Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 EFNI 2 FRÉTTIR/INNLENT Hafnarfjörður: Helmingi fleiri at- viimulausir en í fyrra 212 MANNS voru á atvinnuleys- isbótum í Kópavog-i í janúar og hafa aldrei fleiri á sama tíma', að sögn Hrafns Sæmundssonar atvinnumálafulltrúa. Sömu sögu er að segja í Hafnarfirði en þar voru 160 manns á atvinnuleysis- skrá í lok janúar eða helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra. í Kópavogi eru 78 konur á at- vinnuleysisbótum og 134 karlmenn. Hrafn sagði að þrjár stéttir skæru sig úr, þ.e. ófaglærðir verkamenn, verslunar- og skrifstofumenn og opinberir starfsmenn. Hrafn kvaðst eiga von á því að fjöldi manns bættist við á atvinnu- leysiskrá í næstu viku vegna upp- sagna sem eru miðaðar við 1. febrú- ar. Opinberum starfsmönnum á at- vinnuleysisskrá færi jafnt og þétt fjölgandi. Þá væri háskólamenntað fólk komið inn á atvinnuleysisskrá en það hefði ekki þekkst til þessa. í Reykjavík voru 590 manns á atvinnuleysisskrá í lok desember, en tölur fyrir janúar liggja ekki fyrir. Morgunblaðið/Alfons Frímínútur Börnin í 6. bekk Grunnskóla Ólafsvíkur notfæra sér snjóleysið til þess að leika sér í fótbolta í frímínútun- um, enda skín áhuginn úr andlitum þessara ungu pilta. Hver veit nema einhver hverfí á vit atvinnumennsku í knattspymu í framtíðinni? Óákveðið hvort LÍN lánar fyrir skólagjöldum: Rætt um að stofna styrktarsjóð fyrir efnaminni stúdenta við HÍ Háskóiastúdentar andmæla hækkun skólagjaldanna SÚ hugmynd hefur verið rædd í Háskólaráði að komið verði á fót styrktarsjóði fyrir efnalitla stúdenta, sem ekki sjá sér kleift að greiða skólagjöld. Háskólaráð ákvað á fimmtudag að hækka innrit- unargjöld við Háskóla íslands úr 2.000 krónum í 17.000. Ekki ligg- ur fyrir hvort Lánasjóður íslenzkra námsmanna muni lána fyrir skólagjöldunum. Stúdentaráð Háskóla íslands hyggst andmæla hækkun skóla- gjaldanna og niðurskurði á fjárveit- ingu til Háskólans á fundi 13. febrú- ar. „Við erum á móti þessum skóla- gjöldum. Þau ógna jafnrétti til náms. Þótt upphæðin í sjálfri sér sé kannski ekki há í krónum talið getur hún vaxið mörgum í augum, sem búa við þröngan kost. Fólk þarf a.m.k. að hugsa sig tvisvar um áður en það fer í háskólanám," sagði Steinunn V. Óskarsdóttir, for- maður SHÍ, í samtali við Morgun- blaðið. „Svona gjöld hafa tilhneig- ingu til að hækka. Við erum á móti því að sú meginregla sé brot- in, að fólk greiði ekki beint fyrir þessa þjónustu." Steinunn sagði að ekki lægi fyrir hvort Lánasjóður íslenzkra náms- Sveinn sagði að innanlands- neysla búvara hér á landi væri lauslega áætluð samsvara um 14,5 milljörðum króna, og því yrði um að ræða innflutning fyrir 400 manna myndi lána fyrir skólagjöld- unum. „Þótt svo væri, réttlætti það ekki neitt, því að þar yrði aðeins um lán að ræða, sem síðan þyrfti að borga til baka,“ sagði hún. Steinunn sagði að stjórn Stúd- entaráðs hefði rætt möguleika á að lækka gjöld þau, sem stúdentar eru skyldugir að greiða til félagsstarfs við Háskólann. Á yfírstandandi önn er gjaldið 5.700 krónur, þar af renna 3.250 krónur til Félagsstofn- unar stúdenta og afgangurinn, 2.450 kr., til Stúdentaráðs. Gjald þetta leggst ofan á innritunargjald það, sem Háskólaráð leggur á, og stúdentar þurftu því alls að greiða 7.700 krónur er þeir innrituðu sig á yfirstandandi önn. Þegar skóla- gjöldin hækka verður þessi upphæð 22.700 krónur samanlagt að milljónir króna við upphaf samn- ingstímans. Það yrði örugglega mjög erfíð framkvæmd að úthluta þessum 400 milljónum í einhveij- um tilteknum vörum á innflytjend- óbreyttu gjaidi til FS og SHÍ. „Milli- uppgjör Stúdentaráðs sýnir góða afkomu, þannig að við höfum rætt um að lækka gjaldið eins og við getum. Það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um slíkt,“ sagði Steinunn. Hún sagði að þolinmæði náms- manna væri nú á þrotum, og stefnu stjórnvalda gagnvart Háskólanum yrði mætt með harðri andstöðu inn- an skólans. Lárus Jónsson, framkvæmda- stjóri Lánasjóðs íslenzkra námsV manna, sagði í samtali við Morgun-' blaðið að ekkert væri hægt að segja um það hvort sjóðurinn myndi lána stúdentum fyrir skólagjöldunum. Hann sagði að úthlutunarreglur Lánasjóðsins yrðu teknar til endur- skoðunar í tengslum við samþykkt frumvarps til nýrra laga um LIN á Alþingi og ekki myndi fást niður- staða í þessu máli fyrr en að frum- varpinu samþykktu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur sú hugmynd