Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 4

Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 ERLENT INNLENT Utborgun samþykkt Guðjón B. Ólafsson fostjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, segir að stjórnendur Sameinaðra verktaka og allir viðstaddir hlut- hafar hafi verið sammála um að greiða hluthöfum út 900 milljónir af hlutafél félagsins. Ekki hafí orð- ið vart við átök innan stjórnarinnar vegna þessa eins og Thor Ó. Thors framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, hélt fram í viðtali í Morg- unblaðinu. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, segir nauðsynlegt að leita eftir úrskurði hjá dómsstólum um hvort Sameinuðum verktökum væri heimilt að hækka hlutafé sitt um 900 milljónir og færa niður aftur og greiða til hluthafa.'Ríkisstjómin mælir með málshöfðun í máli Fé- lags vatnsvirkja hf., og hefur Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra, ákveðið að láta á það reyna fyrir dómstólum. Bankar lækka vexti Bankaráð Búnaðarbanka íslands ákvað að lækka útlánsvexti á óverðtryggðum liðum um 2% 1. febrúar. I Landsbanka íslands lækka útláns- og innlánsvextir um 0,25% til 0,5% frá sama tíma og Islandsbanki og sparisjóðimir hafa ákveðið að lækka útlánsvexti um 0,75%. Þjóðviljinn hættur Stjóm útgáfufélags Þjóðviljans ákvað að hætta útgáfu blaðsins 1. febrúar vegna fjárhagserfiðleika. Um 40 manns störfuðu að útgáf- ERLENT Afvopun í austri sem vestri GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, flutti stefnuræðu stjóm- ar sinnar síðastliðið þriðjudags- kvöld og boðaði meðal annars verulegan niðurskurð á útgjöldum til hermála. Verða þau lækkuð um 50 milljarða dollara á fimm ámm, til dæmis með því að fækka langdrægum kjamavopnum og hætta smíði B-2-sprengjuþotunn- ar. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, svaraði tillögum Bush að bragði og tilkynnti, að Rússlands- stjórn væri reiðubúin að fækka kjamaoddum í langdrægum eld- flaugum um 2-2.500. Þá hvatti hann einnig til, að komið yrði á alheimsvarnarkerfí gegn kjam- orkuvopnum og alþjóðlegri stofn- un, sem hefði eftirlit með afvopn- un. Á föstudag var Jeltsín á tíma- mótafundi í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í New York ásamt leiðtogum flestra stórveldanna. Deilt um skipan sendinefndar RÁÐSTEFNAN um frið í Mið- austurlöndum var sett að nýju í Moskvu á þriðjudag og stóð í tvo daga. Var boðið til hennar fulltrú- um 20 ríkja og ríkjahópa, þar á meðal fulltrúum arabaríkjanna allt frá Atlantshafi til Persaflóa. Sýrlendingar og Líbanir ákváðu að sitja heim, sögðu ráðstefnuna þýðingarlausa meðan ekkert þok- aðist í tvíhliða viðræðum þeirra við Israela, en Palestínumenn mættu til leiks með nýja sendi- nefnd, skipaða fulltrúum útlægra Palestínumanna og þeirra, sem búsettir eru í Austur-Jerúsalem. Á þetta vildu ísraelar og gestgjaf- amir, Rússar og Bandaríkjamenn, ekki fallast enda ekki um það samið. Palestínumenn sneru þá heim við svo búið. Á ráðstefnunni var skipað í vinnuhópa um ýmis mál varðandi Miðausturlönd, efnahagsþróun, afvopnun, um- unni og eru líkur á að um fjórðung- ur þeirra muni halda vinnu við út- gáfu Helgarblaðs, sem nokkrir starfsmenn Þjóðviljans hafa í und- irbúningi. Spamaðaraðgerðir á sjúkrahúsum Stjórnir Borgarspítala og Rík- isspítalanna hafa kannað í vikunni hvernig 5% niðurskurði á fjárfram- lögum til spítalanna verði mætt. Á Borgarspítala verða laun skorin niður um 56,1 milljón til að mæta 200 miHjón króna spamaði. Auk þess á tilflutpingur á starfsemi og hagræðing að skila 92 milljónum og aðgerðir sem auka tekjur spítal- ans 28,5 milljónum. Viðræður um sameiningu Borgarspítala ' við Landakot eru hafnar á ný en öllu starfsfólki spítalans hefur verið sagt upp störfum. Á Landspítalan- um hefur fjórum læknum verið sagt upp og einni bæklunardeild lokað. Ríkisskip hættir Rekstur Ríkisskipa hætti 1. fe- brúar og hefur nær öllum starfs- mönnum verið sagt upp störfum. Búið er að selja Oskju til Noregs og semja við Samskip um yfirtöku á Esju og Heklu. Andvirði seldra eigna félagsins er