Morgunblaðið - 02.02.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 02.02.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 33 gs Almennur félagsfundur verðurhaldinn ífélagsheimili Fáks miðvikudaginn 5. febrúar 1992 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Heimild til sölu á Ragnheiðarstöðum. 2. Önnur mál Hestamannafélagið Fákur. EITT óleystra sakamála hér á landi er sprenging hafmeyjarinn- ar í Tjörninni í Reykjavík í loft upp á gamlárskvöld árið 1959. Hafmeyjan hafði þá verið í Tjörn- inni skamman tíma, við mismikla hrifningu bæjarbúa. Morgunblaðinu hefur borist bréf frá Bandaríkjamanni, George G. Hendrickson, sem fyrir rúmum 30 árum vann fyr- ir bandaríska herinn á Keflavíkur- flugvelli. George ferðaðist víða um land og tók ljósmyndir, meðal annars meðfylgjandi litmyndir af hafmeynni. Páll Líndal, fyrrverandi borgarlög- maður, sagði í samtali við Morgun- blaðið að listaverkanefnd borgarinn- ar, undir forystu Tómasar Guð- mundssonar, skálds, hefði mælt með því að Reykjavík keypti afsteypu af hafmeyjarmynd eftir Nínu Sæ- mundsson, myndhöggvara. Hug- myndina að kaupunum átti Thor Thors sendiherra. Sumarið 1959 var styttan sett í Tjörnina, fyrir neðan ráðherrabústaðinn. „Það var allmikill ágreiningur um þessa styttu," sagði Páll, sem var skrifstofustjóra borgar- stjóra á þessum árum. „Sumum þótti verkið ekki ýkja skemmtilegt, en þeir voru fieiri, sem voru á móti stytt- unni vegna þess að verið væri að herma eftir Dönum, sem hafa sína Hafmey við Löngulínu í Kaupmanna- Ljósmynd/George G. Hendrickson Hafmeyjan og húsin við Tjarnargötu í baksýn. Annað listaverk eftir Nínu Sæmundson er nú í Reykjavík, höggmyndin Móðurást í Mæðra- garðinum við Lækjargötu. höfn. Enn aðrir töldu að hafmeyjan ætti fremur að vera í brimlöðrinu við Skúlagötu, í stað lygnunnar á Tjörn- inni.“ Á gamlárskvöld árið 1959- var hafmeyjan sprengd í loft upp. Páll sagði að bróðir hans, Sigurður Lín- dal, lagaprófessor, hefði þá verið staddur hjá ömmu þeirra bræðra að Tjarnargötu 24 og heyrt óvenju mikla sprengingu rétt fyrir miðnætt- ið. „Sigurður hélt auðvitað að þessi sprenging væri eðlileg á gamlárs- kvöldi,“ sagði Páll. „En þegar hann hélt heim á leið sá hann, að lítið fór fyrir hafmeynni úti á ísilagðri Tjöm- inni. Hann gekk út að henni og sá að hún var öll í tætlum. Skömmu síðar hringdi bróðir minn í mig og sagði að nú væri stand á bæjarfélag- inu og alvarlegir embættismenn eins og ég yrðu að láta til sín taka. Eftir- máli þessa varð sá, að Reykjavíkur- borg fékk reikning, þar sem til- Hafmeyjan í Tjörninni, séð frá vesturbakkanum. I baksýn sést m.a. Fríkirkjan, Miðbæjarskól- inn, Menntaskólinn í Reykjavík og Iðnaðarmannahúsið. greindur var kostnaður við listaverk. Eg kannaði hvetju það sætti, að á reikningnum var timbur og naglar og fékk þau svör, að smíðuð hefði verið kista utan um leifar hafmeyjar- innar. Sá kassi var fluttur að Korp- úlfsstöðum, en eyðilagðist í eldi þar nokkrum árum síðar.“ í ritinu Öldinni okkar er spellvirk- inu lýst þannig: „Lá styttan í sjö hlutum á ísnum við stöpulinn. Hefur sprengiefni verið troðið undir stytt- una, sem var hol að innan og opin að neðan. Líkur benda til að notað hafi verið dínamít til verknaðarins.