Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 21 &totQmtofatofo Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111, Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Niðurskurðarað- gerðir ríkisstjórnar Að undanförnu hafa stjórnend- ur sjúkrahúsanna í Reykja- vík unnið að tillögugerð um sparn- að í rekstri þessara stofnana til þess að mæta ákvörðunum Al- þingis um niðurskurð í fjárfram- íögum til þeirra. Eitt þessara sjúkrahúsa, Landakot, hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu en mun endurráða einhvern hluta þess, þegar frekari ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarrekstur spítalans. I forystugrein Morgunblaðsins 21. desember sl. var fjallað um þann niðurskurð, sem þá var stefnt að á fjárframlögum til Landakots og þar sagði m.a.: „Hitt er alveg ljóst, að á meðan engin niðurstaða er fengin í sam- einingarmálinu, hlýtur ríkisvaldið að tryggja viðunandi rekstur Landakotsspítala. Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, hefur gert tillögu um skiptingu fjárveitingar, sem felur í sér, að starfsemi Landakotsspítala verður lömuð. Vinnubrögð af þessu tagi eru hvorki sæmandi ríkisstjórn, heilbrigðisráðherra eða fjárveit- ingavaldinu. Raunverulegur sparnaður næst ekki í ríkisrekstr- inum með fljótfærnislegum og vanhugsuðum ákvörðunum. Þótt ríkisstjórnin hafi rekið sig á óvænta hindruíw' viðleitni til að sameina tvo spítala getur hún ekki látið standa sig að því að kippa fótunum undan rekstri ann- ars spítalans áður en málefnaleg niðurstaða er fengin í málinu í heild." Morgunblaðið hefur hvatt til niðurskurðar á ríkisútgjöldum árum saman og ekki slzt eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völd- um. Blaðið hefur stutt ríkisstjórn- ina í viðleitni hennar til þess að ná tökum á fjárhagsvanda ríkis- sjóðs. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að það er hægt að halda þannig á málum, að niður- staðan verði önnur en að var stefnt. Niðurskurður á fjárfram- lögum til Landakotsspítala er svo augljóslega fyrir utan óg ofan öll skynsamleg mörk, að í stað þess að ríkisstjórnin fái stuðning al- mennings við þessi niðurskurðar- áform uppsker hún vaxandi and- stöðu, ekki einungis vegna niður- skurðar á Landakoti, heldur gegn niðurskurðarstefnunni yfirleitt. Auk framkomu við sjúkrastofn- un, sem á sér merka sögu og starfsfólk hennar, sem er óafsak- anleg, er veruleg hætta á því, _að ríkisstjórnin kippi grundvellinum undan því starfí, sem nú er unnið við að ná tökum á ríkisfjármálun- um í heild, með óviðunandi vinnu- brögðum. Það er vandasamt verk að snúa við þeirri útgjaldaþróun, sem verið hefur hjá hinu opinbera. Til þess þarf í senn hörku og lipurð, stað- festu og sveigjanleika. Það næst enginn árangur í niðurskurði með því að ryðjast um eins og naut í flagi. Gerðar hafa verið tilraunir til niðurskurðar á kostnaði í heil- brigðiskerfínu, sem hafa engan árangur borið. Það sýnir bezt, hve þetta verk er vandasamt og sjálf- sagt að hafa fullt og eðlilegt sam- ráð við starfsfólk þessara stofn- ana um sparnaðaraðgerðir. Engir þekkja aðstæður betur en starfs- mennirnir sjálfír. Að þessu ætti ríkisstjórnin að huga áður en það verður of