Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ .SUNNUDAGUR 2. EEBRÚAR 1992 IINGAR" LOKIÐ hf. átti 40% hlut í Blaðaprenti. Hlut- ur blaðsins í Krókhálsbyggingunni var hins vegar seldur áður en fjár- festingin fór að íþyngja útgáfunni að ráði. Fjárhagsvandræði Blaða- prents komu hins vegar verr við blað- ið. Tugmilljóna bakreikningar voru sendir Blaðaprentsblöðunum vegna hallarekstu*rs prentsmiðjunnar 1989 og prentkostnaður stórhækkaði þeg- ar Oddi tók yfir prentun blaðanna vorið 1990. Flokkurinn veitir tryggingar í ársbyrjun 1989 var því haldið fram þótt ekki fengist það staðfest opinberlega að heildarskuldir blaðs- ins væru komnar í tæpar 100 milljón- ir kr. Var þá gripið til róttækra að- haldsaðgerða. Framkvæmdastjórn flokksins samþykkti að láta hluta þingflokksstyrks ganga til útgáfunn- ar og Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík yfirtók hluta skulda. Var starfsmönnum blaðsins sagt upp en upþsagnir flestra þó dregnar til baka. í ársbyrjun 1990 lýsti Guðrún Helga- dóttir því yfir eftir félagsfUnd í ABR að Þjóðviljinn væri gjaldþrota og blaðið vantaði 50 millj. kr. til að ná endum saman. Aðstandendur blaðs- ins mótmæltu ótímabærum gjald- þrotsyfirlýsingum. Landbankinn hafði veitt útgáfunni lánafyrirgreiðslu og gekkst flokkur- inn í ábyrgðir. Ekki hefur fengist uppgefið hvaða fjárhæðir hér er um að ræða en í ársreikningi Alþýðu- bandalagsins 1990 kemur fram að skuldir vegna Þjóðviljans nemi rúm- um 20 millj. kr. Skuldir Bjarka hf. 17,5 millj. Síðasta átakið sem gert var til viðreisnar blaðinu var stofnun Bjarka hf. í desember 1990. Bjarki var að meirihluta í eigu Útgáfufélags Þjóð- viljans en auk þess var gerð tilraun til að afla hlutafjár frá aðilum og einstaklingum. Þá fékk blaðið rúm- lega 5 millj. kr. blaðstyrk flokksins af fjárlögum. í ágúst 1991 var fjár- hagsvandi blaðsins þó orðinn slíkur að ákveðið var að fá heimild skipta- ráðanda til greiðslustöðvunar. Aðeins átta mánuðum eftir stofn- un Bjarka hf. voru skuldir félagsins komnar í 17,5 milljónir kr. og allar gjaldfallnar að því er fram kemur í úrskurði skiptaréttar. Á móti átti félagið útistandandi kröfur vegna áskrifta og auglýsinga að upphæð 11-12 millj., kr. Nokkrum dögum fyrr hafði Landsbankinn ákveðið að hætta allri fyrirgreiðslu við blaðið þó hann féllist síðar á að veita því nokkra fyrirgreiðslu gegn ströngum skilyrðum, sem m.a. fólust í endur- skipulagningu rekstrarins. Stóð til að safna um 10 millj. kr. hlutafé, 2.000 nýjum áskrifendum, auka hlut blaðsins á auglýsingamarkaði og hagræða í rekstri. Öllum starfsmönn- um blaðsins, um 40 að tölu, var sagt upp. Bjarki hf. fékk tvívegis fram- lengda greiðslustöðvun sína eða til 19. jan. Ekki bætti úr skák að ríkis- stjórnin ákvað að fækka ríkisáskrift- um að dagblöðunum á fjárlögum og minnka blaðstyrkina. I janúar var orðið ljóst að að undir- búningur Nýmælis að stofnun nýs MorgunUaðið/Svemr Aðstandendur Helgarbladsins sem hefur gongu sína liæstu helgi. manns ia vinnu á Helgarblaðinu arfsmeiin I'jóðviljans hafa keypt sameignarféiagið f. seni mun annast útgáfu nýja helgarblaðsins sein ) er að hefji göngu sina um næstu helgi. Sjö starfsmenn á ntstjórn Þjóðv iljans munu að likindum fá fast starf á Helgar- blaðinu og auk bess er ætlunin að fleiri starfsmenn vinni sem verktakar við blaðið. AUs mun því um fjórðungur starfsmanna f>jóðviljans sáluga, eða ura tiu manns, fá starf við n$a helgar-» blaðið, að sðgn Arna Þ. Sigurðssonar, eins af aðstandendum útgáfunnar og rítstjóra blaðsins, ásamt Sigurði Á. FríðþjóFssyni. Helgarblaðið