrátt fyrir tilraunir læknavísindanna til úrbóta. Það væri langt/nál að rekja starfssögu Þorvarðar Áka. Hann stofnaði fyrir- tæki í sælgætisiðnaði sem var hans ævistarf, ýmist einn eða í félagi við aðra. Þá gekk hann til samstarfs við aðra um starfrækstu sælgætis- gerða og var einnig framleiðslu- stjóri þeirra. Félagsmál tengd stéttinni lét hann til sín taka, og þar var hann í stjórnum. íþrótta- og félagsmál áttu stórt rúm til hjarta hans, og starfaði hann mikið að þeim mála- flokki, fyrst í fæðingarbæ sínum Akureyri og síðar í Kópavogi. Hann var stofnandi og fyrsti formaður HK í Kópavogi, í stjórn Tómstunda- ráðs bæjarins og í stjórn HSÍ á sama tíma og stjórnarmaður UMSK um árabil. Einkalífið var hans stærsta hamingja. Eiginkona, börn- in og heimilið áttu hug hans. Syn- irnir Einar og Eiríkur, sem báðir hafa lagt stund á íþróttir með góð- um árangri, fengu fullan stuðning hans til að sinna sínum íþrótta- greinum, hjá þeim hefur hann kannske séð rætast þann árangur sem hann þráði sjálfur að ná, sem ekki tókst vegna ólíkra aðstæðna. En nú þegar Þorvarður Áki er allur, verða það minningarnar sem taka við, og þær eiga stórt rúm í þeim sjóði og þar er margs góðs að minnast. Veikindastríð Þorvarðar Áka hef- ur verið erfitt og langvinnt. Allan þann tíma hefur fjölskyldan staðið öruggan vörð við hlið hans, sérstak- lega hefur eiginkonan lagt mikið og fórnfúst starf af mörkum, þar sem hún hefur allan tímann hjúkrað og hlúð að honum eftir bestu getu. Eiginkonu, börnum, tengdafólki, barnabörnum og skyldmennum eru færðar innilegustu samúðarkveðjur. Góður drengur er genginn. Guð blessi ástvini og minningu Þorvarð- ar Áka. „ . _, Bryiyarr Petursson. Nú er fallinn í valinn einn vænsti drengur er ísland hefur alið. Vinur minn þorvarður Áki Eiríksson er horfinn á braut, eftir stranga bar- áttu við sjúkdóm þann er fáum hlíf- ir. Það er einkennilegt hvað fregnin um andlát hans kom sem reiðarslag yfir mann, þrátt fyrir vitneskjuna um baráttu Áka við sjúkdóminn. Missirinn er jú alltaf mestur þegar á braut hverfur einhver sem maður vildi sem lengst njóta samfylgdar við._ Áka hitti ég fyrst sem strákgutti á handknattleiksæfingu í íþrótta- húsi Kársnesskóla í Kópavogi. Þeg- ar þetta var grunaði mig ekki hversu mikið, ánægjulegt og lær- dómsríkt samstarf ég átti í vændum við þennan mann. Það er ekki oft á ævinni sem maður á þess kost að kynnast jafn góðum dreng og sómamanni og Áka. Hópur ungra drengja var á þess- um tíma að stofna íþróttafélag í Kópavogi. Félagið kölluðu þeir HK, eða handknattleiksfélag Kópavogs. Félag þetta átti sér enga lífsvon nema til stjórnar þess fengjust ein- hverjir fullorðnir. Einn í hópi strák- anna var Einar sonur Áka, og fékk hann pabba sinn til að stýra félag- ínu með því að taka að sér for- mennsku. Þar með var HK komið til að vera. Áki hélt félaginu gang- andi án þess að fá nokkuð að laun- um annað en þakklæti og aðdáun okkar strákanna. Það var sama hvað á gekk, alltaf var það Áki sem gekk í málin og bjargaði því sem þurfti hverju sinni. Félagið varð strax á fyrstu árum þess fyrir miklu aðkasti og andstöðu frá öðrum fé- lagasamtökum í Kópavogi. Allar orrusturnar stóð foringinn af sér, svo að strákarnir hans gætu ein- beitt sér að því að æfa handknatt- leikinn. Það var alltaf sama hvað það var sem vantaði, Áki hafði allt- af tíma fyrir HK. Þeir voru ekki fáir leikirnir sem Áki