seint. Innskot EN HORFUM TIL fróðleiks um öxl. Gísli skáld Brynjólfsson sem öðrum fremur fjallaði um hræringar og hugsjónastefnur síð- ustu aldar í tímariti sínu, Norðurfara (Khöfn. MDCCCXLVIII-MDCCCXL- IX), og ræðir einkum „frelsis hreifing- arnar meðal þjóðanna" með áherzlu á ríkin í norðurálfu eftir byltingarnar 1848, drepur m.a. á kommúnisma og Proudhon og kemst svo að orði: „La- martine má segja sje sál nýju stjórnar- innar; hann er frægur sagnaritari og skáld, og hefur lært margt af Byron lávarði, þjóðskáldinu enska; orti hann á yngri árum sínum langt kvæði, sem átti að vera framhald af einu af hinum fegurstu kvæðum Byrons, 'Childe Harold', og má svo segja að það kvæði hans sje varla annað en lotning og virðing fyrir hinu göfuga enska skáldi. Það "er merkilegt að skáld skuli nú vera komið til stjómar í einhverju mesta ríki í Norðurálfunni, og margir munu þeir verða sem segja að stjórn slíks manns geti ei orðið nema hugar- burðir tómir og draumar. En það er ei satt; hin góðu skáld hafa veglegar og fagrar hugsjónir á því, hvernig mannkynið eigi að verða, þó þeir sjaldnast hafi tækifæri til nje geti sýnt það í verki; en þegar nú þessir menn, með ágætar og fagrar hugsjón- ir komast til stjórnar, meiga menn þá ei búast við öllu ágætu? og hver á þá lengur með að segja þær sjeu tómir draumar og hugarburðir? Lamartine vill að allar þjóðir sjeu ftjálsar, og það hefur hann sagt í brjefi sínu tíl hinna stjðrnanna, en ségist þó ei vilja byrja stríð út af því, fyrr en þjóðirnar sjálf- ar vilji losa sig, og nái ei fyrir öðrum. Annars hafa verið deilur milli stjórnar- mannanna frakknesku sín á milli, og einkum út úr völonum; Ledru-Rollin er ákafámaður mesti, og vill með hörktl koma því fram sem honum þyk- ir bezt fara og hugsar eigi að vera, og vill hann að Parísarborg ráði öllu ein; en Lamartine er stilltari og vill að hver hafi frelsi sitt um allt land, og velji svo eptir því. Hvað mikil brögð hafa orðið að þessu sundurlyndi sjest á því, að Ledru-Rollin hótaði einu sinni að skýrskota til almúgans í París ef hann ei hefði sitffram, en þá tók Garnier-Pages upp handbyssu hjá sjer og hótaði að skjóta hann strax ef hann Ijeti ei undan. Síðan var sagt HELGI spjall að hann og Lamartine hefðu sæzt heilum sátt- um, og hefði þá Ledru- Rollin faðmað hann grátandi, og má af því ráða hvílíkt andlegt afl Lamartine hefur yfir hinum; enda kvað hann og vera vand- aðasti og vænsti maður að öllu. Síðan urðu þó óspektir í Parísarborg 16da Apríl út úr fátæku erfiðismönnonum. Stjórnin setti strax í upphafí niður nefnd til að sjá um hag þeirra, og er Lodvík Blanc forseti í henni; hann kvað ei vera fjarlægur skoðun þeirra manna er kallaðir eru sameignarmenn (communistes), en það er mesti háski, því sameignarmenn vilja kollvarpa öllu mannlegu fjelagi sem nú er. Þeir vilja að allir menn skuli eiga það sem þeir þurfi á að halda í sameiningu, og njóta þess svo í bróðerni, en heldur ekki meira, og því vilja þeir ei að neinir sjeu peningar til gjaldgengir o. s. frv. Þessi aðferð mundi drepa öll andleg framför og steypa mannkyninu aptur í villu ogvanþekkingu, en tilgangurinn er þó í fyrstu góður. Mörgum góðum og vænum mönnum gramdist