Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 19
f MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 19 Þetta er náttúrulega fiskveiði- stefnunni og ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunarinnar að kenna segja þeir veiðiglöðu. Aðrir kenna slæmu ár- ferði í sjónum á síðustu misserum um. Það hafí komið niður á nýliðun- inni og vitna í þessu sambandi í grein eftir samstarfsmann minn dr. Svend Aage Malmberg haffræðing, sem hann reit í Morgunblaðið nokkru fyrir jólin undir heitinu „Hvers vegna ekki 400 þús. tonn?" Ekki skal dregið í efa vægi um- hverfísþátta, þegar fjallað er um afrakstursgetu fiskstofna, en eins og dr. Svend Aage bendir sjálfur á, hefur stofnstærð þorsks ekki ein- göngu minnkað vegna þess hve illa árar í sjónum heldur hafa veiðarnar líka sitt að segja. En menn hafa samt sem áður tilhneigingu til að líta fram hjá þessu með veiðarnar og kenna árferðinu um hvernig kom- ið er. Veiðarnar og sóknin En lítum þá nánar á þróun veið- anna og sóknina í þorskstofninn. Hvernig hafa þessir þættir þróast undanfarna hálfa öld? Besta mat á sókn í fiskstofn er að mæla eða meta þann dauða sem veiðarnar valda í viðkomandi stofni. Ekki verð- ur farið nánar út í það hér, hvernig þessi dauðsföll eru metin en heila línan á myndinni sýnir veiðidauða 5-10 ára þorsks síðastliðna hálfa öld. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út hurfu útlendingar af ís- landsmiðum. íslenski veiðiflotinn, sem var nú ekki burðugur í þá daga, sat nær einn að veiðunum öll stríðs- árin. Sóknin á þessum árum var mjög lítil í stofninn og lætur nærri að aðeins tíundi hver þorskur á aldr- inum 5-10 ára hafí veiðst á þessum árum. Eftir heimsstyrjöldina síðari fór sóknin ört vaxandi. Bæði kqmu út- lendingar aftur til veiða á íslands- mið og ennfremur stækkaði okkar eigin fiskiskipastóll hröðum skref- um. í kringum 1950 lætur nærri að fjórði hver þorskur á aldrinum 5-10 ára hafi verið veiddur. Áratug síðar er þriðji hver þorskur veiddur og í kringum 1970 veiðist annar hver Þúsund tonn 3000 Veiðistofn (tonn) 1500 1000 \,~» \ % 60 50 40 30 20 Milljónir 700t- Myndin sýnir veiðistofn, nýliðun og veiðidauða 5-10 ára þorsks ára- bilið 1941-1990. 5-10 ára þorskur í stofninum. Þannig hefur veiðidauðinn smám sarrlan farið vaxandi með aukinni sókn allt fram til þess tíma er fisk- veiðilögsagan var færð út í 200 sjómílur árið 1975. Þá dró úr veiði- dauðanum, þegar hinn erlendi floti hvarf af miðunum, en fljótlega tókst Islendingum að fylla í skarðið, þar sem fiskiskipastóll okkar stækkaði mjög á þessum árum með tilkomu öflugra togskipa. Þegar kvótakerfið komst á árið 1984 minnkaði aftur veiðidauði, en þrátt fyrir það hefur sóknin hin síðari ár farið vaxandi enn á ný með minnkandi stærð stofnsins. Nú er aftur svo komið að veiðidauðinn er með því hæsta sem þekkist, síðan farið var að mesta dauðsföllin í stofninum, þ.e. að ann- ar hver 5-10 ára þorskur veiðist. Þetta þýðir að af hverjum 100 þorsk- um sem ná 5 ára aldri verða 50 þorskar 6 ára, 25 þorskar 7 ára, 12 þorskar 8 ára o.s.frv. í raun eru afföllin í stofninum meiri en hér segir. Línuritið sýnir eingöngu veiði- dauðann, en auk veiðanna bætast við önnur afföll í stofninum af nátt- úrulegum orsökum (óvinir og sjúk- dómar o.fl.) Sóknin hefur síðan á stríðsárun- um hvorki meira né minna en fimm- faldast þrátt fyrir þá staðreynd, að útlendingar hafi horfið af miðunum