Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 35

Morgunblaðið - 02.02.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 35 Falur Harðarson stendur sig vel í háskólakeppninni í Bandaríkjunum. fUt»ar«pwi $»!$»$»$$> ÚTSALA Á DESCAMPS handklæðum og sloppum á alla fjölskylduna. 40-50% afsláttur Miímm CLUCCn TJÖLD Síðumúla 35 og Kringlunrii, sími 680333. íltsala Velúrsloppar Bómullarsloppar Silkináttkjólar Silkináttföt l'ympai Bómullarnáttkjólar Bómullarnáttföt Brjóstahöld Nærfatnaður Laugavegi 26, Glæsibæ, Kringlunni. Háskólakeppnin í Bandaríkjunum: Falur er í lykil- hlutverki ytra RIÐALKEPPNIN í bandarísku háskólakeppninni í körfuknattleik er um það bil hálfnuð. Liði Charleston Southern háskóla var spáð neðsta sæti í sínum riðli fyrir tímabilið, en hefur komið á óvart og er í öðru sæti. Keflvíkingurinn Falur Harðarson leikur stórt hlutverk íliðinu og er þriðji stigahæsti leikmaðurinn, hefur skorað yfir 170 stig í 16 ieikjum eða um 11 stig að meðaltali í leik. „Þetta hefur gengið vonum framar," sagði Falur við Morgun blaðið. „Það eru milli 300 og 400 háskólar í 1. deild og í byrjun tímabilsins vorum við í kringum 250. sætið, en erum nú komnir niður í tveggja stafa tölu. Takmarkið er að leika til úrslita í riðlin- um og möguleikarnir á því eru mjög miklir, en úrslitaleikurinn verður sýndur beint í sjónvarpi um öll Bandaríkin.11 Falur stundar nám í tölvunar- fræði og er einn 14 nýliða í 15 mánna liðshópi, en 25 voru vald- ir til æfinga s.l. Eftir haust. Hann sagði Steinþór að baráttan um að Gúðbjartsson leika væri mikil og menn væru um- svifalaust teknir úr liðinu, ef þeir sýndu einhver véikleikamerki. „Það á enginn vísa stöðu, en mér hefur gengið vel, hef alltaf verið f liðinu og nánast ekkert hvílt. Hér skiptir vörnin öllu og er allt kapp lagt á hana. Ef menn spila ekki góða vörn eru þeir ekki með.“ Liðið er í átta liða riðli og hefur leikið sex leiki, sigrað í fjórum en tapað tveimur. Þá hefur liðið leikið 10 aðra opin- bera leiki, sigrað í sex þeirra en tapað fjórum. íslenski bakvörðurinn, sem er langminnsti maður liðsins, 1.84 m á hæð, en hinir eru allir um tveir metrar, sagðist aldrei hafa æft eins mikið. Yfirleitt væru tvær æfingar daglega nema þegar væri leikið, en riðlakeppnin byrjaði eftir áramótin og verða 14 leikir í febrúar. Álagið hefur verið mikið en hefur hann tekið framförum? „Ég hef ekkert breyst sem leikmaður og er kannski_ ekki betri en reynslunni ríkari. Ég hef lært mjög mikið, en skipulagið er allt öðruvísi en heima. Hérna fylgjast aðstoðarþjálfararnir með hverri hreyfingu mótheijanna og fyrir hvern leik er tíundað hvað hver og einn gerir. Ekkert á að koma okkur á óvart og áhersla er lögð á að einbeita sér að því að_ stöðva viðkomandi mótheija.“ Falur, sem er 23 ára, á 27 lands- leiki að baki. Hann lék í tvö tíma- þil með Keflvíkingum áður en hann hélt til Bandaríkjanna og vakti strax mikla athygli. Á síðasta keppnistímabili var Falur með þriðju bestu vítahittnina í deildinni (79,55%) og var jafnframt efstur Islendinga og þriðji í röðinni hvað þriggja stiga körfur varðar. Hann skoraði 222 stig úr slíkum, en alls 556 stig eða 21 að meðaltali í leik. Hann hefur haldið uppteknum hætti með háskólaliði sínu og aðfar- arnótt föstudags að íslenskum tíma var hann stigahæstur í leik gegn Allen háskólanum, sem Charleston Southern vann 120:44. Falur, sem hefur mest skorað 22 stig í leik, var með 21 stig að þessu sinni og þar af voru fimm þriggja stiga körf- ur. „Við fengum nánast enga mót- stöðu, en nær allt gekk upp hjá okkur,“ sagði Falur, sem hefur skorað úr þremur þriggja stiga körfum að meðaltali í leik og verið með 80% nýtingu í vítaköstum. S FISHER STÓRLÆKKAÐ VERÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR 21 “, 25“ og 28“ FISHER litasjónvörp NICAM STEREO, S-VHS litasjónvarp, textavarp með 90 bls. minni. Sjón- varpsfjarstýringin gildir einnig fyrir Fisher og Sanyo myndbandstæki. Skip- anir birtast á skjá, úttak fyrir auka hátalara, 2x16 W, 2xScart og S-VHS tengi, Pal/Secam/Ntsc kerfi. 21“ FISHER Verð var...kr. 99.920,-. Verðnú.....kr. 76.866,-. Staðgreitt..kr. 69.179,-. 25“ FISHER Verð var kr. 99.950,-. Verð nú....kr. 89.955,-. Staðgreitt..kr. 80.959,-. 28“ FISHER Verð var...kr. 108.778,-. Verð nú....kr. 97.901,-. Staðgreitt..kr. 88.110,-. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF Siðumúla 2 - simi 68-90-90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.