um 400 milljónir króna en eftir er að selja vöru- skemmur við Reykjavíkurhöfn. hverfísmál, vatnsbúskap og flótt- amannamál. Haughey hrökklast frá CHARLES Haughey, forsætis- ráðherra írlands, ætlar að segja af sér í þessari viku, líklega á fimmtudag. Er ástæðan sú, að Sean Doherty, dómsmálaráð- herra í ríkisstjórn Haugheys fyrir 10 árum, upplýsti, að hann hefði látið hlera síma tveggja blaða- manna á þessum tíma. Hafí það verið gert með vitund og vilja Haugheys, sem fengið hafi afrit af samtölum blaðamannanna. Haughey neitaði allri vitneskju um málið en að þessu sinni var þessum „Houdini írskra stjóm- mála“ ekki trúað. Stjórnarflokk- urinn, Fianna Fail, verður nú að velja annan forsætisráðherra og þykja þeir líklegastir, Albert Reynolds, fyrrum fjármálaráð- herra, og Bertie Ahern, núver- andi fjármálaráðherra. Breytingar á öryggisráðinu? FAST er nú lagt að Bretum og Frökkum að víkja úr sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna til að hin nýju efnahagsstórveldi, Þýskaland og Japan, komist þar að. Eiga fímm ríki fastafulltrúa í ráðinu, Bandaríkin, Rússland og Kína auk Bretlands og Frakk- lands. John Major, forsætisráð- herra Bretlands, segist staðráðinn í að beijast gegn þessum þrýst- ingi. Danir deila um lyfjaverð og niðurgreiðslur: Nýjar höfuðverkjatöfl- ur á 1.300 ÍSK stykkið Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt- ur, fréttaritara Morgunblaðsins. UM ÞESSAR mundir er að koma á markað bæði í Bandaríkjunum og Evrópu nýtt lyf, Imigran, gegn höfuðverk, einkum mígreni. í Danmörku hefur verð þessa nýja lyfs vakið miklar deilur, en pakki með sex töflum á að kosta sam- svarandi tæplega átta þúsund ÍSK, sem er um 1.300 ÍSK á hverja töflu. Umræðumar snúast meðal annars um þörfina á lyfi sem þessu, verðútreikninga og niður- greiðslur sjúkrasamlagsins. Það er enskt lyfjafyrirtæki, Glaxo, sem hefur þróað og framleitt lyfíð. Fréttir af því hafa komið fram öðru hveiju og það er álitið bæði áhrifa- mikið og öruggt. Undirbúningur og rannsóknir hafa tekið átta ár og eru að hluta unnar af dönskum læknum, sem vinna á dönskum ríkisspítulum. Verð lyfsins er meðal annars rökstutt með að það hafi kostað fyrirtækið um fímmtán milljarða ÍSK á þessum átta árum að framleiða lyfíð. í danska blaðinu Politiken hefur verið bent á að í lyfjaframleiðslu þyki eðlilegt að 10% af veltunni fari í þróun og rannsóknir, en Glaxo veiji aðeins tæplega 7% veltunnar til þessa. Hins vegar greiði fyrirtækið hluthöfum hátt hlutfall af arði fyrir- tækisins og forstjóri lyfjasamsteyp- unnar hafí um tíu milljónir ÍSK í mánaðarlaun. Á blaðamannafundi, þar sem forr- áðamenn danska dótturfyrirtækisins Glaxo kynntu lyfið, var tekið fram að hálf milljón Dana þjáðust af mígr- eni, en það er um 16% af fullorðnu fólki hér og heilakveisukast stæði að jafnaði í 2-3 daga, og auk þess skiluðu sjúklingamir ekki fullum afköstum í aðra fimm daga. Þetta væri þjóðfélaginu mjög dýrt og í þessu samhengi ætti að líta verð lyfsins. Þó heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafi ákveðið að leyfa sölu lyfsins frá 3. febrúar, hefur enn ekki verið ákveðið hvort og þá hversu mikið lyfið verði niðurgreitt. í Danmörku eru lyf greidd niður um sem svarar 75% af útsöluverðinu. Á íslandi hefur lyf þetta verið notað á undanþágu undir nafninu Sumatriptan en hefur enn ekki verið skráð. Er beðið eftir úrskurði lyfja- nefndar og því liggja-ekki fyrir upp- lýsingar um hugsanlegt verð lyfsins hér á landi. Einkavæðing í Tékkóslóvakíu: Borgarar, kaupið hluta- bréf o g verðið ríkir! Tékkar fagna stjórnmálaumbótum á fundi á Vaclav-torgi í Prag. Innan skamms gætu margir Tékkar einnig haft tilefni til að fagna hagnaði vegna hlutabréfakaupa. ÁRIÐ 1992 verður úrslitaárið fyrir umbætur í átt til markaðs- búskapar í Tékkóslóvakíu. Á síðasta ári seldi ríkið flest öll minni fyrirtæki í sinni eigu á uppboðum, s.s. veitingastaði, viðgerðaverkstæði og annað þess háttar, og nú er röðin komin að stóru fyrirtælgunum sem mynda hornstein efna- hagslífsins. Eru sérfræðingar á einu máli um að þessi umskipti muni