Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 12
VA 12 .'.'•;-. UIQA. iflÓM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 hvort um sé að ræða tímabundnar aðgerðir eða frambúðarbreytingu. Næsti stjórnarfundur hjá Ríkisspí- tölum er nk. þriðjudag og því ljóst að engra sparnaðartillagna er að vænta þaðan fyrr en síðar. ENDASTÖÐ „Við viljum auðvitað vera ábyrgir í því að reyna að standa við fjárlög, en við viljum þá líka að þeir sem bera hina pólitísku ábyrgð, þ.e.a.s. ráðuneyti og ríkisstjórn, komi með hugmyndir líka og séu meðvituð um það til hvers þessar aðgerðir leiða. Okkur finnst ráðuneytið alls ekki hafa lagt nógu skýrar línur til að hægt sé að vinna eftir þeim. Reynsl- an hefur sýnt að Landspítalinn er endastöð enda spítali allra lands- manna og þar innan dyra eru menn, sem telja sér skylt að reyna heldur að lækna fólk, en að láta það deyja. Ráðuneytið hlýtur að sjá okkar vanda og hvað þessi gífurlegi sparn- aður kallar yflr sig. Því er nauðsyn- 'legt að gefa meiri tíma heldur en að hrapa að einhverjum tillögum sem annaðhvort yrðu óframkvæmanlegar eða myndu hafa í för með sér ótrú- lega erfiðleika. Til þess að fá raun- hæfari niðurstöðu, held ég að nauð- synlegt sé að stjórnir sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík setjist sameigin- lega yfír málið og reyndar hefur stjórn Ríkisspítala farið fram á slík- an fund þar sem að rætt yrði um hvernig spítalarnir þrír gætu hugs- anlega unnið betur saman og skipt betur með sér verkum," segir Guðmundur Bjarnason, stjórnar- maður í Ríkisspítölum og fyrrum heilbrigðisráðherra. SAMKEPPNI Guðmundur segist alfarið vera mótfallinn hugmynd núverandi heil- brigðisráðherra um sameiningu Borgarspítala og Landakots enda væri þá til lengri ti'ma litið verið að fara yfir í dýrari þjónustu, en ekki ódýrari, þá í kjölfar aukinnar sarri- keppni tveggja spítala, Landspítala og hins sameinaða spítala, eins og reyndar erlendir ráðgjafar, sem unnu á vegum Ríkisspítala í fyrra, komust að í úttekt sinni. Að þeirra mati var sameining Borgarspítala og Lands- pítala langhagkvæmasti kosturinn til sparnaðar. „Annaðhvort vil ég sjá þrjá spítala með mjög nána sam- vinnu á höfuðborgarsvæðinu eða sem ég reyndar tel besta kostinn, einn öflugan spítala með eina fag- lega og rekstrarlega stjórn. Ég er sannfærður um að önnur hvor þess- arra leiða myndi leiða til aukins sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Smærrí spítala, svo sem Landa- kotsspítala, St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði og fleiri spítala í nágranna- byggðunum, þyrfti ekki endilega að leggja niður eða gera þá að hjúkrun- arheimilum. Þeir gætu starfað að sérhæfðum verkefnum. Til dæmis hefur Landakotsspítali byggt sig upp sem sérhæfður spítali á sviði augn- lækninga og það væri ekki óskyn- samlegt að hann hefði það áfram," segir Guðmundur. „SOVÉT" „Það er náttúrulega langeðlilegast að þeir, sem að rekstri stofnananna standa, skili sjálfir inn tillögum um það hvernig þeim finnst skynsamleg- ast að fara með þá fjármuni, sem þeim er ætlað. Það væri hálfgert „'Sovét", að mínu mati, ef ráðuneyt- ið ætlaði að fara að skipta sér af því hvar skera á niður á hinum ein- stöku stofnunum," segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræð- ingur í heilbrigðisráðuneytinu. LANDSPÍTALI Þrátt fyrir að Ríkisspítalar hafí enn ekki sent inn tillögur um sparn- að, eru uppi hugmyndir um að leggja niður þjónustu sem myndi dreifast sem jafnast á handlækningar, ly- flækningar, geðlækningar og jafnvel öldrunarlækningar, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forstjóra Rík- isspítalanna. „En ef af því verður að Landakotsspítali hættir að sinna bráðaþjónustu, þá er náttúrulega mjög vafasamt að við getum skorið niður handlækningar og lyflækning- ar á okkar bráðadeildum. Þá mynd- um við vera að hleypa ástandinu hér á höfuðborgarsvæðinu í algjöran hnút. Við höfum nú þegar tekið ákvörðun um umfangsmiklar að- gerðir og nú