“ Aldrei hefur verið sannað, hver sprengdi hafmeyna í loft upp. Páll sagði, að sést hefði til þjóðkunns manns, mikils andstæðings hafmeyj- arinnar, við suðurenda Tjamarinnar skömmu fyrir miðnætti og aftur við norðurenda hennar skömmu eftir miðnætti. Þessi maður hefði því lengi verið grunaður um verknaðinn, en sannanir hefðu engar fundist. ptiarjpmMáfofifr Metsölublaó á hverjum degi! Sókn for- dæmir nið- urskurð til Landakots FUNDUR Sóknarstarfsmanna í Landakoti haldinn 30. janúar 1992, mótmælir harðlega aðför ríkisvaldsins að heilbrigðis- og velferðarkerfinu á öllum svið- um. Fundurinn fordæmir sér- staklega þá ákvörðun stjórn- valda að fjárveiting til starf- semi Landakots skuli skorin niður um 490 milljónir eða 34%. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína til þessa mikla niðurskurðar, þar sem ljóst er að hún bitni fyrst og fremst á þjónustu við sjúka og aldraða, sem þó er í járnum fyrir, segir í frétt frá starfs- mannafélaginu Sókn. Fundurinn harmar þá ákvörðun stjórnar Landakots að beita fjölda- uppsögnum gegn starfsmönnum sem þjónað hafa spítalanum af trú- mennsku, á alltof lágum launum jafnvel svo áratugum skiptir, og bendir á í því sambandi á að af um 120 Sóknarstarfsmönnum spít- alans sem nú fá kaldar kveðjur í formi uppsagnarbréfa eru yfir 70% starfsmanna 50 ára og eldri. í vaxandi atvinnuleysi er ljóst að með aðgerðum af þessu tagi er ráðist á sjálfan tilverurétt Sóknar- starfsmanna á Landakoti, þar sem auk almenns samdráttar á vinnu- markaðinum er útlit fyrir að niður- skurður verði á nær öllum stofnun- um sem Sóknarfólk starfar við. Fundurinn skorar á Félags- og atvinnumálaráðherra sem hingað til hefur skipað þegnunum ofar stundarhagsmunum og reynst lág- launakonum, sjúklingum og öldr- uðum vel, að gera samráðherrum sínum það ljóst hvílíkar afleiðingar þessi ráðstöfun hefur á heilbrigði- skerfið og vinnumarkaðinn. SJÁLPSTÆÐISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Garðabær Almennur stjórn- málafundur verður haldinn ( Garða- lundi, Garðaskóla, miðvikudaginn 5. fe- brúar nk. Frummaelendur: Davíð Oddsson, for- sætlsráðherra. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráð- herra. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Garðabæjar. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksnins verður haldinn í Valhöll 24. febrúar-5. mars nk. frá kl. 17.30-22.00. Innritun og upplýsingar daglega í síma 682900 - Þórdís. Stjórnmálaskólinn. KVÓTI Kvótabankinn auglýsir Vantar kvóta á skrá. Þorsk, ýsu, ufsa, karfa, kola, rækju, humar. Sala - leiga- skipti. Kvótabankinn, sími 656412. HAGKVÆM KVÓTAVIÐSKIPTI KVÓTAMARKAÐURINN HF. EIÐISTORG117, SELTJARNARNESI. SÍMI: 614321 - MYNDSENDIR: 614323. Kvótamiðlunin auglýsir Óska eftir töluverðu magni af varan- legum þorski. Hef kaupendur og leigjendur að ýsu og karfa. Óska eftir öllum tegundum á skrá. Upplýsingar í síma 30100. >%. „ ÉSISLEY (( benelton Barnafatnaður Ungbarnafatnaður Unglingafatnaður Síðustu útsölunnar dagar mánudag og þriðjudag. Lokað miðvikudag og fimmtudag. Opnum með nýar vörurá föstudag. KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.