Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 34

Morgunblaðið - 23.01.1992, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1992 Sigríður M. Jóns- dóttír - Minning Fædd 10. júní 1923 Dáin 16. janúar 1992 í dag verður jarðsungin frá Ás- kirkju mágkona mín Sigríður Jóns- dóttir, sem lést í Landspítalanum 16. janúar. Hún fæddist í Geirshlíð í Flóka- dal, 10. júní 1923. Foreldrar henn- ar voru sæmdarhjónin Vilborg Jó- j- hannesdóttir og Jón Pétursson og var hún næst yngst 6 barna þeirra. Hún ólst upp í Geirshlíð við algeng sveitastörf í glöðum systkinahóp þar sem ráðdeild, atorka og trú- rækni mótuðu heimilislífið og bar hún því fagurt vitni. Árið 1943 fór hún til náms í Kvennaskólann á Hverabökkum. Þar kynntist hún bróður mínum, Ragnari Jónssyni frá Hólmi og giftist honum 22. nóvember 1947. Síðan gengu þau saman veginn, svo samstiga og samstillt í öllu sem þar færi einn maður. Þau fluttu 1950 í nýbyggt hús sitt að Langholtsvegi 2 og hafa ^ búið þar síðan. Þau eignuðustþrjú böm. Vilborgu fóstru gifta Friðrik Ó. Schram, Ragnhildi fóstru gifta Olaf Engsbraten og Jón vélstjóra kvæntur Amdísi Jósefsdóttur. Bamabömin eru sjö. Strax við fyrstu kynni vakti Sigga, eins og hún var jafnan köll- uð, traust sem aldrei brást. Hún var hlédræg að eðlisfari en við- mótsgóð. Hún var ekki eitt í dag og annað á morgun, hún var ávallt sú sama, hinn fasti punktur fyrir fjölskyldu sína. Prúðmennska og snyrtimennska einkenndu hana. Hún fylgdist vel með og hafði skoð- anir á flestum málum, lét ekki hrekja sig frá þeim en þrengdi þeim ekki upp á aðra. Hún stund- aði ekki vinnu utan heimilis en sinnti sínum húsmóður- og uppeld- isskyldum af mikilli alúð og al- vöru. Fleiri en afkomendur hennar nutu hjá henni athvarfs. í skjóli þeirra Ragnars bjuggu foreldrar beggja um tíma og móð- ir hennar þar til hún lést árið 1985, 99 ára gömul. Sú þjónusta var veitt með glöðu geði af mikilli nærfærni. Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka. Ég minnist þess þegar ég og fjölskylda mín bjuggum í öðrum landshluta hve vel var tekið á móti okkur á Langholtsveginum, hve allt var velkomið og sjálfsagt okkur til handa. Ég minnist ferðalaga, sem þau tóku okkur með sér í. Ég minn- ist þess atviks er við systkinin vorum að leggja upp í eitt slíkt ferðalag að í ljós kom að foreldrar okkar gátu ekki verið ein heima sökum sjúkleika föður okkar. Áður en til þess kæmi að við breyttum áætlun, sagði Sigga: „Ég verð bara heima.“ Þá var það ákveðið og útrætt. Þannig var hún alltaf boðin og búin. Fjas og veður útaf hlutunum var henni svo fjarri. „Er það hún, sem á litabókina handa bömum?“ spurði lítill dóttursonur minn er hann heyrði mig segja frá veikindum hennar. Þannig var hún í vitund hans, sá fyrir öllu. Þau hjónin höfðu mikið yndi af að ferðast um landið, fara í göngu- ferðir og kynnast íslenskri náttúru. Mörg handtök áttu þau í húsum Rangæingafélagsins í Hamragörð- um undir Eyjafjöllum. Einnig voru þau virkir þátttakendur í safnaðar- starfi kirkju sinnar. Sigga hafði alltaf verið heilsu- góð og lifað einstaklega reglusömu og heilbrigðu lífi. Þess vegna komu veikindi hennar á síðastliðnu sumri á óvart. En enginn má sköpum renna. Mikill harmur er nú kveðinn að Ragnari, börnum þeirra og barna- börnum. Megi minningarnar ljúfar og hreinar veita þeim huggun. Guð blessi minningu Sigríðar Jónsdóttur og gefi ástvinum henn- ar styrk. Ásta G. Jónsdóttir. í dag fer fram frá Áskirkju í Reykjavík útför tengdamóður minnar, Sigríðar Melkjörínu Jóns- dóttur, en hún lést í Landspítalan- um fimmtudaginn 16. janúar sl. eftir stutta er erfiða sjúkdómslegu. Sigríður fæddist í Geirshlíð í Flóka- dal í Borgarfirði, dóttir sæmdar- hjónanna Jóns Péturssonar og