Morgunblaðið - 02.02.1992, Síða 13

Morgunblaðið - 02.02.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 13 um frest til þriðjudags til að skila inn sparnaðartillögum því málið væri gífurlega flókið og viðamikið. Að sögn Ólafs er ekki búið að ákveða endanlega til hvaða ráða verður grip- ið, en ofarlega í hugum manna er að leggja bráðaþjónustu af ef ekkert viðbótarfjármagn fæst, en hún er nú tveir þriðju hlutar starfseminnar. Ef bráðavöktum á Landakoti verður hætt, er ljóst að fækka þarf starfs- fólki um 200 til 250 manns. Að sögn Ólafs Arnar Arnarsonar, formanns læknaráðs, komu 3.580 bráðasjúkl- ingar á Landakot á sl. ári. Ef hinir spítalarnir ættu að taka við þessum sjúklingafjölda til viðbótar þeim nið- urskurði á útgjöldum sem þeim væri ætlaður, gætu menn séð hvort það væri nokkuð ofsagt að afleiðingin yrði öngþveiti. Annar kostur, sem verið er að íhuga á Landakoti, er sameining við Borgarspítala, en ekkert hefur gerst í sameiningarmálinu síðan um miðj- an desember sl. þegar upp úr viðræð- um slitnaði eftir að nefnd á vegum heilbrigðisráðherra skilaði tillögum um sameiningu spitalanna tveggja. Hinsvegar er fjármálaráðherra heimilt, samkvæmt 6. grein fjárlag- anna, að taka upp viðræður aftur við spítalana tvo um sameiningu vegna þess mikla niðurskurðar sem framundan er. „Ég tel að í tillögum nefndarinnar hafi kornið fram mjög skynsamlegar sameiningarhug- myndir sem myndu geta leitt til sparnaðar þegar búið væri að koma þeim í kring. Tillögurnar gerðu m.a. ráð fyrir því að tekið yrði í notkun allt það húsnæði sem er ónotað á Borgarspítala og þar breytt ýmsu svo hægt yrði að flytja verkefni frá Landakoti yfir á Borgarspítala. Landakot yrði síðan gert að hjúkrun- arspítala þegar fram liðu stundir. Þegar búið væri að koma þessu í kring, myndi betri nýting fást út úr þjónustudeildum sérstaklega, skurð- stofum, rannsóknastofum og rönt- gendeildum. Og við álitum jafnframt að hjúkrunarspítali, sem rekin yrði sem sjálfstæður spítali, væri ódýrari í rekstri en B-álma Borgarspítalans er núna,“ segir Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri og formaður sam- einingarnefndarinnar. ÖIlu starfsfólki Landakotsspítala, 640 manns, hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. febrúar og hafa flestir starfsmenn þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Stjórn spítalans kaus fremur að segja upp öllu starfsliði heldur en hluta þess til þess að hafa svigrúm til endurskip- ulagningar rekstursins. Jón Sæmundur Sigurjónsson, hagfræð- ingur í heilbrigðisráðuneyti, segir það hafa komið ráðuneytismönnum töluvert á óvart að stjórn Landakots hefði valið þá leið að segja öllum upp. „Við stóðum í þeirri meiningu að stjórnendur þar væru búnir að gera það upp við sig hvernig reka ætti spítalann áfram og því yrði aðeins hluti starfsfólks fyrir upp- sögnum. Persónulega finnast mér svona vinnubrögð hafa í för með sér óþarflega mikinn óróa og setja nán- ast skelfingu í raðir starfsmanna." ST, JÓSEFSSPÍTALI í HAFNARFIRÐI „Við ætlum að segja upp sjö og hálfu stöðugildi af um 100 stöðugild- um sem við nú höfum og munu upp- sagnirnar taka gildi á næstu mánuð- um. Við gerum ekki ráð fyrir lokun deilda, en áætlanir eru uppi um að breyta verulega rekstrarfyrirkomu- lagi, sérstaklega á handlæknings- deild. Þar myndum við búa til fimm daga deild og loka um helgar. Aðrar ráðstafanir fylgja þessu, t.d. ráðstaf- anir til að auka okkar sértekjur og í því sambandi höfum við í huga að auka starfsemi ýmissa deilda okk- ar,“ segir Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Hinsvegar er það ljóst að við náum engan veginn endum saman með þeirri rekstraráætlun sem við höfum gert í ljósi fjórðung- sniðurskurðar á fé til okkar og