Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1992 35 Nú þegar skammdegið grúfir yfir öllu og sólin er hvað lægst á lofti kvaddi mín ástkæra systir þennan heim, eftir erfið en stutt veikindi. Allt frá því að ég var lít- ill drengur að alast upp í Geirshlíð í Flókadal sýndi hún mér einstaka umhyggju og nærgætni sem aldrei I verður fullþökkuð. Hún flutti suður og giftist þar afbragðsmanni, Ragnari Jónssyni. * Þegar ég kom suður að læra var þeirra heimili mitt heimili. Þegar foreldrar okkar brugðu búi 1958 i fluttu þau í kjallaraíbúð sem systir mín og maður hennar áttu og bjuggu í sambýli með þeim til dauðadags. Ég votta mági mínum og fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Jóhannes Jónsson. í dag verður elskuleg móðursyst- ir okkar borinn til grafar eftir stutta en erfiða sjúkralegu, og langar okkur að minnast hennar. Sigríður var fædd í Geirshlíð í Flókadal, dóttir hjónanna Vilborgar Jóhannesdóttur og Jóns Pétursson- ar bónda þar. Sigga, eins og við kölluðum hana alltaf, var næst yngst sex systkina. Elst er Ljótunn, þá Pétur (látinn), tvíburarnir Anna og Guðrún og Jóhannes, sem er yngstur. í Geirshlíð ólst Sigga upp við hefðbundin sveitastörf í samhentri fjölskyldu og kynntist því er véla- öldin tók við í sveitunum. Á unga aldri var skólaganga Siggu með þeim hætti sem þá tíðkaðist, kennt var heima á bæjunum og lauk hún þar barnaskólanámi. Nokkrum árum síðar fór Sigga til Hveragerð- is í kvennaskóla, eins og hús- mæðraskólar voru nefndir þá. Þar kynntis hún eftirlifandi manni sín- um, Ragnari H. Jónssyni frá Hólmi í Austur-Landeyjum. Þau hófu síð- an búskap á Kambsvegi hér í borg og þar má segja að hefjist hennar sérstaka lífshlaup, sem var með þeim hætti að hún var ávallt til taks þegar aðrir þurftu á aðstoð að halda. Sem dæmi má nefna misstu for- eldrar okkar heimili sitt og nánast allt innbú í eldi og voru á götunni með ungbarn. Fengu þau inni hjá Siggu og Ragnari og bjuggu þar þangað til að þau eignuðust sína eigin íbúð. Þau voru ekki þau einu sem fengu að njóta einstakrar góð- vildar þeirra hjóna. Yngri bróðir Siggu var hjá henni í fæði og húsnæði eftir að hann hleypti heimdraganum og hélt á mölina, en þau voru þá flutt í nýja íbúð á Langholtsvegi 2, þar sem þau bjuggu alla tíð. Þau hjón eign- uðust þrjú börn en þau eru: Vil- borg, fædd 1948, Ragnhildur, fædd 1950, og Jón, fæddur 1952. Sigga helgaði sig heimilinu og uppeldi barnanna. Eftir að foreldr- ar hennar brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur stóð heimili þeirra hjóna þeim opið og bjuggu þau í nábýli við þau. Eftir að afi okkar dó, annaðist hún ömmu okkar af slíkri kost- gæfni og einurð að varla verður nógu vel skilið og þakkað. Einnig kom hún reglulega við hjá tengda- foreldrum sínum, Ragnhildi og Jóni, annaðist þau og studdi við þeirra heimilishald. Hér er aðeins stuttlega sagt frá því óeigingjarna starfi sem Sigga vann á sinni lífsleið og ávallt í þágu annarra. Ekki voru laun hennar af veraldlegum toga eins og nú tíðk- ast heldur voru laun hennar þakk- læti annarra. Við systkinin eigum hlýjar og góðar minningar frá heimsóknum okkar á Langholtsveginn. Það var gott að koma til Siggu frænku, frá henni stafaði einstök hlýja og góð- vild. Sérstaklega eru okkur minnis- stæð árlegu jólaboðin. Hér