nefni- lega að sjá hve misjafnt var með mönnum skipt bæði auð ¦ og annari velmeigan; til að jafna þetta sáu þeir ei annað ráð enn að skipta öllu jafnt meðal manna, og minnka hina meiri til þess að hefja hina minni, í stað þess að þeir áttu að reyna að draga hina minni upp til hinna meiri. Það er því von að ófróðum fátæklingum, sem gremst að sjá suma lifa í sæld meðan þeir eiga sjálfir í mestu eymd, líki vel sameignar lærdómurinn, því þeir græddu allt ef honum yrði fram- gengt en misstu. ekkert; en síður treysta þeir hinum sem vilja gjöra þeim gott með því að fræða þá og bæta, því hjálp þeirra kemur ei og getur ei komið eins fljótt og áþreifan- lega og hinna, þó þeir í raun og sann- leika sjeu þeim langtum velviljaðri. Það eru heldur engin undur þó fátæku mennirnir sjeu tortryggnir orðnir í þessu máli, því þeir sjá svo opt, að þeir sem ríkir eru fara svo fyrirlitlega með þá, og vilja ei hafa þá öðru vísi enn sem þræla sína. Fátæklingarnir bíða og dvelja lengi með þolinmæði, svo þeim er enginn gaumur gefinn, nema ef það skyldi vera til að hrækja á þá; en einhvern tíma verður þessi þolinmæði líka að vera á enda, og þá rísa þeir líka upp sem óðir menn; enda eru þeir þá líka voðalegir, því ekkert dýr er ógurlegra en maðurinn þegar hann er rekinn að heljarþröminni — og hvað mun fremur knýja menn til örvinglunar og æðis en hungur og sultur. Ef nú ríku mennirnir aptur á mót færu ætíð vel með fátæklingana og reyndu með alúð og lempni að bæta þá og fræða, þá þyrfti aldrei þetta að verða, því í raun og veru eru þeir ei voðalegir, en meinlausir og góðir; þeir eru, eins og hinn nafn- frægi villudýra temjari, Van Am- burgh, sagði um úlfana, í eðli sínu trygglyndustu og beztu dýr. Van Amburgh sagðist hafa sjeð marga úlfa deyja af sorg á gröf sumra Raudu- manna, sem þeir höfðu fylgt, svo tryggir voru þeir; en þegar þeir væru soltnir sagði hann þeir hefðu ei hið sanna eðli sitt, þá væru þeir sjúkir, óðir og rjeðu sjer ei. Eins eru fátækl- ingarnir. Þegar hungrið rekur eptir er von að þeir taki bezt hverju því sem fyrst gefur þeim von um að geta stillt sult sinn, og því eru þeir sem prejdika sameignina svo háskalegir, að þeir eiga hægt með að fá alla fátæka menn, sem nóg er af, í lið með sjer. Og þó tilgangur þeirra sem fyrst kenndu þenna lærdom væri góður, þá hafa opt fantar notað hann til að koma fram áformum sínum. Af þessu er nú frakkneska fríríkinu mest hætta búin og lítill vottur þess sást 16da Apríl sem fyrr er getið; þann dag fðr Loð- vik Blanc með eitthvað 30,000 erfiðis- manna út á Marzvöll, sem heitir í Parísarborg, og áttu þeir þá að heimta að jafnt væri skipt verkalaunum milli erfiðismanna og verksmiðja eiganda. Þetta ætluðu áköfustu sameignar- menn að nota -ejer til þess að fella stjórnina, og var fyrir því Cabet nokk- ur og Blanqui, fantur mesti sem hatar Lamartine. Ljetu þeir því menn fara að tala í þá átt við fólkið, sem stóð úti í ýmsum hópum og var skelkað mjðg; því sá orðrómur gekk að þann dag ætluðu sameignarmenn að brenna og bræla allt, skipta jafnt með sjer öllum eignum og drepa niður þá sem ei vildu þetta. Allir búsettir, menn í Parísar- borg urðu mjög hræddir, og þjóðliðið þaut upp