Morgunblaðið - 02.02.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.02.1992, Qupperneq 27
 ATVINNURAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVI NNIlA UGL ÝSINGAR Hárgreiðslunemi óskast Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Hárný, Nýbýlavegi 22, sími 46422. Þórdís Helgadóttir, hárgreiðslumeistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREVRI Staða yfirsjúkraþjálfara er laus til umsóknar vegna afleysinga til 6 mánaða. Staðan veitist frá 1. júní nk. Einnig er laus til umsóknar staða sjúkraþjálfara. Staðan veitist frá 1. mars nk. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, sími 96-22100. Sölumaður Kvikmyndafélag óskar eftir sölumanni. Starf- ið er krefjandi og við leitum að kraftmikilli og lífsglaðri manneskju, sem getur unnið sjálfstætt. Þarf að hafa eigin bíl til umráða. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf o.fl. sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudag- inn 7. febrúar merkt: „KÖ-2404“. Kennarar Vegna barnsburðarleyfis vantar kennara í Snælandsskóla í Kópavogi frá miðjum febrú- ar 20 stundir á viku. Um er að ræða umsjón og kennslu í stærð- fræði og dönsku í 10. bekk og dönsku í 8. bekk. Skipti á greinum koma til greina ef um vanan kennara er að ræða. Upplýsingar gefa skólastjóri eða aðstoðar- skólastjórar í síma 44911. Pressan Vegna stækkunar á blaðinu vantar okkur sölumann á auglýsingadeild strax. Hafið samband við auglýsingastjóra. Pressan, sími 621313. Laus staða Staða skólastjóra Leiklistarskóla íslands er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla íslands skal skólastjóri „settur eða skipaður af ráherra til fjögurra ára í senn“ og miðast ráðningartími við 1. júní. „Skólastjóri getur sá einn orðið, sem öðlast hefur menntun og reynslu í leiklistarstörfum". Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar nk. HRAFNISTA HAFNARFIRÐI Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: Stöður hjúkrunarfræðinga á hjúkrunardeild- um á kvöld- og helgarvöktum. Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunar- deild frá 1. apríl. Sjúkraliðar óskast til starfa fljótlega eða eft- ir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 54288. Bygginga- verkfræðingur óskar eftir vinnu eða verkefnum sem fyrst. Til greina koma bæði framtíðarstörf eða tímabundin verkefni. Hef góða reynslu og er vanur ráðgjöf í verkleg- um framkvæmdum fyrir verkkaupa og verk- taka, almennri áætlan- og tilboðsgerð auk al- mennri hönnunarvinnu fyrir húsbyggingar. Vinna á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggð- inni eða erlendis komur jafnt til greina. Einungis kemur til greina vinna fyrir trausta aðila. Störf eða verkefni verða að vera á sviði bygg- ingaverkfræði og tengdum greinum. Stjórn- unarstörf koma til greina. Svar óskast sent auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. febrúar merkt: „B - 11099". Menntamálaráðuneytið, 29. janúar 1992. Framkvæmdastjóri Eignarleigufélagið Lýsing hf. óskar að ráða framkvæmdastjóra. Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði fjár- mála og íslensku atvinnulífi. Við leitum að ein- staklingi með starfsreynslu, sem er tilbúinn að takast á við krefjandi starf en fjölbreytt. Lýsing hf. er í eigu Búnaðarbanka (slands (40%), Landsbanka íslands (40%), Sjóvá- Almennra trygginga hf. (10%) og Vátrygg- ^ ingafélags íslands hf. (10%). Afkoma félagsins er og hefur verið góð og eiginfjárstaða mjög traust. Umsóknum um starf framkvæmdastjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og mennt- un, skal merkja stjórn félagsins og senda til Lýsingar hf. fyrir 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar um starfið veita: Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri, Sverrir Hermannsson, stjórnarforn^ður, Jón Adólf Guðjónsson, varaformaður. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Lýsinghf. Lýsing hf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 689050. Góðir sölumenn Rótgróið en jafnframt spennandi fyrirtæki óskar að ráða góða sölumenn í áhugaverð söluverkefni sem krefjast hæfni, dugnaðar og sjálfstæðra vinnubragða. Fyrir rétta aðila gæti verið um framtíðarstörf að ræða. Verulegir tekjumöguleikar í boði. Upplýsingar um fyrri störf og meðmælendur sendist til auglýsingadeildár Mbl. fyrir 12. febrúar merktar: „Góður - 12940“. Ung kona með góða þekkingu og reynslu í skrifstofu- störfum, óskar eftir starfi hálfan daginn. Tölvubókhald, ritvinnsla, sjálfstæð. Upplýsingar í síma 625544. Varahlutaverslun Óskum eftir ungum og áhugasömum starfs- manni til almennra afgreiðslustarfa í bílavara- hlutadeild okkar. Vinsamlegast sendið upplýsingar um mennt- un, reynslu og fyrri störf til Globus hf., Lágmúla 5, Reykjavík fyrir 8. febrúar nk. G/obusi éh Mosfellsbær Fóstra óskast í leikskólann Hlíð frá 1. mars nk. (eða eftir nánara samkomulagi). Vinnutími frá kl. 7.45-12.15. Fullt starf kemur einnig til greina. Óskum einnig eftir að ráða starfsmann með aðra menntun og/eða reynslu. Upplýsingar gefur Gunnhildur Sæmunds- dóttir, leikskólastjóri, í síma 667375. Góður vinnustaður. I Atvinnurekendur Norræn ungmenni á aldrinum 18 til 26 ára óska eftir vinnu á íslandi í sumar á vegum Nordjobb. Ef ykkur vantar starfskraft í styttri eða lengri tíma og hafið áhuga á norrænni samvinnu, hafið þá samband við Ásu Hreggviðsdóttur, verkefnisstjóra Nordjobb, í síma 19670 hjá Norræna félaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.