Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN Tomba missti af sér skíði Norðmaðurinn Furuseth fagnaði sigri NORÐMAÐURINN Ole Christ- ian Furuseth sigraði stórsvigi karla í Adelboden í Sviss í gær. ítalinn, Alberto Tomba, hafði forystu eftir fyrri umferð en missti af sér skíðið í síðari umferð og hætti. Furuseth var með næstbesta tímann í fyrri umferð og sigr- aði á samanlögðum tíma, 2:36.89 mínútum. Hans Pieren, sem er fæddur í Adelboden, kunni vel við sig á heimavelli og nældi í annað sætið, var tæpri sekúndu á eftir Norðmanninum. Marc Girardelli, sem tvívegis hefur sigrað í Ad- elboden, varð þriðji. URSLIT Skíði Adelboden, Sviss: Stórsvig karla: Ole-Christian Furuseth (Noregi) ...........................2:36.89 (1:24.50/1:14.42) Hans Pieren (Sviss) .........................2:37.65 (1:22.64/1:15.01) Mare Girardelli (Lúxemborg) .........................2:37.87 (1:23.19/1:14.68) Kjetil-Andre Aamodt (Noregi) .........................2:38.32 (1:24.06/1:14.26) Johan Wallner (Svíþjóð) ............................. 2:38.43 (1:23.03/1:15.) "1 Patrick Holzer (ítalíu) .........................2:38.73 (1:23.68/1:15.05) Martin Knöri (Sviss) .........................2:39.02 (1:23.78/1:15.24) Steve Locher (Sviss) .........................2:39.20 (1:23.47/1:15.73) .Guenther Marxer (Lichtenstein) " .........................2:39.57 (1:24.04/1:15.53) Peter Roth (Þýskal.) .........................2:39.62 (1:24.10/1:15.52) Staðan .............................................................stig 1. Paul Accola (Sviss) .........................1.090 2. Alberto Tomba (ítalíu)......................960 3.Girardelli...........................................659 4. Furuseth...........................................618 5. Franz Heinzer (Sviss)........................462 6. Finn Christian Jagge (Noregi)..........426 7. Markus Wasmeier (Þýskal.)..............384 8.AJ.Kitt(Bandar.).............................374 Handknattleikur ísland - Egyptaland 27:27 Sex landa mót í Austurríki: Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:5, 5:8, 7:8, 8:9, 8:12,10:13,13:15. 13:16,14:18,16.20, 19:22, 22:22, 24:23, 24:25, 25:25, 25:27, 27:27. ísland: geir Sveinsson 8, Valdimar Gríms- son 6, Kristján Arason 4, Jón Kristjánsson 2, Einar G. Sigurðsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Konráð Olavson 1/1, Sigurður Bjarnason, Gunnar Andrés- son, Gunnar Beinteinsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11, Sigmar Þröstur Óskarsson 1. Búlgaría - Austurríki........................23:23 Ungverjaland - Portúgal..................24:20 Þetta var fyrsta stórsvigskeppn- in í vetur sem Tomba nær ekki að vera á meðal þeirra efstu. Það stefndi þó allt í sjöunda sigur hans í vetur eftir fyrri umferðina. En í síðari umferð losnaði hann upp úr bindingunum og missti af sér skíð- ið rétt eftir að hann lagði af stað. ,jÞetta óhapp var engum að kenna. Eg lenti í skíðaspori og þurfti því að spyrna vel í og þrýstingurinn opnaði bindingarnar," sagði Tomba. Þetta var fyrsti sigur Furuseth í vetur, en hann hafði átt við meiðsli að stríða. „Það var eins og allt gengi á afturfótunum hjá mér þar til í dag. Það er ekki auðvelt að sigra og það þarf stundum heppni líka," sagði Furuseth. „Ólympíuleikarnir eru skammt undan og ég vona að þessi sigur auki möguleika mína þar," sagði Norðmaðurinn. Paul Accola, Sviss, heldur enn efsta sætinu í stigakeppninni. Hann var of seinn í rásmarkið í fyrri umferð í stórsviginu í gær og var því dæmdur úr keppni. Ole Christian Furuseth á fullri ferð í Adelboden í Sviss í gær. HANDKNATTLEIKUR Bjarki Sigurðsson skoraði jöfnun- armark íslands. Jafhtgegn Egyptum Islendingar urðu að sætta sig við jafntefli, 27:27, gegn Egyptum í „Alte Au" í Stockerau í gærkvöldi á sex þjóða mótinu, sem fer fram í Vín og nágreni. Bjarki Sigurðsson skoraði jöfnunarmark íslendinga þegar 49 sek. voru til leiksloka, en á síðustu sek. leiksins hafnaði knötturinn á þverslá íslenska marksins og þeyttist þaðan niður á marklínu. íslendingar gátu því hrósað happi, en Egyptar, sem voru yfir nær allan leikinn, höfðutveggja