til handa og fóta og tók vopn sín, og var sagt þar hefðu kom- ið 150,000 vopnaðra manna. Með þessu móti varð ekki annað úr óeyrð- onum enn það, að fólkið beiddi þeim Cabet og Blanqui allra óbæna og Lamartine vann þar mestan sigur sem átti að fella hann..." M. (meira næsta sunnudag.) FRAM HEFUR KOMIÐ í umræðum um málefni Sameinaðra verktaka hf., Regins hf. og ís- lenzkra aðalverktaka hf., að í upphafí hafí alls ekki verið stefnt að því að búa til einokunarfyrirtæki, þar sem fámennur hópur einstaklinga og fyrir- tækja fengi aðstöðu til að safna saman meiri fjármunum, en dæmi eru til um á íslandi í slíkum rekstri, vegna veru varn- ariiðsins í landinu. Þvert á móti er aug- ljóst, að hugmyndin hefur verið sú, að mynda samtök þeirra, sem störfuðu í byggingariðnaði á sínum tíma og gefa þeim kost á verkefnum við framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Það hefur og verið staðfest af forstjóra Sameinaðra verk- taka hf. að upphaflega stóð til, að það fyrirtæki a.m.k. yrði opið, þannig að nýir aðilar á þessu sviði atvinnulífsins gætu tengzt því. Hefðu þeir stjórnmálamenn, sem tóku þessar ákvarðanir fyrir u.þ-.b. fjörutíu árum, séð fyrir, að löngu seinna hefðu um 200 einstaklingar og skúffufyrirtæki safnað að sér hátt í fjóra milljarða króna — tæpar 1.400 "milljónir hafa verið borg- aðar út og um 2,2 milljarðar eru eftir í Sameinuðum verktökum — að ekki sé talað um Regin hf., dótturfyrirtæki Sam- bandsins, er óhætt að fullyrða, að þeir hefðu skipað málum á annan veg. Þann- ig fer stundum um hin beztu áform manna, að þau eru afskræmd í fram- kvæmd. í stað þess, að verktakafyrirtæk- in á Keflavíkurflugvelli endurspegluðu á hverjum tíma stétt iðnaðarmanna, bygg- ingafyrirtæki og verktakafyrirtæki, lentu þau smátt og smátt í höndum fámenns hóps manna, sem höfðu skapað sér að- stöðu til að ná yfirráðum þeirra í sínar hendur, auk Sambandsins, sem íáratugi var eitt mesta einokunarveldi á íslandi. Þegar 900 milljónir króna voru borgað- ar út á dögunum til hluthafa í Sameinuð- um verktökum, voru þær greiddar út til hlutafélaga, sem hvergi hafa komið við sögu í íslenzku atvinnulífí áratugum sam- an, dánarbúa, erfíngja o.sv.frv. Til þess eru vítin að varast þau. En þótt ótrúlegt megi virðast hefur á undan- förnum árum verið lagður grundvöllur að því, að áþekkir atburðir og vakið hafa hvað mesta reiði fólks síðustu daga og vikur, verði endurteknir snemma á næstu öld. Fari svo fram sem horfir, mun æsku- fólk samtímans, sem þá verður komið á sextugs- og sjötugsaldur, fylgjast í undr- un og reiði með umræðum, sem fram fara í landinu á árunum 2020 til 2030 um ástæður þess, að fískimiðin, þjóðar- eignin samkvæmt íslenzkum lögum, væru orðin eign fámenns hópa einstaklinga og fyrirtækja, hlutafélaga, sem einu sinni komu við sögu útgerðar en höfðu varla sézt við slíka iðju á 21. öldinni, sameign- arfélaga og hlutafélaga í eigu huldu- manna, dánarbúa, erfmgja og annarra, sem hugsanlega leigðu út réttinn til sjó- manna og útgerðarmanna þess tíma að sækja fiskinn í sjóinn. Það er engin blekking að halda því fram, að þetta geti gerzt. Verði ekki breyting á þeirri fískveiðistefnu, sem nú er í gildi mun þetta