við komum til með að óska eftir úthlut- un úr þeim sjóði sem ráðherra hefur til skiptana." Upphaflega var gert ráð fyrir að spítalinn tæki á sig 120 milljóna króna niðurskurð, eða helmingsnið- urskurð frá fyrra ári, öll starfsemi sjúkrahússins yrði lögð niður og þar opnað hjúkrunarheimili. „Síðan varð það að samkomulagi okkar og ráðu- neytis á þeim tíma sem fjárlagafrum- varpið var í meðförum Alþingis að ýta þessum fyrirætlunum alveg út af borðinu vegna ýmissa faglega ástæðna sem lágu að baki. Ráðherra taldi sér ekki fært að draga til baka þann mikla niðurskurð sem upphaf- lega var ákveðin. Við mættumst því á miðri leið og erum nú að vinna okkar rekstraráætlun í samvinnu við ráðuneytið," segir Ámi. Á FUNDI bæjarráðs Akraness fimmtudaginn 30. janúar voru m.a. til umfjöllunar málefni Bif- reiðaskoðunar íslands og var eft- irfarandi ályktun samþykkt: “Bæjarráð Akraness lýsir yfir stuðningi við hugmyndir dómsmála- ráðherra um að veita löggiltum verk- stæðum heimild til að annast skoðun bifeiða. Einkaleyfi Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. hefur leitt til þess að skoð- un bifreiða er dýrari en áður og þjón- usta víða um land lakari en áður var. Bæjarráð telur eðlilegt að leita ráða til þess að snúa þessari þróun við og skorar á dómsmálaráðherra að fylgja tillögum sínum fast eftir.“ júlí nk., en hægt verður að taka þar í notkun 15 rúm ef rekstrarfé fæst. Þessar fyrirhuguðu aðgerðir í Kefla- vík myndu leiða til þess að segja þyrfti upp starfsmönnum í um tíu stöðugildum tímabundið, segir Karl. EGILSSTAÐIR „Við reynum að fara eftir því sem okkur er gert. Hins vegar sitjum við illa í súpunni vegna þess að hér var öll starfsemi endurskipulögð árið 1989 þegar spítalinn flutti í nýtt húsnæði. Ýtrasta aðhalds var þá gætt í endurskipulagningu og starfs- lið beinskorið þannig að nú eigum við ekki hægt um vik að byija upp á nýtt,“ segir Einar Rafn Haralds- son, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss- ins á Egilsstöðum, en þar er rekin fremur lítil eining, með 32 sjúkra- rúmum, og því ekki hægt að loka neinni deild. Um 80% af sjúklingum þar eru langlegusjúklingar, sem sum- ir hveijir eru heimilislausir og eiga hvergi annars staðar athvarf. Sjúkrahúsið á Egilsstöðum verður fyrir um sex milljóna króna niður- skurði sem samsvarar því að ekki yrðu greidd laun í einn mánuð, að sögn Einars. „Þau ráð sem við höfum eru að leysa ekki af í fríum þannig að aukið álag kemur á þá sem eftir eru. Við munum heldur ekki kalla inn afleysingafólk á fyrsta degi veikinda starfsfólks nema þar sem einn er að störfum og settur verður kvóti á yfir- vinnu. Við ætlum jafnframt að ganga örlítið á gæðin — ætlum t.d. að minnka þrif svo dæmi sé tekið því að okkar mati er betra að vera sjúk- lingur á minna þvegnum spítala held- ur en að vera settur út á gaddinn. Við erum einfaldlega að draga úr starfseminni og það mun bitna á þjónustunni. Við höfum ekki hugsað okkur að vísa frá okkur neinu sem okkur ber. Við munum reyna að sinna öllu því sem við mögulega get- um, en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að gera,“ segir Einar Rafn. AKRANES „Það var samdóma álit stjórnar Sjúkrahússins á Akranesi að engum yrði sagt upp,“ segir Sigurður Ólafs- son framkvæmdastjóri. „En okkar helstu sparnaðarleiðir eru þær að lyflækningadeild með 30 rúmum verður lokuð í þijá og hálfan mánuð í sumar og handlækninga-, fæðing- ar- og kvensjúkdómadeildirnar verði sameinaðar. Með því móti yrði hægt að nýta starfsfólk þessara deilda til að leysa hvert annað af í sumarleyf- um. I öðru lagi verður öll yfirvinna bönnuð nema í neyðartilfellum. Bannað verður að ráða í afleysingar vegna veikindaforfalla nema ef um lengri forföll er að ræða. Þá er ætlun- in