Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 •>>17 lega, á meðan þeirra tæki eru ónothæf. Ég væri sjálfsagt gráti næst í þeirra að stöðu, kannski með nýkeyptan og dýran sleða. Þó mikið sé um breytta jeppa á götum höfuðborgarinnar og víðar, þá eru fæstir þeirra notaðir í fjalla- ferðir. Ég gæti trúað að liðlega 100 jeppar væru í hreinum hálend- isferðum að vetrarlagi, margir fara aldrei úr byggð. Reyndari jeppamenn bíða hinsvegar fann- fergis, við þurfum t.d. að komast með rafstöð upp á Hveravelli á næstunni, en okkur vantar snjó- inn,“ sagði Steingrímur. En þó ferðamenn telji sig eiga um sárt að binda vegna snjóleysis þá eru það þó vélsleðaumboðin og verslanir með vetrarvörur sem ástandið kemur verst niður á. Margir verslunareigendur töldu að ef ekki snjóaði duglega á næst- unni myndu þeir' sitja uppi með miklar birgðir skíða- og vetrar- fatnaðar ýmiskonar með tilheyr- andi kostnáði. Útilíf auglýsti fyrir skömmu hjólaskauta sem skíða- menn og íshokkíspilarar nota mik- ið erlendis til að halda sér í æfingu yfir sumartímann, sem segir meira en mörg orð um snjóleysið. Öll sola í dvola „Ef enginn er snjórinn, þá er allt steindautt má segja hjá okk- ur. Það er helst að fólk sem er að fara til Austurríkis líti við og kaupi búnað, en á meðan lítill snjór sést hérlendis þá heldur fólk að sér höndum og notar bara gömlu græjurnar ef snjórinn kemur, eyð- ir ekki 40-50 þúsund krónum í búnað sem kannski nýtist lítið,“ sagði Halldór hjá Skátabúðinni, sem venjulega selur mikið af vetr- arvörum. „Við gættum þess að panta ekki of stórar sendingar, því veturinn í fyrra var svipaður, snjór kom seint og illa. Það liggur allt landið í dvala hvað sölu á vetr- arvörum snertir, nema hvað Isfirð- ingar virðast hafa fengið einhveija snjókomu. Ég held að margir muni öfunda þá á næstu vikum, ef snjórinn helst þar. Sjálfur ætla ég með stórum hópi fólks á skíði í Austumki um miðjan febrúar, enda eru slíkar ferðir mikil upplif- un og góð tilbreyting frá hvers- dagsleikanum, hvort sem hér er snjór _eður ei,“ sagði Halldór. Á ísafirði hafa starfsmenn á skíðasvæðinu reynt að halda ein- hveijum lyftum opnum, en snjór er þar þó í takmörkuðu magni. „Þetta er allt í lagi ennþá, það þarf lítið vatnsveður til að við þurfum að loka og að sama skapi ekki mikla snjókomu til að við getum opnað alveg,“ sagði Jón Björnsson, einn af starfsmönnum skíðasvæðisins á ísafirði. „Snjór- inn er það lítill að flest fólk bíður meiri snjókomu, en krakkarnir sem æfa vilja nota hvert tækifæri sem gefst. Það er þó lítið pláss fyrir einhvern fjölda, en við höfum verið að fá fyrirspurnir frá skíða- fólki í öðrum landshlutum sem þarf að æfa. Það eru allir í vand- ræðum, hvergi er snjór á skíða- svæðum, hvorki fyrir sunnan eða norðan. Við fengum mikla snjó- komu í október og s á snjór hefur lítið bráðnað. En það er samt stutt í jörð, þarf bara góðan skúr til að stærsti hluti svæðisins verði ekki fær skíðafólki. Þá lokum við fyrir allt nema kannski krakkana sem þurfa að æfa hérna. Þetta er það þröngt svæði sem er hægt að nota þessa dagana,“ sagði Jón. Á meðan fámennur hópur skíða- manna á ísafirði getur hrósað happi ýfir lítilsháttar snjó, sem þó gæti horfið á svipstundu, þá bíða þúsundir skíðamanna og annarra ferðalanga annars staðar á landinu eftir snjókomunni miklu. Flestir hafa heyrt um regndans indjána til foma, sem þeir dönsuðu þegar þurrkar voru miklir til að laða fram regndropana. Nú er spurning hvort fjallaglaðir íslend- ingar finna upp snjódansinn, til að hafa áhrif á máttarvöldin. Kröfluvirkjun lokað hálft árið LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að loka Kröfluvirkjun framvegis í 6 mánuði á ári í stað þriggja eins og verið hefur, og er ástæðan sú að Blönduvirkjun gerir raforkuframleiðslu Kröfluvirlqunar óþarfa þann tíma. Reiknað er með að Landsvirkjun spari 188 milljónir króna vegna þessa á yfirstandandi ári. Þorsteinn Hilmarsson, blaðafull- trúi Landsvirkjunar, sagði við Morgunblaðið, að þegar komin væri önnur virkjun á Norðurlandi, Blönduvirkjun, gæti hún að vissu marki gegnt því hlutverki sem Kröfluvirkjun hefur haft þar, að framleiða raforku fyrir það lands- svæði og auka rekstraröryggi í dreifikerfinu. Kröfluvirkjun hefur venjulega verið