Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.01.1992, Blaðsíða 48
3ll**0iifiÞIafeifr MO, sm 'RGVNBLADW, ADALSTEÆTl 6, 101 REYKJAVÍK Ml 691100, FAX 691181, POSTHOLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FMMTUDAGUR 23. JANUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Þjóðhagsstofnun: Aflimun meiri en spáð var FISKAFLI í ár verður verulega meiri en Þjóðhagsstofnun hef- ur gert ráð fyrir í áætlunum sínum. Þórður Friðjónsson for- stjóri Þjóðhagsstofnunar telur að aflasamdrátturinn, sem var gert ráð fyrir að yrði 10-12%, verði helmingi minni eða rúm- ^- lega það. Bendir hann á aukn- ingu í loðnu- og rækjukvóta, auk þess sem útlit sé fyrir að aflinn á síðasta ári hafi verið minni en áætlað var og því færist eitthvað yfir á þetta ár. „Loðnustofninn hefur styrkst mjög að mati fískifræðinga og loðnukvóta verið úthlutað í sam- ræmi við það," sagði Þórður í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Einn- ig hafa nýlega verið auknar afla- ~> heimildir til rækjuveiða. Þá felur sú niðurstaða sem stefnir í með Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins á Alþingi í sér að aflaheimildir botnfisks aukast lítillega. Þetta þrennt bætist við þann afla sem við gerðum áður ráð fyrir. Að auki benda bráðabirgðatölur til þess að aflinn í fyrra hafi verið minni en gert var ráð fyrir. Þó að við séum ekki betur sett í sjálfu sér breytir það stöðunni á milli ára, afli færist frá árinu 1991 yfír á 1992," sagði Þórður. Hann sagði að Þjóðhagsstofnun vildi bíða með að breyta spám sín- um þar til komnar væru staðfestar ____upplýsingar um aflann á síðasta ári. Meiri fiskafli en gert hefur ver- ið ráð fyrir mun hafa mikil áhrif á þjóðhagshorfur í ár og draga verulega úr þeim samdrætti í þjóð- arbúskapnum sem spáð var en Þórður sagði að of snemmt væri að nefna tölur um það. Morgunblaðið/RAX Norsk olía íLaugarnesi Það er nýlunda fyrir Reykvíkinga að sjá nýtízku olíuskip á Sundunum. íslenzku olíufélögin hafa beint viðskiptum sínum frá Rússum til norska olíufélagsins Statoil. Hin gömlu rússnesku skip sjást því sjaldnar en áður. I gær kom norska skipið Torm Herdis með 29 þúsund lestir af gasolíu og hér er skipið að losa í tanka Olís í Laugarnesi. Inflúensa ennekki greinst hérlendis EKKI hefur dregið úr innflúensu- faraldri, sem geisað hefur í Bandaríkjunum og Evrópu, sam- kvæmt fréttum Alþjóða heilbrigð- isstofnunarinnar. Að sögn Margrétar Guðnadóttur prófessors, hefur innflúensan enn ekki greinst hér á landi þrátt fyrir fréttir af forföllum nemenda í skól- um. Ástæðan gæti meðal annars verið sú að flest sýni sem greind eru koma frá sjúkrahúsum, en innflúens- usjúklingar liggja í heimahúsum. Innflúensan er af tveimur mis- munandi A-stofnum og að sögn Ól- afs Olafssonar landlæknis, eru það stofnar sem sprautað var gegn hér á landi samkvæmt ábendingu í sum- ar frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og Farsóttarstofnun Bandaríkjanna. í byrjun janúar greindist innflúensan sem faraldur í Bandaríkjunum, Frakklandi og Sviss. Auk þess hefur inflúensan greinst í ' Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, ítalíu, Hol- landi, Noregi, Portúgal, Rússlandi, Spáni, Svíþjóð og Bretlandi. Ákvörðun hluthafafundar Sameinaðra verktaka hf.: Kanna hvort ástæða sé til að vísa málinu tíl dómstóla - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra ætlar að kanna hvort ástæða sé til að skjóta úrskurði ríkisskattanefndar til dómstóla, að ekki sé hægt að skattleggja sem arðgreiðslur útgáfu Samein- aðra verktaka á jöfnunarhluta- bréfum umfram þau mörk sem ríkisskattstjóri hafði áður úr- skurðað að væru skattfrjáls. Embætti ríkisskartstjóra vildi í gær ekki útiloka að þessu máli verði skotið til dómstóla eins og embættið hefur heimild til. Er það þó talið fremur ólíklegt. Ákvörðun hluthafafundar Sam- einaðra verktaka að auka hlutafé félagsins um 900 milljónir og færa aftur niður með því að greiða hlut- hðfnum þessa upphæð út án skatt- greiðslna kom m.a. til umræðu á Alþingi í gær. Karl Steinar Guðna- son, formaður fjárlaganefndar, sagði að þessi aðgerð væri greini- Fyrstu sparnaðaraðgerðir á Ríkisspítölunum ákveðnar: Skurðstofuvöktum fækkað og læknum í hlutastörfum sagt upp Hugmyndir um að hætta rekstri Kristnesspítala og Gunnarsholtshæli FJÁRMÁLANEFND syórnarnefndar