að loka dagheimili sjúkrahússins í sex vikur í sumar, en það hefur ekki verið gert til þessa. Starfsfólk verður nýtt milli deilda í meira mæli en gert hefur verið. Allt meiri háttar viðhald verður í lágmarki og gætt fyllsta aðhalds í öðrum framkvæmd- um og í innkaupum. Ræstingar verða skipulagðar upp á nýtt og reynt að koma þar á meiri hagræðingu. Síðan ætlum við að reyna að efla kostnað- arvitund starfsfólks á rekstrarvörum með uppsetningu á verðlistum og unnið verður að því á árinu að tölvu- væða lagera sjúkrahússins þannig að hver deild geti fengið nákvæma sundurliðun á rekstrarvörunotkun sinni. Þetta eru í megindráttum okk- ar tillögur, en það má auðvitað segja að engin regla sé án undantekninga. Ef vel tekst til teljum við okkur geta með þessu móti sparað 12 til 15 milljónir, en niðurskurðurinn nernur um 20 milljónum króna,“ segir Sig- urður. Heilabrot og fortíðarþrá IVIyridlist Bragi Asgeirsson Myndlistarmaðurinn ungi Þor- valdur Þorsteinsson er einn þeirra, sem dtjúgar vonir eru bundnar við um þessar mundir og hefur allmikið verið í sviðsljósinu um skeið fyrir eigin framtakssemi. Svo hafa mál þróast, að ný kynslóð myndlistarmanna sækir stíft fram og einkenni hennar eru hugmyndafræðilegir þankar og mikil athafnasemi á sýningarvett- vangi og bókaútgáfu. Metnaður þessa unga fólks virðist jafnvel einkennast meira af því, að koma sjálfu sér á fram- færi en að kynnast heiminum og kafa um leið í nánasta umhverfi, og það er mjög alþjóðlega sinnað og menntað í þeim nútíma, sem kenndur er í skólum af listheim- spekingum og listsögufræðingum. Fátt eitt kemur þeim við annað en það, sem að þeim snýr á þess- um sviðum, og það hreyfir sig lít- ið til að rannsaka umhverfíð upp á eigin spýtur. Er ef svo má segja ágætlega sjálfhverft og mjög „meðvitað“ eins og vinsælt er að vísa til. Ekki er ég beinlínis að gagnrýna þetta, en það veldur mér nokkrum heilabrotum, að menn skuli t.d. geta lagt stund á listir í heimsborgunum árum sam- an, án þess að þekkja ýmis nafn- kennd kennileiti, sem var það fýrsta sem maður skoðaði á árum áður. T.d. hitti ég einn erlendis í sumar, sem verið hefur í París í 2 ár, en vissi ekki hvar Select, Döme og Rotonde voru og rataði varla upp á Montmartrehæðir! En þetta er víst ein hlið nútím- ans, sem menn verða vitaskuld að taka tillit til og meðtaka, hvort sem þeim líkar betur eða ver, ein hlið framúrstefnu og vafalítið af þeirri gerði, sem nefnist niðursoð- in framúrstefna. Það má fínna þá listsögufræð- inga og listheimspekinga, sem telja, að listin hafí náð endamörk- um sínum, en einnig aðra, er telja slíkt tal tóma endaleysu, en eitt eiga þeir þó sameiginlegt margir hveijir, sem er að leitast við að gefa gömlum sannindum nýtt inn- tak með alls konar hugmynda- fræði, og telst það megininntak athafna margra listamanna í dag. Er þá leitað til fortíðarinnar um myndefni og fram eru dregin gamalkunn form og myndefni, en allt á að hafa annan og ferskan tilgang. Auðvitað gengur þetta upp á stundum og fram koma athyglis- verðir listamenn á þessu sviði sem öðrum, enda hefur engin ein stefna forréttindi yfír aðrar, en mörgum blöskrar eðlilega hvernig það, sem fyrir fáum árum nefnd- ist gamlar lummur, telst gott og gilt í dag fyrir náð fræðinganna. En þetta eru einkenni síðari tíma •og tæknialdar um allsheijar upp- stokkun hlutanna, þótt enn fínnist fjölmargir, sem fúlsa við öllu, sem ekki er í samræmi við stundlega heimspeki þeirra um hvað efst er á baugi í listinni. Margur á þann- ig eðlilega erfitt með að fylgja þeirri hröðu þróun, sem einkennir listsköpunina, er svo er komið og einkum ef það, sem nefndist fúsk og hnoð í gær telst gott og gilt í dag fyrir náð einhverra alviturra spekinga. Margur lifir sig af lífí og