Morgunblaðið - 02.02.1992, Síða 40

Morgunblaðið - 02.02.1992, Síða 40
MORGUNÉLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Hvergi snjó að finna til iðkana vetr- aríþrótta ÞEIR sem stunda vetraríþróttir hérlendis kvarta nú sáran yfir því að engan snjó er að hafa víðast hvar á landinu. Jeppa-, vélsleða- og skíðamenn hafa nær ekkert getað stundað íþróttir sínar frá því um áramót vegna snjóleysis og svo langt hefur þetta gengið að þegar haldin var keppni í spyrnu á vélsleðum nýlega á Ak- ureyri var keppt á grasi. Snjóleysið er tilkomið vegna hinna miklu hlýinda sem verið hafa í jan- -úarmánuði. Ólafur Sigurgeirsson lögfræðingur og kunnur vélsleða-og veiðimaður fór nýlega upp á hálend- ið í leit að snjó fyrir sig og félaga sína. Ólafur segir að hann muni ekki eftir jafn snjóléttum vetri á Sigöldusvæðinu, en hann skoðaði það _um daginn. „Eg ók frá Sigöldu langan veg inn á Sprengisand og var ekki snjókorn á veginum, einungis gamlir veðraðir skaflar í skorningum og slökkum,“ segir Ólafur. „Ég væri ekki hissa ef fært væri alla leið í Bárðardal ír veginum. Sjá nánar á bls. 16 og 17. ----♦ ♦ «-- Verðlagsráð: Frelsi í verð- St. Bernharðstíkin Dísa gaut 11 hvolpum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þriggja ára gömul St. Bemharðstík í eigu Ólafs Höskuldssonar í Mos- fellsbæ gaut í vetur 11 hvolpum. Þetta mun nokkuð óvenulegur fjöldi því yfirleitt eignast þessir hundar 6-8 hvolpa í einu. Þó munu dæmi um að St. Bemharðstík hafi gotið 18 hvolpum og mun það met með- al hunda. Ólafur segir að þetta sé í .fyrsta sinn sem tík þessi, sem kölluð er Dísa, gjóti en hvolparnir geta verið töluverð búbót fyrir eig- andann. Gangverð á St. Bernharðshvolpi er nú um 150.000 krónur þannig að gotið í heild er virði hátt í 2 milljónir króna. lagningu á frakt rætt TILLAGA um að gefa verðlagn- ingu á flutningum stykkjavöru til landsins frjálsa verður tekin til “J^greiðslu á næsta fundi Verð- íágsráðs. Umræður hafa verið um frelsi í verðlagningu á frakt í Verðlags- stofnun og Verðlagsráði frá því í haust, meðal annars að ósk Félags íslenskra stórkaupmanna. Hefur Verðlagsstofnun unnið greinargerð um málið og það verið rætt á nokkr- um fundum Verðlagsráðs. Á fundi sínum á fimmtudag ákvað Verðlags- ráð að afgreiða málið á næsta fundi. Sókn á íslandsmið hefur fimmfaldast frá stríðsárum SÓKN á íslandsmið hefur síðan á stríðsárunum fimmfaldast þrátt fyrir að útlendingar hafi horfið af miðunum á sínum tíma og fiskiskipastóll landsmanna hafi „aðeins“ þrefaldast í rúm- lestatölu á þessu tímabili. „Þessi mikla sóknaraukning umfram stækkun flotans er besti mæli- kvarði á þær tækniframfarir sem hafa orðið við veiðarnar," segir Sigfús Schopka fiskifræð- ingur meðal annars í grein í Morgunblaðinu í dag. Sigfús rekur í greininni samspil sóknar, stærðar þorskstofnsins og nýliðunar. Þar kemur fram að veiðistofn þorsks á íslandsmiðum er áætlaður að hafa verið 2-2,5 milljónir tonna á stríðsárunum, en ýmist vaxið eða minnkað næstu áratugina og er í ársbyijun 1992 áætlaður aðeins um 850 þús. tonn og hefur hann sjaldan reynst svo ■rSkynsamleg nýting á vísinda- legum grunni forsenda veiða Sameiginleg afstaða Norðurlanda til hvalveiða: Siðferðileg sjónarmið ráði ekki ferðinni NORÐURLÖNDIN