þegar er hafið yfir- vinnubann, bann við ráðningum í stöður sem losna, bann við ráðningu í afleysingastöður og bann við fram- lengingu afleysingastaða, sem þýðir að nokkrir tugir starfsmanna munu missa vínnuna á næsta hálfa árínu," segir Davíð. Miðað við 5% flatan niðurskurð frá fyrra ári, verða Ríkisspítalar af tekjum upp á 330 milljónir króna, en miðað við rekstrarhalla í fyrra og áætlaðan rekstrarhalla í ár, er Ríkisspítölum gert að spara 470 milljónir í ár, eða 7-8%. „Almennar sparnaðaraðgerðir gefa aldrei af sér nema hluta af því sem þeim er ætlað að spara. Þess vegna er það skoðun okkar flestra hér að ef við ætluðum í alvöru að spara, þá verður það ekki gert nema með því að leggja af einhverja starfsemi og hreinlega loka hurðum því þar sem að hurðum er lokað, fer engin sjúklingur inn og þá vitum við ekkert af honum. Það er þessi andstyggilegi hugsunarhátt- ur sem við verðum að horfast í augu við. Við sjálfir höfum ekki tekið neina ákvörðun um að loka hurðum. Það verður heilbrigðisráðherra að gera og hann verður jafnframt að ákveða hvaða hurðum á að loka. Ef menn hinsvegar settust niður og ræddu málin í samhengi, sættust á að Land- akotsspítali fengi að vera sjálfstæður og öflugur spítali í friði með sín verk- efni og kæmust síðan að niðurstöðu um aukna samvinnu og skiptingu verkefna milli Borgarspítala og Landspítala, þó ekki yrði endilega stefnt að sameiningu þeirra, værum við örugglega að ná miklu meiri árangri í sparnaði og hagræðingu heldur en nokkurn tímann kemur úr því sem nú er verið að gera," segir Davíð. BORGARSPÍTALI Borgarspítala er gert að spara 200 milljónir króna og er þá með talin halli frá fyrra ári, 60 milljónir. Sparnaðartillögum stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar er ætlað að skila 198,5 milljónum króna til sparnaðar og hagræðingar á árinu 1992. Þær forsendur, sem lagðar voru til grundvallar, sparnaðarhug- myndunum voru að leitað yrði leiða er kæmu sem minnst niður á þjón- ustu við sjúklinga. Lögð yrði áhersla á að þær skiluðu raunverulegri ha- græðingu, án þess að ýta vandanum út til annarra stofnana er hið opin- bera greiði fyrir. Áhersla var lögð á að skapa sem flestum starfsmönnum atvinnu áfram, þótt skerðing verði á launum margra einstaklinga í efri launastigum, svo sem lækna og sér- fræðinga. Og Borgarspítalinn mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um að starfsmenn njóti hvatningar í formi launaauka á miðju ári og í lok þess, takist að ná þeim markmið- um, sem stefnt er að fyrir hverja deild. Sparnaðartillögur Borgarspítal: ans skiptast í fjóra meginþætti. í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun á launalið upp á 56,1 milljón kr., þar sem um yrði að ræða samdrátt í yfirvinnu og afleysingum starfs- manna og lækkun vinnuhlutfalls í ákveðnum störfum lækna. í öðru lagi er gert ráð fyrir tilflutningi á starfsemi innan stofnunarinnar í hagræðingarskyni og breytingum á rekstrarfyrirkomulági. Slíkar að- gerðir munu spara 92 milljónir kr. Nítján rúma langlegudeíld í Hvíta- bandinu verður flutt yfir á Grensás- deild, Heilsuverndarstöðina og jafn- vel aðrar deildir. Og sú starfsemi, sem nú er í leiguhúsnæði í Templara- höllinni, dagdeild og göngudeild geð- deildar, verður færð yfir í Hvítaband- ið. Þetta er stærsta einstaka breyt- ingin og er áætlaður sparnaður við hana 35 milljónir króna. Ætlunin er að hafa öldrunardeild B-6 áfram lokaða til 1. sept. nk. og einni 30 rúma legudeild í Fossvogi verður breytt í fimm daga deild og lokað um helgar. Gert verður sérs- takt átak til hagræðingar í rekstri Arnarholts sem samsvara á 15% sparnaðarins, eða 25 milljónum kr. Að sögn Jóhannesar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Borgarspítalans, gæti það þýtt örlitla fækkun sjúkl- inga. Almennar sparnaðaraðgerðir, s.s. betri nýting búnaðar og ýmissa rekstrarvara, uppsögn dagblaða og markvissari skipulagning rann- sókna, mun skila sparnaði að upp- hæð 21,9 milljónir kr., samkvæmt