Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/IIMIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 Kópavogur: Fundum nefnda bæjarins fækkað « xviorgu n uiaoio/ivij a Laun fyrir fundarsetu lækka BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur samþykkt að laun fyrir setu í tímabundn- um sérnefndum bæjarráðs og bæjarstjórnar verði lækkuð til jafns við fundarsetu í minni nefndum á vegum bæjarins. Ennfremur að fundum í nefndum verði fækkað og að felldar verði niður sérstakar greiðslur til embættismanna vegna fundarsetu nema sérstaklega sé um það samið. Sigurður Geirdal, bæjarstjórí, sagði að reglur um greiðslur vegna setu í nefndum hefðu verið óljósar og jafnframt hversu marga fundi ætti að halda á ári í hverri nefnd. Þess vegna hefði þótt rétt að taka af allan vafa og draga um leið úr kostnaði. Tillagan gerir ráð fyrir að launanefnd sveitarfélaga taki yfir verkefni kjaranefndar fóstra. Sér- stakar greiðslur fyrir þátttöku í ráð- stefnum, svo sem seta á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á höfuð- Atvinnumálaráðstefna stúdenta sem haldin var í Háskólabíói í gær var vel sótt. Birgir B. Siguijónsson framkvæmdastjóri BHMR: Atvinnuleysi meðal háskóla- manna er ennþá nær óþekkt Vinnumarkaður háskólamanna farinn að þrengjast BIRGIR Björn Sigurjónsson, framkvæmdastjóri BHMR, segir að atvinnuleysi sé enn lítið eða óþekkt meðal íslenskra háskóla- manna. Þetta telur hann stafa af því að margir sætti sig við að vinna utan við eða í jaðri faggreinar sinnar og sérþekkingar, að margir sætti sig við léleg laun til þess að fá að vinna að sínum sérfræðiáhugamálum, t.d. sem ríkisstarfsmenn innan heilbrigðis- kerfisins og að margir sætti sig við að vinna erlendis stóran hluta starfsævinnar. Þetta kom fram á atvinnumálaráðstefnu stúdenta, sem haldin var í Háskólabiói sl. föstudag. Sveinbjöm Björnsson, háskóla- rektor, sagði á ráðstefnunni að þó tæplega væri enn hægt að fullyrða að úöl^i háskólamenntaðs fólks væri orðinn of mikill væri greini- legt að vinnumarkaður háskóla- manna væri farinn að þrengjast og í sumum greinum væru þess dæmi að erfítt væri að komast í störf þar sem sérhæfíng nýttist. „Almenn grunnmenntun getur þá gert mönnum kleift að nýta menntun sína tii annarra starfa Vestmannaeyjar: Herjólfur misstíekkí en þeir hugðu í fyrstu en hætta á atgervisflótta til annarra landa mun einnig fara að gera vart við sig,“ sagði Sveinbjörn. Tækifærin í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu Birgir Björn Siguijónsson, framkvæmdastjóri BHMR, sagðist í framtíðinni fyrst og fremst sjá fyrir sér atvinnutækifæri fyrir háskólamenntað fólk innan sjávar- útvegs og matvælaframleiðslu, t.d. á sviði fískifræði, sjávarlíffræði, matvælafræði, næringarfræði, líf- fræði og á sviði líftækni. Á allra næstu árum þyrftu matvælafram- leiðendur einnig fjölda dýralækna vegna gæðaeftirlits á matvælaaf- urðum á helstu mörkuðum erlend- Hann sagðist búast við að sjáv- arútvegurinn þyrfti í vaxandi mæli fólk á sviði fiskihagfræði, útvegsrekstrarfræði, markaðs- og sölufræða og fólk með grunnnám i lög- eða hagfræði og framhalds- nám á sviði alþjóðaverslunar og alþjóðafjármála. Enn er skortur á fólki í heilbrigðisgeiranum „Ég tel að tími stóru athafna- mannanna sé liðinn vegna mikilla erlendra skulda og sýnist því að markaður í verktæknigreinum sé ekki lengur í neinum vexti