komið til umræðu í Háskólaráði að jafn- ur, en hans spá væn sú að það muni rísa upp að minnsta kosti 500 innflytjendur á landbúnaðar- vörurn strax fyrsta daginn og opn- að verður fyrir innflutninginn. Sveinn sagði útlit fyrir að ekki yrði aðeins að takmarka magnið við einhveija ákveðna upphæð hjá hveijum og einum, heldur yrði einnig að ákveða hvort mönnum yrðu skammtaðir ákveðnir vöru- flokkar eða hvort upphæðinni yrði fyrst deilt niður á vörurnar og síð- an á fyrirtækin. framt því, sem skólagjöld verði hækkuð, verði komið á fót styrktar- sjóði fyrir efnaminni stúdenta. Þeir, sem ekki telji sig ráða við að greiða skólagjöldin, til dæmis vegna fötl- unar eða af því að þeir hafa fyrir mörgum að sjá, geti þá sótt um að fá styrk úr sjóðnum eða að fá skóla- gjöldin felld niður. Fyrirkomulag af þessu tagi tíðkast við ýmsa er- lenda háskóla, þar sem skólagjöld eru innheimt. -----.....+—--- Hitaveita Seyðisfjarðar: RARIK kaup- ir dreifikerf- ið á 76 millj. RAFMAGN S VEITUR ríkisins og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði hafa undirritað samning þess efnis að RARIK kaupir dreifikerfi Hitaveitu Seyðisfjarðar á 76 milljónir króna og taka þar með að sér rekstur kerfisins. í samningnum er kveðið á um að viðskiptavinir Hitaveitunnar munu næstu tvö árin kaupa vatnið á sambærilegum kjörum og verið hefur. Ennfremur munu heima- æðagjöld lækka til samræmis við aðrar hitaveitur RARIK. Að þess- um tíma liðnum munu hitataxtar Rafmagnsveitnna á Seyðisfirði verða samræmdir. í frétt frá RARIK um þetta mál segir m.a? að Rafmagnsveitunar hafí þjónustustöð á Seyðisifirði. Rekstur heitaveitu falli vel að ann- ari þjónustu Rafmagnsveitnanna enda séu notendur hennar jafn- framt rafmagnsnotendur. Því sé ljóst að hagræði næst með sam- rekstri þessara tveggja veitukerfa. Kaupverð Hitaveitu Seyðisfjarð- ar er byggt á viðskipalegu mati eignanna þannig að tekjur af eign- um standi undir kaupverðinu. Óvíst með úthlutun inn- flutningsleyfa á búvörum ALGJÖR óvissa ríkir um það hvernig staðið verður að úthlutun innflutningsleyfa á þeim landbúnaðarvörum sem skylt verður að veita lágt tollaðan lágmarksaðgang samkvæmt fyrirliggjandi drög- um að GATT-samkomulagi Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að við gildistöku samkomulagsins verði veittur 3% iágmarksaðgangur miðað við innanlandsneyslu, en hann síðan aukinn í 5% á samnings- tímanum. Þetta kom fram í máli Sveins Á. Björnssonar sendifull- trúa í utanríkisráðuneytinu á hádegisverðarfundi Félags íslenskra stórkaupmanna um GATT-viðræðurnar- Boðorð bandormsins ►Niðurskurðaráform stjórnvalda í heilbirgðiskerfinu er ekki sárs- aukalaus og hér er fjallað um áhrifin á sjúkrahúsin ./10 Dauði dagblaðs ►55 ára sögu Þjóðviljans, „mál- gagns sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar" lokið. /14 Engin snjór ►Jeppa-, vélsleða- og skíðamenn horfa til himins og bíða eftir vetri. /16 Skoðun ► „Þarf að herða sóknina eða hvað? spyr Sigfús Schopka, físki- fræðingur í grein í blaðinu í dag. /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 Aldrei eins fjarri hinu Ijúfa lífi ►María Erlingsen leikkona er tæplega hálfnuð með tveggja ára samning í bandarísku sjónvarps- þáttaröðinni Santa Barbara og þegar hún var hér á ferð í jóla- leyfi átti hún að baki leik í ná- kvæmlega eitthundrað þáttum. /1 Guðfaðir stöðnunar ►í síðasta þætti greinarflokksins „Sovétríkin liðin undir lok“ er fjall- að um Brézhnev-tímabilið, þar sem hernaðarmáttur ríkisins var efldur uns kerfíð komst í ógöngur og endalokin voru óumflýjanleg. /6 9 Sat inni saklaus ►í þættinum „Af spjöldum glæpa- sögunnar" segirfrá Joseph Majcz- ek sem var dæmdur fyrir morð og sat inni í þrettán ár. En móðir hans gafst ekki upp. /8 Ekki farin að skrifa tékka ►Þrír Sykurmolar velta fyrir sér frægðinni, nýju plötunni og vænt- anlegri tónleikavertíð. /10 Lánsami landmaður- inn ►Afmælisbarnið Aðalsteinn Jóns- son eða „Alli ríki“ sóttur heim í blíðuna á Eskifírði til að segja frá Jóni „sífuila" og fleiri happafleyj- um. /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 16c Dagbók 8 Dægurtónlist 17c Hugvekja 9 Fólk í fréttum 19c Leiðari 20 Myndasögur 20c Helgispjall 20 Brids 20c Reykjavíkurbréf 20 Stjörnuspá 20c Minningar 22 Skák 20c tþróttir 34 Bíó/dans 20c Utvarp/sjónnvarp 36 Afömumvegi 24c Garur 39 Velvakandi 24c Mannllfsstr. 4c Samsafnið 26c Menning.st. 12c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.