er gengin einstök alþýðu- kona sem aldrei lét falla styggðar- yrði um aðra og vann sitt starf eins og áður er getið af einstakri fórnfýsi. Megi minning hennar lengi lifa. Við sendum Ragnari, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Systrabörn í Stóragerði 9. Helga Halldórsdóttir Dagverðará - Kveðja Fædd 18. júní 1903 Dáin 13. desember 1991 Deyr fé deyja frændr deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr. (Hávamál) Helga fæddist í Haga í Staðar- sveit, en ólst upp að Tröðum í sömu sveit, þar sem foreldrar hennar bjuggu um margra ára skeið. Þau voruHalldór Jónsson og Ingiríður Bjarnadóttir. Helga átti einn bróður, Þórð, sem löngu er landsfrægur orð- inn sem refaskytta, skáld o.fl. Helga átti heima að Tröðum öll sín æskuár og var sérlega kært með þeim systkinum alla tíð og fjölskyld- an mjög samrýnd. Halldór var í mörg ár sjálflærður dýralæknir á Snæfellsnesi, til hans var oft leitað til hjálpar skepnum. Þótt því hafi lítt veríð haldið á lofti, þá hef ég sagnir af því, að hann var sóttur, stundum langan veg, og oftast mun honum hafa tekist að leysa vandann. Helga ólst upp við mikið ástríki og þekkti ekki annað en að öllum væri liðsinnt sem að garði bar. Snemma kom í ljós lærdómsþrá hennar og fróðleiksfýsn. Enda voru foreldrar hennar báðir mjög fróðir og gáfu sér góðan tíma til þess að innræta börnum sínum trúarlegt sið- gæði og þjóðlega menningu, sem fólst í sögum og kvæðum. Helga lét sig ekki muna það að læra öll norðurlandamálin, svo að segja af sjálfsdáðum. Seinna bætti hún við sig all nokkurri kunnáttu í þýsku, svo hún gat lesið það mál. Hana lærði hún af þýskum vetrar- manni eftir að hún sjálf var gift og margra barna móðir. , Arið 1929 giftist Helga Hallgrími Ólafssyni frá Sogni í Ölfusi. Þau reistu nýbýli að Dagverðará, sem er vestanvert við Hellna á Snæfells- nesi. Foreldrar hennar settust einnig þarna að og voru þar til dauðadags og Þórður átti þarna heimili á meðan foreldrar hans lifðu. Það er ekki fyrr en Helga flytur að Dagverðará að ég kynnist henni, en við vorum bræðradætur. Dagverð- ará er í þjóðleið, en um 1930 varð að fara þetta á hestum. Það var 5 klst. ferð frá Hellissandi. Mikið var maður feginn þegar komið var fyrir síðasta hraunnesið og sást heim að Dagverðará. Að ég tali nú ekki um blessaða hestana sem voru orðnir sárfættir eftir að þræða götuslóðana gegnum hraunin. Að minnsta kosti sjö sinnum fórum við þessa leið með viðkomu á Dag- verðará, stundum var gist. Þetta var orðinn árviss viðburður hjá okkur hjónunum að fara í „kringum Jökul" eins og það var kallað. Voru þá elstu krakkarnir með eða gestir sem voru hjá okkur. Ekki var unnt að láta vita af sér í síma, svo þetta var ekki lítill átroðn- ingur. En alltaf var manni jafn vel tekið, hvort sem viðdvölin var lengri eða skemmri. Mér er sérstaklega minnisstætt er ég kom í fyrsta sinn að Dagverðará. Við vorum þá bara tvö. Helga var úti og kepptist við að hreinsa bláber, sem hafa átti í eftir- rétt — en gestir voru fyrir. Hún ljóm- aði eins og sólin þegar hún bauð okkur velkomin. Brosið hennar var svo fallegt, að það yljaði manni inn að hjartarótum. Seinna bar fundum okkar oft sam- an, og að fá Helgu í heimsókn var alltaf hátíð. Alltaf var hún glöð og hafði ráð til þess að gleðja mann með