Ríkisspítalanna hefur ákveðið fyrstu niðurskurðaraðgerðirnar sem gripið verður til vegna 550 iiiillj. kr. heildarfjárþarfar spítalanna, að sögn Arna Gunnarssonar, for- manns stjórnarnefndar. Hætt verður við síðdegisvaktir á skurðstofu, endurráðningar og nýráðningar verða stöðvaðar og læknum í hluta- störfum og læknum sem hafa aðalstarf annarsstaðar verður fækkað. Starfsfólki verður boðið að taka launalaust leyfi um lengri eða skemmri tíma og læknaþjónusta endurskipulögð á nokkrum sviðum. Ekki hefur •verið tekin ákvörðun um stærstu sparnaðarleiðirnar en hugmyndir eru uppi um að hætta rekstri Kristnesspítala og Gunnarsholtshælis og rætt hefur verið um að færa starfsemi öldrunarlækningadeildarinnar í Hátúni til Vifilsstaða. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segir áætlað að að- gerðirnar nú feli í sér 50-100 millj. kr. sparnað. Talið sé að allt í allt þurfí að fækka um hátt í 100 sjúkra- rúm og rætt hafi verið um að reyna að láta sparnaðinn dreifast sem jafn- ast yfir þjónustusvið spítalanna. Að sögn heilbrigðisráðherra þurfa allar tillögur að liggja fyrir 1. febrúar. Meðal þess sem hefur verið ákveð- ið er að fela stjórnendum á hverju lækningasviði að sjá til þess að lækn- ar panti ekki rannsóknir nema rök- studdar ástæður séu fyrir því í sjúkraskrá sjúklings. Þá ákvað nefndin að lyf verði boðin út og hert eftirlit með að lyfjalisti verði virtur. Yfirvinna utan vakta er aðeins leyfð á bráðavöktum. Árni sagði að teknar yrðu upp viðræður við Reykjavíkur- borg um stuðning við rekstur dag- heimila Ríkisspítalanna eða að borg- in yfirtaki reksturinn alveg en hann kostaði 118 millj. kr. á síðasta ári. Teknar verða upp viðræður við Borg- arspítalann um að sameina bráða- vaktir spítalanna. Teknar verða upp viðræður við Borgarspítala og Landakot um tilflutning sérgreina á milli spítalanna. Þá var samþykkt að leita eftir samningum við ná- grannasjúkrahús um að þau taki við endurhæfingarsjúklingum. Arni sagði að halli á rekstri spít- alanna frá síðasta ári væri 100 millj. og áætluð umframfjárþörf næmi svipaðri upphæð. Flatur niðurskurð- ur væri upp á 320 millj. Að sögn Árna felast stærstu nið- urskurðarþættirnir í lokun deilda. Því vaknaði sú spurning hvort hátækni- sjúkrahús á borð við Landspítalann þyrfti að annast rekstur stofnana á borð við Kristnesspítala, Gunnars- holt, áfengisdeildina á Vífilsstöðum og Vífilsstaðaspítala. Hann sagði að hugmyndir um að leggja niður öldrunarlækningadeildina í Hátúni væri illframkvæmanleg. Rætt hefði verið um að Ríkisspítalarnir afsöluðu sér rekstri Kristnesspítala og að sú starfsemi yrði sameinuð Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá hefði Samhjálp leitað eftir að að taka við rekstri Gunnarsholts. lega gerð til að komast undan skatt- greiðslum. „Ég álít að þrátt fyrir lögmæti sé þetta algert siðleysi og skoða verði hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir svona bókhaldsfim- leika. Þessir peningar eru fengnir fyrir verktöku sem íslenska ríkið hefur veitt einkarétt til en nú eru það dánarbú erfingja sem njóta þessa. Siðleysi þeirra sem ennþá eru þarna er yfirgengilegt og skelfí- legt," sagði hann. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að menn mættu ekki gleyma því, að íslenskir aðal- verktakar hefðu þegar greitt skatt af þeim ágóða sem þarna væri um að ræða. „Og í raun er aðeins verið að færa ákveðna eign úr einum stað í annan. Það er hins vegar álitamál hvort það sé eðlilegt, og ég hef beðið ráðuneytið og önnur skattyfir- völd að skoða þetta mál og undirbúa ráðstafanir ef þörf er. Þar kemur til greina að leita álits dómstóla á niðurstöðu ríkisskattanefndar," sagði hann. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir að sú ráðstöfun að ríkið næði meirihlutaeign í ís- lenskum aðalverktökum, sem hann beitti sér fyrir á sínum tíma, hafi verið gerð með það í huga að þróa það yfir í almenningshlutafélag. „Hluthafar í Sameinuðum verktök- um hafa leikið þennan leik áður, og ég ligg ekkert á þeirri skoðun minni, að hafí hin fleygu orð Vilmundar [Gylfasonar] „löglegt en siðlaust" nokkum tíma átt við, þá sé það nú," sagði Jón Baldvin. Sjá Af innlendum vettvangi og viðtöl á miðopnu, úrskurð rikisskattanefndar á bls. 20-21 og Akureyrarsíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.