Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 IT\ A /^er sunnudagur 2. febrúar, sem er 4. sd. U£WJ( eftir þrettánda. 33. dagur ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 6.00 og síðdegisflóð kl. 18.14. Fjara kl. 12.12. Sólarupprás í Rvík kl. 10.07 og sólarlag kl. 17.20 og myrkur kl. 18.13. Sóíin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.41 ogtunglið í suðri kl. 12.44. (Almanak Háskóla íslands.) Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann, hjálp- ræði auglitis míns og Guð minn. (Sálm. 42, 6.) ÁRNAÐ HEILLA Q/\ára afmæli. í dag 2. í/ U febrúar er níræð Jar- þrúður Bjamadóttir, Hólm- garði 39, Rvík. Eiginmaður hennar er Sveinn Bæringsson verkamaður. Hún er í sjúkra- húsi um þessar mundir. O /"|ára afmæli. Næstkom- OU andi þriðjudag, 4. þ.m., er áttræður Hafsteinn Guðmundsson, Kambsvegi 33, Rvík. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn í safnaðarheimili Áskirkju, kl. 18-21. O /\ára afmæli. Á morgun, ÖV 3. þ.m., er áttræður Elías Valgeirsson, Hraunbæ 103, Rvík, fyrrum rafveitustjóri í Ólafsvík. Kona hans er Helga Valdimarsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178, á afmælisdaginn, eftir kl. 20. KIRKJUSTARF________ GRENSÁSKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. HALLGRÍMSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Starf fyrir 10-11 ára mánudag kl. 17.30. Starf fyr- ir 12 ára mánudag kl. 19.30. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 21. ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Foreldramorgnar þriðjudaga kl. 10-12. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Mánudag: Fyrirbænir í kirkj- unni kl. 18. Starf fyrir 11-12 ára börn kl.18. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudags- kvöld kl. 20.30. Söngur, leik- ir, helgistund. SELJAKIRKJA: Mánudag: Fundur hjá KFUK, yngri deild kl. 17.30, eldri deild kl. 18.30. Opið hús hjá æskulýðsfélag- inu SELA kl. 20. Helgistund. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. 10-12 ára starf mánudag kl. 17.30. KROSSGATAN LARETT: — 1 mas, 5 háð, 8 hola, 9 gleðjast, 11 áform, 14 óþétt, 15 sefaði, 16 örlaga- gyðja, 17 beljaka, 19 súrefní, 21 espa, 22 fijóa, 25 skepna, 26 forfeður, 27 kyrri. LÓÐRÉTT: — 2 húsdýra, 3 beita, 4 spýtur, 5 megnum, 6 fálm, 7 spils, 9 hégómskap- ur, 10 drepur, 12 fimar, 13 hímdi, 18 ýlfra, 20 greinir, 21 keyri, 23 dvali, 14 íþrótta- félag. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: — 1 óhæfa, 5 kætti, 8 unnur, 9 hylma, 11 nunna, 14 nón, 15 lygna, 16 uggur, 17 sær, 19 feit, 21 æðið, 22 náttaði, 25 iðn, 26 ein, 27 ræð. LÓÐRÉTT: — 2 hey, 3 fum, 4 ananas, 5 kunnur, 6 æru, 7 tin, 9 holdfúi, 10 legginn, 12 nagaðir, 13 afráðið, 18 æsti, 20 tá, 21 æð, 23 te, 24 an. p- Utanríkisráðherra á bændafondi um GATT á Hvolsvelli 77 Var þetta ekki hrútleiðinlegur fundur hjá þér nteð sveitavarginum, Nonni minn...? FRETTIR/MANNAMÓT 34159. Deildin íris í Hafnar- fírði heldur fund mánudags- kvöldið kl. 20.15 á Hjalla- hrauni 9. Þetta verður dálítill hátíðarfundur í tilefni þess að hann er hinn 200. sem deildin heldur. SILFURLÍNAN, s. 616262: Þjónusta við eldri borgara alla rúmhelga daga, t.d. að versla og minniháttar viðhaldsvinna, milli kl. 16-18 er svarað. DALBRAUT 18-20. Mánu- dagsmorgunn kl. 9.30 er leik- fimi og kl. 13 hefst körfugerð- amámskeið. Kaffitími kl. 15. KÓPAVOGUR. Kvenfél. Freyja efnir til félagsvistar í dag kl. 15 á Digranesvegi 12 og verður byijað að spila kl. 15. Spilaverðlaun og kaffi- veitingar. foreldra ungra barna kl. 15-16. Umræðuefnið verður börnin og hjónaskilnaður. Um það mun ræða Hjördís Hjart- ardóttir félagsráðgjafi. GARÐABÆR. Kvenfélag bæjarins heldur aðalfundinn í Garðaholti nk. þriðjudag kl. 20. Kaffi borið fram að lokn- um fundarstörfum. JC-Nes heldur félagsfund mánudagskvöldið kl. 20.30 á Austurströnd 3, Seltjamar- nesi. LANGHOLTSSÓKN. Kven- félag Langholtssóknar heldur aðalfund, þriðjud. 