Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 47 KORFUKNATTLEIKUR < í 4 4 í 4 fitíGumm Lif háar lögðu ósam- hæft íslenskt lið Liðið verður að bæta varnarleikinn Guðmundur Bragason átti góðan leik á heimavelli. LITHÁAR lögðu íslenska lands- liðið að velli 107:95 f íþrótta- húsinu í Grindavík ígærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti af þrem- ur sem Litháar leika hér á landi og það var Ijóst eftir þennan leik að íslenska liðið verður að bæta varnar leikinn og víta- hittnina til að eiga möguleika á að sigra léttleikandi Litháa. Leikurinn var jafn framan af og eftir fimm mínútna leik var staðan jöfn 10:10. Guðmundur BBBHBB Bragason skoraði þá Frímann 6 stig í röð og kom Ólafsson íslendingum yfir 16:10. Litháar hleyptu þeim ekki fjarri sér og aftur var jafnt 22:22 og 28:28 eftir 14 mínútna leik. Lit- háar juku þá hraðann og náðu for- ystunni og voru yfir í leikhléi, 45:38. Valur Ingimundarson sem ekki hafði skorað stig í fyrri hálfleik byrjaði að skora með þriggja stiga körfu í seinni hálfleik og eftir fjórar mínútur hafði íslenska liðið unnið upp forystu Litháa og var komið yfír 54:51 og leikurinn í járnum. skrifarfrá Grindavík URSLIT ísland - Litháen 95:107 íþróttahúsið í Grindavík, lansdleikur í körfu- knattleik, miðvikudaginn 22. janúar 1992. Gangur leiksins: 0:2, 4:8, 10:10, 16:10, 22:16, 22:24, 28:26, 28:34, 34:43, 38:45. 41:45, 46:51, 54:51, 55:55, 61:60, 73:75, 73:87, 75:97, 82:101, 92:105, 95:107. Stig íslands: Valur Ingimundarson 26, Guðmundur Bragason 18, Jón Kr. Gíslason 17, Magnús Matthíasson 16, Pétur Guð- mundsson 9, Guðni Guðnason 3, Teitur Orlygsson 3, Guðjón SkQlason 3. Stig Iitháen: Gíntaras Efníkts 30, Daríus Lukmínas 23, Alvydas Pazdrazdís 18, Vaíd- as Jurgílas 10, Eríkas Koutsjíauouskas 9, Egídíjus Kovolíunas 6, Tauras Stumbys 6, Guíntaoutas Chfvítskas 5. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kestutfs Pílípauska. Dæmdu skínandi vel. Ahorfendur: Um 450. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Orlando Magic - Minnesota.............105: 92 Portland - Los Angles Lakers.........131: 92 Chicago Bulls - Phoenix Suns.........108:102 Houston - Milwaukee Bucks...........117:107 SanAntonio-LAClippers..............114:100 Atlanta Hawks - Seattle.................128:119 Sacramento Kings - Denver..............94: 85 UBK-Haukar 24:20 Iþróttahús Digraness, íslandsmótið í hand- knattleik, 1. deild karla, miðvikudagur 22. janúar 1992. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:1, 5:5, 10:5. 10:6, 14:7, 14:10, 17:11, 17:15, 22:18, 22:20, 24:20. MBrk UBK: Guðmundur Pálmason 8/4, Ingi í>ór Guðmundsson 6, Björgvin Björg- vinsson 4, Jón Þórðarson 3, Elvar Erlings- son 1, Hrafnkell Halldórsson 1, Sigurbjörn Narfason 1. Varin skot: Ásgeir Baldursson 22. Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka: Halldór Ingðlfsson 6/4, Petr Baumruk 4, Jón Örn Stefánsson 4, Svein- berg Gíslason 3, Páll Ólafsson 2, Aron Kristjánsson 1. Varin skot: Þorlákur Kjartansson 13. Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Óli Olsen og Gunnlaugur Hjálm- arsson, voru ákaflega mistækir. Áhorfendur: 60. Knattspyrna ENGLAND 1. DEILD: Míiii. United - Aslon Villa......................1:0 Mark Hughes (48.). 45.022 ¦Man. Utd. er komið á toppinn með tveggja stiga forskot á Leeds og á þar að auki leik til góða. Bikarkeppnin: Newcastle - Bournemouth....................2:2 Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktfma. Newcastle lék með tfu leikmenn í framleng- ingunni, þar sem Alan Thompson var rekinn af leikvelli. 