Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 Félag harmoníku- unnenda í Reykjavík heldur skemmtifund í Templarahöllinni í dag kl. 15.00. Margir góðir spilarar og góðar veitingar. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. LÆKNASTOFA Hef opnað læknastofu í Domus Medica. Viðtalsbeiðni virka daga frá kl. 9-18 í síma 17029. Guðjón Vilbergsson dr. med. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. 4 Morgunverðarfundur miðvikudag 5. febrúar 1992 kl. 08.00 - 09.30 í Átthagasal Hótels Sögu. ER SKATTUR ÁEIGNATEKJUR FUNDINN FJÁRSJÓÐUR? Framsögumaður: Baldur Guðlaugsson hrl., formaður nefndar um samræmda skattlagningu eigna og eignatekna. Pallborðsumræður: Auk Baldurs, Símon Á. Gunnarsson f jármálastjóri P. Samúelssonar & Co. hf, Guðmundur Hauksson framkvæmdastjóri Kaupþings hf, Gunnar Helgi Hálfdanarson forstjóri Landsbréfa hf og Sverrir Hermanns- son bankastjóri Landsbanka íslands. Fundarmenn geta komið að fyrirspurnum og athugasemdum. Umræðan um skatt á eignatekjur (þ.m. fjármagnstekjur) hefur fekið mikinn fjörkipp undanfarið. En hvað hangir á spýtunni? Af hverju er slík skattheimta ekki löngu hafin hér á landi? bru menn hræddir um ao sparnaður gufi upp eða hverfi undir yfirhorðið? Eða er e.t.v. ekkert upp úr pessum skatti að hafa annað en fyrirhöfnina, þegar öll kurl koma til grafar? Pátttökugjald er 1.000 krónur. (Morgunverður af hlaðborði innifalinn). Aðgangur er opinn, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir- fram í síma Verslunarráðsins 676666 (svara kl. 08 - 16). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Litaðar ljósmyndir Myndlist Bragi Asgeirsson Það má segja, að miðill mynd- listarkonunnar Svölu Sigurleifs- dóttur sé er nú er komið fyrst og fremst ljósmyndin. Að vísu hefur hún einnig sýnt málverk á sam- sýningum og haldið sjálfstæða málverkasýningu, en málverkin virka einhvern veginn ekki eins sannfærandi og ljósmyndir henn- ar. Ljósmyndin hefur á ajlra síð- ustu árum sótt fram af miklum krafti sem myndlistarmiðill og er víða ætlaður sérstakur sess á list- asöfnun heimsins. Á sama tíma hefur gengi hennar á listamarkaði hækkað til muna og ljósmyndir seljast dýrum dómum á uppboð- um. Það er þannig alveg ástæðu- laust að álíta ljósmyndina annars flokks miðil í myndlistinni frekar en t.d. teikninguna eða grafíkina. Hér veltur allt á árangrinum en ekki eðli miðilsins, en svo er hitt annað sumir kunna að halda meir upp á einn tjámiðil en annann. En þegar á allt er litið, er ekki svo lítið af málverki í ljósmyndum Svölu eins og sést berlega á sýn- ingu hennar í listhorni Sævars Karls að Bankastræti 3, en þar sýnir hún fram til 8 febrúar nokk- ur ljósmyndaverk, sem hún hefur litað með olíulit. Ferlið skilgreinist þannig, að Svala tekur svart-hvítar ljós- myndir af listafólki og ýmsum Svala Sigurleifsdóttir uppákomum, stækkar síðan og litar. Og eins og segir í sýningar- skrá er hér um að ræða „eins konar ljóð um listamennina. Að- aláherslan er lögð á túlkun þeirra innra heims og aðstæðna í heimi listarinnar. Flestir listamannanna eru af millikynslóð íslenskra lista- manna, en einnig eru myndir af „grand old masters" og erlendum listamönnum." Sumar andlitsmyndanna eru mjög hrifmiklar og tel ég Svölu vera í mikilli sókn á þessu sér- staka sviði. Þannig er þarna mjög kraftmikil mynd af hinni látnu lis- takonu Jóhönnu Kristínu Ingva- dóttur, en einnig ágætar myndir af myndlistarfólki eins og Gerlu, Erlu