Vil- borgar Jóhannesdóttur. Jón og Vilborg bjuggu í Geirshlíð allan sinn búskap, eða allt þar til þau aldurs vegna fluttu til Reykjavík- ur, nánar tiltekið til dóttur sinnar, Sigríðar sem þar bjó ásamt eftirlif- andi manni sínum, Ragnari H. Jónssyni frá Hólmi í Austur-Lan- deyjum. Sigríður dvaldi öll bemsku- og uppvaxtarár sín heima hjá foreldr- um sínum í Geirshlíð. Var þar mik- ið myndarheimili og mannlíf allt hið besta. Þar var grunnur lagður að framtíð Sigríðar og þar fékk hún það veganesti sem átti eftir að reynast henni vel er leiðin lá að heiman og síðar á hennar eigin heimili í Reykjavík. Skólaganga Sigríðar varð ekki löng miðað við það sem nú gerist. Eftir barnaskóla heima í sveitinni fór hún einn vetur á Kvennskólann í Hveragerði. Þar kynntist hún Ragnari, en hann var þar við vinnu. Þau Ragnar gengu í hjónaband 22. nóvember 1947 og hófu búskap á Kambsvegi 3 í Reykjavík. Þar fæddist fyrsta barn þeirra, Vilborg, árið 1948. Á Kambsvegi bjuggu þau hjónin aðeins stuttan tíma, því að nú hófust þau handa um að eignast sitt eigið húsnæði. Byggðu þau í félagi við aðra húsið við Langholtsveg 2 í Reykjavík. Vann Ragnar mikið sjálfur við þá hús- byggingu en hann er mikill elju- maður og bæði handlaginn og út- sjónarsamur. Húsið við Langholts- veg 2 átti eftir að verða heimili Sigríðar alla tíð, eða allt þar til hún lést. Þar fæddist Ragnhildur, dóttir þeirra árið 1950 en sonurinn Jón er fæddur 1952. Þau eru öll gift og hafa stofnað sín eigin heim- ili. Dæturnar eru fóstrumenntaðar en sonurinn vélstjóri. Eiginmaður Vilborgar er undirritaður og eiga þau þrjú börn. Maður Ragnhildar er Olaf Engsbraten, þau eiga tvær dætur og kona Jóns er Arndís Jó- sefsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Hjónaband Sigríðar og Ragnars var gott. Þau voru afar samhent og ást þeirra og vinátta mjög ein- læg. Auðfundið var að þau báru virðingu hvort fyrir öðru og forðuð- ust að gefa neitt tilefni til ásteit- ingar. Við Langholtsveginn skópu þau heimili þar sem mannkostir og göfugmennska efldust í kær- leika og friði. Við þessar aðstæður var ekki hjá því komist að börnin tileinkuðu sér háttprýði og aðra góða eiginleika sem foreldrarnir höfðu fyrir þeim daglega. Ég þekkti Sigríð.i í tuttugu og fimm ár og minning mín um hana er á einn veg: Hún var mikil sóma- kona. Sigríður var fremur hlédræg. Hún var ekki margmál en verk hennar töluðu og vitnuðu um vand- aða sál. Hún var góð eiginkona og móðir, það fannst glöggt þegar maður kom inn á heimili þeirra Ragnars. Heimilið einkenndist af reglusemi, iðju og jafnframt friði. Sigríður lagði sig fram við að skapa manni sínum og börnum gott heimili og það tókst henni. Þar ólust börnin upp við kærleika, öryggi og umhyggju. Þar fengu þau ómetanlegt veganesti fyrir líf- ið. En það voru fleiri en maður hennar og börn sem nutu þjónustu hennar og kærleika og eru henni ætíð þakklátir. Foreldrum sínum sinnti hún t.d. í elli þeirra, sérstak- lega Vilborgu móður sinni, sem lifði Jón mann sinn, og bjó á heim- ili þeirra Ragnars um margra ára skeið. Að hafa kynnst Sigríði og feng- ið að njóta gestrisni hennar og hjálpsemi margsinnis hefur verið mér dýrmætt. Verk hennar voru góð og þeirra hef ég og fjölskylda mín notið í mörgu, en persónan sjálf held ég hafi þó haft mest áhrif á mig. Lyndiseinkunn hennar var slík og mannkostir. Frá henni stöfuðu heilbrigð áhrif. Allt sem hún gerði var gert af vandvirkni og heilum hug. Þessara góðu áhrifa nutu börnin í ríkum mæli og hlutu blessun af. Vilborg, móðir Sigríðar var einlæglega trúuð kona. Á bernskuheimilinu í Geirshlíð var trúin á frelsarann hið æðsta viðm- ið og þeirra áhrifa naut Sigríður strax í bemsku. Það veganesti hefur reynst henni vel og reyndar þeim