leigir tæki og búnað af Bjarka hf., áskrif- talisti Þjóðviijans verður leigður af Útgáfufélagi Þjóðvih'ans, sem stóð að útgáfu Þjóðvitjans til árs- loka 1990. Húsnæðið er lcigt af Sigfúsarsjóði. Félagið greiðir hú- saleigu en aðrar greiðslur munu miðast við veltu Helgarblaðsins. Ámi sagðí að ef nýtt dagblað yrði að veruleíka með þátttöku Bjarka hf. mnni aðstandendur Helgarblaðains leggja það niður. „Ef ekkert gerist í þeim málum er sá möguleiki fyrir hendi að við höldum áfram ef í ljós kemur að þessi útgáfa ber síg," segir hann. „Þetta er töluvert áhættusamt en við höfum einsett okkur að fara ekki af stað fyrr en við höf- um tryggt okkur tneð augtýsing- um fyrirfram sem sUtíídi undir föstum kostnaði auk launa." Sagði 'hann að ef áskrifendur ÞJóðviljans keyptu Helgarblaðið ætti rekstur þess vel að geta stað- ið undtr sér. Aðstandendum blaðsins reiknist til að nýja blaðið þurfi um helming áskrifenda Þjóðviljans til að útgáfan geti gengið eða um 2.500 áskrifend- ur, auk lágmarkslausasölu og að auglýsingatekjur gangi eftir. „Við erum þeirrar skoðunar að þurfí að rjúfa öll flokkstengsl en föram ekkett dult með að við ætlum að halda okkur á vinstri vængnum og vera málsvarar launafólks. Það mun ekki bera mikið á beinni pólitík í blaðinu, þar verður einnig menningarefni, listagagnrýni, fréttaúttektir og ýmiskonar léttara efni en verið hefur í helgarblaði Þjóðviljans," sagði Árni. blaðs var kominn í ógöngur eftir að íslenska útvarpsfélagið samþykkti að hætta þátttöku í stofnun blaðsins. Tók Útgáfustjórnin þá ákvörðun að hætta útgáfu blaðsins 31. janúar. Dagar Þjóðviljans voru taldir. Staðið í skilum Að sögn Helga hefur Alþýðuband- alagið tekið á sig ábyrgð á mjög miklum skuldum blaðsins en hann staðhæfir að þær verði greiddar. Upphæðin nemi tugum milljóna en afborganir séu allar í skilum. En hvernig verða skuldir greiddar þegar engar tekjur fást lengur af útgáfu blaðsins? „Það stendur ekki annað til en að leita leiða til að standa í skilum við Landsbankann. Bjarki hf. er ekki gjaldþrota. Okkur tókst að semja við flesta lánadrottna og við höfum trú á að við elgum mögu- leika á að koma inn í nýtt félag um nýtt blað," segir Helgi. Samofin örlög Viðmælendur blaðsins segja að fjárhagsvandræði Tímans muni auk- ast enn við fall Þjóðviljans þar sem blöðin hafa átt með sér sameiginlegt dreifingarkerfi í borginni. Enn er framtíð Tímans óviss. Allir viðmæl- endur blaðsins voru sammála um að í stað flokksblaðanna risi fyrr eða síðar upp nýtt dagblað, byggt á nú- tíma blaðamennsku og ótengt stjórn- málaflokkunum. Hallur Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Þjóðviljans, segist sannfærður um að nýtt blað komist á legg. lasts, heldur sem dæmi um að stjórn- málamenn nútímans og stjórnmála- flokkar þurfa ekki á málgagni í göml- um stíl að halda." „Ég tel að það sé skýr og augljós markaður fyrir frjálslynt „mið- vinstrisinnað" blað. Skoðanakannan- ir sýna að 50-60% styðja stjórnarand- stöðuflokkana. Morgunblaðið getur aldrei þjónað þörfum þessa fólks af augljósum ástæðum oe því miður finnst mér Morgunblaðið liafa stigið nokkur skref afturábak síðan þessi stjórn var mynduð," segir hann. -Hafið þið forystumenn Alþýðu- bandalags og Framsóknar unnið að því að laða menn saman um útgáfu nýs blaðs? „Við höfum auðvitað verið að vinna að því. Ekki vegna þess að við höfum áhuga á að hafa málgagn í gamla stílnum heldur vegna þess að við teljum það skyldu okkar á þessum vegamótum að skila þessari arfleifð gömlu flokksblaðanna inn í framtíð- ina þannig að komi annað blað þegar markaðurinn