Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 34

Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRSUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 IÞROTTAHREYFINGIN Iþróttasamband íslands og Ungmennafélag íslands: Sameining er ekki á blaði - segir Pálmi Gíslason, formaður Ungmennafélags Islands Morgunblaðið/Árni Sæberg Pálmi Gislason til hægri og Ellert B. Schram stóðu saman á 80 ára afmæli ÍSÍ 8.1. þriðjudag. PÁLMI Gísiason, formaður Ungmennafélags íslands, segir að hugmynd Ellerts B. Schram, forseta íþróttasambands ís- lands, um sameiningu samtak- anna eigiiekki upp á pallborðið hjá UMFÍ og sé ekki á dagskrá. j,Við eigum góða samleið með ISÍ og vonumst eftir áframhald- andi góðu samstarfi við íþróttasambandið en samein- ing er ekki á blaði," sagði Pálmi aðspurður um málið. Ellert B. Schram, forseti íþrótta- sambands íslands, sagði meðal annars í viðtali við Morgunblaðið á ■■■■■■ þriðjudaginn var að áleitið væri að skoða Steinþór skipulag íþrótta- Guöbjartsson hreyfíngarinnar upp á nýtt. Hann benti á nauðsyn þess að ein stjóm væri á hreyfíngunni, stjórn, sem markaði stefnuna og væri ótvíræður forystu- aðili og málsvari hennar. Hann sagði í þessu sajnbandi nauðsynlegt að ÍSÍ og UMFÍ ynnu betur saman, hvort heldur talað væri um sam- vinnu eða samruna. Hann sagðist vilja láta á það reyna að samtökin nálguðust meira hvort annað, virkj- uðu fólk sitt í einum farvegi. „Ég sé fyrir mér í framtíðinni Iþrótta- og ungmennafélag íslands,“ sagði ' Ellert. „Við höfum rætt þetta mál og ég hef heyrt þessa skoðun hans en hélt satt best að segja að mikil al- vara fylgdi ekki máli,“ sagði Pálmi. „Við höfum hins vegar rætt um meiri samvinnu og hana teljum við vera af hinu góða. En vilji til sam- einingar þessara hreyfmga er ekki til í okkar hópi.“ Samkvæmt kennsluskýrslum eru um 100.000 félagsmenn í ÍSÍ og þar af eru um 45.000 í UMFÍ. Með öðrum orðum eru allir í UMFÍ jafn- framt í ÍSÍ. Hvað mælir gegn sam- eiginlegri yfírstjórn? „Við höfum haft aðrar áherslur, lagt meira upp úr þessum félags- lega þætti og unnið svolítið öðru- vísi fyrir félög okkar og héraðssam- bönd. Iþróttasambandið verður að sinna sérsamböndunum meira, en við getum lagt meiri áherslu á hér- aðssamböndin og félögin innan okk- ar vébanda. Það eru margir.þættir, sem við sinnum, eins og umhverfis- mál og leiklist, sem bein íþróttafé- lög gera síður. Við eigum til dæmis Þrastarskóg og draumurinn er að byggja þar upp aðstöðu fyrir al- menning, þannig að fólk geti nýtt sér þessa glæsilegu eign okkar. Við höfum átt þarna 45 hektara lands síðan 1911 og þetta er ein skemmti- legasta gróðurperlan á suðvestur- horni landsins. Stöðug plöntun og ræktun hefur átt sér stað og við ætlum að reyna af litlum efnum að gera meira.“ En er sameinuð íþróttahreyfing ekki sterkara afl í þjóðfélaginu? „Ég held að það fyrirkomulag, sem ríkir og hefur verið viður- kennt, sé mjög heppilegt. Með því eru fleiri, sem taka þátt og starfa að félagsmálum. Við erum með öflugar stjórnir innan okkar vé- banda og Iþróttasambandið líka, en það er nokkuð ljóst að með samein- ingu myndi stór hópur þessa fólks detta út. Því sé ég engan ávinning við sameiningu, en hins vegar getum við á ýmsum vettvangi unnið meira saman og við höfum verið að vinna mikið saman. Til dæmis getum við unnið vel saman að almennings- íþróttum og eins gætum við sameig- inlega farið út í ýmiss konar verk- efni, sem tilheyra umhverfi okkar og við höfum verið að leggja áherslu á. En í okkar hópi er sá vilji innan ungmennafélaga alveg skýr að, nú- verandi fyrirkomulag haldi áfram.“ KNATTSPYRNA Ódýrustu skórnir kosta Þriggja mánaða laun! Víetnam tekur nú í fyrsta sinn þátt í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu og er í riðli með Indónesíu, Norður-Kóreu, Singapore og Qatar, en tvö af 29 liðum frá Asíu komast í loka- keppnina, sem verður í Bandaríkj- unum 1994. Knattspyrna er vin- sælasta íþróttin í Víetnam, en breytt viðhorf stjórnvalda á allra síðustu árum hafa gert erlend samskipti möguleg. Og í fyrstu atrennu er takmarkið sett hátt — að komast í úrslitakeppnina. Tran Duy Long, landsliðsþjálf- ari, viðurkennir að á brattann verður að sækja. „Það verður ekki sjálfgefið að komast alla leið, en hvað svo sem gerist verðum við reynslunni ríkari eftir riðla- keppnina." le Khac Chinh, sem er 36 ára starfsmaður hjá járnbrautunum, er fyrirliði landsliðsins. „það jafn- ast ekkert á við það að komast til Bandaríkjanna og spila við heimamenn," sagði hann. „íþrótt- ir eru sameiningartákn og þjóð- irnar næðu að skilja betur hvor aðra.