marka forustu, 27:25, þegar rúm mín. var til leiksloka. Einum leik- manni þeirra var þá vísað af Ieikvelli og nýttu íslendingar sér það. Geir Sveinsson minnkaði muninn í 27:26 þegar 1.18 mín. voru til leiksloka og síðan kom jöfnunarmark Bjarka, eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði varið. Guðmundur varði einn- ig vel þegar sjö sek. voru til leiks- loka. íslendingar voru yfir í byrjun, 3:2, og síðan ekki aftur fyrr en þegar langt var liðið á leikinn, 23:22 og 24:23. Mikið var um mistök hjá íslenska liðinu í sókn og þá var varnarleikurinn ektó góður og mar- kvarslan eftir því. Islensku mark- verðirnir vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik. v* Golfskólinn, FossháSsi 1, er tekinn til starffa. P.G.A. golfkennararnir Arnar Már Ólafsson og Sigurður Pétursson bjóða upp á nýliðanámskeið - einkatíma - hópnámskeið Hjá okkur eru 19 æfingabásar - 30 m æfingabraut - sandgryfja - púttflöt - púttbrautir - vippaðstaða - kaffihorn og golfverslun. Opnunartfmi: Virkadagakl. 12-23. Helgarkl. 11-18. Verð á æfingakorti: 20 tímar kr. 3.800.- Stakur tími kr. 380 Jft. GQLFSKQLIMM Fosshálsi 1, sími 67 13 20 Fjögur sæti laus hjá Dönum - sex leikmenn berjast um þau fyrir B-keppnina Andreas Dahl-Nielsen, landsliðs- þjálfari Dana, er að leggja síðustu hönd á val á landsliðshópi sínum, sem tekur þátt í B-keppn- inni í Austurríki. Danir fara með fimmtán leikmenn. Þar sem Andre- as er ekki ánægður með hvað nokkrir leikmenn eru í lélegri æf- ingu um þessar mundir, hefur hann aðeins ákveðið um val á ellefu leik- mönnum, en sex leikmenn berjast um þau fjögur sæti sem laus eru. Þeir leikmenn sem eru öruggir með sæti, eru markverðirnir Christ- ian Stadil Hansen, Virus og John Iversen, Helsingör. Aðrir leikmenn eru Kenn Jörgensen, Helsingör, Erik Veje Rasmussen, Winthertur (Sviss), Flemming Hansen, Helsin- gör, Otto Metz, Kolding, Jan Jörg- ense,, Virum, Michael Flenger, HIK, Frank Jörgensen, Virum, Hans Peter Mink-Andersen, Kold- ing og Jesper Holmris, Bjerringbro KFUM. Þeir sex leikmenn sem talið er að komi til með að berjast um fjög- ur sæti, eru: John Jakobsen, Kold- ing, René Boerits, GOG, Claus Munkedal, Holte, Kim Jensen, Brönderslev, Kenneth Thrane, Ár- hus KFUM og Lars Lundbyu, Tás- trup. Anders Dahl-Nielsen mun endan- lega velja þá fimmtán leikmenn sem fara til Austurríki - eftir tvo lands- leiki gegn Svíum 13. og 14. febrúar. FOLK ¦ PAUL Tiedeman, fyrrum landsliðsþjálfari A-Þýskalands, er landsliðsþjálfari Egyptalands. H ISLAND hafði einu sinni áður leikið landsleik gegn Egyptum. Það var í HM íTékkóslóvakíu 1964, en þá unnu íslendingar örugglega, 16:8. ¦ KRISTJÁN Arason lék sinn fyrsta landsleik síðan í janúar 1991, en þá var hann með á Spánarmót- inu $ Madrid. ¦ PATREKVR Jóhannesson og Bergsveinn Bergsveinsson hvíldu gegn Egyptum í gær. ¦ RUÐNINGUR var dæmdur á markvörð Egypta þegar hann snar- aði sér fram í sókn og braust inn á línu. Markvörðurinn var rekinn af leikvelli, en þá var staðan 20:22 fyrir Egypta. ¦ SIGURÐUR Bjarnason mun leika með gegn Búlgörum í dag, en eftir leikinn fer hann til Þýska- lands til að leika með Grosswall- stadt. Hann kemur síðan í síðasta leik íslenska liðsins, eða þegar það leikur gegn Austurríki á sunnu- daginn. ¦ SIGURÐUR Hjörleifsson hef- ur verið ráðinn yfirþjálfari allra flokka Breiðabliks í körfuknattleik næstu tvö og hálft ár, eða til 31. ágúst 1994. Mikil uppgangur hefur verið hjá félaginu síðan Sigurður hóf störf haustið 1990. ¦ HELGI Jóhannsson, fyrrum þjálfari karlaliðs ÍR og landsliðsins í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðsins. ¦ ÁRNI Sveinsson, sem þjálfarði og lék með Dalvík í 3. deildar- keppninn; í knattspyrnu sl. sumar, hefur gengið á ný til liðs við Stjörn- una. ¦ RAFN Rafnsson, sem lék með KR-liðinu sl. sumar, hefur haldið heim á leið og leikur hann með Snæfelli í sumar. Ikvöld Körfuknattleikur Landsleikur: Höllin: Island - Litháen.............kl. 20 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-KR.........kl. 20 Keflavík: fBK-ÍR....................kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.