frásagnarsnilld sinni og fróðleik. Allt hversdagslegt amstur varð svo smátt í návist þessarar konu. Mér fannst ég ávallt ríkari að fundi lokn- um. Fjölskyldan öll á Dagverðará er mér sérstaklega minnisstæð. Helga og Hallgrímur eignuðust sjö börn. Þau eru: Gunnlaugur, f. 6. júní 1930, d. 1989; Halldór, f. 8. júlí 1932; Stef- án, f. 19. ágúst 1934; Inga Rósa, f. 9. október 1936; Jónas Jökull, f. 24. ágúst 1939; Elín Björk, f. 10. janúar 1942; Aðalheiður, f. 30. desember 1945. Stjúpbörnin voru þrjú: Jónas, d. 1936, Lilja og Ragnheiður. Börn Hallgríms frá fyrra hjónabandi. Auk þess ólu þau upp stúlku að nafni Guðbjörg Eyvindsdóttir. Barnabörn- in eru 29 og eina fóstursystur átti Helga, Lilju Gunnlaugsdóttur. Oft var börnum komið fyrir til sumardvalar á Dagverðará. Og þar var ekki í kot vísað, því Helga var mikill barnavinur og ekki spillti það að fá sögu eða vísu hjá móður henn- ar. Maður skyldi halda að kona með svo stórt heimili hefði öðru að sinna en bóklestri. Þó mun Helga alltaf hafa fundið sér stund til þess að auka við fróðleik sinn. Ef ekki í ann- an tíma á nóttunni. Foreldrar hennar báðir voru heim- ilinu ómetanleg stoð, ekki síst þar sem Hallgrímur var oft að heiman við smíðar. Á seinni árum var heilsan tekin að bila og Helga varð oft að " dvelja á sjúkrahúsum um tíma. Þrátt fyrir allt þetta vann hún það afrek að gefa út bók er hún nefndi „011 erum við menn". Þar lýsir hún sér- kennilegu fólki sem hún kynntist í æsku og gerir það af slíkum næm- leika, að það hrífur lesandann. Helga var mjög vel skáldmælt, þó ekki gæfi hún út ljóðabók. En víða eru til eftir hana greinar og kvæði. Hún hafi mikinn áhuga á móðurmál- inu og talað svo fallega íslensku, að það vakti athygli þeirra sem hafa eyra fyrir slíku. Ekki fór þessi frænka mín var- hluta af reynslu lífsins. Mann sinn missti hún 1981 og elsta soninn árið 1989. Trúin sem henni var innrætt í æsku bar hana uppi, og með æðru- leysi og trausti til náðar Guðs tók hún því sem að höndum bar, líka oft erfiðum veikindum. Síðustu árin dvaldi hún hjá dóttur sinni Ingu Rósu, sem annaðist hana af alúð og nærgætni. Þótt síðustu ævidagarnir yrðu erf- ið raun á sjúkrahúsi, þá fékk hún uppfyllta þá bæn að fá hægt andlát. Helga andaðist í svefni 13. desember sl. Mér koma í hug orð Matthíasar Jochumssonar. „Dæm svo mildum dauða, drottinn, þínu barni, eins og litlu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali þar sem lyp í leyni liggur marinn svali." Á Þoriáksmessu var hún lögð til hinstu hvíldar. Friður og gleði jól- anna voru á næsta leiti. Ég votta fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Jóhanna Vigfúsdóttir. Guðmundur Daníels- son - Minning Fæddur 28. júní 1926 Dáinn 1. janúar 1992 Mig langar að skrif a nokkur orð til minningar um frænda minn Guðmundur Daníelsson sem and- aðist 1. janúar á þessu ári. Guðmundur eða Gúndi eins og hann var yfirleitt nefndur á mínu heimili var fæddur að Tindstöðum á Kjalarnesi 28. júní 1926. Þegar amma og afi brugðu búi fluttist Gúndi með þeim í Kópavoginn í litla húsið við Hlíðarveg 30a. Gúndi hafði þá gifst eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Svein- bjarnardóttur. Eftir um það bil tveggja ára búsetu þar fluttist hann með konu sinni út í Viðey og hóf þar hefðbundinn búskap með kýr og