25.000. ¦ Bournemouth vann vftaspyrnukeppni, 4:3, og mætir Ipswich i 4. umferð. HANDKNATTLEIKUR Ásgeir sá um Hauka Ómar Jóhannsson skrifar Asgeir Baldursson, markvörður Breiðabliks, fór á kostum í markinu þegar Blikarnir lðgðu Hauka að velli, 24:20. Með mikilli baráttu I vörninni og stórkostlegri markvörsLu Ásgeir lögðu þeir grunninn að góðum sigri og nýttu þeir tækifærið í leikslok og fögnuðu geysilega sínum örðum sigri í 1. deildinni. Blikar tóku leikinn strax í sínar hendur og höfðu góða forystu framan af, en Haukar náðu aðeins tvívegis að jafna leikinn. Þegar staðan var 5:5 um miðjan fyrri hálfleikinn tók Ásgeir til sinna ráða og hreinlega lokaði markinu. Haukar skoruðu ekki mark í síðustu 15. mín. hálfleiksins og það þó að þeir hafi verið þremur fleiri í sókninni á tímabili. Blikarnir skoruðu fimm síðustu mörk hálfleiks- ins og voru yfir, 10:5, þegar flautað var til leikshlé. Blikar komu ákveðnir til seinni hálfleiks og náðu mest sjö marka forskoti. Haukar neituðu að gefast upp og tóku tvo leikmenn Blikanna úr umferð. Við það riðlaðist sóknar- leikur þeirra mikið. Haukar söxuðu jafnt og þétt á forskotið og náðu að minnka muninn í tvö mörk, 22:20, þegar aðeins tvær mín. voru til leiks- loka. Blikarnir voru ekki á því að gefa fá sér unninn leik og skoruðu tvö síðustu mörk leiksins, 24:20. Eina og áður segir sýndi Ásgeir glæsilega markvörslu í leiknum og varði alls 22 skot. Ingi Þór Guð- mundsson og Guðmundur Pálmason áttu einnig góðan leik. Hjá Haukum var það aðeins Þorlákur Kjartansson, markvörður, sem sýndi góða takta, en aðrir léku langt undir getu. íslendingar voru yfir næstu tvær mínútur en þá tóku gestirnir vel við sér og keyrðu upp hraðann og leikmennirnir Einíkís (nr. 11) og Lukmínas (nr. 10) skoruðu hverja körfuna af annarri og hittu mjög vel bæði úr skotum að utan og einn- ig úr vítaskotum. íslendingar áttu ekkert svar við sókn Litháa auk þess sem illa fór að ganga í sókn- inni og réð þar einstaklingsfram- takið mestu. Munurinn varð mestur 22 stig en íslendingum tókst að klóra í bakkann á lokamínútunum og minnka muninn í 12 stig fyrir leikslok en leikurinn endaði með öruggum sigri Litháa, 107:95. Samœfinguna vantar Það sást vel á leik landsliðsins að leikmenn hafa ekki haft mikinn tíma til að'æfa saman að undan- förnu og kom það mest niður á varnarieiknum. Torfi Magnús'son skipti ört um leikmenn og allir landsliðsmennirnir nema Bárður Eyþórsson fengu að spreyta sig. Guðmundur Bragason og Valur Ingimundarson áttu ágætan leik og vöktu daufa áhorfendur af dvala með leik sínum en einnig áttu Magnús Matthíasson og Jón Kr. Gíslason góðan leik. Litháar léku oft á tíðum skínandi vel og eftir rólega byrjun fóru þeir í gang í seinni hálfleik og yfirspil- uðu íslenska liðið. Liðið var frekar jafnt en Einíkís (nr. 11), Lukmínas (nr. 10) og Pazorazoís (nr. 7) gerðu marga skemmtilega hluti. Víta- hittni þeirra vakti athygli og þeir skoruðu hvorki fleiri né færri en 37 stig úr 41 víti. Sagteftirleikinn Torfi Magnússon þjálfari: „Við vissum í raun ákaflega lítið um lið- ið nema það kemur frá mjög góðri körfuknattleiksþjóð. Þeir spiluðu mjög vel í kvöld, settu upp fyrir bestu skytturnar. Við höfum ekki æft nema einu sinni með allt liðið þannig að samæfinguna vantar í leik þess. Þetta er náttúrulega æf- ingaprógram fyrir vorið, að skoða leikmenn og þetta er mjög góð æfing fyrir okkur." Valur Ingimundarson: „Ég er ekki ánægður með leikinn. Það vantar samæfmgu, sérstaklega í vörninni. Það er ekki slæmt að skora 90 stig en það verður að taka TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ ¦VlcEiiroe er úr leik Wayne Ferreira frá Suður-Afr- íku var sýnd veiði en ekki gefin í átta manna úrslitum í ein- liðaleik á Opna ástralska meistara- mótinu í tennis í gær. Ferreira, sem er 20 ára, var öryggið uppmálað gegn aldursforsetanum John McEnroe, sem er 32 ára, lék besta leik sinn á ferlinum og vann 6-4, 6-4 og 6-4. „Ég var alls ekki taugaóstyrkur," sagði Ferreira. „Ég vissi að uppgjafirnar yrðu að vera góðar og eins varð ég að taka vel á móti. Það er frábært að sigra þrjá góða tennisspilara á sama mótinu og það eykur sjálfstraustið fyrir næsta verkefni." Troðfullt var á vellinum og hvöttu áhorfendúr McEnroe ákaft. Hann náði samt ekki að sýna fyrri styrk og varð að játa sig sigraðan. „Eg sagði við sjálfan mig að þetta væri að koma, en dæmið gekk ekki upp. Hann var mér fremri og kom mér úr jafnvægi með góðum leik, en Ferreira leikur vel undir