á sínum tíma og fiskiskipastóll landsmanna hafi „aðeins" þrefaldast í rúmlestatölu á þessu tímabili. Þessi mikla sóknaraukning umfram stækkun flotans er besti mælikvarði á þær tækniframfarir sem hafa orð- ið við veiðarnar. Áður fyrr voru veið- arfæri úr náttúrulegum efnum og ekki nærri eins veiðin og endingar- góð og veiðarfæri úr gerviefnum sem síðar komu fram. Þá vita allir að togari í dag er allt annað skip en togari á stríðsárunum eða fyrstu árum eftir stríð. Athuganir sem greinarhöfundur gerði einu sinni á afkastagetu þýskra togara á ísland- smiðum sýndi að afköst dísilsíðutog- ara var 10% meiri en gufutogara sömu stærðar. Skuttogari af sömu stærð reyndist 25% afkastameiri en síðutogari. Hér á árum áður þegar fiskleitartæki voru óþekkt urðu skip- stjórar að reyna fyrir sér þar sem fyrri reynsla benti til veiðivonar. Sá búnaður og þau tæki sem notuð eru við veiðarnar í dag eira nánast engu. Þeir sem mest tala um að auka veiðarnar virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir hve þorskgengd hefur minnkað hér við land og ættu að kynna sér betur sögu þorskveið- anna. Allt fram undir 1960 gerðist það oft að um og yfir milljón tonn af þorski gengu til hrygningar á Suðvesturmið. Og ég get ekki stillt mig um að vitna hér í ferðaminning- ar Bjarna Sæmundssonar fiskifræð- ings í bókinni Um láð og lög sem kom út 1942. Þar segir hann frá veiðiferð sinni á „Skallagrími" á Selvogsbanka í apríl 1928. Gefum Bjarna orðið: „Sjaldan er aflinn jafn, 1-2 pokar í hali á jöfnum, skikkan- legum botni, sem gerir ekki meira en að smá rífa. Nei, vanalegast er það annaðhvort skaufi eða eitthvað lítið eða varpan stórrifin eða farin, eða þá 2-4 eða margskiptur, stund- um jafnvel 10-12 skiptur poki eða meira og varpan heil. Eg skal til dæmis nefna, að eitt kvöldið við Hornið var kastað klukkan 11, og fór ég þá niður til að sofa, en bjóst ekki við að dregið yrði aftur fyrr en undir miðnættið, en ég hafði ekki verið meira en stundarfjórðung niðri, þegar kallað er til mín. Er þá varpan komin upp aftur með 7 skiptan poka, og hafði verið dregin í 5 mínútur aðeins!" Grípum svo aftur ofan í frásögn Bjarna í lok veiðiferðar: „Um morg- uninn var mikill afli, en tók frá aft- ur. Var þá reynt í Norðurkrók og fyrir ofan Hraun, en lítill afii, en það lagaðist, þegar leið á daginn, og fengum við um kvöldið 25 poka í 8 dráttum, nálega eingöngu þorsk, og var þá orðið heldur matarlegt að horfa yfir framdekkið á „Skalla" og hann farinn að síga að framan. Alls fengum við um daginn yfir 40 poka eða nálægt 8.000 fiska. Við vorum orðnir saltlausir og var því ekki um annað að gera en hætta". Auðvitað var veiðin misjöfn í þess- um ferðum eins og Bjarni getur um, en hefðu þéssir kappar haft þann tækjabúnað sem flotinn hefur í dag, hefði verið nánast um mokveiði að ræða í hverju togi. Ég er hræddur um að það kæmi ekki mikið í vörp- una á „Skallanum" núna, ef hann væri kominn aftur á miðin með gamla búnaðinn sinn. Veiðitæknin hefur haft það í för með sér að þorsk- urinn á nú hvergi lengur griðland. Ég held að hvert einasta manns- barn sjái að svona getur þetta ekki gengið lengur. Það að fara að auka veiðarnar þýðir náttúrulega að drepa enn fleiri fiska úr fáliðuðum ár- göngum og flýta fyrir hruni stofns- ins. Þeir sem tala um að það þurfi að grisja stofninn ætti að vera ljóst, að það er búið að grisja og gramsa í stofninum um langt árabil. Það var