Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 10

Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 BOÐORÐ ..BANDORMSINS Mikið hefur verið rætt og ritað um sparnað í heilbrigðiskerfinu að undanförnu í kjölfar 5% flats niðurskurðar á fjárframlögum til sjúkrastofnana um land allt. Sitt sýnist hverjum, en forsvarsmenn sjúkrahúsanna segja Ijóst að niðurskurður mun fyrst og fremst koma niður á þjónustu við sjúka. 44 eftir Jónönnu Ingvarsdóttur. Aðhald á öllum sviðum ríkisrekstrar er boðorð „bandormsins“ svokallaða. Og ekki fer heilbrigðisþjónustan varhlutíiaf því þar sem að fjórðungur fjárlaganna er ætlaður til hennar. Ymsir aðilar, félög og ráð hafa varað við þeim mikla niðurskurði og samdrætti í þjónustu sem hljóast muni af sparnaðarráðstöfunum stjórnvalda og hafa sumir talað um að algjört öngþveiti muni hljótast af ef sparnaðarhugmyndirnar ná fram að ganga. Aðr- ir tala um vissulega um harkalegar aðgerðir, en ljóst sé að eitthvað verði að gera í heilbrigðismálum sem og öðrum málum þegar svo sé komið að peningamálin í þjóðfélaginu séu komin úr böndunum. Og þó alltaf sé reynt að gæta að- halds og sparnaðar, megi alltaf gera betur án þess að vera með vol eða væl. Yfirmenn sjúkrastofnana um land allt hafa að undanförnu setið kófsveittir við að koma saman spamaðartillögum til að mæta 5% flötum niðurskurði ríkisvaldsins á fjárveitingu frá fyrra ári, en tillögunum átti að skila til heilbrigðisráðuneytis í gær, 1. febrúar. Niðurskurðurinn nemur 6,7% á laun og 1,3% á annan rekstur. „Fyrst og fremst er þetta niðurskurður á laun sem getur ekki þýtt neitt annað en fækkun starfsmanna," segir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri' í heilbrigðisráðuneyti. TVÍEGGJAÐUR NIÐURSKURÐUR Að mati formanna læknaráða Landspít- ala, Borgarspítala og Landakotsspítala verður svo miklum samdrætti ekki mætt nema með lokun nokkurra sjúkradeilda. „Þessir spítalar geta með engu móti vikið sér undan því að sinna bráðveikum sjúkling- um en þjónusta við þá mun versna. Fækkun sjúkrarúma mun þó einkum bitna á öðrum hópum svo sem sjúklingum á biðlistum og öldr- uðum. Samdráttur í starfsemi sjúkrahúsa utan Reykjavíkur mun enn auka álagið. Þegar geta þeirra til að sinna mikið veikum sjúklingum minnkar verður fleirum vísað á sjúkrahúsin í Reykjavík. Þetta ástand mun versna þegar kemur fram á sumarið og minni sjúkrahúsin fara að loka vegna sumarleyfa. Varðandi fólk á biðlistum hefur margoft verið sýnt fram á að óhófleg bið eftir læknis- þjónustu veldur einstaklingum iðulega skaða og þján- ingum. Samfélagið verður fyrir tjóni þar sem sjúkling- ar verða lengur ðvinnufærir auk þess sem sjúkdómar geta versnað við langa bið og orðið erfiðari og dýrari í meðferð. Fækkun sjúkrarúma bætir hvorki heilbrigði þjóðarinnar né fækkar þeim sem þurfa aðhlynningar með. Niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu veldur oft- ast auknum kostnaði annars staðar og því er spamaður oft enginn ef á heildina er litið. Niðurskurðurinn er tvíeggjaður og ber að meðhöndla hann af mikilli varúð,“ segja formenn lækn- aráðanna. HÁSKALEGUR LEIKUR Að mati Læknafélags Reykjavíkur bitnar niðurskurðurinn harkalegast á þeim sem síst mega við því, en það eru hinir sjúku sem þurfa á óskertri heilbrigðisþjónustu að halda. í ályktun félagsins segir m.a.: „Alþingi íslendinga hefur leikið háska- legan leik við afgreiðslu síðustu fjárlaga. Endurskipulagning og enn frekara aðhald mun hvergi nægja til að fleyta sjúkrahúsunum í gegn- um þessa erfiðleika. Biðlistar munu óhjákvæmilega lengjast á sumum sviðum, á öðrum sviðum kann þjónusta að verða lögð nið- ur. Ein afleiðing þessa er, að þróun íslenskrar læknisfræði mun hægja á sér um ófyrirsjá- anlegan tíma, á sumum svið- um stöðvast alveg.