gerast. Eini munur- inn á umræðunum um verktakana á Keflavíkurflugvelli nú og eigendur fískimiðanna á árinu 2030 er sá, að þeir milljarðar, sem nú er verið að deila út, eru smápeningar í samanburði við þær gífurlegu fjárhæðir, sem um er að tefla varðandi fískimiðin. Þeir, sem hafa íhugað lagalega stöðu fískveiðimálanna, telja ástæðu til að ætla, að lögverndaður eignaréttur skv. stjórn- arskránni sé að skapast á kvótanum. Verði kvótakerfinu ekki breytt þegar í stað munu engin rök duga í framtíðinni gegn slíkum sjónarmiðum, alveg með REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 1. febrúar sama hætti og sagt er í dag með sterkum rökum, að ekki sé hægt að skattleggja varnarliðshagnað Sameinaðra verktaka og Regins hf. aftur á bak og utanríkisráð- herra segist ekki geta rift samningum um framhald einokunar þessara fyrir- tækja á framkvæmdum á Keflavíkurflug- vellinæstu fjögur ár. Auðvitað er ljóst, að þeir stjórnmála- menn, sem hafa komið kvótakerfinu á og berjast fyrir því að viðhalda því, hafa ekki stefnt að því frá upphafí að færa fámennum hópi fólks slíkan auð úr vösum almennings í landinu. Það ætluðu stjórn- málamenn sjötta áratugarins heldur ekki að gera. Að vísu hefur frá upphafí verið haldið uppi andmælum gegn kvótakerf- inu, m.a. með rökum um eignasöfnun á kostnað almennings. En jafnvel þótt skilj- anlegt sé, að stjórnmálamennirnir hafí ekki séð þróun kvótakerfisins fyrir, er alveg ljóst, að þeir hafa enga afsökun lengur fyrir því að sjá ekki hvað hér er að gerast. Sú fjármunamyndun í skjóli einokunar framkvæmda á Keflavíkurflugvelli, sem nú er verið að upplýsa, og því miður allt- of seint, er enn ein röksemd fyrir því að afnema kvótakerfið í sjávarútvegi þegar í stað. Það eru blindir menn, sem sjá ekki, að hér er verið að fj'alla um sama kerfið. Annað fjallar um kvóta á hafí úti, hitt um kvóta á landi. Kvótanum í landi var úthlutað á árunum eftir að varnarliðið kom hingað og nýir aðilar áttu alltaf að komast inn í þann kvóta, en þeir voru lokaðir úti. Smátt og smátt safnaðist sá kvóti á fárra manna hend- ur. Það sama er að gerast með kvótann á fiskinum. Sjálfsögð málshöfðun ÞRENNT HEFUR gerzt jákvætt í um- ræðum um málefni verktakafyrirtækj- anna á Keflavíkur- flugvelli á undanfömum dögum. í fyrsta lagi má ganga út frá því sem vísu, að skattahlið málsins verði vísað til dómstóla. Eins og vikið var að í síðasta Reykjavíkur- bréfi var bæði nauðsynlegt og óhjákvæmi- legt fyrir ríkisstjórnina að taka slíka ákvörðun. Með því er ekki gefið í skyn, að um lögbrot sé að ræða. Margir sérfræð- ingar, en ekki allir, telja að Iagalega hafi verið staðið rétt að útborgun hinna um- ræddu 900 milljóna. Vegna hinna sérstöku aðstæðna er hins vegar alveg nauðsyn- legt, að Hæstiréttur kveði upp sinn úr- skurð í málinu. Falli dómur hluthöfum Sameinaðra verktaka í vil hafa a.m.k. allar leiðir verið reyndar til þess að forða þessu misrétti. En auðvitað áttu stjórnmálamenn- irnir fyrir löngu að hafa séð hvað hér var aðjgerast. í öðru lagi eru athyglisverð þau um- mæli Thors O. Thors, forstjóra Sameinaðra verktaka, í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf. hafi látið ríkið fá verulegan hlut í