sjálfsagt að grisja stofninn meðan hann var stór, t.d. fyrstu árin eftir stríð, en það er engin þörf á slíku í dag. Ef það á aftur að reyna að auka afraksturinn úr þorskstofnin- um verður það síst gert með auknum veiðum nú. Svo mikið er víst. Höfundur starfar við þorskrannsóknir á Hafrannsóknastofnun, er formaður vinnunefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins, sem sér um úttektá ástandi helstu botnfiskstofna við Grænland, ísland og Færeyjar og á sæti í ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins um stjórn fiskveiða. „Tvískinnungurinn í viðhorfinu til þjóðernis- stefnunnar í sósíalísku samfélagskenningunni endurspeglaðist einnig í því að viðleitni þjóð- ernishreyfinga (aðal- lega í ríkjum þriðja heimsins) til að stofna eigin þjóðlönd var talin jákvætt fyrirbrigði, á meðan sérhver þjóðern- iskennd og sjálfsbjarg- arviðleitni innan ríkja- samsteypunnar fékk á sig stimpil þjóðernis- stefnu." Gunnar G. Vigfússon Arvo Alas afhendir forseta lslands trúnaðarbréf sitt. sem hvorki kunna að lesa né skrifa. En dyirbalar eiga sitt eigið tungu- mál, eigin siði og eigin trúarbrögð. Nægir það ekki til að gera þá að „þjóð"? Hafa þeir ekki þarmeð áunn- ið sér rétt til að eiga sinn eigin sendi- herra hjá Sameinuðu þjóðunum, sitt eigið landslið í knattspyrnu og sinn eigín þjóðsöng?" En það er einmitt hér sem hundurinn liggur grafinn. Þjóðríki er engin jólagjöf sem hver og einn þjóðfélagshópur fær að gjöf frá aðalritara SÞ með boði um inntöku í Lionsklúbb þjóða for- réttinda og lýðræðis. Það er árangur langvarandi stjórnmála-, efnahags- og menningarlegrar þróunar, sem byggist á þroska samfélagsins og vilja til að mynda eigið ríki. Oft eft- ir harða baráttu fyrir tilvist sinni, sem hefur sameinað marga hópa og hreyfingar í samfélaginu að því marki að þeir eru færir um að vera til sem pólitísk, efnahagsleg og menningarleg heild undir eigin stjórn. Einmitt þetta á við um til dæmis Eystrasaltsríkin, sem eftir langa sjálfstæðisbaráttu þóttu nægi- lega þroskuð að lokinni fyrri heims- styrjöldinni til að mynda eigin sjálf- stæð þjóðríki og siðan gerast aðilar að Þjóðabandalaginu. Eistland, Lett- land og Litháen hlutu viðurkenning- ar flestra ríkja sem sjálfstæð ríki og þessar viðurkenningar gilda enn. Og viljinn til að endurreisa sjálf- stæði ríkjanna fékkst staðfestur við þjóðaratkvæðagreiðslu þar á síðasta ári. „Það verður að gera sér hóst að þjóðríki er ekki reglan í Evrópu, heldur frekar undantekningin," segir Christen Sörensen prófessor í grein sinni „Bandaríki Evrópu" (Morgena- visen JyHands-Posten, 29. júní 1991). Eistland var ásamt Dan- mörku eitt þessara fáu undantekn- inga sem einnar þjóðar landsvæði á millistríðsárunum í Evrópu. Og þrátt fyrir takmarkanir á lýðréttindum á fjórða áratugnum var Eistland eina land veraldar þar sem þingið sam- þykkti sérstök lög sem veittu gyð- ingum sjálfræði í menningarmálum. Þessa jákvæðu sögulegu reynslu mun Eistland taka upp í nýjum lög- um um réttindi minnihlutahópa í landinu. Með því að fá erlenda, þar á meðal danska, sérfræðinga til að segja álit sitt á nýju lögunum á að tryggja að þau verði samþykkt í samræmi við grundvallarreglur lýð- ræðis og almennra mannréttinda. Það sérkennilega við núverandi ástand í Eystrasaltsríkjunum felst því að Eistar, Lettar og Litháar, sem sjálfir voru um 50 ára skeið lítil þjóð- arbrot í Sovétríkjunum og hafa nú fyrst síðasta