Þórarinsdóttur og Jóni Ósk- ari, Posa listsögufræðingi og Hjálmari Ragnarssyni tónskáldi, svo nokkrar séu nefndar. Hvað „grand old masters" snertir eru einkennandi myndir af okkur Herði Ágústssyni við ólíkar at- hafnir. Upprunalegur árangur við töku ljósmyndar virðist ekki alltaf hald- ast í hendur við endanlegan ár- angur, því að myndirnar taka svo miklum breytingum við litunina. Á þetta einkum við er Svala notar full íburðamikla og sterka liti, sem ekki eru í samræmi við raunveru- leikann né yfirbragð persónanna, og vill þá upprunalegi krafturinn í svart-hvítu ljósmyndinni rýrna til muna. Áhugaverðastar þykja mér þær myndir, er Svala gætir hófs um litaval, en litirnir eru þó í senn mettir og safaríkir eins og t.d. í myndinni af Gerlu, en undantekn- ingar finnast eins og t.d. myndin af Jóhönnu Kristínu, en þar nær hún að draga fram einkenni mál- verka listakonunnar. Það sem mér finnst áberandi á sýningunni er hve andlitsmyndirn- ar eru til muna áhrifameiri en hópmyndirnar og mætti Svala ein- beita sér enn frekar að gerð slíkra mynda. Að öllu samanlögðu þá er þetta með líflegustu sýningum, sem settar hafa verið upp í listhorni Sævars Karls, og hefur Svala drjúgan sóma af. Leiklistarþing ályktar um framtíð Iðnó LEIKLISTARÞING á vegum Leiklistarsambands Islands var haldið á Hótel Lind í Reykjavík, laugardaginn 25. janúar. Þingið sóttu um 100 manns. Yfirskrift þingsins var „Staða listamannsins í leikhúsinu". Leikarar, leikstjór- ar, höf undar, listdansarar og leik- myndateiknarar fjölluðu þar um störf sín og starfsaðstöðu í leik- húsinu, starfsöryggi og þroska- möguleika. I lok þings voru eftirfarandi álykt- anir samþykktar: Leiklistarþing vekur athygli á því að staða danslistar á íslandi hefur farið hríðversnandi undanfarin ár svo að nú fara nánast ekki fram neinar listdanssýningar lengur hér á landi. Þeim tilmælum er beint til mennta- s<- Við veitum þér: * Þitt eigið hár sem vex ævilangt * Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá okkur eða heima hjá þér * Skriflega lífstíðarábyrgð * Framkvæmt af færustu læknum Skanhár Klopporbergi 25,111 Reykjovík. Sími 678030. Nafn:. Sími:_ Heimilisfang:. Póstnúmer:. málaráðherra að hann hlutist til um að snúa þessari óheillaþróun við þannig að rúmléga tveggja áratuga merkilegt brautryðjendastarf á sviði listdansins skili áfram sínum skerfi til íslenskrar menningar. Leiklistarþing bendir á að þegar þrengir að í þjóðarbúinu eru söguleg- ar forsendur fyrir því, að efling menningarstarfsemi og sköpunar hefur oftast reynst hið heilsusamleg- asta lyf til þess að þjóðir haldi heil- brigðu lífsþreki sínu á slíkum urh- hleypingatímum. Ekki síst er okkur íslendingum hollt að huga vel að þessu á því breytingaskeiði sem þjóð- ir Evrópu standa andspænis, þar sem sterk Evrópumenning grundvallast á ríkri þjóðlegri menningu í hverju landi fyrir sig. Leiklistarþing skorar á borgar- stjóra og menntamálaráðherra að koma í veg fyrir að Iðnó sem er eitt elsta menningarhús á íslandi grottni niður eða verði einhverri annarri eyðileggingu að bráð. Húsið sjálft er menningarverðmæti einstakt í sögu þjóðarinnar. Það hentar mjög vel til margvíslegrar menningarstarf- semi sem nú er á hrakhólum. Þannig getur Iðnó haldið áfram að gegna sínu menningarsögulega hlutverki. Útsölumarkaóurinn hetst mánudaginn 3. febrúar kL 13*00 á Rauéarárstíg 16 (rétt hjá Hlemmtorgi). l£L Sími 623753.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.