tillögunum. Þá er gert ráð fyrir að- gerðum sem skila munu auknum tekjum fyrir spitalann að fjárhæð 28,5 milljónir króna, s.s. á sviði sjúkraþjálfunar og rannsókna á göngudeildarsjúklingum. Tillögurnar tengjast fyrst og fremst sparnaðaraðgerðum sem unnt er að g'era á Borgarspítala og útibúum hans miðað við umfang spítalans í dag, en hugmyndir um aukið umfang munu óhjákvæmilega hafa kostnaðarauka í för með sér, segir Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítala. Hann bendir á að með sameiningu Landa- kotsspítala og Borgarspítala kunna að opnast frekari leiðir til hagræð- ingar og jafnframt munu breyting- um fylgja óhjákvæmilegar aðgerðir til kostnaðarauka, s.s. vegna auk- inna bráðavakta. Í framhaldi af væntanlegri sameiningu telur stjórn Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar enn frekari grundvöll til verkefnatil- færslu á milli Ríkisspítala og hins nýja sjúkrahúss. Nú er unnið að ákveðnum verkefnatilfærslum í tengslum við Fæðingarheimili Reykjavfku'r og eðlilegt er að fleiri svið í þjónustu spítalanna komi einn- ig til sííkrar skoðunar. LANDAKOT Landakotsspítali verður harðast úti í niðurskurðinum, en þar er gert rað fyrír 486 miltjóna króna sparn- aði, eða 38% frá fyrra ári, og Ijóst er að þar þarf að grípa til róttækra sparnaðarráðstafanna. Ólafur örn Arnarson, formaður læknaráðs, sagði að Landakotsspítali hefði beðið NIÐURSKURÐURINN MUN BITNA Á ÞJÓNUSTUNNI Ðraga á úr starfsemi sjúkrahúsanna sem einfaldlega mun bitna á þjón- ustunni. Þetta voru þau svör sem komu frá flestum yfirmönnum sjúkra- húsa úti á landsbyggðinni þegar Morgunblaðið ræddi við nokkra þeirra skömmu fyrir helgi, en þá voru þeir, hver á sínum bæ, í óðaönn að berja saman sparnaðartillögur sínar til heilbrigðisráðherra sem áttu að berast ráðuneytinu í síðasta lagi í gær, 1. febrúar. Starfsmannafund- ir voru jafnframt haldnir á velflestum sjúkrahúsum landsins fyrir helgi og að sögn stjórnenda er langt í frá að starfsfólk sé ánægt, en það hefur sýnt ótrúlegan skilning. Yfirmenn sjúkrastofnana úti á landi eru sammála um að reyna í lengstu lög að komast hjá beinum upp- sögnum. Hins vegar verður gripið til ýmissa annarra aðgerða, svo sem að draga úr yfirvinnu, ráða ekki í afleys- ingastoður, hagræða í innkaupum og rekstri sem kostur er. Reynt yrði eftir megni að sinna þeim sjúklingum sem þyrftu á sjúkrahúsþjónustu að halda. Ekki væri um það að ræða að senda þá annað því niðurskurður væri sá sami hjá öðrum stofnunum. Ekki vildu menn fullyrða um að sá sparnaður, sem nú væri boðaður, næðist þegar reikningar yrðu gerðir upp þó allir reyndu auðvitað að kreista fram sparnað eftir megni. Þær raddir heyrðust að flatur niður- skurður væri argasta óréttlæti því stofnanirnar væru ákaflega misjafn- lega í stakk búnar til að mæta hon- um. Engin væri vel undir það búin — aðeins misjafnlega illa. Því hefði átt að taka tillit til aðstæðna á hverj- um stað ( stað þess að láta eitt yfir alla ganga. Óhætt er að segja að bekkur vonbiðla í þann 500 milljóna króna varasjóð, sem heilbrigðisráð- herra hefur til skiptana, sé nú fullset- inn því allflestir hugsa sér sinn skerf af þeirri köku. AKUREYRI „Samþykktar hafa verið hér að- gerðir sem miða að því að tilskilinn sparnaður upp á 56 milljónir króna náist miðað við fyrra ár," segir Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Ekki vildi Ingi fara sérstaklega út í það til hvaða aðgerða yrði gripið, en þessi niðurskurður þýddi óneitanlega þjón- ustuskerðingu upp að vissu marki sem kæmi niður á sjúklingum. Starfsmönnum FSA verða kynntar aðgerðirnar í næstu viku. Uppi eru hugmyndir um að gera Kristnesspítala að sjálfstæðri stofn- un sem rekin yrði í samstarfi við Eyjafjarðarsveit. Hinn daglegi rekst- ur yrði eftir sem áður á herðum ríkis- ins, en fjárfestingar og viðhald færð- ist 15% yfir á sveitarfélagið. Það hefur líka komið til álita að reka Kristnesspítala í tengslum við FSA sem hugsanlega gæti þýtt einhvern sparnað, einkum þó