Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 9 Byltingarmaðurinn Jesús Kristur Igegnum aldirnar hafa menn deilt um það hver Jesús Kristur væri. Margvíslegar uppástungur hafa litið dagsins ljós. Sumir halda því fram að Jes- ús sé aðeins spámaður, siðapostu- li eða einn af mestu andans mönn- um sögunnar. Sem slíkur væri hann ekki par merkilegri heldur en ijöldi annarra. Reyndar varð boðskapur hans undir þegar hann var krossfestur. Það er því ekki vegna boðskapar einhvers mis- lukkaðs fornaidarspekings sem menn hafa fylkt liði kringum Jesú Krist í bráðum 2000 ár. Enda eru kenningar hans aðeins tæki sem hann notar til þess að segja okkur mönn- unum hver hann er og til þess að setja fram einskon- ar pólitíska stefnuskrá Guðs í heiminum. „Pólitíska“ segi ég, því „pólitík" er það sem gerist í sam- skiptum manna í heiminum. Guð tekur þátt í þeim samskiptum. Slík pólitísk stefnuskrá Guðs var reyndar kjarni boðskapar Jesú, ekki einhver óskilgreind kær- leikssiðfræði. Stefnuskráin fjallar um það hvernig Guð ætlar sér að umbreyta veröldinni í ríki sitt. Við finnum hana í. Lúkasarguðspjalli þar sem Jesús segir: „Andi Drott- ins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til þess að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða band- ingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins." Nokkrir hafa kallað Jesús byltingarmann. Þeir segja hann hafa stýrt vopnaðri uppreisn gegn auðvaldinu í Jerú- salem, prestastéttinni við muster- ið þar í borg og rómverska hern- um sem réð yfir ísrael. Rómaveldi hafði lagt undir sig landið nokkru áður en Jesús fæddist. Nóg reynd- ist af uppreisnarmönnunum þar í landi þá sem nú, þó nú beinist uppreisnirnar gegn gyðingum sjálfum. Á árunum kringum fæð- ingu Krists og allt til ársins 135 e.Kr. risu gyðingar aftur og aftur upp. Allar þær uppreisnir voru kæfðar í blóði, eins og gyðingar kæfa uppreisnir araba í dag. Arið 135 jöfnuðu Rómveijar Jerúsalem endanlega við jörðu eftir uppreisn hins svokallaða „sljörnusonar". Gyðingum var eftir þá uppreisn meinaður aðgangur að borgar- mörkunum. Þar er að finna upp- hafið að dreifingu gyðinga um heiminn. Nú muna fáir eftir öllum þessum fífldjörfu uppreisnar- mönnum. Ef Jesús væri aðeins einn þeirra, myndi þá nokkur eft- ir honum frekar en hinum? Reynd- ar tóku Rómveijar hann af lífi sem byltingarmann. Krossfestingin var ætluð uppreisnarmönnum gegn ríkinu, ekki heiðvirðu fólki. Byltingarmaður er sá sem rís upp gegn ríkjandi skipulagi og reynir að umbylta því. Bylting er krafa um réttlæti, en eins og sagan sýnir okkur þá hafa byltingar manna fæstar komið á réttlæti, því miður. Málshátturinn „bylt- ingin étur börnin sín“ segir allt sem segja þarf um það. Hvers vegna er ég þá að kalla Jesús „byltingar- mann“? Jesús Kristur kom í heiminn til þess að bijóta dauðu hönd hins illa sem hvílir yfir svo mörgu í lífinu. Hann var Guð kominn í heiminn til þess að koma á réttlæti á ný, láta rétt- inn ríkja. Það réttlæti byggist ekki á mannlegum mælikvarða, heldur mælikvarða Guðs, því rétt- læti manna er því miður brota- kennt, svo ekki sé meira sagt. Guð vill láta .réttinn ríkja, hér og nú í heiminum, í sköpuninni, ekki aðeins í einhverri fjarlægri eilífð. Þess vegna er Jesús réttilega byltingarmaður. En ekki í merk- ingu þeirra sem sjá hann fyrir sér með sverð í hönd eins og margir útúrsnúningameistarar kommún- ista hafa gert. Jesús Kristur vill bylta heiminum með því að láta réttlæti Guðs ríkja í honum. Ef réttlæti Guðs og bylting Jesú næðu ekki til þessa heims, þá væri hinn kúgaði og þjáði maður án vonar. Til hvers er að vona á betra líf að loknu þessu, ef þú þarft að sæta órétti allt þitt líf? Ef Jesús er aðeins andlegur „guru“ eins og nýaldarspekingar halda fram, er lamandi myrkur hins illa enn ráðandi í heiminum. Byltingarboðskapur Jesú Krists segir okkur að loka ekki augunum fyrir óréttlæti heimsins, að ein- blína ekki aðeins á næsta líf. Við eigum að takast á við vandamálin allt í kringum okkur, láta réttlæti Guðs ríkja í heiminum, því miður hefur kirkja Krists oft viljað gleyma byltingarboðskap hans. Kannski vegna þess að sá boð- skapur er valdhöfum og kúgurum óþægur ljár í þúfu. Allt of oft héfur kirkjan verið í hlutverki kúgarans í veröldinni og heggur þá sá er hlífa skyldi. Boðskapur kirkjunnar hefur þá orðið að kúg- unartæki í höndum óréttlátra manna. Til gamans og sem dæmi um b'oðskap slíkrar kirkju og þeirra er afneita byltingu Jesú Krists, fylgir hér lítil amerísk vísa, samin af þjóðlagasöngvaranum Joe Hill á fyrrihluta aldarinnar: „Hveija helgi um hádegisstund/ herrans þjónar hér tóna með róm./ Ef þú öreigi ferð á þann fund,/ færðu svarið með himneskum hijóm:/ „Bíttu gras — Blessuð stund/ bráðum nálgast og sæl er þín bið./ Þú færð kjöt, þú færð föt,/ þegar upp ljúkast himinsins hlið.“ Slíkur boðskapur er sann- kallað „ópíum fyrir fólkið“ eins og karl gamli Marx sagði (þó vart sé nú vogandi að vitna í hann á þessum síðustu tímum). Jesús Kristur gerir aftur á móti alla jafna í augum Guðs og krefur heiminn um rétt þeim til handa í sínu nafni. Forysta hans er því ekki letjandi (eins og klerkana í vísunni hér að ofan) heldur ein- mitt hvetjandi. Maðurinn er vissu- lega staddur í vítahring haturs, öfundar og óréttlætis sem erfitt er að losna úr, jafnvel þó einstákl- ingarnir hver og einn vilji það. Við erum heft vegna átaka milli þjóða og stétta sem við ráðum ekki sjálf við. Jesús Kristur rífur þennan vítahring. Hann kemur í heiminn til allra, býður öllum sam- fylgd við sig, deyr fyrir alla á krossinum, sameinar alla, allar þjóðir, kynþætti, kyn og stéttir, ríka og snauða, sjúka og heil- brigða. Hann tekst á við hið illa og veitir mönnum tækifæri til þess að fylgja sér undir merki sitt, sameinast, snúa bökum sam- an og ganga fylktu liði með sér í átt að betri og bættari heimi. Vi.