Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 27.tbl.80.árg. SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Safna börnin næst skúrkamyndum? KORT með myndum af þekktum íþróttamönnum og kvikmyndaleikur- um hafa notið mikilla vinsælda á með- al barna víða um heim og bandarískt fyrirtæki hyggst bráðlega gefa út slík- ar myndir af frægustu glæpamönnum og glæpum sögunnar. Þessi nýi myndaflokkur á að heita „Sönn saka- mál" og myndirnar verða alls 110, tólf í hverjum pakka. Helmingur myndanna verður af þekktum mafíu- foringjum, svo sem Al Capone, en hinn helmingurinn af fjöldamorðingjum. Á bakhlið kortanna verða 250 orða upp- lýsingar um tiltekinn glæp, hvernig hann var framinn, fjölda fórnarlamb- anna og hvaða dómur var kveðinn upp yfir glæpamanninum. Þessi áform hafa hneykslað marga í Bandaríkjun- um, einkum ættingja og vini fórnar- lamba fjöldamorðingja. Útgefendurn- ir segja hins vegar engan mun á þess- um myndum og æsifengnum frásögn- um fjölmiðla af glæpunum. Skór úr hunda- skínni vinsælir Dýraverndarsamtök í New York- ríki beita sér nú fyrir banni við sölu á skóm sem gerðir eru úr skinni af hundum. Ástæðan er sú að komið hef- ur í Ijós að ítalskir skíðaskór, sem njóta mikilla vinsælda þar um þessar mund- ir, eru framleiddir úr hundaskinni frá Kína. Talið er að mikið sé um slíka skó á markaðnum en þehn fylgja yfir- leitt upplýsingar um að þeir séu fram- leiddir úr „dýraskinni". -v Fölsuð grafík- verk gerð upptæk UM SKEIÐ hefur sá orðrómur verið á kreiki í listaheiminum að fölsuð grafíkverk eftir þekkta listamenn eins og Miro, Picasso, Chagall og Matisse væru í umferð. Nú hefur komist upp um sölu á fölsuðum verkum og er þetta eitt umfangsmesta listaverka- fals, sem vitað er um. Verkin komu frá Bandaríkjunum en tveir Danir sáu um dreifinguna. Flest hafa verkin ver- ið seld í Danmörku og nágrannalönd- unum en einnig hefur verið reynt að koma þeim á markað í Japan. Danska lögreglan hefur handtekið Danina tvo og talið er að þeir hafi keypt verkin af fjórum bandarískum konum, sem hafa verið leiddar fyrir rétt. Lagt hefur verið hald á um 70.000 verk i tveimur vöruhúsum. Á Eskifirði Morgunblaðið/RAX Eskfirðingarnir Þorvaldur Friðriksson (t.v.) og Tómas Hjalta- son meta fisk sem Þorvaldur kom með að landi í vikunni. Það er varla að snjór sjáist í Hólmatindi og er það til marks um hlýindin í janúar. Vaxandi ágreiningur um efnahagsstefnu rússnesku ríkisstjórnarinnar: Vöruverð hækkar enn og framleiðsla dregst saman Moskvu. Minsk. Reuter. FRAMBOÐ vöru í verslunum í helstu borgum Rússlands hefur tekið stakkaskiptum frá áramótum en verðlag fer hækkandi og almenningur hefur vart efni á að brauðfæða sig. Varan selst því ekki sem hefur leitt til þess að verksmiðjur hafa dregið úr fram- leiðslu sinni. Þessi staðreynd og hömlulaus seðlaprentun seðlabanka Rússlands eru meðal þeirra atríða sem margir hagfræðingar benda á er þeir gagnrýna framkvæmd efnahagsumbóta þeirra sem ríkisstjórnin hefur hrundið af stað. „Ég hef miklar efasemdir um það sem nú er að gerast," segir Grígoríj Javlinskíj, hag- fræðingur og höfundur áætlunar um mark- aðsvæðingu Sovétríkjanna á 500 dögum, sem mikið var rædd á sínum tíma. Hann segir að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar leiði annað hvort til óðaverðbólgu eða efnahags- legs og pólitísks hruns. Verðlag hækkar stöð- ugt í verslunum í Rússlandi og segja sérfræð- ingar að opinberar spár um 400% verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs séu allt of varfærnar. Vestrænir hagfræðingar hafa gagnrýnt það að ekkert hafi verið gert til að takmarka peningamagn í umferð. Það hljóti að kynda undir verðbólgu. Georgíj Matjúkhín, bankastjóri Seðlabanka Rússlands, sagði í viðtali við dagblaðið Sovetskaja Rossíja á föstudag, að Vesturlandamenn gætu hugsað það sem þeir vildu en hann þyrfti að horfast í augu við raunveruleikann. Seðlabanki Rúss- lands hefði nú ekki undan að prenta seðla og ekki kæmi til greina að draga úr prent- uninni því þá gæti ríkið ekki borgað laun. Matjúkhín sagði að ríkisstjórnin hefði gert mistök er hún gaf verðlag frjálst 2. janúar síðastliðinn án þess að afnema einokun ýmissa framleiðenda um leið. Þeir drægju því úr matvælaframleiðslunni þegar vara seldist ekki í stað þess að lækka verðið eins og von- ast var til. Á sama tíma og framleiðsla"dregst saman í Rússlandi var borin fram ósk um aukna erlenda aðstoð á ráðstefnu í Minsk í Hvíta- Rússlandi á föstudag. Þar kom fram sá spá- dómur að það tæki a.m.k. tíu til fimmtán ár að koma á markaðshagkerfi í fyrrum Sovét- lýðveldum. í fyrstu væri hins vegar þörf á mikilli lyfja- og matvælaaðstoð til að mæta brýnni þörf almennings. „Mig svimar þegar ég hugsa til þess hve verkefnið er stórt," sagði formaður einnar evrópsku sendinefnd- arinnar í samtali við iíeuters-fréttastofuna. Á ráðstefnunni hittust fulltrúar tíu aðildar- ríkja samveldisins — enginn kom frá Kaz- akhstan — og.sendimenn frá fundi um aðstoð við samveldið sem haldinn var í Washington 22.-23. janúar síðastliðinn. Var þetta fyrsti viðamikli fundurinn þar sem fulltrúar sam- veldisríkjanna hittu þá sem bjóða fram aðstoð. SNJOR 18 BANDORMSINS" DAUÐI DAGBLAÐS IMiei eins liairi hinu liila lili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.