Islenzkum aðalverktökum fyrir lítið. Thor Ó. Thors sagði: „Ég spyr því aftur: Höfum við ekki greitt þjóðfélaginu að vissu leyti til baka með því að samþykkja að ríkið taki af okkur 18% af eignarhlutanum? Minnka hann úr 50% í 32% án þess að fá í rauninni nokkurn skapaðan hlut greiddan fyrir það?" Engum dettur í hug, að Sameinaðir verktakar hf. og Reginn hf. hafi gefíð ís- lenzka ríkinu, þ.e. skattgreiðendum, stóran hlut í íslenzkum. aðalverktökum hf. fyrir lítið fyrir gæzku sakir. Og það var sýnt fram á það með tölum hér í blaðinu sl. föstudag, að ríkið fékk þennan hlut fyrir ótrúlega litla peninga. Þegar forstjóri Sam- einaðra verktaka spyr, hvort fyrirtækið hafi ekki borgað þjóðfélaginu til baka með þessum hætti er hann auðvitað að viður- kenna að ástæða hafí verið til að borga eitthvað til baka. í þessum ummælum felst Morgunblaðið/RAX því viðurkenning á réttmæti þess, að borg- að sé til baka. Og því ber að fagna. Ur því að sú viðurkenning liggur fyrir má spyrja: Hvers vegna ekki meira? Er ekki full ástæða til þess, að ríkisstjórnin láti á það reyna? Enn eru gífurlegir fjármunir í sjóðum Sameinaðra verktaka hf. Auðvitað viðurkennir Thor Ó. Thors með tilvitnuðum orðum, að þessi eignamyndun hafí orðið til með óvenjulegum hætti. Og þá má spyrja: Úr því að sú viðurkenning liggur fyrir má þá ekki telja eðlilegt, að frekari samningar fari fram? í þriðja lagi er ástæða til að vekja at- hygli á þeim orðum Jóns Baldvins Hannib- alssonar utanríkisráðherra hér í blaðinu í dag, laugardag, að samningur um einokun aðalverktaka á framkvæmdum á Keflavík- urflugvelli, sem í gildi er í fjögur ár í við- bót, útiloki ekki gjaldtöku fyrir þetta einka- leyfi það sem eftir er af samningstímanum. Það sýnist rík ástæða til, að slíkt einkaleyf- isgjald verði lagt á íslenzka aðalverktaka til þess að tryggja, að stærsti skerfur þess hagnaðar, sem enn á eftir að verða af þessum framkvæmdum, gangi til þeirra, sem auðvitað áttu að fá hann frá upphafi úr því að hann á annað borð þurfti að verða til. Ríkisstjórnin á ekki að draga það lengi að ræða þetta tvennt, frekari viðræður við verktakafyrirtækin á grundvelli þeirrar við- urkenningar, sem felst í samningnum um meirihlutaaðild ríkisins og einkaleyfisgjald á Aðalverktaka vegna þeirra framkvæmda, sem eftir eru á Keflavfkurflugvelli á samn- ingstímanum. Hvað segja þeir sem borga? ÞAÐ ER SVO MAL út af fyrir sig, hver verða viðbrögð þeirra sem hafa borgað þessa pen- inga á síðustu ára- tugum og munu borga á næstu árum. Það eru skattgreiðendur í öðrum aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Hér er ekki eingöngu um að ræða skattgreiðend- ur í Bandaríkjunum, heldur líka í Nor- egi, Bretlandi, Þýzkalandi, Hollandi og sjálfsagt fleiri ríkjum. Ástæðan fyrir því, að skattgreiðendur í þessum löndum koma við sögu er sú, að framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli eru að verulegu leyti fíármagnaðar af Mannvirkjasjóði Atl- antshafsbandalagsins. Við íslendingar getum ekki búizt við því, að þær umræður, sem hér fara nú fram um þá gífurlegu eignamyndun, sem orðið hefur af verktakastarfsemi á Kefla- víkurflugvelli, fari fram hjá stjórnmála- mönnum í þessum