heldur sé fremur von á bakslagi næstu misserin, a.m.k. hjá þeim sem eru einungis í almenna byggingageir- anum. Möguleikar verktækni- menntaðra manna liggja fyrst og fremst í nýsköpunartilþrifum smærri iðn- og þjónustufyrir- tækja,“ sagði Birgir Björn. Hann sagði að enn væri skortur á fólki í ákveðnum hluta heilbrigð- isgeirans eins og hjúkrunarfræði og sjúkra- og iðjuþjálfun og enn skorti fólk á flestum sviðum heil- brigðisþjónustu á landsbyggðinni. Taka þarf upp auðlindaskatt í sjávarútvegi Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sól hf., líkti umhverfí at- vinnurekstrar á íslandi við urð og sagði að því yrði að breyta í gróð- urmold, annars væru horfur há- skólamenntaðs fólks á að fá vinnu hér við.sitt hæfi ekki góðar. Frum- forsenduna sagði hann vera að taka upp auðlindaskatt í sjávarút- vegi. „Lénsherrakerfi miðalda hefur verið endurvakið á íslandi. Sjávar- útvegurinn sem ekkert greiðir fyr- ir hráefnið, skammtar okkur tekj- urnar og súrefnið því hann ræður ríkisvaldinu. Þetta er þungamiðjan í allri efnahagsumræðu á íslandi og gerir þeim sem eru að basla við að framleiða hér mjög erfitt,“ sagði Davíð og bætti við að þessu yrði að breyta. „Sjávarútvegurinn mun ekki standa verr eftir upptöku auðlindaskatts eða veiðileyfa- gjalds, en áður, því að auðvitað verður genginu breytt í samræmi við það og virðisaukaskattur lækk- aður eða felldur niður á móti til að vega á móti verðbólguáhrifun- um.“ borgarsvæðinu, verða lagðar af. Laun fyrir fundarsetu í tíma- bundnum sémefndum bæjarráðs og bæjarstjórnar verða lækkuð til jafns við fundi í minni nefndum. Sérnefnd- irnar voru þijár, Nefnd um tónlistar- skóla, Samstarfsnefnd Reykjavíkur og Kópavogs og stjórnsýslunefnd. Fyrir setu í þessum nefndum lækka laun formanna úr 13.126 krónum í 5.251 krónu og laun almennra full- trúa úr 8.751 krónu í 3.500 krónur. „Þetta voru kallaðir vinnuhópar og þarna sátu gjarnan embættismenn og bæjarráðsmenn," sagði Sigurður. „Laun voru mjög há og mikið af vinn- unni fór fram í vinnutímanum. Við erum með mikla aðhaldssemi í okkar fjárhagsáætlun og viljum með þessu sýna að það sama gengur yfir bæjar- fulltrúa og starfsmenn bæjarins." Í tillögunni segir, að embættis- mönnum Kópavogskaupstaðar verði framvegis ekki greitt sérstaklega fyrir fundarsetu í nefndum nema þar sem sérstaklega er um það samið. „Þetta er vegna þess að þó nokkuð margar nefndir halda sína fundi á daginn, sem er vinnutími embættis- mannanna," sagði Sigurður. „Oft er samið þannig við embættismenn, að þar sem töluverð yfirvinna komi í þeirra hlut og einnig að sitja fundi, þá er greitt fyrir áætlaða yfirvinnu. Án þess að fullyrða of mikið þá er farið að skrifa undir fundargerðir til að fá laun þannig að nú viljum við setja ákveðnari reglur." Nefndarlaun verða einungis greidd út eftir framvísun undirritaðrar fund- argerðar frá viðkomandi nefnd og innan mánaðar frá því að fundurinn var haldinn. Öll risna verður háð samþykki bæjarráðs eða bæjarstjóra. Á vegum Kópavogs eru starfandi 25 nefndir og fær formaður þeirra 5.251 kr. fyrir hvern fund en aðrir nefndarmenn 3.500 kr. Stærri nefnd- ir eru sjö, byggingar-, húsnæðis-, skipulags- og skólanefnd, auk íþróttaráðs, lista- og menningarráðs, og umhverfisráðs. Formenn þessara nefnda fá 5.776 kr. og aðrir nefndar- menn 3.850 kr. fyrir hvern fund. Sérstakar greiðslur eru fyrir setu