kindur. Þá var farið milli lands og eyjar á litlum báti með mjólk og aðrar afurðir og vöru til heimilisins í bakaleiðinni. Hann bjó í um fimm ár í Viðey en tók sig þá upp með fjölskyldu sína og fluttist að Lykkju á Kjalar- nesi og hóf þar búskap á jörð sem tilheyrði föðursystkinum hans, Magnúsi og Málmhildi eða Manga og Möllu eins og ég man að þau voru kölluð. Þetta var á þeim tíma sem ég var að alast upp í Kópa- vogi og sunnudagsferðir upp að Lykkju í heimsókn til Gúnda og Immu í gamalli Austin bifreið föð- ur míns, var föst regla. Þá hitti ég venjulega Gúnda í fjósinu í vaðstígvélum. Þá spurði hann mig jafnan „Ætlarðu að verða bóndi Daníel," en hann var eini maðurinn sem bar nafnið mitt fram á þenn- an skringilega hátt. Síðan löbbuð- um við út á hlaðið og hann benti upp í Esjuna og sagði mér að ég mætti eiga sinn part í henni. Þeir Mangi og hún Malla áttu ein- hverja parta sem lágu upp af bænum en þetta var bara á milli okkar. Þetta fannst mér góður heimur á Rjalarnesi í heimsókn hjá Gúnda. Eftir tíu ára búskap að Lykkju fluttist fjölskyldan að Bessastöð- um á Álftanesi. Þá hafði Gúndi endanlega hætt búskap og hóf nú að keyra þáverandi forseta lands- ins, Asgeir Ásgeirsson. Foreldrar mínir fluttust um svipað leyti að Landakoti á Álfta- nesi skammt frá Bessastöðum, og kom Gúndi þá oft í heimsókn til okkar. Seinna reisti hann sér ein- býlishús í Túngötu rétt hjá Landa- koti og var því stutt fyrir mig að fara í heimsókn til hans og heyra nafnið mitt nefnt og spjalla hátíð- lega um búskap, það var spenn- andi fyrir peyja eins og mig sem langaði alltaf til að eignast al- mennileg stígvél og gerast bóndi. Seinna þegar við fluttum frá Álftanesi var það alltaf mikið til- hlökkunarefni að sjá leigubifreið í hlaðinu, því þá vissi maður að Gúndi var í kaffi og þeir bræðurn- ir væru að ræða ýmis málefni og stríða hvor öðrum á þann hátt að allir gátu haft gaman af. Það var gaman að hlusta á Gúnda segja frá, hann talaði með sunnlenskum framburði og hafði einstaklega kómíska frásagnargáfu og húmor sem kom mér alltaf í gott skap. Fyrir rúmi ári fór Gúndi á spít- ala í aðgerð sem reyndist honum mjög erfið og var hann lengi að ná sér. Ég heimsótti hann þangað og sá að mikið var dregið af þess- um stóra manni, en kímnigáfan var samt í lagi allavegana sagði hann að herbergisfélagi hans, há- aldraður maður, væri að eltast við framsóknarstelpur. Gúndi náði sér að einhverju leyti aftur en núna ári seinna var hann lagður aftur inn á spítala og dó nokkrum dög- um síðar án þess að ég gæti hitt hann. Ég vil því kveðja þennan frænda minn og föðurbróðir og segja hon- um að ég muni alltaf sakna þess að sjá ekki leigubifreiðina heima í hlaði og heyra nafnið mitt nefnt á sérkennilegan hátt. Megi Guð geyma Gúnda minn og hann vil ég einnig biðja að gefa þeim Immu, Laugu, Svenna, Daníel, Dóru, Óla og Gharlottu styrk í sorginni. Guð veri með ykkur. Daníel Þorkell Magnússon. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ri(sf jórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í-minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í Ijóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. .~1 símt689120 Við erum flutt í Fákafen 11 öpiö 9-22 alla daga 1)alía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.