ð sjáum hvernig hinir nýfijálsu þjóðir Austur-Evrópu flykkjast undir kross Krists til þess að leita hjá honum stuðnings. Hið sama á við um þjóðir Afríku og Suður- Ameríku. Það er kannski helst Evrópa sem er að glata byltingar- boðskap Jesú. Og þó! Til er saga úr kirkju í Úkraínu sem kommis- arar heimsóttu á tímum Brez- hnevs. í kirkjunni voru eingöngu gamlar konur. Kommisarinn spurði prestinn: „Hvað ætlið þið að gera við kirkjuna þegar allar þessar gömlu konur verða dánar?“ Presturinn svaraði að bragði: „Þá verður hún full af nýjum gömlum konum.“ Það sama á við í kirkjun- um í Evrópu í dag. Hún stenst. Og hinar gömlu konur líka. Því þær hafa fundið það sem sannara reynist. Höfundur er fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar á Austurlandi. IIRISTNIÁ KROSSCÖTUM eftir Þórhall Heimisson VEÐURHORFUR í DAG, 2. FEBRÚAR YFIRLIT f GÆR: Á suðvestanverðu Grænlandshafi er 975 mb lægð sem þokast austnorðaustur í átt til landsins en 1.035 mb hæð yfir Norðursjó þokast vestsuðvestur. HORFUR í DAG: Vindstrengur með norðan hvassviðri eða stormi geng- ur austur yfir landið og þó með snjókomu eða éljum á Vestfjörðum og Norðurlandi, en þurrt og nokkuð bjart sunnantil. Undir kvöld verð- ur komin fremur hæg vestanátt á landinu og hríðin gengur niður að mestu leyti. Kólnandi veður. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestan- eða breytileg átt. Él á víð og dreif um mest allt land. Hiti um og undir frostmarki. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Vaxandi suðaustanátt. Slydda og síðan rigning sunnanlands, en þykkn- ar upp norðanlands. Hlýnandi veður. VEÐUR VÍÐA UM HEIM: kl. 6.00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri +1 alskýjað Glasgow 6 rigning og súld Reykjavík 3 slydda/síð.klst. Hamborg- 0 súld Bergen 4 rigning London 0 þoka Helsinki +3 þoka LosAngeles . 15 skýjað Kaupmannahöfn 2 súld Lúxemborg 2 heiðskírt Narssarssuaq *7 súld Madríd 4-5 heiðskírt Nuuk -f14 heiðskírt Malaga 12 léttskýjað Ósló 4-5 léttskýjað Mallorca 0 þokumóða Stokkhólmur 4-3 þokumóða Montreal 49 snjókoma Þórshöfn 7 skúrásíð. klst. NewYork 3 alskýjað '(Q)j Heiöskfrt r r r r r r r Rigning r r r V Skúrir ■Qt& Léttskýjað * r * r * r * Slydda Slydduél Háifskýjað r * r •áÉk Skýjað * * * * * * * Snjókoma * * * V Él Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. -*'■ Vindstefna 10° Hitastig: 10 gráöur á Celsíus = Þoka Alskýjað Súld oo Mistur Þokumóða UKU MÁHIIUG Útsalan hefst þriðjudaginn 4. febrúar nk. kl. 9.00. Toppskóri VELTUSUNDI• nn SÍIffl: 21212 Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavik dagana 31. janúar til 6. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er i Ingólfs Apóteki, Kringlunni. Auk þess er Hraunbergs Apótek (áður Lyfjaberg), Hraunbergi 4, opið til kl. 22 alla daga vakt- vikunnar nema sunnudag. Lœknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamarnes og Kópavog i Heilsuverndarstöð Reykjavík- ur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsímar 11166 og 000. Lœknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 681041. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabuöir og læknaþjón. i simsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara 'fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sór ónæmisskirteini. Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýsingar á miðvikud. kl. 18-19 i s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök éhugafólks um alnæmisvandann styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i s. 28586. Mótefnamælingar vegna HIV smits fást að kostnaðarlausu i Húð- og kynsjúkdómadeild, Pverholti 18 kl. 9-11.30, á rannsóknarstofu Borgarspítalans, virka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands- pítalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag- mælsku gætt. Samtökin '78: Upplýsingar og ráðgjöf i s. 91-28539 mánudags- ög fimmtudagskvöld kl. 20-23. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Mosfells Apótek: Opiö virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apótekiö: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður- bæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu i s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga kl. 10-13. Sunnudagakl. 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins kl. 15.30-16ogkl. 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn- um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga í önnur hús að venda. Opið allan sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622. Símaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráðgjafar- og upplýsingarsimi ætlaður börnum og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn. S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opið kl. 12—15 þriðjudaga og laugardaga kl. 11-16. S. 812833. G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa- vogi, opið 10-14 virka daga, s. 642984, (simsvari). Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítalans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúk- runarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi i heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og börn, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687 128 Rvík. Símsvari allan sólar- hringinn. S. 676020. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum bömum. S. 15111. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud,- föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10-12, s. 19282. AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 é fimmtud. kl. 20. I Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 / 31700. Vinalína Rauða krossins, s. 916464 og grænt númer 996464. Er ætluð fullorðnum sem telja sig þurfa að tjá sig. svarað kl. 20-23 öll kvöld vikunnar.. Skautar/skíðl. Uppl. um opnunartíma skautasvellsins Laugardag, um. skiðabrekku i Breiðholti og troðnar göngubrautir í Rvik s. 685533. Uppl. um skíðalyftur Bláfjöll- um/Skálafelli s. 801111. Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrarmán. mán./föst. kl. 10.00- 16.00, laugard. kl. 10.00-14.00. Fréttasendingar Rikisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju: Útvarpað er óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarp- að til Noröurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855 kHz. Til Kanada og Bandaríkjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz. Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög- um og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. isl. timi, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsóknartimar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl, 14-20 og eftir samkomulagi. - Geðdeild Vifilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa- kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartimi annarra en foreldra er kl. 16-17. - Borgarspitalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar- búðir: Alla daga kl. 14-17. - Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartimi frjáls alia daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.00. - Klepps- spítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs- spitali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili i Kópa- vogi: Heimsóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagbSjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavik - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30— 19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusimi frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. - föstud. kl. 9-19 og laugar- daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssal- ur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla islands. Opiö mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavikun Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbóka- safnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsaiur, s. 27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640. Oþið mánud. kl. 11-19, þriðjud. - föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Viðkomu- staðir viðsvegar um borgina. Sögustundrr fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiösögn um safnið laugardaga kl. 14. Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18. Árnagarður: Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16. Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið alla daga 10—16. Akureyri: Amtsbókasafniö: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahúsalladaga 14-16.30, Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn islands, Frikirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning á islenskum verkum i eigu safnsins. Minjasafn Raf magnsveitu Reykjavíkur við rafstöðina við Elliðaár. Opið sunnud. 14-16. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. , Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið', sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30‘-16. Á öðrum timum eftir samkomulagi. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19. Lesstofan opin frá mánud.-föstud. kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og eftir samkomu- lagi. S. 54700. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miövikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19 og föstud. kl. 15-20. ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 10000. Akureyri s. 96-21840. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Breið- holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. - föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30- 17.30, sunnud. 8.00-17.30. Sundhöll Reykjavikur: Mánud. - föstud. kl. 7.00—19.00, Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opiö í böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá kl. 16.50-19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30-17.30, sunnud. kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-2Ck30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga - fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg- ar: 9-15.30. Varmárfaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laugar- daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavikun Opin mánudaga - föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu- daga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnu- daga kl. 8-16.30. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu- daga 8-16. Simi 23260. Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10- 17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.