óhjákvæmilega leiða til enn minnkandi framleiðslu og aukins atvinnuleysis. Reynslan hefur sýnt að ekki er hægt að breyta stjórnun- araðferðum í óhagkvæmum ríkis- fyrirtækjum og að einkavæðing þeirra er eini möguleikinn til að breyta þeim í fyrirtæki sem eiga einhvern möguleika á að dafna í fijálsu markaðsumhverfí. Einung- is þannig, með fijálsri samkeppni og opnum landamærum, er hægt að ná fram bata í efnahagslífinu á skjótan hátt. Margir möguleikar komu til greina, þegar ráðast átti í einkavæðinguna, en ákveðið var að fara þá leið að bjóða borgurum eignir ríkisins með sérstökum ávísunum. Samkvæmt þessarí áætlun er hveijum íbúa Tékkóslóvakíu sem náð hefur átján ára aldri boðið að kaupa hlutabréf í hvaða fyrir- tæki sem er á listanum á verði sem ekki leikur vafí á að sé hag- stætt. Fær hver einstaklingur, sem hefur þessar ávísanir undir höndum, að kaupa hlut í því fyrir- tæki sem hann hefur valið fyrir 1.035 tékkneskar krónur, sem samsvarar um þriðjungi með- al mánaðar- launa. Ef hann hef- ur valið rétt mun hann sjá verðmæti hlutabréfa sinna aukast verulega á næstu árum en sá möguleiki er einnig til staðar að fyrirtækið sem fyrir valinu varð fari á hausinn og að allt það fé sem í það var lagt sé glatað. Það er auðvitað eðlilegt að hinn almenni borgari eigi mjög erfítt að gera upp við sig hvaða fyrir- tæki sé best að velja. Hann veit hvaða reglur gilda en flest fyrir- tækin eru einungis nöfn á lista og til að gera sér einhveija grein fyrir fjárhagslegri stöðu þeirra og hvað möguleika vörur þeirra eiga á fijálsum markaði í framtíðinni þyrfti hann helst að vera skyggn. Því má búast við að flestir muni velja vel þekkt fyrirtæki í þeim geirum atvinnulífsinssem telja má öruggt að eigi eftir að dafna s.s. stór hótel, brugghús og glerverk- smiðjur. Er því næsta öruggt að hlutabréf í þeim fyrirtækjum verði boðin á mun hærra verði þegar kemur að öðru og þriðja útboði og kaup á hlutabréfum í þeim því orðin flestum ofviða. Það er sem sagt ekkert auðvelt að verða ríkur á þennan hátt. Óhjákvæmilega fylgja ýmis vandamál þessari einstæðu til- raun. Upphaflega átti hún að hefj- ast 1. janúar 1992 en því varð að fresta um þijá mánuði vegna ónógs undirbúnings og skorts á samkeppnis- hæfum fyrir- tækjum sem hægt var að einka- væða. Eins og liggur í augum uppi eru margir stjómendur ríkis- fyrirtækja sem gegnt hafa þeim stöðum allt frá tímum kommún- ismans ekkert allt of hrifnir af áætlunum af þessu tagi sem þeir telja, réttilega, að muni þýða end- alok ferils þeirra. Oft era þeir ósamvinnuþýðir og vinna leynt og ljóst gegn framgangi málsins. Til að aðstoða hinn almenna borgara, ekki síst eldra fólk og þá sem ekki vilja taka mikla áhættu, hafa verið settir á stofn sérstakir fjárfestingasjóðir. Þessir sjóðir taka við ávísunum frá fólki, kaupa hlutabréf fyrir þær, og gefa síðan út hlutabréf í sjálfum sjóðnum. Þó ekki sé við miklum arði að búast í slíkum tilvikum getur viðkomandi þó gengið að því sem vísu að hann fái sinn hlut af þjóðarauðnum án þess að þurfa að hafa af því teljandi áhyggjur. Sumir þessara sjóða era nú þeg- ar, töluvert áður en fyrsta útboðið hefst, famir að bjóða viðskiptavin- um sínum tíföldun fjár þeirra á einu ári. Þetta mun án vafa verða til að auka áhugann á þessum valkosti og er á sama tíma ein besta auglýsing sem einkavæð- ingaráætlunin hefur fengið en al- mennur áhugi á henni hefur fram til þessa verið minni en menn gerðu ráð fyrir. Allir stjómmálaflokkar era í grundvallaratriðum sammála um að þetta sé rétta leiðin í átt til markaðsbúskapar en sumir hafa samt gagnrýnt að erlendum fjár- festum hafi ekki verið leyft að festa fé í litlu fyrirtækjunum sem einkavædd voru sem og Iandeign- um og fasteignum. Segja tals- menn þeirrar gagmýni að erlent fjármagn hefði orðið til hraða umbótum þar sem þá hefði verið tekin í gagnið nútíma tækni og vestrænar stjómunaraðferðir. Ótti við að erlent fjármagn myndi kaupa upp tékknesk efnahagslíf var greinilega ekki á rökum reist- ur. BAKSVIÐ eftirJarosIav Nóvak

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.