“ Nær 17 ár eru síðan Víet- namstríðinu lauk, en Bandaríkin og Víetnam hafa ekki tekið upp stjórnmálasamband á ný. Efnahagsástandið í Víetnam er slæmt og stjórnvöld hafa ekki styrkt landsliðið. Leikmennirnir eru áhugamenn og verða að bera allan kostnað sjálfir. „Við getum ekki leikið knattspyrnu nema hluta úr ári því við verðum að vinna til að sjá okkur farborða. Ódýrustu knattspyrnuskór kosta um 250.000 dong (um 1.300 ÍSK), en mánaðarlaun mín eru 80.000 dong (Um 400 ÍSK).“ SPURT ER/Finnst þér að ÍSÍ og UMFÍ eigi að sameinast? Flvers vegna? Flvers vegna ekki? *> Ari Guð- mundsson ÍBR „Iþróttasamband íslands er æðsti vettvangur íþróttahreyfingarinnar hér á landi. Samstarf við UMFÍ er mikilvægt og það ber að efla, en það verður erf- itt að setja samtökin undir einn hatt og ég á ekki von á að það gerist á næstu árum. Ungmennafélags- hreyfingin er upprunalega byggð upp með öðrum hætti en íþróttahreyfíngin, en hefur þróast út í það að taka íþróttir inn á stefn- uskrá sína. Því er eðlilegt að náin samvinna sé á milli samtakanna, en yfírstjóm- in er hjá ISÍ og þar er al- ræðisvaldið.“ Hafsteinn Pálsson UMSK „íþróttamálin eru mjög lít- ið á dagskrá hjá UMFI, sem hefur ekkert með stjóm íþróttamála landsins að gera. Héraðs- og ung- mennafélögin eru með íþróttir, en þeim er sinnt í samstarfí við ISI og sér- samböndin. Hlutverkin eru mismunandi og því er ekki forgangsverkefni að sam- einast, þó það verði kannski í framtíðinni. Frekar er að byija á því að skilgreina hlutverk ÍSÍ, sérsambanda og í þriðja lagi ólympíunefndar ís- lands. Vandamálið er að ekki er ljóst hver Ieiðir og í hvaða tilvikum." Jón Jónsson HSK „Nei. Á þeim forsendum að Ungmennafélag Islands er langtum viðameiri stofn- un heldur en bara íþróttir, þetta snýst um miklu fieiri þætti. I ungmennafélögun- um eru félagar sem eru í leiklist, þeir eru í skógrækt og svona ýmisskonar mannrækt en ekki bara íþróttum. Og félögum í hreyfingunni myndi fækka stórlega við sameiningu, því ekki helmingur félaga í ungmennafélögum úti á landi stunda íþróttir. En öll samvinna og aukið sam- starf er allt annað mál og af hinu góða. Það er hlut- ur, sem hægt er að ræða.“ Eggert Magnússon KSI „Ungmennafélagshreyf- ingin er á miklu fleiri svið- um en á íþróttasviðinu. Hún hefur verið til um langan aldur og hefur gert mjöggóða hluti, en nánara samstarf við ÍSI, sem er æðsti aðili íþróttamála á íslandi, er æskilegt. Oft á tíðum mætti halda að viss andstaða væri þarna á milli, en þessar tvær hreyf- ingar þurfa að ná betur saman. Ég sé sameining- una ekki gerast alveg á næstunni, en held að um einhvers konar samruna verði að ræða í náinni framtíð og umræðan um málið er af hinu góða.“ Gunnar Ragnars ÍBA „Sameining er hlutur, sem á að skoða mjög vel vegna þess að leiðir okkar liggja náið saman. Það er eitt ungmennafélag innan vé- banda ÍBA og samstarfið gengur Ijómandi vel, en formaður þess _er jafnframt varaformaður ÍBA. Við eigum ekki að dreifa kröft- unum og ég veit ekki betur en það hafi verið ágætis samkomulag með þessum tveimur hreyfíngum. Mér fínnst fyllilega að skoða eigi þessar hugmyndir sem Ellert hefur viðrað. Öll þessi samkeppni er tíma- frek og ekki veitir af að standa saman.“ Jónas Þór Jóhannsson UÍA „Félögin; sem stofnuðu ÍSÍ og UMFI, eiga að halda áfram að stjórna. Síðan getur vel verið að einn góð- an veðurdag eigi sameining eftir að gerast, en ég vil hvorki sjá Ellert B. Schram né Pálma Gíslason ganga fram fyrir skjöldu og segja: Þetta á að gera svona. Þann dag, sem það gerist, á það að gerast hjá þeim sem raunverulega eiga þessi sambönd, stofnuðu þau og ráða þeim — ung- menna- og íþróttafélögin í landinu og einstaklingarnir í þeim. En ég sé enga sér- staka ástæðu til að gera þessa hluti.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.