í sambandi við stjórnun, fjárhagseftirlit og bókhald. Engar viðræður hafa farið fram um hugsanlega sameiningu. SAUÐÁRKRÓKUR Niðurskurður til Sjúkrahússins á Sauðárkróki samsvarar 15 milljónum króna. „Það þarf stíft aðhald þó það dugi sennilega ekki til. Við miðum við að ekki þurfi að koma til neinna uppsagna, að svo stöddu að minnsta kosti, en við munum eins og undan- farin ár loka einni af sjúkradeildum okkar í sumar með 19 sjúkrarúm- um," segir Birgir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri. „Þessi niðurskurður verður hins vegar ekki framkvæman- legur öðruvísi en að hann komi niður á þjónustunni því það hefur ekki verið neitt bruðl í launum á þessum stofnunum til þessa. Og með minni þjónustu erum við jafnframt að segja okkar sjúklingum óbeint að fara eitt- hvað annað. Þeir þurfa jú að vera einhvers staðar, en ég sé ekki hag þjóðarbúsins borgið í því að vera að senda sjúklinga landshorna á milli þegar hægt er að bjóða þjónustuna { heimabyggð. Við munum auðvitað reyna eftir megni að komast hjá því að senda okkar sjúklinga í burtu, enda er niðurskurður á öllum sjúkra- stofnunum, jafnt á landsbyggðinni sem í Reykjavík. Þegar svo mikill niðurskurður á sér stað þýðir það meira álag á það fólk sem er fyrir - SEGJA STJÓRNENDUR SJÚKRAHÚSA Á LANDS- BYGGÐINNI og minni þjónustu. Eg get ekki sagt um það hvort sá sparnaður skilar sér, en við skilum að minnsta kosti inn okkar tillögum í sparnaðarskyni sem þýðir eitt og annað fyrir stofnun- ina," segir Birgir. BLÖNDUÓS „Við vonum í lengstu lög að ekki þurfi að koma til uppsagna. Hins vegar verður ekki ráðið í þær stöður sem losna, dregið verður úr sumaraf- leysingum, yfirvinna takmörkuð og ekki verður kallað inn aukafólk þeg- ar forföll verða," segir Bolli Ólafs- son, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss- ins á Blönduósi. Bolli segir að fyrir mistök ráðuneytisins hafi niður- skurður til spítalans numið 9%, en ekki 5% eins og gehgi yfir flesta aðra og vónaðist hann til að það yrði leiðrétt síðar, þegar heilbrigðis- ráðherra úthlutaði þeim 500 milljón- um sem hann hefði á fjárlögum. Heildarniðurskurður til sjúkrahúss- ins miðað við 9% niðurskurð næmi 10,7 milljónum króna, en ef leiðrétt- ing fengist ætti sjúkrahúsið að fá fjórar milljónir til baka. „Þessar að- gerðir auka enn frekar á þörfina á að senda sjúklinga frá okkur, jafnvel sjúklinga sem við gætum sjálfir tek- ið til meðferðar hér heima. Og það liggur í augum uppi að það kallar á aukið fjármagn, t.d. hvað varðar sjúkraflutningana sjálfa og kostnað við hvern legudag á hátæknisjúkra- húsi í Reykjavík, en ætla má að kostnaður við hvern legudag hjá okkur sé um það bil helmingi lægri en að jafnaði hjá Ríkisspítölunum. Við teljum okkur vera með mjög hagstæða einingu hér á Blönduósi og því yrði það slæmt ef svo kreppir að okkur að við getum kannski ekki lagt inn sjúklinga sem við hugsan- lega gætum annast. Ég er langt frá því að vera sáttur við þá sparnaðar- leið sem valin hefur verið. Það hefur sýnt sig að til eru peningar annars staðar til að taka af en í heilbrigðis- geiranum," segir Bolli. KEFLAVÍK „Samþykkt stefnumörkun fyrir Sjúkrahús Keflavíkur frá 1988 gerir ráð fyrir að langlegusjúklingum yrðí smám saman fækkað niður í um það bil átta og sjúkrahúsið rekið fyrst og fremst til að sinna bráðaþjónustu, almennri skurðlækningaþjónustu og fæðingarhjálp. Það hlýtur þvi að liggja beinast við að fækka legu- plássum langlegusjúklinga þegar skerða skal þjónustuna. Samkvæmt útreikningum er nauðsynlegt að fækka langlegusjúklingum úr tólf til fjórtan, eins og nú er, niður í fjóra í síðasta lagi í júní nk.," segir Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Til að sparnaður náist með fækkun langlegusjúklinga horfir stjórn SK til þess að fjármagn fáist úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til þess að hefja rekstur hjúkrunardeildarinnar í Grindavík eigi síðar en í byrjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.