Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 28 Hljóðfærahús Reykjavíkur Óskum eftir að ráða verslunarstjóra í verslun okkar á Laugavegi 96. Verkefni verslunarstjóra er: Umsjón með daglegum rekstri verslunar, innkaup, starfs- mannahald, sala. Við leitum að áhugasömum og drífandi aðila með áhuga og þekkingu á hljóðfærum. Um er að ræða krefjandi starf fyrir metnaðar- fullan starfsmann. Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Leifs- son. S-K-l-F-A-N Skeifunni 17, sími 600900, fax: 687670. Skrifstofustarf - innflutningur Óskum að ráða starfskraft í hálft starf á skrifstofu. Starfssvið: Vinna við innflutning og toll- pappíra ásamt öðrum skyldum skrifstofu- störfum. Leitum að hæfum starfskrafti með einhverja reynslu. Upplýsingar gefur Signý Sigurðardóttir í síma 673737. Radíóstofan hf., Dversghöfða 27, 112 Reykjavík. Sérhæft sölustarf Óskum að ráða hjúkrunarfræðing til að ann- ast sölu á hjúkrunarvörum. Fyrirtækið er þekkt og stundar umfangsmikinn rekstur. Starfið er í nánum tengslum við viðskiptavini fyrirtækisins. Vinnutími er frá kl. 8-16. Við leitum að hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á að starfa við sölumennsku, hefur hæfileika til að starfa sjálfstætt og vinna skipulega að fjölbreyttum verkefnum. Tungu- málakunnátta (enska, Norðurlandamál) er nauðsynleg. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif- unni 19, á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 6. febrúar nk. Haeva nsurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusfa Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir © © AUGL YSINGAR Sölumaður 3AFNRETTISRAD Framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs Staða framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs er laus til umsóknar. Ráðningin er tímabundin til áramóta. Lögfræðimenntun áskilin, Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Jafnréttisráði, pósthólf 996, Reykjavík, fyrir 15. febrúar. Aukin hjúkrunar- þjónusta Vegna aukinnar hjúkrunarþjónustu vantar okkur fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa á næstunni á ýmsar vaktir. Staða aðstoðardeildarstjóra er laus nú þeg- ar til umsóknar á hjúkrunardeild F-2. Um er að ræða 40-60% starf. Möguleiki er á auknu vinnuhlutfalli. Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöldvaktir kl. 17-23 og 16-24 virka daga og helgar.. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga. Upplýsingar veita (da og Jónína í símum 35262 og 689500. T ómstundaf ulltrúi fyrir Nordjobb sumarið 1992 Norræna félagið óskar eftir að ráða tóm- stundafulltrúa fyrir Nordjobb tímabilið 15. mars-15. ágúst 1992. Starf tómstundafulltrúa Nordjobb er falið í því að taka á móti norrænum ungmennum sem koma til íslands í sumarvinnu, útbúa tómstundadagskrá og sjá um hana auk ýmissa annarra verkefna. Starfið er fullt starf með vinnutíma aðallega eftir hádegi, kvöld og helgar. Gerðar eru kröfur um að umsækjendur tali og skrifi norsku, sænsku eða dönsku og hafi bíl til umráða. Umsóknir um starfið sendist Norræna félag- inu, Norræna húsinu, 101 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1992. Vaxandi fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir kraftmiklum og hressum aðila, sem á gott með að umgangast annað fólk, til sölustarfa sem fyrst. Upplýsingar í síma 686919. Staða lögreglufulltrúa í lögregluliði Vestmannaeyja er laus til um- sóknar nú þegar. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjandi þarf að hafa lokið námi í Lög- regluskóla ríkisins og æskilegt er, að hann hafi nokkra reynslu af rannsóknum lögreglu- mála. Umsóknir ber að senda undirrituðum fyrir 1. mars nk. á þar til gerðum eyðublöðum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, 29. janúar 1992. Kristján Torfason. HUSNÆÐIIBOÐI Skrifstofuaðstaða Lögfræðiskrifstofa í Reykjavík hefurtil útleigu 1-2 herbergi með aðgangi að tækjum, þ.á m. símkerfi, myndsendi, tölvukerfi og Ijósritunarvél. Ennfremur kemur samnýting starfsfólks til greina. Hentar vel lögfræðing- um, endurskoðendum, verkfræðingum, arki- tektum, félagasamtökum o.fl. Lysthafendur vinsamlegast skili upplýsingum um nafn og starfsheiti til auglýsingadeildar Mbl. merktum: „Lög - 1992“ í síðasta lagi 7. febrúar nk. Til leigu Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði í mið- bænum á tveimur hæðum í virðulegu húsi. Upplýsingar í síma 20160. Leiguhúsnæði Til leigu er 150 m2lagerhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum. Hillukerfi getur fylgt með í leigusamningi. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Leiguhúsnæði - 2402“. Vélstjóri eða vélvirki Goða hf. vantar nú þegar vélstjóra eða vél- virkja til starfa við vélgæslu og hverskonar vélaviðgerðir í verksmiðju fyrirtækisins á Kirkjusandi. Nánari upplýsingar fást hjá Úlfari Reynissyni framleiðslustjóra Goða hf. Umsóknarfrestur um þetta starf er til 7. febrúar. Aðstoðarmenn Prentsmiðja Morgunblaðsins, Kringlunni óskar að ráða reglusama og duglega aðstoð- armenn til starfa í pappírssal og til aðstoðar við þrif og fleira á prentvélum. Lágmarksald- ur 20 ára. Eingöngu er um framtíðarstörf að ræða. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð fást eingöngu á skrif- stofu Guðna Jónssonar, Tjarnargötu 14, og skal skilað á sama stað fyrir 10. febrúar nk. Guðnt ÍÓNSSON RÁÐCJÓF &RÁÐNINCÁRNÓNLISTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Til leigu 1. Einbýlishús á tveimur hæðum við Landa- kotstún. 1. hæð: 3 samliggjandi stofur, eld- hús, stórt hol ásamt gestasnyrtingu. 2. hæð: 3 stór svefnherbergi ásamt baðherbergi. 2. Stórglæsileg 135 fm efsta hæð í nýju húsi í miðborginni. Tvö svefnherb., stórar stofur, eldhús og baðherb. m/þvottavél og þurrkara. Sér gestasnyrting. 3. Lúxusíbúð í hjarta borgarinnar með hús- gögnum. (Lágmarksleigutími 3 dagar). Lysthafendur sendi upplýsingar í pósthólf 1100,121 Reykjavík, merktar: „Húsnæði 123.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.