eru sammála um að siðferðileg viðhorf eigi ekki að ráða ferðinni við ákvörðun um hvort leyfa eigi hvalveiðar á ný, heldur sé skynsamleg nýting á vísindalegum grundvelli forsenda hvalveiða. Þetta kom fram sl. föstudag á sérstökum fundi þeirra norrænu ráðherra sem hafa með hvalamál að gera. Ráðherrarnir hittust í Stokk- sig sammála því að skynsamleg hólmi og sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra að þrátt fyrir tilraunir í mörg ár hefði ekki tekist að koma fundi sem þessum á fyrr en nú. „Þama fékkst niðurstaða að því er varðar grundvallaratriði í nýt- ingu auðlinda hafsins og hvala- stofnanna. Allar þjóðirnar lýstu nýting á vísindalegum grundvelli væri forsenda veiða en með öllu yrði að víkja til hliða þeim kröf- um, sem nú eru að skjóta upp kollinum, að láta siðferðileg við- horf ráða því hvort hvalveiðar yrðu leyfðar eða ekki. Þetta er í fyrsta skipti sem allar Norður- landaþjóðirnar sameinast um þetta viðhorf,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði það einnig hafa komið fram, að allar Norðurlanda- þjóðirnar muni standa gegn til- lögu Nýsjálendinga um 10 ára hválveiðibann á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. „Það kom fram mjög góður skilningur á okkar sérstöðu. Af hálfu Norðmanna var því lýst yfir að þeir hefðu fullan skilning á þeirri ákvörðun okkar að segja okkur úr Alþjóðahvalveiðiráðinu og Norðmenn myndu íhuga af- stöðu sína til áframhaldandi veru þar eftir næsta ársfund ráðsins. Ég er tiltölulega ánægður með þennan fund og held að hann hafi skilað okkur fram á við í þessari baráttu. Hvalamálið hefur verið eitt af fáum málum, þar sem mjög djúpstæður ágreiningur hef- ur verið með Norðurlandaþjóðun- um. Það verður ekki sagt að þjóð- irnar hafi náð að fullu og öllu saman á þessum fundi, en þar var stigið mjög stórt skref í þá átt,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegsráðherrar og um- hverfisráðherrar Norðurlandanna sátu einnig í gær fund með um- hverfisnefnd Norðurlandaráðs, þar sem rætt var um nýtingu auðlinda hafsins. lítill síðan rannsóknir hófust. „Þótt nýliðun hafi annars verið breytileg frá ári til árs þá er eink- ar athyglisvert að nú á allra síð- ustu árum, þegar þorskstofninn er greinilega kominn í allnokkra lægð, að nýliðun hefur aldrei verið eins léleg um jafn langan tíma á þessu hálfrar aldar tímabili. Ekki tókst út frá þessum gögnum að sýna fram á neitt marktækt sam- band milli stærðar hrygningar- stofns og fjölda nýliða en eftir stendur sú staðreynd að meðal- talsnýliðun hefur farið lækkandi,“ segir Sigfús Schopka. Sjá nánar á bls. 18-19. Bíllinn skall á ljósastaur TVEIR menn voru fluttir á slysadeild á föstudagskvöld, eft- ir að bíll þeirra skall á ljósa- staur á Vesturlandsvegi, við Stórhöfða. Meiðsli þeirra munu ekki vera aivarleg. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu virðist ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum í beygju, með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og skall á ljósa- staur. Bíllinn skemmdist töluvert. Ökumaðurinn og farþegi hans voru fluttir á slysadeild, en reyndust ekki mikið slasaðir. Bögglflpóstur um allt land PÓSTUR OG SlMI . i i ( Landsbanki íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.