stöðvuð yfir sumar- mánuðina þrjá, þegar álagið er minnst, en nú bætast þrír mánuðir við. Þorsteinn sagði að með þessu spömðust 188 milljónir á þessu ári, aðallega vegna þess að ekki þyrfti að halda við holum og hreinsa þær í jafnmiklum mæli og áður. Þá sparast einnig aðkeypt vinna. Á þessu ári var einnig áætlað að bora nýjar holur vegna fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar í tengsl- um við álversbyggingu á Keilis- nesi, en ekki verður af því. Nú vinna 17 manns við Kröflu- virkjun og er gert ráð fyrir því, að sögn Þorsteins, að þeir vinni við viðhald véla virkjunarinnar þótt hún sé ekki í gangi. Þá sagði Þor- steinn að könnuð yrði hagkvæmi þess að nýta þessa starfsmenn við önnur verkefni innan fyrirtækisins, svo sem við Blönduvirkjun eða við- gerðir á vélum í Búrfellsvirkjun. Orkustofnun hefur borað fyrir Landsvirkjun við Kröflu. Jakob Björnsson orkumálastjóri sagði að Orkustofnun kæmi lítið nálægt venjulegum rekstri Kröfluvirkjun- ar, nema með því að hafa eitthvað eftirlit með virkjunarsvæðinu, og samdráttur í rekstri hefði lítil áhrif á það verkefni. Hins vegar myndi stofnunin missa fyrirsjáanlega af einhverjum tekjum vegna þess að ekki verður af stækkun virkjunar- innar í ár, og því yrðu ekki boraðar nýjar holur. Þar væri þó ekki um stórar upphæðir að ræða og þetta hefur engin sérstök áhrif á rekstur stofnunarinnar. Orkustofnun lauk við að bora nýja holu við Kröfluvirkjun í des- ember, í tengslum við fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar, en ekki hefur enn komið í ljós hvers holan er megnug. Þorsteinn Hilmarsson sagði að holan yrði ekki tekin í notkun að sinni heldur myndi það bíða betri tíma. Bíldudalur: Brotíst inn í Dalakjör Búdardalur BROTIST var inn í verzlunina Dalakjör og stolið þaðan sígar- ettum og skiptimynt. Málið er í rannsókn Annars fóru áramótin hér frið- samlega fram í mjög góðu veðri. Mikið var skotið af rakettum og talsvert sprengt. Þá stóð Björgunar- sveitin Ósk fyrir flugeldasýningu, sem var mikil tilbreyting íu skamm- deginu. Þorrablót var haldið í Dalabúð, en hana rekur nú nýtt fólk. Mikill fjöldi sótti þorrablótið, en heima- menn í Laxárdal sjá venjulegast um öll skemmtiatriði sjálfír. Þorramat- urinn smakkaðist vel, þótt úrvalið væri ekki eins mikið og fyrr á árum, en 40 ár eru nú frá því er fyrst var haldið Þorrablóð í Laxárdal. Þá tíðkaðist það að allir komu með mat heiman frá sér og var hann settur á mikið langborð. Var fjöl- breytnin í mat með eindæmum mik- il. Menn skemmta sér yfirleitt vel á þorrablótum hér, en heldur finnst fólki nútímatónlistin hávaðasöm og gefur ekki eins mikil tækifæri til þess að spjalla við náungann og gamla harmoníkumúsíkin. Kristjana Aukasýningar á Lýsiströtu VEGNA mikillar aðsóknar að gamanleiknum Lýsiströtu eftir Aristófanes hefur Fúría, leikfé- lag Kvennaskólans, ákveðið að bæta við aukasýningum. Uppselt er á þær tíu sýningar sem upphaflega var gert ráð fyrir. Einnig er uppselt á 1. aukasýningu 6. febrúar. Órfá sæti eru laus á 2. aukasýningu 10. febrúar. Miðasala er á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9. HRESS IVETUR Hvort heldur ætlun er að styrkja, liðka, megra, auka þol eða allt þetta í senn þá getur þú verið viss um að finna námskeið við þitt hæfi hjá HRESS, á tíma sem þér hentar. Frábærir kennarar líkamsrækt Átak í megrun Vaxtamótun Fitubrennsla (Púl) Fyrir barnshafandi Start Nýr lífsstíll Old boys Kvennaleikfimi Morguntímar * Dagtímar Jazzballettet Vigtun Matseölar og góð aðstaða tryggja góðan árangur. Meiri styrkur og þol gefur þér nýjan lífsþrótt, bætt útlit og aukið sjálfsöryggi og vellíðan. Vertu með í hressum hópi. Fitumæling Ráögjöf Æfingar meö lóðum Æfingar með teygjum Vatnsgufubað Ótakmörkuð mæting Frábærir Ijósabekkir Barnagæsla frá 9.30 -16.00 7 mínútur úr Breiðholti HRFSS IÍKAMSR/EKT CX; IJOS BÆJARHRAUM A/VIO KEHAVSAJRVECINN/SIMI 65 2212 Öll húsin smiðuð innanhúss Húsunum skilað fullfrágengnum á undirstöðunum Báscvr hf. Hvaleyrarbraut 28, Hafnarfirði er rétti tfminn aö panta sumarhús fyrir næsta sumar: Við höfum 12 ára reynslu að baki og höfum smíðað yfir 100 heilsárshús. Kynnið ykkur verð og gæði. Allar nánari upplýsingar í síma 91-53148.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.