“ Þá hafa stéttarfélög hjúkrunarfræðinga og starfsmannaráð spítala sent frá sér harðorða yfirlýsing- ar. Og Læknafélag íslands hefur varað alvarlega við áhrifum niðurskurðarins á velferðarkerfið nú strax og eins þegar til lengri tíma er litið. „Það að ætla sér að ná fram hagkvæmni og spamaði í heilbrigðisþjón- ustunni með fljótfærnisleg- um og ómarkvissum aðgerð- um getur ekki aðeins snúist upp í andhverfu sína heldur jafnframt leitt til alvarlegr- ar skerðingar á nauðsyn- legri heilbrigðisþjónustu og til háskalegrar stöðnunar," segir í ályktun frá LÍ. 500 MILLJ. KR. ÓRÁÐSTAFAÐ Miðað við 5% flatan niðurskurð er sjúk- rastofnunum gert að leggja fram sparnað- arhugmyndir upp á 750 milljónir króna, en heilbrigðisráðherra hefur síðan 500 milljónir króna óráðstafaðar til að bæta þeim stofnunum upp hluta tekjumissisins sem hann telur að með þess þurfi. „Ráð- herra óskaði eftir því við allar stofnanirn- ar að þær sendu inn sínar áætlanir miðað við þennan niðurskurð. í ljósi þess telur hann sig geta séð hvaða starfsemi það er sem á að víkja á hveijum stað og mið- að við það hugsar hann sér að dreifa þessum peningum sem hann hefur á fjár- lögum til að milda þennan niðurskurð og á að vera búinn að gera það 10. febrúar. Okkar mat er það að það verði langerfið- ast og nánast útilokað fyrir minnstu stofnanirnar að mæta niðurskurði því þar er svo fátt starfsfólk fyrir og lítið upp á að hlaupa," segir Páll Sigurðsson. Ef að líkum lætur, verða margir kallaðir, en fáir útvaldir þegar kemur að útdeilingu 500 milljónanna enda renna allflestir hýru auga til þeirra óráðstöfuðu fjárm- una. Fyrir utan 5% flatan niðurskurð, verða tvö sjúkrahús langharðast úti, en það er Landakotsspítali sem skor- inn verður niður um 486 milljónir kr., eða um 38%, og St. Jósefsspít- ali í Hafnarfirði, sem missir um 70 milljónir af tekjum sínum frá fyrra ári, eða 25%. Auk þessarra tveggja stofnana, hefur viðbótarniðurskurður komið á þrjá spítala á landsbyggðinni í tengslum við skurðstofurekstur, sem talið var að ekki væri þörf fyrir, það eru sjúkrahúsin á Pat- reksfirði, Blönduósi og Stykk- ishólmi. Niðurskurður til þess- arra stofnana nemur um 9%. Að sögn Sighvats Björg- vinssonar, heilbrigðisráð- herra, eiga allar stofnanir, sem heyra undir heilbrigðisráðun- eytið, rétt á fé úr þeim 500 milljóna króna potti sem til er og nota á til að milda áhrif niðurskurðarins. Ráðherra segir jafnframt að ekki sé meiningin að úthluta úr varasjóðnum í hlutfalli við stærð viðkomandi stofnun- „ar, heldur yrði hvert tilfelli sig metið. RÍKISSPÍTALAR VILJA SKÝRSVÖR Ein er sú stofnun, sem ákvað á fundi sínum í síðustu viku að aðhafast ekkert í málinu fyrr en að skýrari svör fengjust frá heilbrigðis- ráðuneytinu, en það er stærsta sjúkra- stofnun landsins, Ríkisspítalar. Heim- ildarmaður innan sjúkrahússgeirans sagði um þessa ákvörðun stjórnarnefnd- ar Ríkisspítalanna að bullandi pólitík væri hlaupin í málið þar á bæ enda sætu í stjórnarnefndinni tveir fyrrum heil- brigðisráðherrar, sem nú væru jafnframt í stjómarandstöðu, þ.e. Svavar Gestsson og Guðmundur Bjarnason. Stjórn Ríkisspítala kom saman til fundar sl. þriðjudag til þess að ræða sparnaðartillögur sínar, en ákváð þá að fresta allri tillögugerð um sparnað til ráðherra þar til að ljóst yrði hver áhrif þeirra róttæku breytinga, sem sýnilegar eru á Landakoti, hefðu á aðra sjúkrahúsþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu. Stjórn Ríkisspítalanna beindi því jafnframt til ráðuneytisins að það kæmi meira inn í þá tillögu- gerð, sem fyrir lægi, og að það gerði stjórnendum spítalans betri grein fyrir því hvaða áhrif slíkar sparn- aðaraðgerðir hefðu á þjónustuna í heild sinni. Jafnframt vill stjórnin fá skýr svör frá ráðuneyti um það

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.