Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 23. JANÚAli 1992 Játvarður Bretaprins. HVARF Hulunni svipt af leyndardómi? Játvarður Bretaprins var feng- inn til þess á dögunum, að vera sögumaður í sjónvarpsþætti hjá BBC sem fjallaði um dularfull- an atburð sem varð í fyrri heims- styijöldinni, en þá hurfu með húð og hári 150 hermenn frá Norfolk, margir þeirra voru úr nánasta herfylki Georgs 5. konungs og Alexöndru drottningu. Þeir héldu til bardaga gegn Tyrkjum skammt frá Gallipoli, en hurfu af yfirborði jarðar. Enginn veit hvað um þá varð, enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir, þ.e.a.s. enginn sem hefur gefið sig fram. Þátturinn tók á málinu frá ýms- um hliðum, m.a. út frá þeirri kenn- ingu að verur utan úr geimi hafi skotist til jarðar til að næla sér í sýnishorn af þróaðasta lífinu á jörðinni. Ekki mun þó almennt vera lagður trúnaður á þá hug- mynd þótt dæmigert sé að slíku sé fleygt þegar fátt eða ekkert er um skynsamleg svör. Sumir segja að Tyrkir hafi einfaldlega fellt þá alla með tölu og huslað þá í fjölda- gröf. Gröf sú hefur hins vegar ekki fundist og enginn telur sig vita um slíka gröf. Hins vegar fengu sjónvarpsmenn BBC aðgang að skjölum í Windsorkastala og þar var dálitlu ljósi varpað á leynd- ardóminn, byggt á viðtali við mann sem kom heim frá Tyrklandi skömmu eftir að herflokkurinn hvarf. í þættinum voru einnig viðt- öl við börn og barnabörn um- ræddra hermanna sem aldrei fengu neina vitneskju um afdrif hermannanna. Falk við nokkur verka sinna. MYNDLIST Krumpaður listamaður Leikarinn gamalkunni, Peter Falk, sem þekktastur er fyrir hlut- verk sitt sem lögregluforinginn krampaði Colombo og sögumaðurinn í Sögunni endalausu, sýndi á sér nýja hlið fyrir nokkram vikum. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er hann að staupa sig á kampa- víni og á veggnum á bak við hann eru teikningar. Myndin er tekin í Hanson-galleríinu í Beverly Hills og það var Falk sjálfur sem var að opna sýningu á verkum sínum. Að eigin sögn hefur hann lengi fengist við myndlist og hann væri að krydda hversdagsleikann með því að opna sýingu nú. Þar sem Falk er þekktur, vakti sýningin mikla athygli og margar myndir seldust á augabragði. COSPER OpibÍ > nn"»n> > $ ? ^ COSPER f — Ég skrapp á skíði í Noregi. Veislueldhúsið Skútan býður hefðbundinn þorramat fyrir stóra sem smáa hópa. Þorramaturinn er afgreiddur á bökkum og tilbúinn á borðið. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. í fararbroddi VEISLUSALUR / VEISLUELDHÚS Dalshrauni 15, 220 Hafnarfjörður símar: 51810, 651810. telefax: 652367 REDSTONE „CRAZYB0Y“ SJÓNVARPS- LEMTÖLVAN ★ Fullkomlega samhæfð fyrir Nintendo-leiki. ★ Vélinnl fylgir fjöldi frábærra leikja, þ.m.t. Super Mario Bros. ★ 2 Turbo stýri- pinnar og tengingar við sjónvarp. ★ Stereo-útgangur fyrir heyrn- artól. ★ A/V-útgangur. ★ íslenskar leiðbeiningar. Verð: Með 20 leikjum kr.13.490 stgr. Með 42 leikjum kr. 14.990 stgr. Með 76 leikjum kr. 19.900 stgr. TOLVULAHD Borgarkringlunni, sími 91-688819 Verðdæmi á leikjum: Super Mario 2 kr. 2.980. Super Mario 3 kr. 2.980. Turtles II kr. 3.390. Robocop II kr. 2.980. Soccer kr. 2.980. Double Dragon I kr. 2.780. Double Dragon III kr. 2.980. Top Gun 2 kr. 2.980. Devil Boy I kr. 2.980. Devil Boy II kr. 2.980. Devil Boy III kr. 2.980. Live Force kr. 2.980. Batman kr. 2.980. Chip and Dale kr. 2.980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.