ríkjum, sem auðvitað bera ábyrgð gagnvart sínum kjósendum. Þeim er auðvitað jafnljóst og fólki hér, að þessi mikli hagnaður hefur orðið vegna þess, að framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli hafa verið dýrar, svo að ekki sé meira sagt. Þessi hagnaðarmyndun er okkur ís- lendingum ekki til sóma í augum ann- arra þjóða. Sjálfír höfum við á undanförn- um áratugum fylgzt með umræðum um það, að nokkrar þjóðir heims hafa farið fram á peningagreiðslur vegna eriendra herstöðva. Þær þjóðir hafa ekki þótt merkilegar í okkar augum. Er þess langt að bíða, að hagnaðarmyndun af þessari verktakastarfsemi verði fréttaefni í fjölmiðlum þeirra þjóða, sem hafa borgað brúsann? Eins og Morgunblaðið hefur áður vikið að, hafa við og við á undanförnum ára- tugum verið gerðar athugasemdir við framkvæmdakostnað á íslandi í þeim þingnefndum Bandaríkjaþings, sem fjalla um fjárútlát til slíkra framkvæmda. Er ekki tímabært, að utanríkisráðuneytið upplýsi nú hvaða umræður hafa farið fram á undanförnum mánuðum innan Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalags- ins um kostnað við framkvæmdir á Is- landi? Er ekki ástæða til að skýra frá ferðum fulltrúa þessa sjóðs hingað til lands til þess að kanna þessi málefni? Hver hefur framkvæmdakostnaður á Keflavíkurflugvelli verið samanborið við sambærilegar framkvæmdir í Norður- Noregi svo að nefnt sé dæmi um fram- kvæmdir við aðstæður, sem eru sennilega erfiðari en hér? Framkvæmdirnar á Keflavíkurflugvelli og hagnaður af þeim er ekki einkamál okkar Islendinga. Þetta er ekki síður mál þeirra þjóða, sem hafa borgað þessa pen-' inga. Orðstír okkar sem þjóðar hefur beðið hnekki vegna þessa máls. Það er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt, að núver- andi ríkisstjórn upplýsi þjóðina um allar hliðar þess og geri jafnframt ráðstafanir til, að skattgreiðendur í öðrum löndum þurfi ekki að bera meiri fjárhagsbyrðar af þeim framkvæmdum, sem eftir eru á Keflavíkurflugvelli, en eðlilegt er. Utan- ríkisráðherra segir, að ríkið geti ekki brotið þann samning, sem gerður hefur verið til nokkurra ára við íslenzka aðal- verktaka hf. um einkaleyfí til fram- kvæmda á Keflavíkurflugvelli. En getur íslenzka ríkið skuldbundið skattgreiðend- ur í öðrum löndum til þess að halda áfram að reiða fram óhæfilegar fjárfúlgur án samráðs við þá? Hér skal enn á það minnt, að varnarlið- ið kom ekki til Islands til þess að við gætum grætt á því. Það kom til íslands til þess að tryggja öryggi íslenzku þjóðar- innar á viðsjárverðum tímum og sem framlag okkar til sameiginlegra varna hins frjálsa heims. „Framkvæmdirn- ar á Keflavíkur- flugvelli og hagn- aður af þeim er ekki einkamál okkar íslendinga. Þetta er ekki síð- ur mál þeirra þjóða, sem hafa borgað þessa pen- inga. Orðstír okk- ar sem þjóðar hef- ur beðið hnekki vegna þessa máls. Það er nauðsyn- legt og óhjá- kvæmilegt, að nú- verandi ríkis- stjórn upplýsi þjóðinaumallar hliðar þess og gerijafnframt ráðstafanir til, að skattgreiðendur í öðrum löndum þurfi ekki að bera meiri fjárhags- byrðaraf þeim framkvæmdum, sem eftir eru á Keflavíkurflug- velli en eðlilegt er." . rt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.