4. febrúar, kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Fisk- og síldar- réttahlaðborð eftir fundar- störf og að lokum helgistund í kirkju. LAUGARNESKIRKJA: Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA: Mánudag. Æskulýðsfundur kl. 20. GARÐASÓKN: Fjölskyldu- samvera er í dag í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Garða- sóknar, kl. 13. en ekki kl. ll eins og misritaðist í blaðinu í gær. Æskufólk aðstoðar. Sr. Bragi Friðriksson messar. í DAG, 2. febrúar, er Kyndil- messa. Á -morgun hefst svo vetrarvertíð á Suðurlandi, segir almanakið. Um vertíð- ina segir ennfremur í Stjörnu- fræði/Rímfræði, að vertíð ljúki 11. maí (lokadag). Tíma- mörk vetrarvertíðar vom staðfest með alþingissam- þykkt árið 1700. í gamla stíl hefst vertíðin 25. jan., á Páls- messu. KVENNADEILD Styrktar- fél. lamaðra og fatlaðra held- ur fund mánudagskvöldið kl. 20.30 á Háaleitisbraut 11-13 og ræða þar áríðandi mál. KEFLAVÍK. Kvenfél. Kefla- víkur heldur fund mánudags- kvöldið kl. 20.30 { Kirkju- lundi. Gestur fundarins verð- ur Hlín Agnarsdóttir. Kaffi verður borið fram. FÉL. eldri borgara. í dag verður spilað í Risinu kl. 14. Leiksýningin „Fugl í Búri“ er kl. 17 og dansað í Glaðheim- um ki. 20. Félagsmenn geta fengið aðstoð við skattfram- tal. Veitir skrifstofa fél. nán- ari uppl. Mánudag verður opið hús í Risinu 13-17. KIWANISKLÚBBURINN Viðey heldur fund nk. þriðju- dagskvöld kl. 20 í Brautar- holti 26. Gestur kvöldsins verður Svavar Gestsson al- þingismaður. ITC-deildir. Deildin Ýr held- ur fund nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í Síðumúla 17. Nán- ari uppl. veitir Kristín s. LAUGARNESSÓKN. Mánudagskvöldið verður að- alfundur félagsins í safnaðar- heimilinu kl. 20. FÉL. BREIÐFIRSKRA kvenna í Rvík, heldur aðal- fund sinn að kvöldi 3. febrúar kl. 20.30. SÓKN & Framsókn halda sameiginlegt spilakvöld í Sóknarsalnum nk. miðviku- dagskvöld, 5. þ.m. Spilaverð- laun og kaffiveitingar. Byrjað verður að spila kl. 20.30. FRÍKIRKJAN I Rvík. Fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 20.30 verður aðalfundur Kvenfél. Fríkirkjunnar í safn- aðarheimili Dómkirkjunnar við Lækjargötu. GRAFARVOGSSÓKN. Safnaðarfélag sóknarinnar heldur aðalfundinn mánu- dagskvöldið kl. 20.30 í Ham- raskóla. Gestur fundarins verður Guðný Guðmundsdótt- ir húðráðgjafi. Hún flytur fyr- irlestur um heilbrigði og rétt mataræði. Kaffiveitingar. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar við Bar- ónstíg hefur opið hús fyrir FJALLKONURNAR, kven- fél. halda fund nk. þriðju- dagskvöld í safnaðarheimili Fella/Hólakirkju kl. 20.30, fyrir félagsmenn sína og gesti þeirra. Spilað verður bingó og verða veitingar bornar fram. ÁRBÆJARSÓKN, starf aldraðra. Leikfimi kl. 13.30 nk. þriðjudag. Opið hús nk. miðvikudag kl. 13.30. SKAFTFELLINGAFÉL. í Rvík. Spiluð verður félagsvist í Skaftfellingabúð Laugavegi 178 í dag, sunnudag, kl. 14. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN. í dag er Jökulfell væntanlegt að utan svo og leiguskipið Tuvana. Á morgun er Brúar- foss væntanlegur að utan og þá fer Grundarfoss til út- landa. HAFNARFJARÐARHÖFN. Um þessa helgi fara til veiða togararnir Venus, Sjóli, Ýmir og Hrafn Sveinbjarn- arson. ORÐABOKIIM Ekki fer það á milli mála Næstum í upphafí þessara pistla í Mbl. fyrir þremur árum vék ég að orðalagi, sem ég taldi ekki gamalt í málinu og hafði raunar engin dæmi fundið um, þ.e. að taka þátt í stað hins almenna orðalags: að taka þátt í e - u. Því mið- ur bregður þessari stytt- ingu fyrir og það æ oftar. Nú má spyija: Við hvað er átt með ofangreindu orðaiagi? Þá er ekki mjög langt síðan glöggir menn um málfar tóku eftir því, að ýmsir stytta orðasam- bandið að hafa samband við e - n og tala einungis um að hafa samband og segja sem svo: Viltu hafa samband á morgun? Ekki er nema von menn spyiji á móti: Við hvern?Auðvit- að á að taka fram við hvern og segja sem svo: Viltu hafa samband við mig. — Nýlega sá ég svo greinarstúf Mbl., sem nefndist: Nýstárleg til- raun til þess að drepa ís- lenska tungu. Þar er að vísu ekki minnzt á ofan- greint orðasamband, heldur annað, engu betra. Þar segir m.a. orðrétt: „Nýlega er upp komin allskonar málstytting í dagblöðum. Þar er minnzt á eftirfarandi orðasam- band, þar sem verið er að tala um listamenn. „Ekki fór á milli“, að leikkonan kunni sitt fag.“ Bréfritari bendir réttilega á, að hér hefði átt að segja: „Ekki fór á milli mála, að leik- konan kunni sitt fag. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.