í félagsmálaráði, þar sem haldnir voru 46 fundir árið 1991 en bæjarráð hélt þá 49 fundi. Formaður fær 5.251 kr. fyrir setu í ráðinu en aðrir 3.500 kr. Sagði Sigurður, að félagsmálaráð • hefði sérstöðu vegna þess að um vinnufundi væri að ræða og ráðið kæmi oft saman eftir vinnutíma. Vestmannaeyjum. FARÞEGAFERJAN Heijólfur fór í áætlunarferð sína til Þor- lákshafnar á föstudag, en þá hafði verið gert við mestu skemmdirnar í veitingasölu skipsins, eftir brotið sem Her- jólfur fékk á sig á fimmtudag. Strax þegar Herjólfur kom til hafnar í Eyjum, síðdegis á fímmtu- dag, hófust iðnaðarmenn handa við lagfæringar. Hreinsað var úr veitingasölu og ný þil smíðuð. Rafmagn og tæki voru yfirfarin og kom í ljós að mikið af tækjum veitingasölu var stórskemmt eða ónýtt. Iðnaðarmenn unnu við viðgerð fram á föstudagsmorgun og um leið var skipið þrifíð eftir sjóinn sem komst inn. Viðgerð var vel á veg komin í gærmorgun þannig að skipið gat haldið í áætlunarferð sína til Þorlákshafnar á tilsettum tíma. Grímur Vona að lokun skrifstof- unnar sé ekki endanleg segir Vladímír Verbenko, fréttaritari Novosti á íslandi FRAMTÍÐ Novosti-fréttastofunnar á íslandi er mjög óljós í kjölfar þeirra breytinga sem orðið hafa í Rússlandi. Skrifstofa Novosti hérlendis er ekki lengur á fjárhagsáætlun móðurfyrirtækisins og reyndar sagði starfsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins í sam- tali við Morgunblaðið að hún hefði verið lögð niður frá og með áramótum. Vladímír Verbenko, yfirmaður skrifstofunnar, gerir sér hins vegar vonir um að sú ákvörðun sé ekki endanleg og segist fastlega búast við því að starfa hérlendis áfram. Verbenko sagði í samtali við þeirra yrði endurskipulögð. „Við Morgunblaðið að Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefði fyrir skemmstu sameinað fréttastofurn- ar Novosti (APN) og Tass með til- skipun. Nýja fréttastofan ber nafn- ið „Rússneska upplýsingaþjónust- an“ og er skammstöfun hennar Tass. Síðan hefði verið gefin út tilskipun um að hætta starfsemi 38 Novosti-skrifstofa erlendis, þ. á m. á íslandi, á meðan starfsemi bíðum því átekta," segir Verbenko. Hann segir að undanfarið ár hafi Novosti hér á landi mest sinnt við- skiptamálum og skrifstofan við Laugaveg sé enn opin. Þegar Ver- benko var spurður hvort hann og annað starfsfólk Novosti fengi greidd laun svaraði hann því til að enn væri eitthvað eftir af fjárfram- lagi síðasta árs. Vissulega væri skrifstofan á íslandi ekki á fjár- hagsáætlun Tass, en Verbenko benti á, að þeir menn sem skipað hefðu fyrir um lokun skrifstofunnar hér hefðu nú sjálfir misst vinnuna. Hann segir að ekki sé unnt fyrir síg að spyijast fyrir í Moskvu um framtíðina þvi enn hafi ekki verið ráðnir yfírmenn nýju fréttastofunn- ar, Tass. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa talsmenn rússneska utanríkisráðuneytisins sagt að starfsfólki í rússneska sendiráðinu hér verði fækkað í kjölfar Kruns Sovétríkjanna og end- urskipulagningar utanríkisþjón- ustu aðildarríkja Samveldis sjálf- stæðra ríkja. Að sögn Harðar Bjamasonar hjá utanríkisráðuneyt- inu diefur því ekki verið tilkynnt úr ferð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýtt bílastæðaskilti hefur verið sett upp við Túngötu í Reykja- vík í takt við breytta tíma. um neinar mannabreytingar hjá sendiráðinu að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.