keyrði heil ósköp af smápollum í skutbifreiðum sínum. Þá mætti hópur drengja heim til hans og svo var staflað í bílinn og haldið af stað. Allt var gert til að stuðla að upp- gangi HK. Þegar félagið var skikkað til að útvega dómara af HSÍ, þá var það að sjálfsögðu Áki sem fór á dómara- námskeið og var þá því máli bjarg- að eins og alltaf áður. Áhrifin sem svona maður hefur á ungan mann eins og mig, er þetta var, eru ótrúleg. Vinátta og um- gengni við svona sterkan persónu- leika gefa manni meira en svo að orðfái lýst. Áki hafði okkur nokkra með sér út í félagsmálastörfin í Kópavogi sem og í íþróttahreyfingunni. Það varð mér góður skóli og lærdóms- ríkur. Öll fjölskylda Áka varð að sjálf- sögðu að þola átroðning okkar á heimili hans og Margrétar konu hans. Höfuðstöðvar félagsins voru fyrsta áratuginn á heimili þeirra hjóna í Skólagerði 31. Þaðan á ég minningar sem aldrei munu gleym- ast, og munu ylja mér um hjartar- ætur um ókomna tíð. Handknatt- leiksfélag Kópavogs óx og dafnaði með þeim hóp er hóf starfið. Hópur þeirra drengja er stofnuðu félagið var ætíð elsti aldurshópur félagsins dyggilega hvattur til dáða af Þor- varði Áka. Það kom að því að stofn- aður var meistaraflokkur í félaginu, í hópinn bættust nokkrir sómamenn úr ýmsum áttum og hófu að leika í 3. deild. Þessi hópur, undir stjórn Þorvarðar Áka átti eftir að setja met sem seint verður slegið. Á að- eins 3 árum náði þessi einstaki hópur þeim árangri að komast í fyrstu deild. Þetta er bara eitt stórt dæmi um metnaðinn og dugnaðinn sem einkenndi þennan hóp. Þorvarður Áki skilur eftir sig djúp spor hvar sem hann fór. A þessari skilnaðarstund er mér efst í huga mikið þakklæti fyrir það að verða þeirrar ánægju njótandi að kynnast þessum góða dreng. Minningin um samvinnuna og samverustundirnar með Áka er eitt- hvað sem ekki verður frá manni tekið. Við sem þekktum hann getum yljað okkur við þær minningar um ókomin ár. Elsku Margrét og börn, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð, og saman munum við varðveita minningu um einstakan mann. Gissur Kristinsson. Nú er horfinn yfir móðuna miklu tengdafaðir minn og vinur, Þorvarð- ur Aki Eiríksson. Frá því er ég man eftir mér minn- ist ég Þorvarðar Áka, fyrst i sæl- gætisgerð hans þar sem ég var tíð- ur gestur og er ég varð eldri sem föður Handknattleiksfélags Kópa- vogs, HK. Eftir að fjölskylda mín fluttist í vesturhluta Kópavogsbæj- ar rakst ég oft á Áka á förnum vegi. Hann gaf sér alltaf tíma til þess að ræða málin við unga sem aldna og eru samtöl okkar frá þess- um tíma mér óvenjulega minnis- stæð. Á þessum tíma þekkti ég lítið til fjölskyldu Áka, en mér er minnis- stæð lýsing vinar mína á dóttur Þorvarðar, sem ég kynntist sjö árum síðar, eiginkonu minni, Dóru Guðrúnu Þorvarðardóttur. Ég var frá fyrstu tíð boðinn vel- kominn á heimili þeirra hjóna, Margrétar og Áka. Heimilið var bæði hlýlegt og myndarlegt. Fjöl- skyldan var mjög samrýnd og heim- ilislífið fjörmikið. Þarna voru öll mál ítarlega rædd, hvort heldur sem þau sneru að stjórnmálum, trúar- brögðum, siðferði eða öðrum um- hugsunarefnum. Oft var það hins vegar handboltinn sem átti hug heimilismanna. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég fór með fjölskyld- unni á handknattleiksleiki, þá umt- urnaðist þetta dagfarsprúða fólk, skapið eftir leikinn fór siðan eftir gangi hans. Ef hann vannst þá var betri flöturinn upp á mannskapnum annars var risið lægra og var þá farið yfír mistök leiksins. Á slíkri stundu gat Áki snúið blaðinu við og sest við píanóið, hann var í skemmtilegum ham við þessar að- stæður, jassinn ómaði og þá var Iíf í tuskunum í Skólagerðinu. Áki var mikill fjölskyldumaður og naut sín best í faðmi fjölskyld- unnar. Eiginkona hans, börn og barnabörn hafa misst mikið við frá- fall þessa hjartahlýja manns. Hann var vinur vina sinna, mjög frænd- rækinn og minningin um foreldra ^iiwl^JK hans var honum ákaflega kær. Hátt hló hann og innilega er hann sagði skemmtisögur af systkinum sínum. Oft minntist hann tengda- foreldra sinna og þeirrar fjölskyldu með mikilli hlýju. Áki var fagurkeri og var höfðingi heim að sækja. Reglumaður var hann og fór fátt meira fyrir brjóst- ið á honum en óreiða. Hann var trúrækinn og leið best ef hann hafði mikið fyrir stafni. Hann var skap- mikill, hafði skemmtilegar og ákveðnar skoðanir, erfði þó við eng- an og lagði jafnan gott til allra. Ekki hef ég á minni lífsleið kynnst öðrum manni sem gæddur er eins ríkum mannkostum. Það dró ský fyrir sólu hjá fjöl- skyldunni __ fyrir tæpum fjórum árum, er Áki greindist með sjúk- dóminn illskæða sem lagt hefur svo marga að velli. Baráttan var löng og ströng enda var Áki staðráðinn í að hafa betur í þessari viðureign og naut þar dyggrar aðstoðar ást- kærrar eiginkonu, barna og annarra ástvina. A þessum tíma skiptust á skin og skúrir, sjjíkdómurinn reyndi ekki einungis á Aka, hann olli miklu sálarstríði hjá öllum ástvinum. Á tímabilum blés byrlega í baráttunni gegn þessum skæða óvini, og eigum við fallegar minningar frá þeim tíma, enda var Áki hraustmenni, sem lét engan bilbug á sér finna. Tvívegis heimsóttu Margrét og Áki okkur Dóru til New York á þessu tímabili og eru samveru- stundir okkar ógleymanlegar. Það var svo margt sem gat glatt Áka, sumt sem flest fólk tekur ekki eftir eða tekur sem sjálfsagðan hlut. Síð- astliðið sumar heyrðum við að hon- um hefði elnað sóttin, heimferð okkar var því kvíðablandin ánægja en það var óþarfi, Áki lék á als oddi. Hann skipulagði margar skemmtiferðir en ekki leist mér á blikuna er hann byrjaði að lagfæra húsið sitt, það voru engin vettlinga- tök og hann krafðist þess að vera einn í aktaumnum, enda var vinnan að hans sögn góð æfing. Nú er hlutverki míns kæra tengdaföður og vinar lokið í þessu lífi en ljúfar minningar lifa. Tengdamóður minni og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Grétar Már Sigurðsson. Ef þú getur gengið skýin götu finnur ofar tindum, bakvið heiminn, bakvið þig. Vegur liggur hærra hliðum í heiðríkjunnar lindum, gegnum hjartað, gegnum þig. (Sigvaldi Hjálmarsson) Nú hefur Þorvarður Áki Eiríks- son vinur minn yfirgefið jarðneska heiminn og er kominn yfir landa- mæri lífs og dauða, fluttur inn á bjartari tilverusvið á leið inn í land hinnar gullnu dögunar, sem hann máske eygði í gegnum rökkurskímu jarðlífsins. Hann var gæddur mörg- um góðum hæfileikum samfara miklum mannkostum og var því vel til forustu fallinn. Sama var hvar hann lagði hönd á plóginn allt fórst honum jafn vel úr hendi, hVort sem um var að ræða trúnaðar- eða stjórnunarstörf sem honum voru falin í þágu andlegra^eða verald- Jegra mála. Þorvarður Áki var list- unnandi, bar gott skyn á myndlist, tónlist og aðrar skapandi listgrein- ar. Á yngri árum var hann góður íþróttamaðúr oglagði