Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 43
i MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1992 43 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA B91282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUBAGS wumám Mfnrfi'tf Eyðsla út yfir allt velsæmi Er þjóðinni sjálfrátt — liggur við að spyrja. Hvar er allt þjóðar- stoltið og allt stærilætið? Liggur það kannski í öllum utanlandsferð- unum, sem eru alveg sér kapituli út af fyrir sig. Ætli í víðri veröld sé önnur eins fjársóun og flækings- hyggja, að allt að helmingur þjóðar sé á faraldsfæti utanlands á einu ári? Hvað kostar slíkt þjóðarbúið? Ekki síst með tilliti til fjarlægðar landsins frá öðrum löndum. Það verður að gjörbreyta um stefnu á íslandi ef við ætlum ekki að sigla öllu í strand. Hér er í raun- inni allt að fara í rúst, undirstaða þjóðfélagsins einskis metin, og þúsundir manna í lítilsverðum störfum á svimháu kaupi þó, en þeir sem skapa sjálf verðmætin lifa við sultarlaun og í engu samræmi við raunveruleikann og mannsæm- andi laun, slíkt misrétti og ófremd- arástand sem orðið er í kaupgjalds- málunum, þar sem einum starfs- manni er greitt helmingi meira eða jafnvel þrefalt, heldur en öðrum. Það verður að snúa við blaðinu — hefja sókn til bættra lífskjara með margvíslegum aðgerðum. Jafna kaupgjald i landinu, lækka vextina auk margs annars, en fyrst og fremst verður að stöðva hina hrikalegu eyðslu, sem gengur út yfir allt velsæmi. Þar eiga stjórn- málamenn mikla sök. Þeir hafa leyft sér að bruðla svo með almenn- ingsfé að með ósköpum er. Á árinu 1989 fengu þeir greitt af almanna- fé nær heilan milljarð króna í utan- landsferðir. Þessi þjóð, sem er ekki fjölmenn- ari heldur en lítið borgarhverfi út í hinum stóra heimi, verður að gæta hófs í hvívetna og margfalt á við stærri þjóðir, og búa að sínu og sækja ekki allt yfir lækinn. Það gefur augaleið, að ráða- menn í þessu þjóðfélagi eru alltof margir, ef þeir geta verið á faralds- fæti heimshorna á milli, í stað þess að sinna þeim störfum sem þeir voru kosnir til. Það væri tvímæla- laust til stórbóta ef þingmönnum væri fækkað um þriðjung, er raun- ar nauðsynleg framkvæmd. Auk þess þurfum við ekki fleiri en 5-7 ráðherra. Slík hagræðing yrði fljót að skila sér í aukinni hagsæld og velmegun, þó svo fremi að þeir sem þar misstu spón úr aski sínum, hæfu störf í framleiðslu til hag- sældar fyrir þjóðfélagið, en hreiðr- uðu ekki um sig í yfir spenntum þjónustugeiranum, sem tekur allt- of stóran skammt af þjóðarkök- unni. í ýmsum þjónustugreinum mætti að ósekju stórfækka störf- um, og má þar fyrst til nefna hina gegndarlausu ofþenslu sem hlaup- ið hefur í fjölmiðlun á síðustu árum. Þar kunnum við okkur ekk- ert hóf. Þessi þjónustugeiri, sem svo nauðsynlegur þó er, skapar lít- il verðmæti í þjóðarbúið, og er því mikil þörf þess hann þenjist ekki út eins og púki á fjösbita. Hann lifði á bóndans striti, en þjónustu- geirarnir, s.s. fjölmiðlun, milliliða- starfsemi, skrifstofubákn hins Þessir hringdu . . M iðbærinn líflegri Jóhann hringdi: Ég tel það til mikilla bóta að opnað hefur verið fyrir umferð niður Austurstræti og Miðbærinn er greinilega líflegri á eftir. Vil ég þakka borgaryfirvöldum fyrir að hafa gert þessa breytingu sem er tímælalaust til góðs. Veski Rautt seðlaveski tapaðist 16. janúar við pósthúsið í Kópavogi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 53812. Fundar- laun. Gleraugu Giorgio armani gleraugu töpuð- ust um áramótin. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 18290 eða 25836. Köttur Angóralæða, hvít með svörtum og brúnum flekkjum á baki og mjög svert grátt skott, hvarf frá Smáraflöt í Garðabæ fyrir viku. Hefur ef til vill lokast inni í bíl- skúr. Vinsamlegast hringið í síma 657872 ef hún kemur einhvers staðar fram. Kápa Þunn sumarkápa tapaðist 8. desember sl. í félagsheimilinu Drangey í Síðumúla 35. Þeir sem gætu gefið upplýsingar hafi sam- band við Ingibjörgu í síma 34593. Hringur Silfurhringur tapaðist í Kringl- unni á mánudag. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 40151. Hálsmen Gullhálsmen sem er eins og rós í laginu tapaðist föstudaginn 10. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 51263. Lyklakippa Tveir lyklar á kippu fundust á bflastæði við Hverfisgötu, Upplýs- ingar í síma 657130. Úr Oriant dömuúr, gyllt með keðju, tapaðist í Bónus í Hafnarfirði fyr- ir nokkru. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 92-11953. opnibera, bankar, m.m. lifa fyrst og fremst á framleiðslunni í land- inu, sem er þó ekki meira metin en raun ber vitni. Það er líkt sem fólkið í landinu sé í álögum, og geri sér enga grein fyrir raunveru- leikanum. Ég get ekki lokið svo þessum pistli að minnast ekki á vextina. Þá ófreskju sem þeir eru crrðnir, í skjóli frjálshyggjunnar á íslandi. Atvinnulífið í landinu riðar bók- staflega til falls, vegna hinna hrik- alegu okurvaxta sem mergsjúga lífstré þessarar þjóðar. Vextir þyrftu að lækka tafarlaust, a.m.k. um helming, það væri góð kaup- hækkun fyrir láglaunastéttarinnar. Fjármagnsleigan og innláns- vextirnir mega ekki vera háir, enda óþarft, sé þess gætt að féð rýrni ekki að verðgildi svo sem var á árum óðaverðbólgunnar, fyrir verðtryggingu. Þegar verðtiygging var tekin upp bar að hafa innlánsvexti nær enga fyrst í stað, og hækka þá svo eftir aðstæðum þegar frá leið, og yrðu þeir þó aldrei hærri en sem nemur 3 til 4 %. Það er sanngjörn leiga eftir fjármagn, sé þess gætt það rýrni ekki vegna verðbólgu. Þar til er eitt einfalt ráð, að hækka sparifjárupphæð líkt og gert var við fasteignir, til samræmis verð- lagi í landinu, hafi verið um verð- bólgu að ræða á liðnu ári. Á sama hátt átti að meðhöndla skuldirnar, færa þær til rétts verðlags í land- inu á hverjum áramótum, eftir verðbólgustigi næstliðins árs. Þá er ekki víst að til gjaldmiðils- breytingar hefði þurft að koma, verðbólgan aldrei rokið svo sem raun bar vitni, hefðu stjórnvöld haft kjark og þor til að taka á verðbólgunni — þessu þjóðarmeini, á viðeigandi hátt. Gjaldmiðilsbreyt- ingin er einhver sú vanhugsaðasta og óréttlátasta aðgerð sem unnin hefur verið af hálfu hins opinbera. Og þó hefur farið ótrúlega hljótt um þá hrikalegu eignatilfærslu. Þá voru gamlar og grónar eignir gerðar að nær engu með einu penn- astriki. Dæmi eru til um það að heils árs vinnulaun urðu ekki dag- launanna virði eftir eignabreyting- una. Menn og konur, fólk sem átti gamlar eignir, innstæður í lána- stofnunum, bæði í reiðufé og skuldabréfum, stóð allt í einu ber- skjaldað frammi fyrir þeirri stað- reynd, að spariféð hafði verið skert hundraðfalt, og munar um minna. Á sama hátt voru skuldir af- skrifaðar hundraðfalt, hvort heldur sem þar var um að ræða skuldir á fyrsta ári ellega áratugagömul fasteignalán á lágum vöxtum. Slík- ar skuldir urðu ekki þung byrði eftir þessar dæmalausu fjármagns- breytingar. Öðru máli gegnir með skuldir síðasta áratugar, hnepptar í greipar fullrar verðtryggingar og okurvaxta. Gunnar Gunnarsson, Syðra-VaUholti. AÆ&/z4?z — myrzdlist Dag- og kvöldtímarfyrir byrjendur og lengra komna. Málað með vatns- og olíulitum. Undirstöðuatriði, myndbygging. Síðustu innritunardagar. Sfmi 611525. Kennari: Rúna Gísladóttir, listmálari. NY SENDING afsófasettum Sófasett 3+1+1, sófaborö og 2 litlir stólar. Áklæði drapplitaö, bleikt og rautt. Allt þetta fyrir 168.000 kr. stgr. EURO og VISA greioslukjör. Kælí - og frvsfitœki í miklu úrvali! Lítið inn tii okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gceði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 1 -:¦:¦:¦::¦:¦: B ÓKAMARKA Ð U R V Ö K U HELGAFELLS S einrf^H vcrð 5S5»• afsmur!f& C 50 Opið alla virka dagafrá ki 9-18, Uaigardagafrá kl 10-16, sunnudagafrá kl 12-16 VAKrVHELGAFELL Síðumúla 6, sími 688300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.