sál inn í þessar hræringar og Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarmaður. sekkur sér niður í hvers konar hugleiðingar um lífið og tilveruna, en umfram allt sitt eigið sjálf. Einn af þeim má ugglaust telja Þorvald Þorsteinsson, sem um þessar mundir er með tvær sýn- ingar í miðborginni. Annars vegar í öllum sölum Nýlistasafnsins en hins vegar á Mokkakaffí. Þorvaldur er mjög heimspeki- lega sinnaður og myndheimur hans einkennist jafn mikið af beinni frásögn og tilraunum með hina ýmsu áþreifanlegu tjámiðla í myndlistinni. Þannig beitir hann óspart fyrir sig orðfími í listsköp- un sinni og nýstárlegum útlistun- um á athöfnum sínum. Þorvaldi dugir þannig ekki myndmálið eitt, heldur verður hann einnig að fá útrás fyrir frá- sagnargleði sína og því er jafnvel mynd án texta þrungin frásögn í sjálfu sér. Til að auka á gildi frásagnar- innar og hreyfa við hugarflugi skoðandans lætur hann jafnvel ljósmynd eða prentaðan texta fá heitið skúlptúr, sem er öfugmæli, en bregður þó annarri og torráð- inni merkingu'á myndverkið, sem má vera tilgangurinn. En alltaf má bregða fyrir sig orðaleikjum varðandi myndverk og er ekki málverkið á stundum í kjarna sínum ljóð eða skáldskap- ur án orða, þótt svo sé að strangt til tekið sé naumast hægt að nefna athöfnina ljóð né ritverk í sjálfu sér. Þorvaldur notar jafnt ljósmynd- ir sem myndir af teikningum ann- arra svo sem nafnkenndum biblíu- myndum Gustave Dorés við list- sköpun sína, býr til dulið rými með því að bregða skornum gagnsæjum pappír yfir ljósmyndir og áþreifanlegt rými og dýpt með því að smíða djúpa ramma, sem hann þrykkir og teiknar í til að auka enn dýptina. Það eru hinar síðasttöldu myndverk, sem vöktu mesta at- hygli mína, en um sumt minna þær mig á sitthvað í myndverkum Sigurðar Örlygssonar, vegna þess að þeir leita báðir í smiðju Max Ernst og klippimyndaröð hans „Une Semaine de Bonté“ (Vika gæskunnar), en hins vegar stækk- ar Sigurður sínar útgáfur marg- faldlega, en Þorvaldur minnkar þær.. Þetta er eins konar háspeki dulvitundarinnar og víst er að þessi hlutvakta viðbót við mynd- verk listamannanna gefur þeim forvitnilegra inntak. Þorvaldur er einn þeirra, sem verður að sjá eitthvað hlutvakið í myndum sín- um, því að annars líður honum beinlínis illa. Hann á þannig erfítt með að meðtaka það, að óhlut- lægt málverk getur sagt dijúga sögu og vakið margvíslegar hlut- lægar kenndir og raunsæja þanka í huga skoðandans. Að vissu marki dýrkar Þorvald- ur raunsæið, en hugsun hans er þó um leið abstrakt, en umfram allt telst hann þó hjástefnumaður, sem þýðir að hann sækir mynd- efni í hið dulvitaða sálarlíf. Raun- sæið er þá ekki eins og við með- tökum það, heldur hefur athöfnin iðulega verið skilgreind sem „handmáluð ljósmynd af draumi“ og hittir í mark. Þorvaldur kemur víða við á þessari sýningu í Nýlistasafninu, sem er fjölþætt og vekur til um- hugsunar og það má slá því föstu, að hún sé með þeim athyglisverð- ari á þessum stað um langt skeið og vekur upp ýmis fyrirheit um framhaldið. Sýningin á Mokka hefur rétti- lega verið skilgreind sem eins konar hugsifjafræði. Þar eru sýndar frummyndir úr bókinni „Openings“ sem kom út í Hol- landi 1989 og má telja nokkurs konar lykil að ýmsum mynda- flokkunum í Nýlistasafninu. Myndirnar eru ekki eins áhrif- aríkar á veggjunum og þegar maður flettir síðunum í bókinni sjálfri, nema að hin snjallasta þeirra að mínu m'ati og er númer tíu, nýtur sín mikið best. Sennilega er skynsamlegast að hefja skoðun sýninganna með því að staldra við á Mokka og kynna sér þá sérstöku útgáfu mynd- rænnar skynreynslu listamanns- ins, sem þar má nálgast. Bæjarráð Akraness: Bifreiðaverkstæði annist skoðun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.