miklu álagi. Það var frábært að sigra Becker og það hefði verið gaman að leika gegn Edberg, sem ég taldi mig eiga möguleika á. En ég sagði fyrir skömmu að gangi mér ekki betur á þessu ári en því síðasta kem ég ekki aftur og það stendur." Stefan Edberg þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Ivan Lendl, en sigraði í fimm hrinum eftir að hafa tapað þeirri fyrstu og verið hætt kominn í annarri. „Eg var ekki með, þar til staðan var 4-5 í ann- arri hrinu," sagði Edberg. „Þá gaf hann mér tækifæri á að komast inní leikinn og það nægði mér. En Lendl er ekki eins öruggur og áð- ur, þó hann berjist og gefi ekkert eftir." Lendl viðurkenndi að öryggið væri ekki til staðar, en það kæmi aftur. „Ef ég hefði verið eins örugg- ur og fyrir tveimur eða þremur árum hefði ég unnið aðra hrinu og sjálfsagt leikinn. Öryggið kemur ekki nema með sigrum og ég hef ekki sigrað síðan í apríl í fyrra — en æfingin skapar meistarann." Michael Stitch hefur leikið ósann- færandi í keppninni og Richard Krajicek frá Hollandi sá við honum í gær. „Ég sló illa í tveimur fyrstu hrinunum," sagði Þjóðverjinn. Hann sigraði ekki heldur tapaði ég — ég færði honum sigurinn á silfur- bakka. Hollendingurinn mætir Jim Courier í undanúrslitum, en Courier fór létt með Amos Mansdorf. „Ég hef sigrað Edberg og McEnroe á ferlinum, leik vel þessa dagana og ræð við álagið," sagði Krajicek. Undanúrsslit kvenna fóru fram í nótt að íslenskum tíma. betur á í vörninni. Ég hitti mjög vel í seinni hálfleik og er ánægður með... það." Jón Kr. Gíslason: „Þetta lið er mun betra en pólska liðið sem sótti okkur heim á dögunum en við verð- um að ná betri samæfingu. Ég hef trú á því að við getum unnið þetta lið." Þjálfari litháíska landsliðsins, Raímundas Sargunas byrjaði á því að koma á framfæri þökkum fyrir stuðning íslendinga við sjálfstæðis- baráttu Litháa en sagði að þreyta hefði setið í leikmönnum sínum. Hann tók fram að þeir væru mjög ánægðir með að leika hér á fs- landi. „Liðið okkar er mjög ungt og leikmenn sem koma til með að leika í Ólympíuliðinu leika allir e£* lendis og eiga eftir að styrkja liðið enn frekar. Við lékum ekkert sér- staklega vel í kvöld en það gerði íslenska liðið ekki heldur," sagði hann að lokum. SKIÐAGANGA Haukur alveg vié Ól-lág- markið HAUKUR Eiríksson frá Akureyri varð í 21. sæti á skíðagöngu- móti í Svíþjóð ígærkvöldi, 8,07% á eftir sigurvegaranum — alveg við ólympíulágmarkið, en ÓL-nefnd Islands miðaði það að íslensku keppendurnir yrðu að ná því að vera a .m.k. 8% á eftir sigurvegara á sterku móti. Keppt var í bænum Nordmaling. Gengnir 12,5 kílómetrar með hefðbundinni aðferð. Fjórir hringir sem hver var rúmlega 3,1 km. „Ég er mjög ánægður með þessa göngu í kvöld. Ég hef verið að bæta mig í hverri keppni — er í góðri æfingu og á uppleið. Maður hefur miðað allar æfingar sínar við Ólymp- íuleikana, en ég ekki hvort ég verð valinn. Veit varia hvar ég stend í dag en bíð bara og vona," sagði Haukur Eiríksson í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. - Sigurvegari á mótinu í gærkvöför* varð Lars-Erik Ramström á 33,39 mín. Torgny Mogren, besti göngu- maður Svía, varð annar á 33,44 mín. Ramstrðm var, að sögn Hauks, í A-landsliði Svía fyrir tveimur vikum, en þegar endanlegt lið fyrir Ólympíu- leikana var valið á dögunum féll hann úr liðinu og vildi því sýna í gærkvöldi hvað í honum býr. Þriðji á mótinu í gærkvöldi varð Michael Isakson, á 34,03 mín. og fjórði Larry Poromaa á 34,08 mín. Anders Larsson, sem keppti hér á landi á Landsmóti 1988, varð 20. á 36,20 mín. og Haukur Eiríksson 2^ sem fyrr segir. Haukur gekk á 36,22 mín. og varð 8,07% á eftir sigurveg- aranum. Þess má geta að hann var 7,7% á eftir Mogren. Kjell Erik Skoglund, sænskur unglingameistari í fyrra, var þremur sekúndum á eftir Hauk, á 36,25 mín. og Rögnvaldur Ingþórsson, sem náði ólympíulágmarkinu í desember, varð í 23. sæti á 36,38 mín. Sigur- geir Svavarsson náði sér ekki á strik og varð 30. á 38,39 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.