hefur verið rýmdur. Við höfum lagt á það áherslu að flokk- arnir verði ekki afgerandi þáttur í því heldur yrðu ráðnir þar algerlega sjálfstæðir ritstjórar og framkvæmd- astjórar sem myndu ráða annað starfsfólk." -Eigendur Stöðvar 2 sáu ekki ávinning að slíku blaði. „Því miður verður að segja þá sögu eins og er, að þegar þessir ágætu menn, sem hafa gegnt miklum trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu og í samtökum verslunar og viðskipta komu og töldu sig vera í fullu um- boði til að ræða slíka möguleika tók- um við þá trúanlega. Það var kannski barnaskapur en við héldum að menn sem bæru svona virðuleg nöfn í ís- lensku viðskiptalífi væru traustsins verðir þannig að orð þeirra væru gild en svo kom bara í ljós að þeir höfðu aldrei haft neitt á bak við sig." -Höfðu þeir ekki á bak við sig fullt samþykki stjórnar um að kanna þetta? i.Það kom í ljós að þegar reyndi eitthvað á sagði stjórnin bara nei. TILBOÐ ÓSKAST ..-.»js«B *.«Sw3ai(^¥ífi , . __ ^5-- ^,— ¥*£* V » i^^^^+f' ^ K^^M i. ¦ J ^M í Toyota P/U DLX 4x4, árg. '90 (ekinn 18 þús. mílur), Pontiac Le Mans, árg. '88, Ford Bronco II XLT 4x4, árg. '86, Chevrolet Blazer S-10 4x4, árg. '88 (tjónabifreið) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Þeir áttu alitaf í ákveðnum bammgi við menn í stjórninni. Síðar hafa menn sagt mér að þeir hafi aldrei haft neinn stuðning í stjórninni og þannig töpuðust kannski rúmir tveir mánuðir af dýrmætum undirbúnings- tíma vegna þess að við trúðum því að menn væru ekki að gefa sig fram í þetta nema hafa eitthvað á bak við sig." -Hafa einhverjir aðrir aðilar komið í staðinn? „Ég er sannfærður um að það mun verða. Hvort það verður með þeim hætti að einhverjir fáir stórir aðilar koma að því eða margir smærri skal ég ekki segja um. Ég hef orðið mjög var við það víða í viðskipta- heiminum að menn telja það hags- muni atvinnulífsins og viðskiptalífs- ins alveg eins og stjórnmálanna að hér myndist mótvægi við Morgun- blaðið og að hluta til við DV. Eg er alveg sannfærður um að á árinu 1992 kemur slíkt blað. Við höfum lagt á það áherslu að það sé undir- búið mjög vel," segir Olafur. L'ORÉAL hársýning Hármódel, bæði dömur og herra, vantar á stórglæsilega hársýningu á vegum L'OREAL, sem verður haldin í Ömmu Lú þann 16. febrúar nk. Hárgreiðslumeistarar frá einni vinsælustu hárgreiðslustofu í Danmörku, CHA CHA CHA, munu koma hér á vegum L'OREAL og sýna vorlínuna í ár. Þetta er frábært tækifæri fyrir ykkur, sem eruð til í smátilbreytingu. Vinsamlegast hafið samband í síma 686700. m®s,w &®sr&m§BXffl m ©©• Styrkur til norrænar rannsóknarmenntunar NorFA - Nordisk Forsker- utdanningsakademi býður norrænum rannsóknamönnum að sækja um styrki til: * Rannsóknanámskeið * Umræðna um rannsóknir ásamt málstofum (workshops) * Ferðastyrki * Stuttra dvala * Tölvunet * Norrænnar þátttöku í alþjóðlegum rannsóknanámskeiðum * Norænna eða ekki-norrænna gistikennara/leiðbeinanda * Áætlanafundi Umsóknarfrestur: 15. mars 1992 (um rannsóknanámskeið 1993 gildir sérstakur frestur til 1. september 1992). Kynningabæklinga með umsóknareyðublöðum má fá í háskólum, rann- sóknastofnunum og rannsóknaráðum á Norðurlöndum eða hjá skrifstofu NorFA. Nordisk Forskerutdanningsakademi (NorFA), Sandakerveien 99, N-0483 Oslo. Sími +47 2 15 70 12 Telefax +47 2 22 11 58 sem einnig veitir upplýsingar. NorFA var stofnað 1. janúar 1991 af norrænu ráð- herranefndinni. NorFA hefur 1992 um 28 millj. NKR. til styrktar rannsóknarmenntunar og rannsóknaleið- angra á Norðurlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.