Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 14

Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 14
14 MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 'Í^ðá 55 ARA SÖGU ÞJOÐVILJANS - „MALGAGNS SOSIALISMA, ÞJÓÐFRELSIS OG VERKALYÐSHREYf DAUÐI DAGBLAÐS Eftir Ómar Friðriksson. „ÞJÓÐVILJINN var alla tíð rek- inn með halla.“ Þetta segja að- standendur dagblaðsins sem lagði upp laupana sl. föstudag, 31. jan- úar, eftir rúmlega 55 ára útgáfu- sögu. Þjóðviljinn var aldrei mark- aðsmiðill né óháð fréttablað held- ur rekinn af pólitískri hugsjón og fyrir stuðning fylgismanna Al- þýðubandalagsins og forvera þess Kommúnistaflokksins og Sósíali- staflokksins, sem gaf blaðið út í 30 ár. Upphafleg vígorð blaðsins voru: „Vinnandi stéttir Islands! Sameinizt gegn íhaldi og fas- isma!“ Frá 1969 hafa sérstök út- gáfufélög gefið Þjóðviljann út i nánum tengslum við flokksmask- ínu Alþýðubandalagsins undir ein- kunnarorðunum: „Málgagn sósíal- isma, þjóðfrelsis og verkalýðs- hreyfingar." Þrátt fyrir tilburði á síðustu árum til að auka sjálfstæði blaðsins dugði það ckki til. Minnk- andi auglýsingatekjur og lang- tímaskuldir juku sífellt á fjárhags- vandræði Þjóðviljans líkt og ann- arra flokksblaða sem berjast nú fyrir lífi sínu. Ekki varð vikist undan að viðurkenna óhjákvæmi- lega staðreynd: Tími flokksblað- anna er liðinn, ekki verður lengur ausið fé í tapútgáfu Þjóðviljans. Síðasta forsíða Þjóðviljans. Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn Þjóðviljans komu saman í gær að lokinni útgáfu síðasta tölu- blaðsins. okkrir af um 40 starfsmönnum blaðsins munu fá starf við fyr- irhugað helgar- blað sem fjórir starfsmenn blaðsins und- irbúa að komi út 7. febrúar. Veru- legt atvinnuleysi blasir við í stétt blaðamanna þegar blaðadauði heldur nú innreið sína á dagblaðamarkað- inn. „Tekjur útgáfunnar hafa dregist saman jafnt og þétt og Þjóðviljinn hefur alla tíð verið rekinn með halla en á síðustu tíu árum hefur hefur keyrt um þverbak. Vaxtakostnaður rokið upp úr öllu valdi og farið upp í 17-20% af tekjum,“ segir Helgi Guðmundsson ritstjóri. „Samdráttur í auglýsingatekjum skiptir tugum miiljóna en sala blaðsins að undan- fömu verið á svipuðu róli og meðal- sala blaðsins á undanförnum 30 árum, að sögn Helga — það er innan við tíu þúsund eintök á dag, upplýsir hann. Átök sköðuðu blaðið Deilurnar um Þjóðviljann og átök innan Alþýðubandalagsins á undan- förnum árum hafa skaðað Þjóðvilj- ann að mati flestra viðmælenda blaðsins. Minna hafí verið hirt um rekstrarlega þætti vegna deilna á milli flokksmanna. Tíð ritstjóraskipti á síðasta áratug vegna átaka á milli fylkinga flokksins blönduðust til- raunum til að endurskipuleggja út- gáfuna sem endurspegluðust í átök- um innan útgáfustjórnarinnar á milli hins svokallaða „flokkseigendafé- lags“ og „lýðræðishreyfingarinnar." Þegar baráttan stóð sem hæst komu glöggt fram gjörólíkar kröfur flokks- manna til blaðsins. Því var í senn ætlað að byggja á nútímalegri blaða- mennsku, vera pólitískt málgagn vinstrimanna og hreintrúað málgagn flokksmanna sem gæfi flokkslínuna frá degi til dags. Gengi blaðs og flokks Gengi Þjóðviljans og gengi vinstri hreyfingarinnar hefur oft farið sam- an. Helgi hafnar hins vegar þeirri skoðun að blaðið hafi farið að ganga betur þegar reka átti sjálfstæðari ritstjómarstefnu gegn boðskap flokksforystunnar, á því tímabili þeg- ar Ólafur Ragnar og Össur Skarp- héðisnsson stjórnuðu blaðinu um miðjan síðasta áratug. Segir Helgi að Þjóðviljinn hafi aldrei risið hærra en á árunum 1978-1980 þegar hann fylgdi flokksforystunni eindregið að málum. Össur og félagar hans af Þjóðviljanum hafa aftur á móti hald- ið því fram að velgengni blaðsins hafí aukist í réttu hlutfaili við aukna fjarlægð þess frá flokkslínunni. Flokksfélög og sjóðir Hin ýmsu félög hafa löngum verið ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: Héldum að fulltrúar Isl. útvarps- félagsins væru traustsins verðir ÓVÍST HVAÐA SKULDIR ÞJÓÐVILJANS FALLA Á FLOKKINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ gekkst í ábyrgð fyrir ákveðnum skuldum Þjóð- viljans fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur Ragnar Grímssonar, formað- ur flokksins. „Það eru greiðslur sem við höfum