árið reynt að vernda tungumál sín, sérkenni og sjálfs- stjórn með sérstökum lagasetning- um, verða með uppbyggingu nýrrar stjórnskipunar að setja lög um réttindi minnihlutahópa á sama tíma og fyrrum þjóðarbrot mynda meiri- hlutann í þessum löndum. Munurinn á fortíð og nútíð felst í því að undir einræðisstjórn í 50 ár höfðu balt- nesku þjóðirnar enga möguleika á að vernda réttindi sín, en nú er nýju minnihlutahópunum frjálst að segja álit sitt á öllum samfélagsvandamál- um. Og það er af hinu góða. Til að koma í veg fyrir mannréttindabrot í framtíðinni verður að finna mál- amiðlunarlausnir sem fullnægja kröfum beggja aðila. í samningi rússneska lýðveldisins og lýðveldis- ins Eistlands, sem forsetamir Boris Jeltsín og Arnold Rúiitel undirrituðu, stendur meðal annars að bæði lönd- in skuldbindi sig til að tryggja öllum sovézkum ríkisborgurum, sem bú- settir eru í Rússlandi og Eistlandi, rétt til að halda eða sækja um rúss- nesk eða eistnesk borgararéttindi, og að þessum þegnum verði, án til- lits til þjóðernis þeirra eða sérstöðu, tryggt fullt jafnrétti og frelsi. Mönn- um án ríkisfangs sem búsettir eru í þessum löndum skulu, án tillits til þjóðernis, tryggð full réttindi og frelsi í samræmi við alþjóðareglur um mannréttindi. AUir borgarar eiga rétt á að þroska þjóðmenningu sína og rétt á að velja sér borgararétt í samræmi við lög landanna og samn- ing lýðveldanna tveggja. Rétturinn til að halda þjóðerni sínu, tungu og menningu á ekki að teljast til forréttinda, heldur á hann að vera óumdeildur hluti af þjóðar- rétti. Hvers yegna gæti dyirbal-ætt- flokkurinn ekki átt sitt eigið landslið í knattspyrnu eða sinn eigin þjóð- söng? Hvers vegna hefur hannekk- i„áunnið" sér þessi réttindi, ef hann kann að leika knattspyrnu og syngja? Hvers vegna eiga þá aðrar þjóðir rétt á þessum „þjóðemislegu" forréttindum? Mörg hinna gömlu deilumála í Evrópu eru enn sem fyrr óleyst. Svo er misheppnuðu byltingartilrauninni í Sovétríkjunum fyrir að þakka að Eystrasaltsríkin gátu endurheimt sjálfstæði sitt nokkru fyrr en áætlað hafði verið, meðan Eistar Lettar og Litháav voru á ný á C-stigi, sem var einkennandi fyrir söguiega þróun þessara ríkja á níunda áratug síð- ustu aldar þegar þjóðernishreyfingin sameinaði alla flokka og hópa þjóð- anna. Tjáningarform og hlutverk þjóð- ernisstefnunnar eru margvísleg. Fer það eftir sögulegri stöðu og „ástandi" þjóðarinnar, hvort íbúarnir eru fijálsir eða kúgaðir, hvort þeir eiga sitt eigið þjóðríki eða ekki, hvort þeir búa við lýðræði eða kúgun. Búast má við róttækum þjóðemisað- gerðum í þjóðfélagi þar sem eitthvað er „rangt" í efnahags-, stjómmála- og þjóðfélagskerfinu og þjóðina skortir andlegt mótvægi gegn óleystum þjóðfélagsvandamálum. Til að koma í veg fyrir að þjóðernis- kenndum sé beitt óheiðarlega verður samfélagið að virða alþjóðalög og reglur um samskipti þjóða og mann- réttindi. 1 innanríkismálum verður þetta tryggt í skjóli þingbundins lýð- ræðis. I fomum íslendingasögum fékk sál afturgöngunnar ekki frið fyrr en hún hafði verið hálshöggvin og höfuð hennar grafið við hlið búksins. Við getum því aðeins útrýmt uppvakn- ingi þjóðemisstefnunnar ef við — eins og í sögunum fornu — höggvum höfuðið af þjóðernisvofunni með sverði lýðræðis og gröfum það við hlið líkama hennar — stjórnarháttum einræðisins. Höfundur ersendiherra Eistlands á fslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.