báðum hjónunum, því að trú- in var Ragnari einnig dýrmæt og á þeim grunni hvíldi heimilislíf þeirra og reyndar öll afstaða til lífsins. Eg held mér sé óhætt að segja að hugur Sigríðar hafí á síð- ari árum beinst enn frekar inn á þessar brautir. Þau Ragnar voru virkir þátttakendur í safnaðarstarfi Ásprestakalls í Reykjavík. Þar sóttu þau kirkju reglulega og ræktu trú sína undir leiðsögn séra Áma Bergs Sigurbjörnssonar, þess ágæta prests og sálusorgara. Síðustu vikumar sem Sigríður lifði sá ég glöggt hve trú hennar var einlæg og sönn og hvílíkan frið hún veitti henni. Sú vissa, að fyrir hjálpræðisverk Jesú Krists ætti hún fyrirgefningu og náð Guðs, veitti henni sálarró og styrk til að bugast ekki í átökunum við hinn skæða sjúkdóm. Trú hennar bægði frá örvæntingu og trega. Hún dó í friði og sátt. Síðustu skiptin sem ég sá hana einkennd- ust af ró og öryggi. Allt var í hönd- um Guðs, hans sem mun snúa öllu böli til góðs að lokum. Það er hin kristna von sem ekkert getur haggað. Það er ekki ætlun mín að fara hér mörgum orðum um Sigríði og mannkosti hennar, enda veit ég að það hefði ekki verið henni að skapi. Hún vildi ekki að athygli annarra beindist að sér eða að sér væri hrósað. En ég er henni þakk- látur fyrir þau ár sem ég og fjöl- skylda mín fengum að vera henni samferða. Við söknum hennar mik- ið en hlökkum til að sjá hana á ný í ríki Jesú Krists þar sem lífið og kærleikurinn ríkir og enginn að- skilnaður eða dauði er lengur til. Ég bið góðan Guð að hugga Ragnar, börnin og aðra aðstand- endur í söknuði þeirra. Guð blessi minningu Sigríðar. Friðrik Ó. Schram. t Móðir okkar, DÓMHILDUR SKÚLADÓTTIR frá ísafirði, lést á Hrafnistu í Reykjavík 14. þ.m. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun á liðn- um árum. Þökkum samúð. Börnin. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA GUÐRÚIM KARLSDÓTTIR, Hamrahlið 1, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. janúar kl. 13.30. Ragnheiður Ólafsdóttir, Paul M. Smith, Ástrós Arnardóttir, Karl Skírnisson og barnabörn. t STEINGRÍMUR JÓNSSON frá Höfðakoti, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Börn og tengdabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og út.för eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS J. SÍMONARSONAR fyrrv. lögregluþjóns, Álftamýri 75. Sérstakar þakkir til Þórarins Sveinssonar, yfirlaeknis á krabba- meinsdeild Landspítalans, fyrir góða og hlýja umönnun. Kristfn Auðunsdóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir, Björn Ævar Steinarrsson, Pétur ÓJafsson, Margrót Hilmarsdóttir, Símon Ólafsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson, Magnús Ólafsson og barnabörn. t Minningarathöfn um HJÖRT ÁRMANNSSON, Norðurgötu 1, Siglufirði, fer fram í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 16.00. Sigríður Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför AÐALHEIÐAR HARALDSDÓTTUR. Ágúst Vigfússon, Dóra Ágústsdóttir, Magnús Magnússon, Sveinn Ágústsson, Úrsúla Ágústsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, HJARTAR HJARTARSONAR, fyrrv. forstjóra. Ingibjörg Hjartardóttir, Unnur Hjartardóttir, Hjörtur Orn Hjartarson, Anna Hjartardóttir, Helgi Hjartarson og barnabörn Björn Jóhannsson, Steindór Hjörleifsson, Hrefna Hrólfsdóttir, Hannes Þorsteinsson, t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát SIGRÚNAR TORFADÓTTUR KAJIOKA, sem lézt í Toronto 21. desember 1991. Robert Kajioka, Rosemary Kajioka, Kathleen Kajioka, Halla Thorlacius, Anna Jónsdóttir, Hjörtur Torfason, Ragnheiður Torfadóttir, Helga Sóley Torfadóttir. Sveinbjörn Þórkelsson, Torfi Hjartarson, Nanna Þorláksdóttir, Þórhallur Vilmundarson,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.