staðið við og munum ljúka að greiða. Fyrir rúmu ári var svo rætt um að flokkurinn tæki á sig ábyrgð fyrir meiri skuldum, byggt á þeirri forsendu að Þjóðviijinn kæmi áfram út. Það var háð því skilyrði. Við munum greiða upp skuld- irnar frá fyrri tíma,“ segir Ólafur. Hann fullyrðir að nýtt dagblað muni líta dagsins ljós á árinu og gagnrýnir fulltúa stjóm- ar íslenska útvarpsfélagsins í undir- búningsfélaginu Nýmæli fyrir að hafa talið öðrum aðstándendum fé- lagsins trú um að þeir hefðu umboð stjómar til að taka þátt í stofnun nýs blaðs. í ljós hafí komið að þeir reyndust ekki trapstsins verðir „Þær skuldbindingar sem flokkur- inn tók á sig án allra skilyrða mun hann standa við og það mun taka okkur tvö ár að ljúka þeim greiðsl- um,“ segir hann um skuldir Þjóðvilj- ans. Ólafur segir að flokkurinn hafí einnig tekið að sér þær skuldbinding- ar sem voru tapaðar fyrir bankana á sínum tíma en þær hafí verið tengd- ar áframhaldandi útkomu Þjóðvilj- ans. „Ég skal ekkert segja á þessu stigi hvað verður um það en það átti ekki að koma til greiðslna á þeim fyrr en eftir tvö ár,“ sagði Ólaf- ur. „Fyrir nokkrum árum var tekin starfandi í kringum útgáfu blaðsins. Hið síðasta er Fjörðurinn sf. sem stendur að fyrirhugaðri útgáfu Helg- arblaðsins og leigir aðstöðuna af út- gáfufélaginu Bjarka hf., sem var stofnað í desember 1990. Bjarki hf. leigði reksturinn af Útgáfufélagi Þjóðviljans í síðustu tilrauninni sem gerð var til að endurreisa útgáfuna vegna skilyrða Landsbankans og for- ystu Alþýðubandalagsins, sem hafði gengist í miklar ábyrgðir fyrir lang- tímaskuldum blaðsins. Útgáfufélag Þjóðviljans hf. er sjálfseignarfélag. Miðgarður hf. sérs- takt eignarhaldsfélag sem átti hús- næði blaðsins í Síðumúla 6 sem tek- ið var í notkun 1976 og Miðgarður stóð á bak við hlut Þjóðviljans í Blaðaprenti og nýbyggingu Blaða- prentsblaðanna á Krókhálsi. Stærsta áfallið varð þegar Miðgarður neydd- ist til að selja hús Þjóðviljans til Ólafur Ragnar Grímsson ákvörðun um að skilja þarna alger- lega á milli og flokkurinn hefur ekki tilnefnt menn til að vera í fjármálum blaðsins. Á síðastliðnum sex til sjö árum hefur tvívegis verið komið til flokksins og beðið um ákveðna styrki en flokkurinn hefur ekki stýrt fjár- málum Þjóðviljans og því er ég ekki rétti maðurinn til að tjá mig um hvort þetta fer í gjaldþrot. Þetta eru sjálfstæð fyrirtæki," sagði Ólafur. Vöku/ Helgafells fyrir fáum árum og andvirðið gekk allt upp í skuldir, skv. upplýsingum Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns flokksins. Blaðið flutti þá í húsnæði í Síðumúla 37 sem tekið var á leigu af Sigfúsar- sjóðnum, sem hefur lengi verið sterk- asta eignarhaldsfélag Alþýðubanda- lagsins og á flokksskrifstofurnar á Laugavegi. Loks má nefna Prent- smiðju Þjóðviljans hf. sem var stofn- uð 1944 og hefur verið eigandi um- brots- og setningarbúnaðar blaðsins. „Þetta er allt einn og sami pakkinn í dag,“ segir einn viðmælenda blaðs- ins. Hallarekstur át upp eignirnar Hallareksturinn hefur étið upp eig- ur blaðsins, að sögn Helga. Verktak- afyrirtækið Persía hf. sem byggði fyrirhugað framtíðarhúsnæði Blaða- prentsblaðanna á Krókhálsi 10, varð gjaldþrota í ágúst 1988. Miðgarður „Ég get sagt að sem formaður flokksins hef ég haft afar lítil af- skipti af skrifum blaðsins og oft ekki talað við ritstjóra um efni blaðsins mánuðum saman. Að þessu leyti hafa vinnubrögðin breyst. Þjóðviljinn hefur aftur á móti verið fulltrúi fyrir ákveðin viðhorf og málflutning og nú upp á síðkastið fyrir stjórnarand- stöðuna. Auðvitað fækkar nú hljóð- færunum í hljómsveit stjórnarand- stöðunnar," segir hann. Ólafur segir að hlutverk dagblaða hafi gjörbreyst á síðustu tímum. „Til útskýringar á hvernig stjórnmál- amaður á íslandi starfar á okkar tím- um get ég nefnt að ég taldi mig koma áliti mínu á fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjómar til skila en Þjóðviljinn hafði aldrei við mig viðtal um það mál. Ekki einu sinni í stuttri frétt. Ég held líka að efni landsfund- ar Alþýðubandalagsins hafi komist vel til skila en Þjóðviljinn hefur enn ekki birt eina einustu ályktun frá síðasta landsfundi Alþýðubandalags- ins. Þetta segi ég ekki blaðinu til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.