íþróttum lið allt sitt líf. Hann var fríður maður, vel á sig kominn og tiginmannlegur f allri framgöngu. Samræðugóður var hann, hafði fastmótaðar skoð- anir, átti gott með að umgangast samferðamenn sína og gerði aldrei mannamun. Hann hafði næmt auga fyrir því skoplega í tilverunni, en ekki á kostnað náungans. Það var mesta lífslán Þorvarðar Áka er hann ungur að árum kynnt- ist Margréti Einarsdóttur, sem síðar varð eiginkona hans. Hún var hans styrka stoð í blíðu og stríðu. Þau voru samhent og samstíga í gegn- um lífið. Jarðneska auðsöfnun höfðu þau ekki að markmiði, heldur einlæga þroskaleit og það takmark að búa börn sín vel undir lífið með góðu uppeldi og góðu heimili, enda var heimilið Þorvarði Áka mjög mikils virði og hann leit á það sem heilagan griðarstað. Leiðir okkar Þorvarðar Áka lágu saman í Sam-frímúrareglunni, þar sem við höfðum starfað saman í 21 ár. Hann var leitandi maður mjög trúaður og rækti vel kirkju- starf í sókn sinni. Snemma á lífsleið- inni valdi hann sér ásamt eiginkonu sinni leið frímúrarans og á þeim vegi fann hann vafalaust mörg svör við spurningum lífsgátunnar. Hann vann mikið og gott starf í þágu Sam-frímúrarareglunnar. Hann var mjög þjónustuviljugur og skipti ekki máli um hvaða störf var að ræða. Við erum æði mörg systkinin, sem hann studdi og leiðbeindi^ fyrsta áfangann þar. Þorvarður Áki var heill og góður í öllu starfi gat verið fastur fyrir og ákveðinn, en reyndi alltaf að færa allt til betri vegar af sáttfýsi og sanngirni. Ég heimsótti hann viku fyrir andlát hans. Hann fagnaði mér með sama bróðurkærleikanum og alltaf áður. Við ræddum okkar hugðarefni og enn var það hann sem var gef- andi, en ég þiggjandi þó fársjúkur væri. Ég er forsjóninni þakklát fyr- ir að hafa átt vermandi vináttu hans á liðnum árum. En nú er þessi tími liðinn. Þor- varður Áki á ekki eftir að setja fleiri fundi með okkur og ekki eftir að umvefja okkur með ástúð og hlýju á heimili sínu. Minningin mun þó ekki fyrnast þeim er nutu velvildar og fágætrar gestrisni hans og þeirra hjóna beggja. Þótt lífið væri Þorvarði Áka mjög kært þá kom kall dauðans sem guðleg líkn er losað hann við þær þjáningar sem fylgja þeim illvíga sjúkdómi, sem hann barðist við af karlmennsku í nærri fj'ögur ár. Það var aðdáunarvert hvað mikla bjart- sýni og baráttuþrek hann sýndi fram á síðasta dag. En í gegnum þennan erfiða tíma stóð Margrét eins og klettur við hlið hans studd af börnum þeirra Dóru, Einari, Maríu, Eiríki og fjölskyldum þeirra. Við systkini í Osiris kveðjum nú góðan vin með innilegri þökk fyrir allar samverustundirnar og biðjum honum guðsblessunar á nýjum leið- um, handan grafar og dauða. Margréti, börnunum og allri fjöl- skyldunni vottum við djúpa samúð. Megi minningin um góðan dreng gera okkur öll að betri mönnum. Guðrún I. Jónsdóttir. Orrustunni er lokið — hugprúð hetja hefur lagt frá sér vopn og herklæði og haldið á vit Ijóssins heima til æðri sigurvinninga. Karlmannlegur var hann og fag- ur, göfugur og gjöfull mannkosta- maður, ósínkur á verðmæti úr digr- um sjóði mannúðar sinnar og kær- leika. Vinátta hans var tær og fölskvalaus, hugurinn heiður og hreinn. Með djúpu þakklæti og virðingu kveð ég minn góða vin og samherja og bið alföður að styrkja fjölskyldu hans. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Jóhanna G. Erlingson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.